Morgunblaðið - 18.12.2004, Side 4

Morgunblaðið - 18.12.2004, Side 4
4 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkur- borgar, segir lagningu léttlestar- kerfis dýran kost. „Þetta er mjög dýrt, það er umtalsverður kostn- aður sem liggur í þess kerfi og kannski meiri kostnaður en við höfðum gert ráð fyrir á fyrri stig- um þegar við vorum að skoða þetta í upphafi. Hins vegar leiðir hún líka ýmislegt annað fróðlegt í ljós,“ segir Árni, sem segir skýrslu VSÓ vandaða. „Það er ljóst að hún get- ur nýst okkur í stefnumótun í sam- göngumálum og við eflingu almenn- ingssamgangna, vegna þess að hún sýnir líka kostnað við hefðbundið strætisvagnakerfi og jafnvel þó að það sé aukið og bætt og þar sé sett inn aukin tíðni ferða þá tekur hún það til samanburðar hvað það myndi kosta. Þannig að þarna eru líka upplýsingar um hvað kostar að efla strætisvagnakerfið.“ Ekki kannað nánar með kosti léttlestarkerfis Að sögn Árna er ekki fyrirséð að kannaðir verði nánar kostir léttlest- arkerfis á næstunni. Skýrsla VSÓ verði þó skoðuð áfram í vinnuhópi um stefnumörkun í samgöngu- málum borgarinnar fljótlega á nýju ári. „Hins vegar má líka benda á að það hefur ekki farið fram athugun á þjóðhagslegri hagkvæmni lestar- samgangna. Ef menn myndu vilja halda þessari vinnu eitthvað áfram, þá væri það væntanlega eðlilegt næsta skref. Þá þarf að meta hluti eins og losun gróðurhúsaloftteg- unda, tafir og annað slíkt,“ segir Árni. Þess má geta að áformað er að nýtt leiðarkerfi Strætó.bs verði tekið í notkun á næsta ári. Dýrara en gert var ráð fyrir Árni Þór Sigurðsson stofnleiðakerfi Strætó bs. megi hins vegar ná fram 8% aukningu, þ.e. ef vagnar á stofnleiðum fari um á 5 mínútna fresti en á 10 mínútna fresti á öðrum leiðum. Kostnaður við slíka ráðstöfun yrði um helmingi lægri en í léttlestarkerfi. Segir í skýrsl- unni að ástæða þess að ekki sé hægt að ná meiri aukningu ferða með sporvögnum sé m.a. fólgin í einkennum borgarinnar, þ.e. dreifðri byggð og til- tölulega greiðum samgöngum. Ferðast hraðar með léttlest Árlegur rekstarkostnaður vegna léttlestarkerf- is er í skýrslu VSÓ áætlaður um 3,5 milljarðar en til samanburðar má geta þess að rekstrarkostn- aður við stofnleiðakerfi Strætó bs. er um 2 millj- arðar króna á ári. Árlegur kostnaður við almenn- STOFNKOSTNAÐUR við léttlestarkerfi á höf- uðborgarsvæðinu sem fyrirtækið AEA Techno- logy Rail hefur gert frumáætlun um fyrir embætti borgarverkfræðings er um 22 milljarðar króna, samkvæmt skýrslu VSÓ ráðgjafar um mat á eft- irspurn og kostnaðargreiningu hugsanlegra fram- kvæmda við lagningu þess. Skýrslan var kynnt á fundi samgöngunefndar á dögunum. Eru meginniðurstöður VSÓ þær að 3,8–4,6% aukning ferða náist með léttlestarkerfinu sem AEA leggur til og kynnt var fyrr í haust. Kerfið myndi ná til um 30–40% íbúa á svæðinu og með því m.a. að taka af allar strætisvagnaleiðir milli Kringlumýrarbrautar og Lækjargötu, er spáð að aukning ferða í almenningssamgangnakerfinu gæti numið um 5%. Með því að fjölga ferðum í ingssamgöngur með léttlestarkerfi er í heild metinn á 6,3–6,7 milljarða. Kostnaður á hverja ferð er því tæplega þrefalt meiri í almennings- samgöngukerfi með sporvögnum en án þeirra, 610 kr. á ferð borið saman við 220 kr. á ferð án þeirra. Fram kemur í skýrslunni að talsverður munur er á ferðahraða eftir því hvort ferðast er með strætó eða sporvagni. Þannig ná sporvagnar allt að 40 km/klst hraða en strætisvagnar 25–27 km/ klst en gera megi ráð fyrir að hraði strætisvagna fari minnkandi með aukinni umferð og verði 20 km/klst en það er svipað og gengur og gerist í borgum erlendis. Ekki er í skýrslu VSÓ tekið tillit til þjóðhags- legra áhrifa léttlestarkerfis, s.s. vegna umhverf- ismála, nýtingar innlendrar orku o.