Morgunblaðið - 23.05.2004, Qupperneq 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 53
ENDALAUST er tími fyrir um-
fjöllun um fjölmiðlafrumvarpið.
Fréttamenn Stöðvar II – og fleiri –
telja starfsöryggi sínu ógnað. Eng-
inn „tími“ finnst hins vegar til að
fjalla um hvort veiða megi 30%
meiri þorsk. Starfs-
öryggi í sjáv-
arbyggðum skiptir
ekki máli.
Ég hringdi á frétta-
stofu Stöðvar II og
benti þeim á að þeir
gætu vel við unað –
miðað við okkur í
sjávarbyggðunum. Við
búum við það í sjáv-
arbyggðum að kvótinn
er leigður – eða seld-
ur – kannski engin
vinna og húseignir
verða einskis virði.
Ekki hrynur verð á húseignum
fréttamanna. Á fiskvinnslan ekki
stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi
eins og Norðurljós – og er samt
hlunnfarin? Ég hef grun um það.
Úr því ég er byrjaður að skrifa
um þetta fjölmiðlamál vil ég geta
þess sem mér finnst aðalatriði: Við
Íslendingar eigum þrem mönnum
(og fleirum) afar mikið að þakka
fyrir árangur í bættum lífskjörum
sl. 10 ár sem eru; Davíð Oddsson
forsætisráðherra og feðgarnir Jó-
hannes og Jón Ásgeir – kenndir
við Bónus. Viðskiptalífið hefði
varla blómstrað svo vel hefði Davíð
Oddsson ekki haft forystu um um-
deildar breytingar á viðskiptaum-
hverfinu hérlendis – í átt til meira
frjálsræðis. Kommarnir alltaf á
móti og Samfylkingin vælandi. Við
skulum vera svo ærleg að þakka
þessum tilgreindu heiðursmönnum
fyrir frábæran árangur þeirra –
okkur til bættra lífskjara. Auðvitað
þarf að setja reglur um starfsemi
fjölmiðla. Mér finnst djöflagangur
sumra fjölmiðla hafa breyst í ein-
elti gegn Davíð Oddssyni – mann-
inum sem hafði forystu um að lag-
færa viðskiptaumhverfið til bættra
lífskjara. „Rassskell skaltu fá í
kaup.“ Mér finnst að fjölmiðla-
menn geti þokkalega vel við unað.
Þetta er ekkert svona slæmt. Farið
að fjalla um hvað það má auka
þorskveiðar mikið – án áhættu.
Færeyingar veiða 30% umfram
ráðgjöf ICES – með frábærum ár-
angri. Rágjöf ICES er byggð á
hálfónýtu forriti sem ekki má
„uppfæra“ samkvæmt fenginni
reynslu síðustu ára. Ef þorskkvóti
væri aukinn um 30% myndi staða
sjávarþorpa strax batna. Það sem
vantar eru ábyrgir fjölmiðlamenn í
faglega umfjöllun svo þjóðin – og
stjórnmálamenn skilji um hvað er
deilt. Stjórnmálamenn þora
kannski ekki í umræðu um auknar
þorskveiðar – af ótta við ykkur
fjölmiðlamenn – að þið ráðist á þá
og sakið þá um „óábyrgar“ veiðar.
Djöflist svo á þeim eins og Davíð
með því að vaða langt inn á grá
svæði siðferðislega með útúrsnún-
ing og sviðsettan hálfsannleika –
svo púkinn „fáiða“ hjá sumum stór-
skrýtnum „fréttamönnum“.
