Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Mikið úrval af Henson göllum og skóm á börn og fullorðna. Frábært verð. Sendum í póstkröfu um allt land. Garðatorgi, Garðabæ s. 565 6550 Hafnarstræti 106, Akureyri s. 462 5000 Laugavegi 62 sími 511 6699 Glæsibæ sími 511 6698 Gar›atorgi sími 511 6696 afsláttur50% af barnaumgjörðum til jóla! Á Garðatorgi í dag laugardag Stór handverksmarkaður. Torgmessa kl. 15:00 Séra Hans Markús Hafsteinsson & Séra Friðrik Hjartar Kirkjukór Vídalínskirkju og Kvennakór Garðabæjar Einleikur á trompet Lifandi tónlist frá 16:00 -18:00 jólasv ein n v erð ur á s væ ðin u sími 565 6020 – fax 565 6880 ÞAÐ ER margs að gæta, þegar meta skal gildi votlendis og vert að aðgæta hvar breytingar verða til heilla. Mér, eins og öðrum verður helzt fyrir að skoða það sem mér er næst og eg þekki best. Eg bý í þeirri göfugu sveit, sunn- anundir Skarðsheiði – sveitinni ofan Hval- fjarðar. Þar er til skiptis votlendi og þurrlendi. Menn völdu sér í upp- hafi bústaði í þurr- lendinu, t.d. á sjávar- bakkanum, eða uppi við fjöllin. Nær aldrei í mýrum! Stór svæði voru blautir flóar og oft bráð ófærir, nema á frosnu, jafnvel þá voru blár og kílar til farartálma. Þess vegna lögðu menn leiðir um fjörur eða með fjallsrótum. Flóarnir voru torfær- ur. Það var því ánægjuleg breyt- ing, þegar hægt var að leggja vegi beint yfir forirnar og þurrka landið fyrir búsetu, jafnt manna og dýra. Eg sá það gerast! Þegar land fór að þorna komu mófuglar ýmiskonar og námu það. Síðan þekki eg marga fugla, sem eg hafði ekki séð áður. Eg sakna þó óðinshanans (mógraf- arálftar) en í staðinn fékk eg þórshanann, þennan forvitna og fallega fugl. Mógrafanna sakna eg ekki, þessara farartálma, þær stóðu jafnan hálf-fullar af skolpi, hættulegar mönnum og skepnum. – Það var mokað ofaní þær og það var gott! Við það að landið þornaði, myndaðist nýtt búsvæði, sem strax var notað, til dæmis kom skógarþröstur í skurðbakkana og á síðsumrum kliðaði um allt af þrastafjölskyldum, sem fundu sér viðurværi í rotnandi mó- jarðveginum, einnig kom jaðrak- aninn (votlendisfuglinn sá). Hann fann hér bústað á túnum okkar og hefur ekki hopað héðan síðan! Fjöldi fugla margfaldaðist, þeir virðast finna nóg fyrir sig í ræktuðu landi hjá okkur. Mófuglar, sem jafnan velja sér mó- lendi og fjalllendi, eiga í vök að verjast, þar er ekki ræktun okkar um að kenna, heldur er mikil gróska í ref, sem lif- ir á því sem landið gefur, á sumrum er það kannske mest mófuglar. Þessvegna leitar nú spóinn og stelkurinn, jafnt og hrossagauk- ur, lóuþræll o.fl. skjóls í afgirtum svæðum, heima við bæi, sem eru tófuheld, jafnvel rjúpan er farin að leita inná friðhelgi ræktunar- landa, þó hef eg ekki séð hana í túnum ennþá, en allt í kringum þau! Þurrlendið gefur meiri upp- skeru fyrir fuglana. Nú vil eg biðja ykkur að gæta að hvort bót sé að því, að gera framþurrkað land aftur að vot- lendi, í ríkum mæli. Eg vildi ekki skipta og fá aftur ófærurnar og slörkin fyrir framræstu mýr- arnar, sem ala svo margfalt meira fuglalíf og er svo mikið frjósamara land. Þar að auki er svo það, að nær ómögulegt er að rækta skóg í votum mýrum, en sú ræktun er æðst allrar ræktunar, í skóginum verða búsvæðin best fyrir menn og dýr. Eg vorkenni þeim mörgu ræktunarmönnum, sem eru með takmarkað land, t.d. sum- arhúsalóð, sé þeim meinbægt að ræsa fram, svo hægt sé að koma skóggróðri á rekspölinn. Vonandi finnst lausn á svona fljótfærni. Svona margir ræktendur geta Að moka eða moka ekki ofaní aftur? Vífill Búason fjallar um ræktun lands Vífill Búason BORGARSPÍTALINN rak um langt árabil geðdeild í Arnarholti á Kjalarnesi, deild sem í dag er Deild 34 – endurhæfingardeild á geðsviði LSH. Staðsetning Arn- arholts hentar vel öll- um þeim sem þurfa að búa við öryggi og lang- tímavistun í kyrrlátu umhverfi. Arnarholt hefur verið sem heimili vistmanna enda hafa margir búið á staðnum til fjölda ára. Sjúkling- arnir eru flestir haldn- ir langt gengnum