þ.h. Hver ferð með sporvagni þrefalt dýrari en með strætó LJÓSUM prýdd jólatré hafa mikið aðdráttarafl en þau er t.d. að finna í mörgum leikskólum landsins nú um stundir. Á leikskólanum Nóaborg var haldið hátíðlegt jólaball í gær. Börnin dönsuðu saman í kringum jólatréð og fengu góða gesti í heim- sókn, nánar tiltekið skeggjaða sveina úr fjöllunum. En þegar ball- inu lauk voru ekki allir tilbúnir að hætta. Þessi ungi maður hélt áfram að ganga hring eftir hring í kring- um jólatréð og virti dolfallinn fyrir sér skrautleg ljósin. Það verður vafalaust mikið um að vera um allt land í dag en þá verður hann Hurðaskellir kominn til byggða en sveinninn sá á það til að skella hurðum með látum. Í Jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum segir um Hurðaskelli að hann væri ekki sérlega „hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjör- unum í.“ Mörgum finnst hann skemmtileg- astur þeirra bræðra, enda ávallt hress og kátur. Hring eftir hring Morgunblaðið/Golli ATVINNULEYSISBÆTUR hækka um 3% hinn 1. janúar nk. Þar með verða hámarksbætur atvinnuleysis- trygginga 4.219 kr. á dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá félags- málaráðuneytinu. Í tilkynningunni er m.a. vísað til yf- irlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 7. mars sl., sem gerð var vegna kjara- samninga á almennum markaði. Í yf- irlýsingunni segir m.a. að ríkisstjórn- in muni beita sér fyrir hækkun atvinnuleysisbóta um 3% hinn 1. jan- úar nk., um 2,5% 1. janúar 2006 og um 2,25% 1. janúar 2007. Hámarksábyrgð úr Ábyrgðasjóði launa hækkar einnig um áramótin. Hækkar hún um 4%, skv. tillögum stjórnar Ábyrgðasjóðsins. Hámarks- ábyrgð verður því 270 þúsund kr. miðað við hvern mánuð. Lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækka Ennfremur hækka fæðingarstyrk- ur og lágmarksgreiðslur úr Fæðing- arorlofssjóði um 3% hinn 1. janúar nk. Lágmarksgreiðsla í fæðingarorlofi til foreldris í 25–49% starfi verður þá 67.184 kr. á mánuði og greiðsla til for- eldris í 50–100% starfi verður að lág- marki 93.113 kr. á mánuði. Fæðingarstyrkur til foreldra utan vinnumarkaðar verður 41.621 kr. og fæðingarstyrkur til foreldra í námi verður 93.113 kr. Breytingar á atvinnuleysisbótum Hækka um 3% um áramót MEÐ tilkomu nýrra lyfja, sem hafa lengri virkni, hefur heldur dregið úr lyfjagjöfum til ofvirkra barna í skólum, að sögn Birnu Sigurjóns- dóttur, deildarstjóra kennsludeild- ar Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur. Enn sé þó hópur barna, aðallega ofvirkra barna, sem þurfi að fá lyf á skólatíma. Sá hópur taki inn eldri lyf, sem virka skemur. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að fjöldi barna með margs konar hegðunar- og geðraskanir, sem fá svokallað umönnunarmat frá Tryggingastofnun ríkisins, hafi meira en tvöfaldast undanfarin fimm ár. Þetta þýðir þó ekki, eins og Birna bendir á, að fleiri börn þurfi að fá lyfjagjöf í skólum. Dregið úr lyfjagjöfum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.