Morgunblaðið - 23.05.2004, Page 61

Morgunblaðið - 23.05.2004, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 61 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugmyndarík/ur og sannfærandi og hefur mikið aðdráttarafl. Þú munt verða óvenjumikið ein/n með sjálfri/sjálfum þér á þessu ári. Þú þarft að læra eitt- hvað mikilvægt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta getur orðið mjög skemmtilegur dagur þó þú verðir sennilega ekki afkasta- mikil/l. Njóttu þess að leika þér og vinna að listsköpun en slepptu því að fara í búðir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til að njóta samvista við aðra. Þig langar til að daðra og leika þér. Þú ættir hins vegar að geyma það að taka mikilvægar ákvarðanir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt að öllum líkindum rifja upp eitthvað úr fortíðinni með fjölskyldu þinni í dag. Eitthvað gamalt sækir á huga þinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að njóta samvista við vini þína og kunningja í dag. Leitaðu leiða til að skemmta þér án þess að eyða miklu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig langar til að bera hug- myndir þínar í fjármálunum undir fólk sem hefur vit á pen- ingum. Þú ættir engu að síður að bíða til morguns með að taka ákvörðun. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert að íhuga marga spenn- andi möguleika varðandi ferða- lög og framhaldsnám. Þú ættir þó að bíða til morguns með að taka endanlegar ákvarðanir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gætir fengið snjalla hug- mynd um það hvernig þú getir nýtt þér auðlegð annarra. Þú vilt koma þér upp fjárhagslegu öryggisneti. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það hrífast allir af þér í dag. Þú munt eiga góðar samræður við þína nánustu en ættir að bíða aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir. Ekki eyða of miklu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú færð byltingarkenndar hugmyndir varðandi vinnuna þína en munt ekki komast að því hvort þær geta gengið upp fyrr en eftir einn eða tvo daga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki leggja of mikið undir í dag. Það liggur vel á þér og því hættir þér til of mikillar eyðslusemi. Það er hins vegar ólíklegt að eyðslan borgi sig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er góður dagur til að njóta samskipta við fjölskyldu þína og vini og til að huga að umbótum á heimilinu. Þú ert bjartsýn/n og jákvæð/ur og það gerir gæfumuninn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leggðu þig fram um að hitta annað fólk í dag, sérstaklega systkini þín og ættingja. Bjart- sýni þín smitar út frá sér. Bíddu til morguns með inn- kaup og undirskrift samninga. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 24. maí er Ármann Pétursson, bóndi í Reynihlíð, áttræður. Hann tekur á móti gestum í Gamla bænum í Reykjahlíð milli klukkan 15:00 og 19:00 á af- mælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 23. maí, er fimmtugur Vil- hjálmur Þór Guðmundsson kvikmyndatökumaður. Hann mun ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, taka á móti gestum í Golf- skála Granada Club de Golf um kvöldið. Vonast til að sjá sem flesta. 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bb4 5. Bg2 O-O 6. O-O Bxc3 7. bxc3 d6 8. d3 h6 9. Hb1 Hb8 10. h3 a6 11. a4 Be6 12. e4 Rh7 13. Rh4 Dd7 14. g4 Ra5 15. Bd2 c5 16. Rf5 b6 17. f4 f6 18. h4 Hf7 Staðan kom upp á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fram fer nú um stundir í Anatalya í Tyrklandi. Hinn öfl- ugi 18 ára azerski stórmeistari Skahriy- ar Mamedyarov (2657) hafði hvítt gegn Lorenz Drabke (2453). 