Morgunblaðið - 08.10.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 08.10.2004, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 35 MINNINGAR Móðir okkar, MARGRÉT SVEINSDÓTTIR, Samtúni, Stöðvarfirði, verður jarðsungin frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardaginn 9. október kl. 14:00. Hans Eiríksson, Gréta Eiríksdóttir, Þorgeir Eiríksson. Ástkær sonur okkar, bróðir, ömmubarn og langömmubarn, GUNNAR KARL GUNNARSSON, Bæjarholti 13, Laugarási, Biskupstungum, sem lést af slysförum fimmtudaginn 30. sept- ember, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Ragnheiður Sigurþórsdóttir, Gunnar Sigurþórsson, Kristrún Harpa Gunnarsdóttir, Sigrún Kristín Gunnardóttir, Kristrún Stefánsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Áslaug Bachmann. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR frá Svartárkoti, verður jarðsungin frá Lundarbrekkukirkju í Bárðardal laugardaginn 9. október kl. 14.00. Haukur Harðarson, Sigrún Steinsdóttir, Tryggvi Harðarson, Elín Baldvinsdóttir, Steinunn Harðardóttir, Daníel Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls BERTU EIÐSDÓTTUR, Stekkjarflöt 8, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við kór Vídalínskirkju og tónlistarfólki fyrir ómetanlegan stuðning og hlýhug. James Rail og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELLEN KLAUSEN, Túngötu 3, Eskifirði, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Agnar Sigurþórsson, Guðný Árnadóttir, Agnes Sigurþórs, Jóhannes Snæland Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sighvatur Krist-jánsson fæddist á Dalvík 8. júlí 1949. Hann lést á Spáni 25. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristján Eldjárn Jónsson, skipstjóri á Dalvík, f. 16. septem- ber 1917, d. 22. júní 1975 og kona hans Kristín Sigríður Jónsdóttir, f. 6. nóv. 1919, d. 16. júlí 2002. Bræður Sighvats eru Sturla f. 12. mars 1943 og Gissur f. 18. júní 1960. Eftir skólagöngu á Dalvík lauk Sighvatur landsprófi frá Núpi í Dýrafirði 1967, 2. stigi vélstjóra á Akureyri 1972 og 4. stigi vélstjóra í Reykjavík 1974. Hann var vél- stjóri hjá Útgerðarfélagi Dalvík- inga á Björgvini EA 311 frá 1974 og þar til hann lést. Hinn 30. desember 1978 kvænt- ist Sighvatur Ingu Rut Hilmars- dóttur, f. 14. mars 1953. Foreldrar hennar voru Hilmar Símonarson ferjustjóri í Hrísey f. 9. september 1925, d. 27. maí 1972 og kona hans María Jóhanns- dóttir, f. 20. nóvem- ber 1925, d. 21. ágúst 1994. Heimili Sig- hvats og Ingu Rutar var á Dalvík. Sonur Ingu Rutar og fóstursonur Sig- hvats er Sævar Berg Hannesson, f. 30. apríl 1975. Sambýlis- kona hans er Tinna Sigurgeirsdóttir, f. 17. desember 1980. Börn þeirra eru Jana Dröfn, f. 28. september 1999 og stúlka, f. 8. september 2004. Áður átti Sighvatur son með Svanfríði Ingu Jónasdóttur, f. 10. nóvember 1951, Kristján Eldjárn, f. 3. september 1975. Kona hans er Katrín Hólm Hauksdóttir, f. 7. maí 1976. Sonur þeirra er Haukur Eld- járn f. 16. ágúst 2003. Útför Sighvats verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kæri pabbi. Það var ekki alltaf einfalt fyrir okkur að hafa samband þegar ég var að alast upp. Þó við ættum báðir heima á Dalvík, bjuggum við hvor á sínum staðnum frá því ég var lítill drengur. Þú varst líka mikið úti á sjó og það kom oft í hlut ömmu að tryggja samvistir okkar. En eftir að ég varð eldri fór ég sjálfur að sjá um samband okkar og koma í heimsókn til þín upp í Hjarðarslóð. Eins og gjarnan gerist þróaðist samband okkar í kringum sameig- inleg áhugamál, sérstaklega var það að fylgjast með íþróttum, en þó að- allega fótbolta. Marga leiki vorum við búnir að horfa á saman