Morgunblaðið - 18.12.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 29
ERLENT
næ
st
Nokkrir
ljósir punktar
í jólaönnum
Bílahúsin eru þægileg í notkun
og alltaf á næsta leiti.
Ótakmarkaður tími býðst
á stöðumælum í miðborginni.
Tímamiðar úr miðamælum gilda
áfram þegar lagt er við stöðumæli.
Í desember verða bílahúsin opin klukkustund lengur
en verslanir í miðborginni. Gleðilega aðventu.Munum alltaf
að leggja ekki í sérmerkt
stæði fyrir hreyfihamlaða
án þess að hafa til þess heimild.
Kalkofnsvegi 3 Bergstaðastræti 2 Vesturgötu 7 Tjarnargötu 11 Hverfisgötu 20 Lindargötu 57
HLERUNARBÚNAÐUR hef-
ur fundist í höfuðstöðvum
Sameinuðu þjóðanna, SÞ, í
Evrópu. Talskona Sameinuðu
þjóðanna sagði í gær að bún-
aðurinn hefði fundist fyrir
stuttu þegar verið var að gera
við Franska salinn svonefnda
sem oft er notaður fyrir síma-
fundi með höfuðstöðvum sam-
takanna í New York.
Höfuðstöðvar SÞ í Evrópu
eru í Genf í Sviss. Sagt er að
ráðherrar frá helstu stórveld-
um heims hafi notað salinn síð-
astliðið ár m.a. til að ræða
leynilega um málefni Íraks. Þá
fer fram í salnum á hverjum
miðvikudegi myndsímafundur
yfirmanns Evrópuskrifstof-
unnar og Kofis Annans fram-
kvæmdastjóra SÞ.
Talskonan, Marie Heuze,
sagði að málið hefði verið
rannsakað en ekki hefði tekist
að komast að því hver kom
búnaðinum fyrir.
Öryggissérfræðingur sem sá
myndir af búnaðinum sagðist, í
samtali við svissneska sjón-
varpsstöð, telja að búnaðurinn
væri frá Rússlandi eða Aust-
ur-Evrópu.
Mjög þróaður búnaður
„Þetta er mjög þróaður bún-
aður til hlerunar þar sem
hægt er að taka upp hljóð og
það sent áfram,“ sagði sér-
fræðingurinn, Patrick Daniel
Eugster. Af stærðinni að
dæma taldi hann búnaðinn
vera þriggja til fjögurra ára.
Búnaðurinn hýsir tvo hljóð-
nema.
Hlerunar-
búnaður
finnst hjá
SÞ í Genf
Genf. AP.
LIKUDFLOKKUR Ariels Sharons,
forsætisráðherra Ísraels, og Verka-
mannaflokkurinn, stærsti flokkur
stjórnarandstöðunnar, hafa náð
samningum um myndun nýrrar
stjórnar.
Asaf Shariv, talsmaður Sharons,
staðfesti þetta í gærkvöld en sagt
er, að Verkamannaflokkurinn muni
fá átta ráðherraembætti, þar af tvö
án ráðuneytis. Verður Shimon Per-
es, formaður flokksins, aðstoð-
arforsætisráðherra.
Gert er ráð fyrir því að Ehud
Olmert aðstoðarforsætisráðherra
haldi embættinu.
Miðstjórn Verkamannaflokksins
á eftir að leggja blessun sína yfir
samkomulagið en stefnt er að því
að hnýta alla lausa enda um
helgina.
AP
Sharon kveikir á kertum með rabbínum og ungmennum á skrifstofu sinni.
Ný stjórn
í Ísrael
Jerúsalem. AFP.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn