Morgunblaðið - 18.12.2004, Page 47

Morgunblaðið - 18.12.2004, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 47 UMRÆÐAN AÐ GEFNU tilefni tel ég sjálf- sagt og rétt að lesendur Morg- unblaðsins geti á þessu stigi fjár- söfnunarinnar kynnt sér orðrétt Yfirlýs- inguna ,,Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni“, sem birt verður með heilsíðuauglýs- ingu í bandaríska stór- blaðinu New York Times í janúar. Í auglýsingunni í New York Times verð- ur nefndur fjöldi þeirra Íslendinga sem kostuðu birtinguna. Hér fer því frum- texti Yfirlýsing- arinnar, sem birt verður í New York Times: - YFIRLÝSING - Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni ,,Við, Íslendingar, mótmælum ein- dregið yfirlýsingu íslenskra stjórn- valda um stuðning við innrás Banda- ríkjanna og ,,viljugra“ bandamanna þeirra í Írak í mars 2003. Með þeirri yfirlýsingu voru brotin íslensk lög, alþjóðalög – og íslensk lýðræðishefð. Ákvörðun um stuðning við innrás- ina tóku forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra Íslands einir án þess að málið fengi fyrst umfjöllun í utan- ríkismálanefnd Alþingis Íslendinga. Er það þó skylt samkvæmt íslensk- um lögum, sem segja að þar skuli fjalla um öll meiriháttar utanrík- ismál. Ákvörðun þessi hefur hvorki verið afgreidd formlega frá Alþingi né ríkisstjórn Íslands. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst inn- rás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra brot á Stofnsáttmála Samein- uðu þjóðanna og þar með brot á al- þjóðalögum. Alþingi Íslendinga neitaði að lýsa yfir stríði á hendur Þýskalandi og Japan árið 1945, sem var þá skilyrði fyrir stofnaðild að Sameinuðu þjóð- unum. Með stofnaðild að NATO árið 1949 tóku Íslendingar sér- staklega fram að þeir myndu ekki lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð, enda hefur Ísland aldrei haft eigin her. Ákvörðun íslensku ráðherranna um að styðja innrásina í Írak er til vansæmdar ís- lenskri stjórnmálasögu og hnekkir fyrir lýð- ræðið. Gengið er í ber- högg við hefðir Alþingis Íslendinga, elsta löggjafarþings heims. Allar skoðanakannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti ís- lensku þjóðarinnar er mótfallinn stuðningi íslensku ráðherranna við innrásina í Írak. Við biðjum írösku þjóðina afsök- unar á stuðningi íslenskra stjórn- valda við innrásina í Írak. Við krefjumst þess að nafn Ís- lands verði umsvifalaust tekið út af lista hinna ,,viljugu“ innrásarþjóða. Ísland hefur átt vinsamleg sam- skipti við Bandaríkin um langa hríð. Þau samskipti hafa byggst á gagn- kvæmu trausti og hreinskilni. Því teljum við skyldu okkar að koma þessum skoðunum á framfæri – bæði við Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir.“ Þjóðarhreyfingin – með lýðræði www.thjodarhreyfingin.is Yfirlýsingin í New York Times Hans Kristján Árnason fjallar um væntanlega yfir- lýsingu í New York Times Hans Kristján Árnason ’Í auglýsingunni í NewYork Times verður nefndur fjöldi þeirra Íslendinga sem kostuðu birtinguna.‘ Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Þjóðarhreyf- ingarinnar – með lýðræði. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 12. flokkur, 17. desember 2004 Kr. 1.000.000,- 900G 3589E 7180F 15046G 19394F 30396B 30954F 43199B 45843E 45951E 46577F 47344B 51892B 52499G 59250F

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.