Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 13 ÚR VERINU Frábær skíðafargjöld Fer›atímabil: 1. janúar - 31. mars. * Á mann í tvíb‡li m.v. a› gist sé frá sunnudegi til föstudags í Vermont. Innifali›: Flug, gisting í 1 nótt á The Midtown Hotel í Boston á lei›inni út, gisting á Commodores Inn í Stowe í 5 nætur, bílaleigubíll í B-flokki í 6 daga m.v. 2 í bíl, flugvallarskattar og fljónustugjöld. Bandaríkin - Stowe - Vermont Verð frá 84.130* Fer› fyrir gönguskí›afólk, 25. feb. - 2. mars. Lágmarksflátttaka 20 manns. * Áa mann í tvíb‡li í 5 nætur. Innifali›: Flug, gisting í 5 nætur me› morgunver›i, hádegisnesti og kvöldver›i, rútufer›ir til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar, fljónustugjöld og íslensk fararstjórn. * Innifali›: Flug og flugvallarskattar m.v. a› bóka› sé á www.icelandair.is, ef bóka› er hjá sölumanni bætist vi› 2.500 kr. fljónustugjald. Noregur - Lillehammer Verð frá 79.840* Vikufer›ir. *Brottfarir 16. og 23. janúar. Ver› frá 110.580 kr. Brottfarir 13., 20. og 27. febrúar og 13. mars. Ver› frá 120.030 kr. Brottfarir 20. og 27. mars. Ver› frá 128.220 kr. Innifali›: Flug, gisting í 7 nætur á mann í tvíb‡li me› fullu fæ›i, drykkir (ekki sterkir), 6 daga skí›apassi, bílaleigubíll í 1 viku í B-flokki, flugvallarskattar og fljónustugjöld. Sviss - Engelberg Verð frá 110.580* München Verð frá 42.890* FLUG SÉRFERÐIR Milano Verð frá 48.630* Genf Verð frá 48.720* Zürich Verð frá 49.680* Fer›atímabil: 1. október 2004 - 31. mars 2005 (sí›asta heimkoma 30. apríl 2005). Lágmarksdvöl: A›faranótt sunnudags. * Innifali›: Flug, bílaleigubíll í B-flokki í 1 viku á mann m.v. 2 í bíl, flugvallarskattar og fljónustugjöld. Frankfurt 46.930* FLUG OG BÍLL Osló 57.580* París 47.080* Boston 61.630* Allar uppl‡singar um skí›asta›ina og vefsló›ir fleirra á www.icelandair.is/skidi Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 25 96 4 1 0/ 20 04 Hópar leiti› tilbo›a á groups@icelandair.is e›a í 5050406 VÍKINGUR AK kom inn til Vopnafjarðar í gær með 350 tonn af síld sem fékkst í þremur köstum á um 40 faðma dýpi í Norðfjarðardýpi. Heimamenn segjast ekki í vafa um að síldin sé af norsk-íslenskum stofni. Þegar var hafist handa við að frysta síldina á Vopnafirði í gær og sagðist Einar Víglundsson, vinnslustjóri hjá Tanga hf., ekki í vafa að þarna væri um að ræða síld af norsk-íslenskum stofni. „Við munum senda sýni úr farminum til Hafrannsóknastofnunarinnar en ég tel yfir- gnæfandi líkur á að þetta sé norsk-íslensk síld. Við kölluðum til gamla síldarsaltendur og þeir þurftu ekki að líta nema einu sinni á síldina til að skera úr um að hún væri af þessum norsk- íslenska stofni og fengu síðan hreisturglampa í augun. Þessi síld er nokkuð frábrugðin þeirri íslensku í útliti, mest á bilinu 270 til 300 grömm en síðan eru feikna breddur innan um, sú stærsta sem við höfum vigtað var 560 grömm. Það er gott að vinna þessa síld, það er ekki til í henni áta,“ sagði Einar. Eins og komið hefur fram fékk Hoffell SU norsk-íslenska síld á Glettinganesgrunni fyrir síðustu helgi, þá fyrstu sem veiðst hefur hér við land í 37 ár. Tvö önnur skip, Hoffell SU og Antares VE, voru á sömu slóðum í gær en köst- uðu ekki vegna brælu. Víkingur heldur aftur til veiða að lokinni löndun í dag. Um fimmtán tíma sigling er frá Vopnafirði og á síldarmiðin. Þetta er þriðja löndun Víkings á vikutíma og er aflinn samtals um 1.000 tonn. Jóna Eðvalds SF frá Hornafirði er fyrir