Af hverju skammast ég ekki
bara líka út í forsætisráðherra
vegna kvótans? Þó að ég sé oft
pirraður yfir sumu ruglinu sem
gengur yfir okkur í sjávarbyggðum
tel ég það ekki vænlegt til árang-
urs – að sparka í þann stjórnmála-
mann sem þjóðin á mest að þakka
– fyrir bætt lífkskjör – á heildina
litið – líka hjá mér – þrátt fyrir
allt! Ég prísa mig sælan að Sam-
fylkingin skuli ekki vera með kvót-
ann – með öllum göllunum – á upp-
boði – eins og þeir boðuðu fyrir
síðustu kosningar! Uppboð á kvót-
um yrði eins og setja fréttakvóta
(fjölmiðlaleyfi) á uppboð! Hvernig
væri það? Hver hefði þá vinnu
næst? Ég bið bara um heiðarlega
og faglega umræðu
um 30% meiri veiði á
þorski – eins og gefst
frábærlega í Fær-
eyjum. Viljið þið
fréttamenn kannski
vinsamlegast sýna
okkur í sjávarbyggð-
unum þá skyldurækni
að minnka umfjöllun
um ykkar eigin rass
og fjalla faglega um
það hvort það sé
nokkur áhætta að
auka þorskveiðar um
30%? Nú vitið þið – pínulítið –
hvernig tilfinning það er – ef vinn-
an ykkar fer – kannski – á „upp-
boð“ eftir tvö ár – kannski. Bragð
er að þá barnið finnur …
Bragð er að þá
barnið finnur …
Kristinn Pétursson fjallar
um fjölmiðlafrumvarpið ’Ég bið bara um heiðarlega og faglega
umræðu um 30% meiri
veiði á þorski – eins og
gefst frábærlega í
Færeyjum. ‘
Kristinn Pétursson
Höfundur er fiskverkandi
á Bakkafirði.
Opið hús frá kl. 15 - 17 í dag.
Freyjugata 32 – Skólavörðuholt - 101 RVK.
Eign fyrir vandláta. Klassa innréttuð 2ja herbergja 65,9 fm kjallaraíbúð í
mjög fallegu yfirförnu húsi á besta stað í Skólavörðuholtinu. Komið inn í
snyrtilega sameign og inn í íbúðina. Forstofa með flísum á gólfi. Eldhús
með fallegum nýlegum flísum á gólfi og fallegri nýtískulegri innréttingu með
borðkrók og Electrolux tækjum. Salerni er flísalagt í hólf og gólf með
glerhillum. Stofan er með gegnheilu eikarparketi, lagt í 45°. Halogen lýsing
í allri íbúðinni. Inngangur í svefnherbergið er með glerhurð og stórum
spegli á vegg og í lofti, gegnheilt eikarparket á gólfi lagt í 45°. Úr
svefnherbergi er gengið inn á glæsilegt baðherbergi sem er flísalagt í hólf
og gólf. Þar er stór, steyptur sturtuklefa með mjög fullkomnum blöndunar-
tækjum með 3 sturtuhausum og glerhurð. Falleg baðinnrétting.
Sérgeymsla er á hæðinni og sameiginlegt þvottahús. Stór garður á bak við
hús. Allt gler og gluggar eru nýir í íbúðinni svo og rafmagn. Eign sem vert
er að skoða og mun stoppa stutt við á söluskrá okkar.
Sölumenn Kletts fasteignasölu taka vel á móti ykkur í dag á milli kl.
15.00 og 17.00. Sérinngangur á bak við húsið hægra megin.
OPIÐ HÚS SKIPHOLTI 62, EFRI SÉRHÆÐ
Vorum að fá í sölu glæsilega 185 fm efri sérhæð í þríbýlishúsi (efsta hæð í húsinu). Auk
þess fylgir 26 fm innbyggður bílskúr. Íbúðin afh. í núverandi ástandi, þ.e. tæplega tilbúin u.
tréverk. Húsið er fullbúið að utan. Gert er ráð fyrir arni. Innanhússarkitekt er Guðbjörg
Magnúsdóttir en teikningar fylgja íbúðinni. Íbúðin er laus nú þegar. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL
SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 12-14. V. 22,5 m. 4023
SELBREKKA - GLÆSILEGT ÚTSÝNI
Mjög fallegt 223 fm einbýlishús á tveimur
hæðum. Húsið skiptist m.a. í stofu,
borðstofu, sólstofu, 2 baðh. og 4-5 herb.
Stórglæsilegt útsýni er úr húsinu. Falleg
gróin lóð. V. 26,9 m.
Glæsileg 102 fm 3ja herb. íbúð á 1.hæð í
fallegu fjölbýlishúsi. Eignin skiptist m.a. í hol,
eldhús, stofu, tvö herbergi og baðherb. Sér-
geymsla í kjallara og sameiginlegt þvotta-
hús. Íbúðinni fylgir herbergi í risi sem er með
aðgang að saml. snyrtingu. Búið er að end-
urnýja blokkina mikið s.s. steinuð upp á nýtt,
nýtt rafmagn, nýir gluggar. ÍBÚÐIN VERÐUR
TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL.
14-17 (Hrönn á bjöllu). V. 15,3 m. 4120
OPIÐ HÚS ESKIHLÍÐ 14. 1.H.V.