19. Rxh6+! gxh6 20. f5 h5? 20... Bxc4 hefði veitt svörtum mun betri möguleika en textaleikurinn. 21. g5 fxg5 22. hxg5 Bxf5 23. exf5 Hxf5 24. Dxh5 Hbf8 25. Hxf5 Hxf5 26. Bh3 Rf8 27. Bxf5 Dxf5 28. Hf1 Dd7 29. g6 Dg7 30. Hxf8+ og svartur gafst upp saddur lífdaga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MEÐ allar hendur uppi er ekki mikið mál að taka suð- ur niður á fjórum spöðum, en við borðið reynir á hug- kvæmni og góðar reglur. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠10983 ♥K843 ♦DG4 ♣DG Vestur Austur ♠G ♠5 ♥D952 ♥G10 ♦K8 ♦Á109652 ♣K87643 ♣Á1092 Suður ♠ÁKD7642 ♥Á76 ♦73 ♣5 Vestur Norður Austur Suður – – 2 tíglar *3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass * veikir tveir Útspil: Tígulkóngur. Vörnin á með réttu að fá fjóra slagi – tvo á tígul, einn á lauf og einn á hjarta. En hættur leynast við hvert fót- mál. Helsta hættan er kannski þessi: Vestur spilar tígli áfram yfir á ás austurs, sem leggur nú niður lauf- ásinn „til að kanna málið“. En þar með er búið að gefa spilið. Spili austur laufi áfram, trompar suður og hendir svo hjarta niður í tíguldrottningu. Ef austur eyðileggur tíguldrottn- inguna með þriðja tíglinum, stingur suður frá, rennir öll- um trompunum og þvingar vestur í hjarta og laufi! Eddie Kantar leggur til eftirfarandi vörn: Vestur lætur tígultvistinn í fyrsta slaginn, sem vestur ætti að túlka sem kall í laufi. Varn- arreglan er þessi: Þegar bú- ið er að sýna sexlit í sögnum eru há og lág spil köll til hliðar, en millihundur hvetj- andi í útspilslitnum. Svo- nefnt „þriggja-lita-kall“. Þegar vestur veit af lauf- ásnum er eðlilegt að kanna hvort hægt sé að taka tvo laufslagi. Vestur leggur því niður laufkóng í öðrum slag, sem ætti að laða fram taln- ingu frá makker í þessari stöðu. Hér sýnir vestur fjór- lit og þá skiptir austur aftur yfir í tígul og austur spilar þeim þriðja til að eyðileggja drottninguna. Nú sér austur um að valda laufið og engin þvingun myndast. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Barnagælur Komdu hérna, krílið mitt, komdu, litla morið; enn er liðið ekki þitt æsku blíða vorið. - - Kristín litla, komdu hér með kalda fingur þína; eg skal bráðum bjóða þér báða lófa mína. - - Fuglinn segir bí, bí, bí, bí, bí, segir Stína. Kvöldúlfur er kominn í kerlinguna mína. Sveinbjörn Egilsson LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU          Ég skil þetta ekki, það er alltaf á tali! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MIÐVIKUDAGINN 19. maí sl. fengu Fáskrúðsfirðingar heimsókn 22 grunnskólanema, kennara og að- stoðarfólks, samtals 35 manns, frá Götu í Færeyjum. Færeyingunum, sem verið hafa á viku skólaferðalagi um Ísland, var tekið með kostum og kynjum af nemendum 6. og 7. bekkja og þeim boðið í pitsuveislu sem Loðnuvinnsl- an var svo rausnarleg að bjóða. Kon- ur í kennaraliði skólans sáu um elda- mennsku og að allir fengju nóg að borða. Þegar börnin höfðu lokið við mat- inn var farið í ratleik um kauptúnið og síðan var diskótek í skólanum. Hópurinn hélt frá Fáskrúðsfirði á fimmtudag og af landi brott með Norrænu. Færeyingar sækja Fáskrúðsfirðinga heim FRÉTTIR Fundar um stöðu stráka í grunn- skóla Fræðsluráð Reykjavíkur efn- ir til opins