í gegnum tíðina í fótbolta og handbolta, aðal- lega þó fótbolta. Þegar ég var 6 eða 7 ára gamall uppgötvaði ég með hvaða fótboltaliði pabbi hélt í enska bolt- anum og var ég þá fljótur að ákveða með hvaða liði ég mundi halda. Og sjálfsagt hafa það verið áhrif frá þér og afa Stjána, þó ég fengi aldrei að kynnast honum sjálfum, að ég ákvað að verða sjómaður. Eftir að ég fór sjálfur að vinna og stunda sjóinn fann ég að samband okkar breyttist. Þá fann ég að í þér átti ég ekki aðeins pabba heldur minn besta vin sem ég gat treyst fyr- ir sorg og gleði. Við hringdumst á og spjölluðum um allt sem var þess virði, vinnuna, ferðalög, tónlist og síðast en ekki síst fótbolta. Nú þegar þú ert dáinn þá hugsa ég með þakk- læti til allra góðu stundanna sem við áttum saman. Núna minnumst við Kata þess líka með þakklæti og gleði þegar við komum niður til Spánar og heimsóttum ykkur Ingu Rut þar sem ykkar annað heimili var síðustu árin. Einnig að þú gast verið með okkur þegar við giftum okkur í sumar. En fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir það að þú fékkst að kynnast Hauki, syni okkar og afastráknum þínum, og að hann steig sín fyrstu spor í eld- húsinu í Hjarðarslóðinni hjá ykkur rétt áður en leiðir skildi. Það skilur enginn dauðann og af- hverju hann kveður dyra svona óvænt. Og ég á erfitt með að sætta mig við að geta ekki lengur hringt og ráðfært mig við þig eða spjallað. Og hvernig ég á að útskýra fyrir Hauki seinna af hverju afi er dáinn. En sem betur fer á ég svo góðar minningar um samvistir okkar að ég get sagt Hauki hvað þú varst góður maður og skemmtilegur. Þannig lifir minning- in um afa Stjána og þannig mun minningin um afa Sidda lifa líka. Kristján Eldjárn. Þegar æðri máttarvöld gera sínar ráðstafanir verða mannanna börn að beygja sig fyrir hinum mikla mætti. Vinur okkar hjóna og samstarfsmað- ur í áratugi, Sighvatur Kristjánsson, er látinn. En minning góðs drengs mun lifa í huga og hjörtum þeirra sem hann þekktu. Sidda, eins og hann var oftast kall- aður, hef ég þekkt frá barnæsku og var alltaf með okkur góður vinskap- ur. Hann var einn af „utanbæingun- um“ þannig að leiðir okkar lágu sam- an daglega alla grunnskólagönguna. Seinna varð hann samstarfsmaður með manni mínum á Björgvini EA311. Sjómennskan varð hans ævi- starf og var hann vélstjóri á Björg- vini í áratugi. Siddi var vandaður maður og prúðmenni sem aldrei vildi trana sér fram. Það fylgdi honum hlýja og notalegheit þannig að öllum hlaut að líða vel í návist hans. Aldrei vissi ég til að Siddi léti hnjóðsyrði falla um nokkurn mann. Hann var víðlesinn, sterkgreindur og gaman var að eiga skoðanaskipti við hann. Ekki vorum við alltaf sammála um málefnin en þegar ég var farin að æsa mig og hækka róminn haggaðist Siddi hvergi og kom í augu hans glettn- islegur glampi, sem kom manni strax í skilning um að þetta væri tilgangs- laust, honum yrði ekki haggað. Siddi bar ekki tilfinningar sínar á torg en það leyndi sér þó ekki hvað fjölskylda hans var honum ástfólgin og hve mikil ástúð og einlæg vinátta ríkti milli þeirra hjóna. Mikil var gleði hans þegar hann var kominn með hana Ingu Rut sína til Spánar. En þangað fóru þau hjón árlega og stundum tvisvar á ári. Fannst Sidda hann vera kominn heim þegar til Spánar var komið. Þar áttu þau hjón líka orðið sinn vina- og frændgarð. Við hjónin vorum svo heppin að vera samflota þeim á Costa del sol fyrir tveimur árum og njóta félagsskapar þeirra og leiðsagnar um svæðið. Sig- hvatur var bílstjórinn og ók með okkur upp um fjöll og firnindi og fræddi hann okkur um áhugverða staði. Þarna var Siddi í „essinu“ sínu. Á kvöldin var svo setið og rætt