Falleg 103 fm 4ra herb. íbúð á 2.hæð í fjöl-
býlishúsi með aukaherb. í kjallara. Íbúðin
skiptist þannig: tvær stofur, eldhús, bað-
herb., tvö herb. og hol. Aðgangur að saml.
snyrtingu í kjallara fyrir herb. og tvær litlar
geymslur í kjallaranum. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL
SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 15-17
(Magnea á bjöllu). V. 14,5 m. 4025
OPIÐ HÚS BOGAHLÍÐ 16, 2.H.V. - MEÐ AUKAHERB.
Glæsileg 122 fm íbúð ásamt ca 15 fm sól-
stofu og bílskýli í eftirsóttri blokk, „Gimlis-
blokkinni“. Íbúðin skiptist í hol, þvottahús,
eldhús, stofu, borðstofu, 3 svefnherbergi,
stofu, sólstofu o.fl. Í kjallara fylgir sér
geymsla.Mikil sameign er á 1.hæð hússins.
Þar er m.a. borðsalur, hárgreiðslustofa,
snyrtistofa og saunabað. Hægt er að fá
keyptan heitan mat í hádeginu alla daga.
Íbúar hússins geta fengið borðsalinn leigðan
fyrir veislur. Útg. er á sérlóð úr sólskála, V.
30 m. 4183
MIÐLEITI - GIMLI
2ja herb. 66 fm björt og góð íbúð á 6. hæð í
eftirsóttri lyftublokk. Íbúðin snýr öll til suðurs
og útsýni er glæsilegt. Mikil þjónusta er í
húsinu, m.a. stór matsalur o.fl. V. 12,9 m.
4187
GRANDAVEGUR - 6. HÆÐ
Falleg fimm herb. 120 fm hæð í einu af elstu
og fallegustu húsum í gamla miðbænum.
Húsið er byggt árið 1880 og skiptist í and-
dyri, borðstofu, stofu, þrjú herbergi, bað-
herb. og eldhús. Sameiginlegt þvottahús.
Góð lofthæð er í íbúðinni og stórir gluggar
sem gera íbúðina mjög bjarta og sérstaka.
Húsið hefur oft verið kallað Borgarhúsið og
var reist af Jóni Árnasyni þjóðsafnara.
V. 18,9 m. 4113
LAUFÁSVEGUR
Glæsileg 116,9 fm íbúð á 3.hæð með bíl-
skýli á frábærum útsýnisstað efst í Sala-
hverfinu. Íbúðin skiptist í 3 svefnherb.,
stofu/borðstofu, eldhús, þvottahús, baðher-
bergi og hol. Stórar svalir og innangengt í
bílskýlið. Parket og flísar á gólfum, vandaðar
innréttingar. V. 17,9 m. 4177
KÓRSALIR
Stórglæsileg 63 fm 2ja herb. íbúð á jarðhæð
í fallegri blokk við Álfheima í Reykjavík. Eign-
in skiptist í hol, eldhús, herbergi, baðher-
bergi og stofu. Sérgeymsla undir stiga og
sameiginlegt þvottahús með vélum. Antík-
parket á gólfum. Svalir. Trérimlagardínur.
4172
ÁLFHEIMAR - GLÆSILEG ÍBÚÐ
Opið hús frá kl. 15-17 í dag.
Grensásvegur 26, 108 Reykjavík.
Grensásvegur - sérhæð. Nýstandsett sérhæð á góðum stað í Reykjavík.
Stigahús er fyrir tvær íbúðir, nýlega teppalagt. Sérþvottahús og geymsla,
skolvaskur, gluggi, náttúrusteinn á gólfi. Hol er lagt náttúrusteini og með
fatahengi. Baðherbergi er með náttúrusteini á gólfi, flísum á veggjum, bað-
kari, handklæðaofni og glugga. Eldhús er með nýrri mahony innréttingu,
granítflísum á vinnuborðum og steinflísum á gólfi. Stofa er lögð steinflísum
og er hún opin inn í yfirbyggða sólstofu sem er parketlögð. Barborð í sól-
stofu fylgir, útgangur er á svalir. Í íbúðinni eru tvö rúmgóð teppalögð her-
bergi. Einnig er opið rými innaf stofu sem mögulegt er að gera að herbergi.
Inngangur er á bakvið húsið. Íbúðin er laus strax, lyklar á skrifstofu. Skipti
möguleg á minni eign.
Sölumenn Kletts fasteignasölu taka velá móti ykkur í dag
á milli kl. 15.00 til 17:00
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111