austan land og leitar síldar. Áskell EA er á Halamiðum út af Vestfjörðum og var kominn með um 320 tonn af síld í morgun og landar væntanlega á Hornafirði aðra nótt. Vítaverður sofandaháttur Á vef Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segir að ef síldin fer að ganga í meira mæli hingað til Íslands muni það styrkja samnings- stöðu okkar gífurlega gagnvart Norðmönnum. „Vonandi fæst eitthvað meira af þessari síld því töluverður kvóti er enn óveiddur sem kom í hlut okkar Íslendinga. Við væntum þess líka að Hafró sendi einhverja í frekari leit að silfri hafsins. Það væri í raun vítaverður sofanda- háttur ef stjórnvöld gerðu ekkert í því að skoða þetta betur, því hagsmunirnir eru miklir ef síldin fer inn á sitt gamla göngumynstur.“ Víkingur AK landaði 350 tonnum af síld á Vopnafirði Breddur Norsk-íslenska síldin getur orðið verulega stór og algengt er að einstaka síldar séu yfir hálft kíló að þyngd. Mjög líklega norsk-íslensk síld Vilja hrefnu af válista JAPANAR segjast vongóðir um að fá því framgengt á yfirstandandi árs- fundi CITES, samnings um alþjóða- verslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu, að aflétt verði banni á viðskipti með hrefnuafurðir á þeirri forsendu að hrefnustofnar séu ekki lengur í hættu. Fundurinn er haldinn í Bang- kok í Taílandi Japanar vilja að nokkrir hrefnu- stofnar verði teknir af lista CITES yf- ir dýr í útrýmingarhættu og settir á lista yfir stofna sem ekki séu í yfirvof- andi hættu. Takist þeim það verður heimilt að versla með hrefnuafurðir. Meginhrefnustofnarnir eru þrír. Einn er í nágrenni Japans, annar um miðbik Norður-Atlantshafs og sá þriðji á austurhluta Norður-Atlants- hafs. Norðmenn og Íslendingar hafa veitt úr þeim tveimur síðastnefndu. Verði tillaga Japana samþykkt á fundinum í Bangkok er talið að þrýst- ingur myndist á Alþjóða hvalveiðiráð- ið um að fella niður bann við hrefnu- veiðum og jafnvel veiðum á öllum hvalastofnum sem nýta má með sjálf- bærum hætti. Til að tillaga Japana fái brautar- gengi í Bangkok þarf hún samþykki 2⁄3 hluta fundarmanna. Vilja banna botntroll á úthöfunum SAMTÖK umhverfisverndarsinna fara fram á það við Sameinuðu þjóð- irnar að þær stöðvi botntrollsveiðar á úthöfunum. Samtökin héldu blaða- mannafund í gær þar sem þau sögðu að skip frá nokkrum þjóðum stund- uðu slíkar veiðar, einkum á búrfiski, meðal annars Íslendingar. Þetta kom fram á vefsíðunni Reut- ers AlertNet í gær. Þar var haft eftir talsmanni samtaka um verndun haf- djúpanna, the Deep Sea Conservat- ion Coalition (DSCC), Kelly Rigg, að við þessar veiðar væru unnin óbæt- anleg spjöll á stórum svæðum til þess eins að veiða fáeina fiska, sem seldust á hæsta verði á beztu veit- ingahúsum heims. Hún segir að að- eins 15 mínútna tog geti lagt lífríkið á hafsbotninum í rúst og eyðilagt kaldsjávarkóralla sem hafi verið að vaxa í þúsundir ára. DSCC, sem er í samfloti með Grænfriðungum og World Wide Fund for Nature, segja að þessir togara stundi aðallega veiðar á búr- fiski, sem safnist gjarnan saman við fjallstinda og hæðir á hafsbotninum. Samtökin nefna til sögunnar þjóð- ir eins og Rússa, Japani, Nýsjálend- inga, Íslendinga og Norðmenn, sem mestu sökudólgana, og segja enn- fremur að bátar frá Spáni, Portúgal og Danmörku taki 60% aflans. Þar sem ekkert eftirlit sé með veiðunum á úthöfunum sé ómögulegt að meta í hve miklum mæli þessar veiðar séu stundaðar. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.