Morgunblaðið - 18.12.2004, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 51
UMRÆÐAN
Ný kennslumynd
í hestamennsku
Nýja kennslumyndin
„Á hestbaki“
eftir Eyjólf Ísólfsson
tamningameistara er komin.
Markviss kennsla um
tamningu og þjálfun sem
nýtist öllu hestafólki
Eyjólfur kynnir myndina í
Ástund laugardag og
sunnudag milli
kl 15:00 og 17:00
Allir velkomnir
Háaleitisbraut 68 s 568 4240
astund@astund.is www.astund.is
Jólagjöf
hestamannsins
Síðumúla 11
108 Reykjavík
Sími 568 6899
Woodmaster Kit „Limited edition“
Allt í einum kassa
Juðari, rafhlöðuborvél 14, 4V, stingsög, vinnuborð ásamt fylgihlutum.
Jólatilboðsverð 9.900
TÍMASETNING atburða getur
ráðið hvort einstökum atvikum
sögunnar er lýst sem byltingu eða
eðlilegri þróun.
Nú er að baki
áfangi í uppbyggingu
íþróttamannvirkja,
sem sagan mun vís-
ast vitna til sem
tímamóta, þar sem
framsýni og stað-
festa mörkuðu nýja
stefnu í byggingu
knattspyrnumann-
virkja á Íslandi.
Á árinu 2002 var
stofnaður starfs-
hópur um framtíð-
arskipulag á Ás-
garðssvæðinu. Í vinnu
starfshópsins var m.a. fjallað um
aðstöðu Stjörnunnar, staðsetningu
knatthúss, stúkubyggingu, að-
komu að svæðinu, lýsingu, bætta
aðstöðu núverandi íþrótta-
miðstöðvar, skólalóðir og skipulag
almennt. Fram komu þau sjón-
armið Stjörnunnar að höf-
uðstöðvar félagsins ættu að vera
við Ásgarð til framtíðar og því
eðlilegt að leita leiða til að bæta
aðstöðu félagsins þar eins og kost-
ur væri.
Lenging keppnistímabils og
aukið álag á knattspyrnuvelli kall-
ar á nýjar lausnir. Þegar hug-
myndir um að leggja keppnisvöll
Stjörnunnar gervigrasi litu dags-
ins ljós haustið 2003 heyrðust
raddir sem líktu þessum hug-
myndum við byltingu í besta falli
ef ekki hreinum svikum við knatt-
spyrnuíþróttina. Eftir ítarlega um-
fjöllun var tekin ákvörðun um að
völlurinn skyldi lagður gervigrasi
af fullkomnustu gerð og til við-
bótar skyldi byggður æfingavöllur
auk tveggja sparkvalla. Þá þegar
var hafin bygging vallarhús og
stúku, löngu tímabær framkvæmd
sem fullbúin mun bæta úr brýnni
þörf fyrir aukna búningsaðstöðu
auk aðstöðu fyrir áhorfendur eins
og hún gerist best.
Fyrri áfangi hinna glæsilegu
knattspyrnumannvirkja var vígður
við hátíðlega athöfn 26. ágúst sl.
Viðbrögð þeirra sem notað hafa
völlinn til æfinga og keppni nú
seinni part sumars og í haust gefa
tilefni til bjartsýni og allar raddir
um byltingu eða svik löngu hljóðn-
aðar.
Aðstaða knattspyrnudeildar
Stjörnunnar gjörbreytist nú til
hins betra, þar sem stærstur hluti
æfinga deildarinnar mun nú fara
fram á einum stað yfir vetrartím-
ann. Þá munu grunnskólar bæj-
arins njóta góðs af þessu framtaki.
Skammt stórra
högga á milli
Enn var blásið til hátíðar í Garða-
bæ hinn 10. okt., þegar Mýrin,
glæsileg íþróttamiðstöð við Skóla-
braut var vígð. Þar er stórt
íþróttahús sem rúmar tvo hand-
boltavelli auk aðstöðu til iðkunar
margra annarra íþróttagreina.
Salnum er mögulegt að skipta í
tvennt. Þá er í húsinu lítil
kennslusundlaug.