um viðburði dagsins, þjóðmál, kvik- myndir, fótbolta, ekki skorti um- ræðuefni og aldrei var komið að tóm- um kofunum hjá Sidda. Áhugamál hans voru mörg en ég held ég skrökvi engu þó ég segi að fjölskyld- an, fótbolti og Spánn hafi verið í fyrstu sætunum. Með Sighvati Kristjánssyni er genginn góður og trúr þegn þessa byggðarlags og vandfyllt er það skarð sem skilið er eftir. Ég vil fyrir hönd okkar hjóna þakka samfylgd- ina, tryggð og vináttu í gegnum tíð- ina. Ingu Rut, sonum þeirra, bræðr- um hans og fjölskyldum vottum við okkar dýpstu samúð. Svanhildur Árnadóttir. SIGHVATUR KRISTJÁNSSON Elsku Ari minn. Aldrei datt mér í hug að ég þyrfti að setjast niður og skrifa minningargrein um þig, elsku vinur. En svona er þetta víst, þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest. Ég er búin að sitja og hugsa mikið um tímana sem við áttum saman, alla skólagönguna frá 1. til 10. bekkjar, skoðað myndir frá því við vorum pínulítil saklaus grey í af- mælum hjá hvort öðru og ég verð bara að segja það að ég er búin að skemmta mér mjög mikið yfir þeim minningum, þó sérstaklega mynd- inni af þér þar sem þú ert í tveggja ára afmælinu mínu, búinn að opna hurðina, tilbúinn að fara, í köflóttum buxum, og mér datt í hug þegar ég las greinarnar frá félögum þínum úr MA hvort þær hefðu nokkuð vaxið með þér. Þá má nú alls ekki gleyma leynifélaginu okkar, það mátti sko enginn vita af því, fundunum, njósnaferðunum og öllum prakkara- strikunum, það var ekkert smá gaman á þessum tíma. Þegar þú fórst í menntaskólann og ég flutti suður varð samband okkar minna eins og gengur. Síðan tók þessi öm- urlega veiki við og maður gerði sér raunverulega aldrei grein fyrir því hversu alvarleg hún yrði, því þegar við hittumst varstu alltaf svo ótrú- lega hress og allt var svo gott. Síðasta skiptið sem við hittumst var á Akureyri fyrir jólin í Sjall- ARI FREYR JÓNSSON ✝ Ari Freyr Jóns-son fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 23. apríl 1982. Hann lést á Huddinge-sjúkra- húsinu í Stokkhólmi 16. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 27. september. anum, við föðmuðumst og áttum mikið og skemmtilegt spjall saman, ég hugsa mikið um þetta kvöld, það var svo gaman. En minningarnar eru svo margar að þær kæm- ust aldrei fyrir hér enda best varðveittar í hjartanu, og við rifjum þær upp saman síðar. Ég vona og veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og bið Guð að halda verndarhendi yfir mömmu þinni, pabba, systrum og unnustu. Þín æskuvinkona og fermingar- systir, Elva Björk. Elsku Ari. Fallegi drengurinn minn. Ég trúi varla að þú sért í raun farinn, þetta er svo ósanngjarnt. Ég veit að þín hefur verið sárlega þarfnast annars- staðar, en samt er maður svo eig- ingjarn að vilja bara hafa þig hjá sér. Ég saknaði þín mikið í sumar og hugsaði til þín, þú lofaðir að við myndum hittast aftur í lok sumars þegar við ætluðum bæði að koma heim. Ég er glöð yfir að hafa sagt þér hvað mér þótti vænt um þig og hvað ég er stolt af þér, hetjan mín. Ég á eftir að sakna þess að hringja í þig, þú varst allur kominn inní húmorinn hjá okkur KM og það fannst mér frábært, það eru ekki allir sem skilja hann. Lofaðu mér að passa mömmu þína og pabba, Lóu, Sunnu, Írisi, Kristínu Maríu okkar, Nonna frænda og okkur öll því við söknum þín svo sárt. Ég geymi þig alltaf í hjarta mínu. Þín vinkona, Iðunn Elfa. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðs- ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg- unblaðið í fliparöndinni – þá birt- ist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni und- ir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.