Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 65 Hard Revolution eftir George Pelecanos. Orion gefur út 2004. 376 síður innb. Kostaði 1.795 í Máli og menningu. EKKI ætla ég að blanda mér í þá umræðu hvort hægt sé að telja glæpasögur bókmenntaverk, en því er þó ekki að neita að sumir þeir fremstu á því sviði eiga það til að skrifa leiftrandi góðar bækur stíllega og efnislega. George Pelecanos er gott dæmi um slíkan höfund, enda sumar síðustu bóka hans svo vel skrif- aðar að jafna má við nútímabókmenntir almennt. Þannig er síðasta bók Pelec- anos, Hard Revolu- tion, með bestu glæpasögum sem ég hef komist yfir lengi. Aðalpersóna í Hard Revolution er blökkumaðurinn Derek Strange, en Pelecanos hefur áður skrifað þrjár bækur þar sem hann er í aðalhlut- verki, Right as Rain, Hell to Pay og Soul Circus, en tvær þær síðast- nefndu eru mjög tengdar. Í þeim bók- um er hann fyrrverandi lögga sem rekur einkaspæjaraskrifstofu en í Hard Revolution, sem er einskonar forleikur að hinum bókunum þremur, segir frá hinum unga Derek Strange. Bókin gerist í Washington, fyrst þegar Strange er á barnsaldri, en síð- an árið örlagaríka 1968 þegar Strange er orðinn lögreglumaður. Á sjöunda áratugnum hitnaði stöðugt í kolunum í samskiptum hvítra og litra vestan hafs og undir lok áratugarins var réttindabarátta þeirra síðar- nefndu að ná hámarki þegar Martin Luther King var myrtur í Memphis. Pelecanos, sem er af grísku for- eldri, nær ágætlega að fanga spenn- una milli kynþáttanna og fellur ekki í þá gildru að mála menn of sterkum litum, að hafa persónurnar ýmist al- góðar eða alvondar. Þannig eru glæpagengin, ef svo má segja, í bók- inni tvö, annað hvítir óþokkar og hitt svartir bófar, en honum tekst einmitt vel upp að sýna fram á muninn á hugsunarhætti þeirra sem stafar af ólíkum aðstæðum og uppruna. Það er auðvelt að hafa samúð með Derek Strange; hann þarf að glíma við ýmislegt annað en fordóma frá hvítum, því svartir fyrirlitu margir á þessum tíma þá sem gengu í lögregl- una, þeir voru orðnir handbendi kúg- aranna. Strange finnur sig þó í starf- inu, finnur að sín er þörf til að vernda svarta ekki síður en halda svörtum óróaseggjum í skefjum, en eldskírn hans er þegar upp úr sýður í kjölfar morðsins á King. Þótt þetta sé fjórða bókin um Der- ek Strange eins og getið er, verður að teljast líklegt að Pelecanos eigi eftir að skrifa um hann fleiri bækur, enda frá ýmsu að segja. Strange er smám saman að verða raunverulegri og sannferðugri persóna, maður sem þarf að glíma við drauga úr fortíðinni og taka ákvarðanir þar sem enginn kostur er góður, sumpart vegna að- stæðna í þjóðfélagi ótta og kúgunar og sumpart vegna eigin breyskleika. Forvitnilegar bækur Sumarið 1968 Árni Matthíasson ÍSLENSKA sveitin The Leaves undirritaði á miðvikudaginn samn- ing um allt að fimm breiðskífur við útgáfufyrirtækið Island Records. Um er að ræða lokapunktinn á tveggja ára löngu ferli, að sögn Árna Benediktssonar, umboðs- manns sveitarinnar. Leaves var áð- ur á mála hjá Warner-fyrirtækinu. Leaves vinnur nú að annarri plötu sinni, en frumburðurinn, Breathe, kom út árið 2002. MP3.is segir frá. Leaves á samning við Island Records Fimm platna samningur Íslenska hljómsveitin Leaves hyggur á útrás til Vesturheims því 9. sept- ember næstkomandi er áætluð útgáfa breiðskífu hljómsveitarinnar í Bandaríkjunum. Hljómsveitin mun spila fyrir landsmenn í aðdraganda út- rásarinnar til Bandaríkjanna. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Dansleikur Ásgarði í Glæsibæ Capri tríó leikur fyrir dansi í kvöld sunnudag 23, maí frá kl. 20.00 Fjölmennum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.