Árið 1998 var skipaður sameig-
inlegur starfshópur Stjörnunnar
og Garðabæjar um könnun á
grundvelli byggingar nýs íþrótta-
húss í Hofsstaðamýri. Meginnið-
urstaða starfshópsins var að brýn
þörf væri á nýju íþróttahúsi í
Garðabæ. Starfshópurinn taldi
nauðsynlegt að í húsinu væri
mögulegt að leika samtímis á
tveimur löglegum handknatt-
leiksvöllum. Undirbúningsnefnd
um byggingu hússins var skipuð
árið 2000. Um tíma var töluverð
umræða um hvort byggja ætti lítið
íþróttahús. UMF Stjarnan lagði
mikla áherslu á að byggt yrði
stórt íþróttahús og varð það nið-
urstaðan.
Mýrin þjónar Hofsstaðaskóla og
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
auk þess að vera kærkomin viðbót
við æfingaaðstöðu UMF Stjörn-
unnar, en æfingatímum félagsins
fjölgar verulega með tilkomu
hússins. Um leið rýmkast um
starfsemi Flataskóla og Garða-
skóla í Ásgarði og um leið um
þann hluta starfsemi Stjörnunnar
sem þar er.
Ein Stjarna einn Garðabær
Ungmennafélagið Stjarnan hefur
frá stofnun árið 1960 notið þess að
vera eina fjölgreinaíþróttafélagið í
Garðabæ sem rekur innan sinna
vébanda fjöbreytt starf í mörgum
deildum. Félagið hefur með dygg-
um stuðningi bæjaryfirvalda aukið
framboð sitt jafnt og þétt og rek-
ur nú þróttmikið íþróttastarf í
átta deildum.
Þegar litið er til þeirra skipu-
lagshugmynda sem að líkindum
munu ráða uppbygginu í Garðabæ
næstu tvo áratugi er ljóst að íbú-
um bæjarins mun fjölga í u.þ.b.
20.000 á örfáum árum. Nærri læt-
ur að bærinn tvöfaldist að flat-
armáli á þessu tímabili og vega-
lengdir milli bæjarhluta verða
meiri en við þekkjum í dag.
Það kemur í hlut aðalstjórnar
UMF Stjörnunnar að styrkja inn-
viði félagsins og skapa þá liðsheild
sem stórt íþróttafélag eins og
Stjarnan þarf á að halda. Eftir því
sem bærinn stækkar og starfsemi
félagsins dreifist á fleiri staði er
mikilvægara en nokkru nauðsyn-
legt að efla innra starf og tengsl
milli deilda félagsins.
Við blasir að þarfir UMF
Stjörnunnar fyrir aðstöðu til
íþróttaiðkunar í nútíð og framtíð
verða ekki leystar á einum stað.
Sú stefna bæjaryfirvalda í Garða-
bæ að byggja íþróttahús við hvern
grunnskóla í bænum gefur félag-
inu tækifæri til að veita íbúunum
þjónustu í tengslum við skólastarf
og líklegt er að samþætting
skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs
aukist mjög á komandi árum. Um
leið er nauðsynlegt að greiðar al-
menningssamgöngur milli bæj-
arkjarna og íþróttamiðstöðvanna í
bænum verði tryggðar.
UMF Stjarnan fagnar þeirri
miklu uppbygginu íþróttamann-
virkja sem orðið hefur í Garðabæ
á undanförnum misserum og þeim
hugmyndum sem uppi eru um að
byggja sérhannað fimleikahús við
nýjan Sjálandsskóla en í því húsi
horfir félagið til fullkominnar að-
stöðu til iðkunar allra greina fim-
leika.
Snorri Olsen og Páll
Grétarsson fjalla um
íþróttamannvirki í Garðabæ
’UMF Stjarnan fagnarþeirri miklu uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja
sem orðið hefur í Garða-
bæ á undanförnum
misserum …‘
Snorri er formaður UMF Stjörn-
unnar í Garðabæ og Páll er varaform.
og framkvæmdastjóri félagsins.
Páll Grétarsson
Bylting í
Garðabæ
Snorri Olsen