Morgunblaðið - 18.12.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 35
MINNSTAÐUR
Hafnfirðingar! Leitið
ekki langt yfir skammt
Okkar verð í Hafnarfi rði:
1,25 m kr. 2.250
1,50 m kr. 2.950
1,75 m kr. 3.950
2,0 m kr. 4.950
2,5 m kr. 5.950
3+ m kr. 8.800
Opn un ar tím ar
18.-23. desember er op ið frá kl. 10-22
Jóla svein ar koma með jólat rén heim
dagana 20., 21. og 22. des. frá kl. 18-21.
Björgunarsveit Hafnarfjarðar selur jólatré nú sem endranær
í Hvalshúsinu, við Flatahraun, beint á móti Nóatúni
Verð í Reykjavík:*
1,25 m kr. 2.339
1,50 m kr. 3.189
1,75 m kr. 4.279
2,0 m kr. 5.329
2,5 m kr. 7.469
*samkvæmt auglýsingu í
Fréttablaðinu 11. des. 2004
Í dag og á morgun, sunnudag, kl. 15 munu jólasveinar
koma í heimsókn og skemmta sér og öðrum
Allur ágóði rennur óskiptur til björgunarstarfa
Selfoss | Keith Reed hefur tekið til
starfa sem söngstjóri Samkórs Sel-
foss. Kórinn heldur árlega jólavöku í
Selfosskirkju 22. desember, kl. 22.
Á jólavökunni býður kórinn upp á
fjölbreytta dagskrá sem er til þess
fallin að leiða samfélagið frá hinu
stífa nútímaamstri á jólaföstunni.
Með vökunni segjast forráðamenn
kórsins vera að gefa fólki möguleika
til þess að slaka á eina kvöldstund og
opna sálina fyrir hamingju jólanna.
Nýi söngstjórinn, Keith Reed, er
Bandaríkjamaður að uppruna en
hefur dvalið hér á landi undanfarin
ár og getið sér gott orð á tónlist-
arsviðinu á Austurlandi þar sem
hann rak meðal annars Óperustúdíó
Austurlands.
Keith mun syngja einsöng með
kórnum á jólavökunni og Jóhann
Stefánsson trompetleikari leikur. Þá
lofar kórinn að gestir fái að upplifa
ýmislegt fleira á tónlistar- og menn-
ingarsviðinu. Eftir tónleikana býður
kórinn gestum upp á heitt súkkulaði
og smákökur í safnaðarheimili
kirkjunnar. Kórfélagar heita nota-
legri stund og víst er að trúa má að
það verði raunin því kórstarfið hjá
Samkórnum er líflegt og notalegt
andrúmsloft á æfingum.
Samstaða í kórum á Selfossi góð
og hún var það líka þegar fréttarit-
ari tók hús á Samkórnum á æfingu
og sýndi góða liðsheild þegar kór-
félagar þjöppuðu sér saman í kring-
um kórstjórann til myndatöku. Það
þarf líka nokkurt afl í starfið þegar
stefnan er tekin á að flytja stórverk
eins og kórinn ætlar sér í janúar
þegar jólahlutinn úr Messíasi eftir
Händel verður fluttur í Selfosskirkju
ásamt einsöngvurum og hljómsveit.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Samstaða Keith Reed söngstjóri umkringdur félögum í Samkór Selfoss.
Sálin opnuð fyrir
hamingju jólanna
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Selfoss | Tveir nemendur við líffræði-
skor Háskóla Íslands, Jón Ágúst
Jónsson og Margrét Lilja Magnús-
dóttir, fengu vísindastyrk úr vísinda-
sjóði Fræðslunets Suðurlands sem
hélt hátíðarfund á dögunum. Styrkur
úr sjóðnum er árlega veittur náms-
fólki sem vinnur að lokaprófsverkefni
á háskólastigi. Verkefnið þarf að
tengjast Suðurlandi og líklegt þarf að
vera að það leiði til frekari rannsókna
og atvinnuuppbyggingar.
