Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 23

Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 23 MINNSTAÐUR Samsung SGH-X450 Expert, Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Opið virka daga frá kl. 11.00 - 18:30 Laugardaga frá kl 10.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 13.00 - 17.00 Fallegur 3 banda sími með hágæða skjá.           ! "#$$    %&' &(&& )* * $    Allt til músaveiða og fl ugnaveiða Rafmagnsfl ugnabanar, límborðar, fl ugnaljós o.fl . Verslunin er staðsett á Selfossi Opið mán.-fi m. 9-13, föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Gagnheiði 59 • meindyravarnir@meindyravarnir.is www.meindyravarnir.is • s: 482 3337 & 893 9121 Fyrirtæki - stofnanir - heimili LANDIÐ SUÐURNES Laxamýri | Áhugi manna á forn- leifarannsóknum í Þingeyjarsýslum hefur farið vaxandi og nýlega var stofnað Hið þing- eyska fornleifa- félag sem hefur það að markmiði að auka þekk- ingu almennings á sögu sýslunnar. Formaður hins nýja félags er Unnsteinn Inga- son, ferðaþjón- ustubóndi á Narfastöðum í Reykjadal, sem segir að félagið vilji meðal annars að framkvæmd sé meiri fornleifaskráning og skap- aðar séu styrkari forsendur fyrir menningartengda ferðaþjónustu í héraðinu. Það megi til dæmis gera með útgáfu fræðsluefnis um sögu svæðisins og uppsetningu marg- miðlunarefnis sem tengist forn- leifum. Forsaga málsins er sú að Unn- steinn og Hreiðar Karlsson á Húsa- vík sem ólst upp á Narfastöðum fóru fyrir nokkrum árum að fara í gönguferðir í þeim tilgangi að kanna kennileiti og fornleifar sam- kvæmt örnefnaskrá og höfðu þeir báðir mjög gaman af. Þetta varð svo til þess að þeir fóru að reifa þá hugmynd að tala við fleiri um þetta áhugamál sitt og fengu þeir í lið með sér nokkra einstaklinga og auk þess Fornleifastofnun Íslands, At- vinnuþróunarfélag Þingeyinga, Þekkingarsetur Þingeyinga og Safnahúsið á Húsavík. Úr þessu varð svo Hið þingeyska fornleifa- félag sem ætlar sér að koma ýmsu í verk í þessum málaflokki á næstu árum. Mörg brýn verkefni Unnsteinn segir að á fundinum hafi Hið þingeyska fornleifafélag sett upp verkefnalista sem er til- laga að forgangsröðun og er þar snert á ýmsum minjaflokkum. Má þar fyrst nefna Þingey sem þarf að verða aðgengileg ferðafólki en þar eru þingminjar frá þjóðveldisöld. Í því sambandi talar Unnsteinn um að mikilvægt sé að vera í samstarfi við Þingeyjarsveit sem vinnur að verkefni sem nefnist „Þingeyskur sagnaþjóðgarður“ og gegnir Þing- ey þar miklu hlutverki. Þá nefnir Unnsteinn staði eins og Þegjandadal sem er heil sveit með eyðibýlum, auk þess segir hann að Seljadalur vestan Reykjadals sé mjög áhugaverður, en þar er mikið um eyðibýli, sel, fornar leiðir og voldugt kerfi garðlaga eins og víð- ar í sýslunni. Kumlateigar eru nokkrir í hér- aðinu og voru sumir þeirra rann- sakaðir nú í sumar og á síðasta ári. Að sögn Unnsteins er mikilvægt að halda þeim rannsóknum áfram og nefnir í því sambandi staði eins og Litlunúpa í Aðaldal, Saltvík við Húsavík og Daðastaðaleiti. Þá segir hann að seltóftir séu sérlega for- vitnilegar þar sem þær hafi víðast hvar verið lítið rannsakaðar. Ljóst er að til þess að koma öllum þessum verkefnum í framkvæmd þarf mikla peninga og verður það eitt af hlutverkum félagsins að út- vega fjármagn til framkvæmda. Menn vænta góðs af samvinnu við Fornleifastofnun og vill Unnsteinn ásamt félögum sínum opna augu al- mennings og ferðamanna fyrir því hvað fornleifarnar eru mikilvægar til þess að þekkja sögu sinnar eigin þjóðar. Hið þingeyska fornleifafélag vill auka þekkingu á sögunni Minjar í Þingey þurfa að vera fólki aðgengilegar Morgunblaðið/Atli Vigfússon Rannsaka kuml Tveir starfsmenn Fornleifastofnunar Íslands eru hér að störfum í kumlateignum á Litlunúpum í Aðaldal, en það er einn þeirra fjölmörgu staða sem Hið þingeyska fornleifafélag vill láta rannsaka nánar. Unnsteinn Ingason Grindavík | Opnuð verður átthaga- deild á Bókasafni Grindavíkur næstkomandi sunnudag en þá er haldið upp á aldarafmæli safnsins. Í upphafi verður mest áhersla lögð á að koma upp stafrænu ljós- myndasafni, að sögn Margrétar R. Gísladóttur forstöðumanns safns- ins. Á þessu ári eru liðin 100 ár síð- an lestrarfélagið Mímir var stofn- að í Grindavíkurhreppi eins og sveitarfélagið hét þá. Þessara merku tímamóta er minnst með ýmsum hætti en næstkomandi sunnudag, 10. október, býður bókasafnið öllum Grindvíkingum til kaffisamsætis í Saltfisksetri Ís- lands. Landsþekktir rithöfundar koma fram. Þá verður boðið upp á tónlist og söng með veitingunum. „Lestrarfélagið Mímir sem er forveri bókasafnsins starfaði ekki samfleytt frá stofnun, það dottaði af og til í nokkur ár, oft vegna að- stöðuleysis. Við fluttum 1992 í nú- verandi húsnæði hjá bæjarskrif- stofunum en nú er það orðið of lítið og þörf á að horfa til breyt- inga með aðstöðuna. Ég vil hvetja fólk til að mæta á sunnudaginn og njóta þeirrar dagskrár sem í boði er og gleðjast með okkur á þessum tímamótum,“ sagði Margrét R. Gísladóttir, forstöðumaður. Skanna inn gamlar ljósmyndir Um leið og haldið er upp á af- mælið er opnuð átthagadeild á bókasafninu. Þeirri deild er ætlað að halda utan um og varðveita allt útgefið efni sem tengist Grindavík. „Eftir því sem deildinni vex fiskur um hrygg mun hún vonandi veita allar upplýsingar er varða Grinda- vík. Til að byrja með verður áhersl- an mest á að koma upp ljósmynda- safni á vefnum. Það verður á und- irsíðu á vef bókasafnsins. Það gerum við með samvinnu við fé- lagsmiðstöðina Þrumuna en ung- lingarnir ætla að aðstoða okkur við að skanna inn myndir sem verður örugglega forvitnilegt að skoða þegar fram líða stundir,“ sagði Margrét. Bókasafn Grindavíkur fimmtugt Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Afmæli Magrét R. Gísladóttir, forstöðumaður í Bókasafni Grindavíkur. Átthagadeild opnuð á afmælinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.