Morgunblaðið - 23.05.2004, Síða 72

Morgunblaðið - 23.05.2004, Síða 72
SVEITARSTJÓRN Mýrdalshrepps hefur bannað lausagöngu búfjár við þjóðveg núm- er 1. Að sögn Sveins Pálssonar, sveitar- stjóra Mýrdalshrepps, er með þessu verið að efna samkomulag við Vegagerð ríkisins en það felur í sér að hún sjái um viðhald girðinga við hringveginn frá Vík vestur að Jökulsá á Sólheimasandi. Á móti kemur að sveitarstjórn Mýrdalshrepps tekur að sér að koma búfé sem sleppur inn fyrir girðing- arnar burtu aftur. Segir Sveinn nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um málið í sveit- arstjórn Mýrdalshrepps en samkomulagið hafi verið gert í tíð fyrri sveitarstjórnar. Það hafi verið fyrsta samkomulag þessarar tegundar þótt annað sveitarfélag hafi orðið fyrra til að hrinda slíku samkomulagi í framkvæmd. „Við vorum að klára okkar hluta núna. Við þurftum að útbúa sérstaka samþykkt um búfjárhald þar sem m.a. er lýst yfir lausafjárgöngubanni. En það er engin óendanleg hamingja með þetta hjá okkur í sveitarstjórninni en við vonum þó að þetta verði til bóta,“ segir Sveinn. Umdeilt mál Aðspurður hvað Mýrdalshreppur finni athugunarvert við samkomulagið segir Sveinn að það sé umdeilt hvort sveitarfélag- ið eigi að vera að taka á sig skyldur sem það í sjálfu sér ekki hafi. „Við höfum takmörkuð fjárráð og ég veit ekki hvaða ráðstafanir við eigum að hafa til að smala þjóðveginn. Þetta er umdeilt og eðlilegt að velta fyrir sér hvort þetta eigi ekki að vera í verkahring Vegagerðarinnar,“ segir Sveinn. Samkomulag Vegagerð- arinnar og Mýrdalshrepps Lausaganga búfjár bönn- uð við hring- veginn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. TVEIR menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 26. maí vegna bankaránsins í útibúi Landsbankans við Gullinbrú á föstudagskvöld en lög- reglan telur ekki útilokað að fleiri menn tengist ráninu. Báðir mennirnir sem nú sitja í gæsluvarðhaldi hafa áð- ur komið við sögu lögreglunnar. Tæplega þrítugur karlmaður sem hótaði starfsfólki í bankaútibúinu með öxi var handtekinn strax í kjölfar ráns- ins en hinn maðurinn var handtekinn skömmu síðar. Þá lagði lögreglan hald á bifreið sem talin er tengjast málinu og er hún nú til rannsóknar en ekki fæst uppgefið hversu mikið þýfi lög- reglan lagði hald á vegna ránsins. Bankaránið við Gullinbrú Útiloka ekki að fleiri teng- ist ráninu ÓHÆTT er að segja að undurfagrir tónar fiðl- unnar hans Hjörleifs Valssonar hafi snert ein- hverja strengi í aðkomugöngum Kárahnjúka- virkjunar. Hjörleifur var í föruneyti starfs- manna Lýsingar, KB banka og Impregilo og spilaði létt ítölsk dægurlög í bland við heims- fræg klassísk meistaraverk gömlu snillinganna í aðkomugöngum 2 og 3. Tilefnið var að Lýsing hafði á dögunum fjár- magnað bæði eftirlíkingu af Stradivarius-fiðlu fyrir Hjörleif og þrjá risabora fyrir ítalska verktakann Impregilo. Risaborar Impregilo eru keyptir frá fyrirtækinu Robbins í Banda- ríkjunum og fleiri kílómetrar hafa verið bor- aðir með þessarri tegund bora en nokkrum öðr- um borum í heiminum. Hvort með sínum hætti Stradivariusfiðlur hafa óneitanlega borað sig inn í hug og hjarta fjölmargra tónlistarunnenda um allan heim. Þær voru framleiddar af hinum ítalska Antonio Stradivari sem var uppi á ár- unum 1644 til 1737 og smíðaði fjöldann allan af fiðlum, en í dag er álitið að til séu á bilinu 800 til 1.200 sem enn eru í notkun. Eftirlíkingar af þessum fiðlum reyna allar að ná þeim einstaka hljómburði og ótrúlega