Þau Jón Ágúst og Margrét Lilja
segja styrkinn kærkominn til þess að
vinna frekar að verkefnunum. Bæði
vinna að mastersverkefni til lokaprófs.
Fræðslunetið hefur verið starfrækt í
fimm ár og þetta er í þriðja sinn sem
styrkir sem þessir eru afhentir. Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af-
henti styrkina og fagnaði um leið þess-
ari áherslu í starfi Fræðslunetsins.
Sjálfstæður háskóli
Mastersverkefni Jóns Ágústs nefn-
ist: Áhrif skógræktaraðgerða á viðar-
vöxt og flæði kolefnis í asparskógi.
Meginmarkmið þess er að auka skiln-
ing á skammtímaáhrifum skógræktar-
aðgerða, grisjun og áburðargjöf á kol-
efnisupptöku og viðarvöxt sunnlensks
asparskógar og eru rannsóknirnar
unnar í Gunnarsholti.
Mastersverkefni Margrétar Lilju
nefnist: Áhrif glycinebetaine á seltu-
og þurrkþol trjáplantna. Verkefnið er
unnið í Þjórsárdal en Margrét er í
rannsóknarteymi með aðstöðu í
Garðyrkjuskóla ríkisins. Teymið
stefnir að því að koma upp þekking-
armiðstöð á Suðurlandi á sviði trjá-
ræktar í örfoka landi og á særoks-
svæðum.
Sveinn Aðalsteinsson, skólameist-
ari Garðyrkjuskóla ríkisins og vara-
formaður stjórnar Fræðslunets Suð-
urlands, hvatti styrkþega til dáða í
ávarpi til þeirra og sagði meðal ann-
ars að nauðsynlegt væri að stofna til
sjálfstæðrar starfsemi háskóla á Suð-
urlandi og finna þar vettvang fyrir
vísindastarfsemi.
Fræðslunet Suðurlands flutti í
nýtt húsnæði í Fjölbrautaskóla Suð-
urlands síðastliðið haust og fékk um
leið betri aðstöðu fyrir starfsemi
sína. Það hefur yfir að ráða þremur
stofum með fjarfundabúnaði en auk
þess er fjarbundabúnaður á Flúðum,
Aratungu, Hvolsvelli, Vík og Kirkju-
bæjarklaustri. Talið er að um 150
Sunnlendingar stundi fjarnám af ein-
hverju tagi en 100 einstaklingar eru í
námi á vegum Fræðslunetsins. Auk
þess láta sífellt fleiri skólar Fræðslu-
netið sjá um próf en 430 próf hafa
verið tekin á 6 stöðum á þessu ári.
Fræðslunetið er í samstarfi við Há-
skólann á Akureyri um sérhæfðar
námsbrautir og hafa kennarar komið
frá Reykjavík til að kenna á þessum
námsbrautum og þá hafa þeir kennt
frá aðstöðu Fræðslunetsins á Sel-
fossi.
Ásmundur Sverrir Pálsson starfs-
maður Fræðslunetsins sagði fjölda
starfstengdra námskeiða og tóm-
stundanámskeiða í boði á hverju ári
en Fræðslunetið hefði það markmið
að hvetja fólk til náms. Hann benti á
að 50 til 60 % vinnuafls á Suðurlandi
væru ófaglærðir starfsmenn og sam-
eiginlegt átak þyrfti til að rétta þann
hlut. Hann sagði Fræðslunetið stefna
að tilraunaverkefni árið 2007 með
menntunarátaki.
Fræðslunet Suðurlands styrkir tvo unga vísindamenn
Vinna að rannsókn-
um í skógrækt
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Vísindastyrkir afhentir Ólafur
Ragnar Grímsson ásamt verðlauna-
höfunum, Margréti Lilju Magn-
úsdóttur og Jóni Ágústi Jónssyni.