fræðsluráðsfundar um stöðu stráka í grunnskóla. Fund- urinn verður á morgun, mánudaginn 24. maí kl. 14.30–17.30 í Iðnó. Erindi halda: Inga Dóra Sigfúsdóttir fé- lagsfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, Berglind Rós Magn- úsdóttir sem starfar sem jafnrétt- isfulltrúi hjá Háskóla Íslands, Júlíus K. Björnsson forstöðumaður Náms- matsstofnunar og Hafsteinn Karls- son skólastjóri Salaskóla í Kópavogi. Aðalfundur samtakanna Regn- bogabarna verður haldinn á morg- un, mánudaginn 24. maí kl. 18, í húsi samtakanna í Mjósundi 10, í Hafn- arfirði. Á fundinum verða veittar viðurkenningar, sjálfboðaliðar árs- ins, styrktarfyrirtæki ársins. Fræðsluerindi HÍN, Hins íslenska náttúrufræðifélags, verður haldið á morgun, mánudaginn 24. maí kl. 17.15 í stofu 132, Öskju, Háskóla Ís- lands. Ólafur Arnalds mun flytja er- indi sem hann nefnir Íslenskur jarð- vegur – eðli og myndun. Ólafur greinir frá rannsóknum RALA á eðli jarðvegsins, sérstökum eiginleikum og þeim þáttum sem helst ráða myndun hans. Á MORGUN Rangt nafn Rangt var farið með nafn eins þeirra fjögurra drengja sem rætt var við vegna Viðeyjarferðar á for- síðu barnablaðsins í gær. Þar stóð að einn þeirra héti Elís Ingi Bjarnason en hið rétta er að hann heitir Einar Siggi Bjarnason og biðst Morgun- blaðið velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT ♦♦♦ KENNARAR við Menntaskólann á Egilsstöðum hafa sent frá sér ályktun um byggingarmál skólans þar sem lýst er áhyggjum af seina- gangi við stækkunaráform skólans. Hefur ályktunin verið send mennta- málaráðherra, bæjarstjórn Austur- Héraðs, sveitarstjórn Fellahrepps og alþingismönnum Norðaustur- kjördæmis og er svohljóðandi: „Til þess er varðar: Kennarafélag Menntaskólans á Egilsstöðum lýsir yfir áhyggjum sínum af seinagangi við stækkunar- áform skólans. Fólksfjölgun er hafin á sóknar- svæði skólans og mun hún aukast enn frekar á næstu misserum. Því til viðbótar eykst aðsókn nú að framhaldsskólum landsins, og stefnir því í talsverða fjölgun um- sókna um skólavist strax á næsta skólaári. Það er ábyrgðarhluti ef tómlæti yfirvalda verður til þess að vísa þurfi fjölda ungmenna frá námi í heimabyggð og eykur ekki tiltrú manna á að hugur fylgi máli hjá stjórnvöldum menntamála um framsækna menntastefnu. Kennarafélagið skorar því á stjórnvöld að taka á þessu máli nú þegar og leysa þann hnút sem byggingaráform frá liðnu hausti eru nú í, öllum til skaða. Virðingarfyllst, kennarar við Menntaskólann á Egilsstöðum.“ Kennarar við Menntaskólann á Egils- stöðum álykta um byggingarmálin Hafa áhyggjur af tómlæti yfirvalda MAGNÚS og Snæfríður – um tví- leik alkóhólismans er yfirskrift fyr- irlestrar sem Hlín Agnarsdóttir flytur á Amtsbókasafninu á Akur- eyri á þriðjudag, 25. maí kl. 17.00. Í fyrirlestri sínum fjallar Hlín, sem er höfundur bókarinnar ,,Að láta lífið rætast – ástarsaga að- standanda“ um tilurð bókar sinnar og speglar reynslu sína sem að- standandi alkóhólista í frægum sögupersónum Halldórs Laxness, hjónunum Magnúsi í Bræðratungu og Snæfríði Íslandssól. Magnús átti við alvarlega drykkjusýki að stríða og Snæfríður fór ekki var- hluta af henni. Hlín skoðar drykkjumunstur Magnúsar og við- brögð Snæfríðar eiginkonu hans við því. Í fyrirlestrinum talar hún um kvöl aðstandandans og hvort hún sé óumflýjanleg. Aðgangur er ókeypis að fyrir- lestrinum og allir eru velkomnir. Tvíleikur um alkóhólisma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.