fallegu tónum sem Stradivarius-fiðlurnar eru löngu orðnar heims- frægar fyrir. Fiðlurnar gefa risaborunum lítið eftir í verði, sé verðið skoðað út frá þyngd. Fiðlan hans Hjörleifs vegur um 470 grömm, en borarnir vega hver um sig 600 tonn. Samkvæmt lausleg- um útreikningum Lýsingar má því áætla að hvert gramm borsins kosti um 50 krónur, en hvert gramm fiðlunnar um 6.382 krónur! Hið fokdýra fiðlugramm Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Egilsstöðum. Morgunblaðið. VÍSINDAMENN frá Háskóla Ís- lands og háskólanum í Cambridge voru í gær staddir í kirkjugarðinum Ásum í Skaftártungu þar sem þeir grófu upp beinagrindur í rannsókn- arskyni, en kirkjan þar var lögð nið- ur árið 1898. Ætlun vísindamann- anna er að komast að því hvort þeir sem þar eru grafnir hafi þjáðst af flúoreitrun í kjölfar Skaftárelda sem geisuðu hér á landi árið 1783– 1784. Rannsóknin er á vegum forn- leifastofnunar Íslands, en einnig eru á staðnum læknir og jarðfræð- ingur frá háskólanum í Cambridge, sem fengu upprunalega hugmynd- ina að verkefninu. Ofvöxtur í beinum Að sögn Hildar Gestsdóttur, fornleifafræðings með sérmenntun í mannabeinarannsóknum, hefur flúoreitrun þau áhrif á spendýr að ofvöxtur verður í beinum auk þess sem tennur skemmast. Flúoreitr- unin dregur sauðfé til dauða þannig að þegar tennurnar skemmdust geta kindur ekki lengur jórtrað og melt fæðu sína og svelta til dauða. Hins vegar geta manneskjur lifað með flúoreitrun, en miklar þjáning- ar geta fylgt ef ofvöxtur á beinum er mikill og tennur skemmast alvar- lega. „Við ætlum að gera efnagrein- ingu á beinunum til að athuga hvort þar sé óeðlilegt magn flúors,“ segir Hildur. „Þessi uppgröftur er for- könnun á að því að kanna aðstæður í kirkjugörðum til að sjá hvort það sé þess virði að fara í frekari rann- sóknir á þeim. Við vildum sjá hversu vel við gætum tímasett ein- stakar grafir innan kirkjugarðsins og athuga varðveislu á beinum. Við erum nú komin með eina beina- grind sem við munum taka með okkur og gera á henni efnafræðileg- ar rannsóknir og greiningar til að athuga flúormagn. Svo er hugsan- legt að í framtíðinni gerum við þetta að stærra verkefni og greinum flú- ormagn í fleira fólki.“ Fréttamenn frá BBC fylgdust með starfi vísindamannanna í gær, en þeir voru að vinna heimildaþátt um eldgos og hvað myndi gerast ef mikið gos yrði í Yellowstone-þjóð- garðinum. Skaftáreldar eru þar notaðir sem dæmi um slæmt eld- gos. Vísindamenn kanna afleiðingar Skaftáreldanna Beinagrindur grafnar upp í rannsóknarskyni Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hildur Gestsdóttir grefur frá hauskúpu í Ásakirkjugarði í Skaftártungu í gærmorgun. FLUGFÉLAGIÐ X hf., sem nefnist Jetex á ensku, fékk íslenskt flugrekstrar- skírteini hinn 5. maí síðast- liðinn. Samkvæmt upplýs- ingum frá Heimi Má Péturssyni, upplýsingafull- trúa Flugmálastjórnar, ger- ir félagið út frá Forlei-flug- velli, sem er skammt frá Bologna á Ítalíu. Heimir Már segir að félagið sé með eina flugvél í rekstri, vél af gerðinni McDonnell Dougl- as MD-82. Átti áður MD Stærsti eigandi flug- félagsins X er Ingimar Haukur Ingimarsson, en hann ásamt fleirum stóð að flugfélaginu MD Airlines í Svíþjóð. Það flugfélag hóf flugrekstur árið 2000 en óskaði eftir gjaldþrotaskipt- um á síðasta ári, í kjölfar þess að stærsti viðskipta- vinur félagsins, ferðaskrif- stofan Traffic Europe Svenska, varð gjaldþrota. Íslenskt flugfélag starfar á Ítalíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.