geð- sjúkdómum, geðklofa eða þunglyndi eða búa við andlega fötlun af öðrum ástæðum. Niðurskurður, samdrátt- araðgerðir eða sparnaður í heil- brigðisþjónustunni eru ekki ný tíð- indi og oftar en ekki hafa þessar aðgerðir bitnað á geðsjúkum. Sjúk- lingar og starfsmenn á Arnarholti hafa mátt búa við mikla óvissu um rekstur staðarins um margra ára skeið. Árvissar sumarlokanir í sparnaðarskyni, húsnæði í nið- urníðslu − hluta húsnæðisins var lokað um tíma af heilbrigð- isástæðum − auk frétta af yfirvof- andi lokun staðarins um nokkurra ára skeið hafa valdið kvíða og skap- að mikið óöryggi. LSH hættir rekstri Lokun Gunnarsholts kallaði á ný vistunarúrræði fyrir þá einstaklinga sem þar höfðu dvalist. Margir þurftu á hjúkrunarþjónustu að halda og var þá ráðist í að gera upp óíbúð- arhæft húsnæði Arnarholts fyrir þessa einstaklinga. Eftir endurbæt- urnar var það einn besti húsakostur Arnarholts og því finnst mörgum sárt að horfa þar á tóm herbergi og læstar dyr. Lokun Arnarholts er ekki lengur orðrómur. Það er komið að henni og fyrir 1. janúar næstkomandi á að vera búið að koma öllum vistmönn- um fyrir í félagsþjónustu eða á öðr- um stofnunum. Landspítala – há- skólasjúkrahúsi er gert að halda sig innan mjög þröngs fjárlagaramma svo stofnunin dregur úr eða sker af alla starfsemi sem fellur ekki undir bráðaþjónustu. LSH mun því ekki reka endurhæfingardeild á geðsviði frekar en aðrar end- urhæfingardeildir langveikra ein- staklinga Endurhæfing til lengri tíma Nú þegar hafa búsetu- og vistunarúrræði fengist fyrir rúmlega helming vistmanna, en erfiðlega hefur gengið að finna lausn fyrir þá sem verst eru settir. Þessir einstaklingar eru flestir sjúklingar sem þurfa mikla umönnun, rólegt umhverfi og síðast en ekki síst fag- lega umönnun og festu í starfs- mannahaldi. Er von að spurt sé hver hagræðingin sé í að flytja þessa ein- staklinga á aðrar stofnanir, s.s. öldr- unardeild Landakotsspítala eða á Klepp. Því er haldið fram að stofnanir eins og Arnarholt séu börn síns tíma, sjúklingar eigi ekki að búa á stofnunum heldur í íbúðarhúsnæði á eigin vegum eða sambýlum. Þetta er rétt svo langt sem það nær og gengi upp ef félagsþjónusta og heilbrigð- isþjónusta utan sjúkrahúsanna væri svo öflug að hægt væri að sinna þörfum þessara einstaklinga. Því miður er það enn þá framtíðarsýn og við þær aðstæður verður að líta raunsætt á hlutina og reka áfram ódýrar og góðar meðferðarstofn- anir, þó þær falli ekki alfarið að rekstri LSH eða nútímaþjónustu- formi fyrir geðsjúka. Hver er staða starfsmanna Arn- arholts? Hvað stendur þeim til boða ef stofnuninni verður lokað um ára- mótin? Það er mikilvægt að gæta hagsmuna þeirra ekki síður en vist- manna við slíkar breytingar. Stað- setning deildarinnar er með þeim hætti að það er óvíst að flutningur á aðrar deildir LSH henti öllum starfsmönnum. Hæfingar- og endurhæfingarsetur Það er skoðun mín að reka eigi Arn- arholt áfram sem hæfingar- og end- urhæfingarmiðstöð fyrir geðsjúkl- inga svipaða með svipuðu sniði og verið hefur. Sjúklingahópurinn á Arnarholti hefur þurft blöndu af heilbrigðis- og félagsþjónustu, en mitt mat er að heilbrigðisþjónustan verði að sitja í fyrirrúmi svo fé- lagslegi þátturinn gangi upp. Þess vegna tel ég að slíkar stofnanir eigi að vera á ábyrgð heilbrigðisráðu- neytis sem fari með mál þeirra í nánu samstarfi við félagsmálaráðu- neyti. Markmið slíkra stofnana væri að endurhæfa mikið veika einstaklinga til búsetu í eigin húsnæði eða annars staðar utan stofnana og vera þannig stökkpallur aftur út í lífið. Slík end- urhæfing getur tekið langan tíma og þann tíma verða þessir einstaklingar að fá á öruggum og sérhæfðum stað. Óöryggi, þvælingur á milli staða, nýtt starfsfólk og nýjar reglur draga úr bata og lengja stofnanavist. Þjónustusetur fyrir hæfingu- og endurhæfingu fullorðinna geðsjúkl- inga er vel staðsett í húsnæði Arn- arholts á Kjalarnesi. Það er mikil þörf fyrir slíka stofnun í dag og verður líklega um langan tíma, eða þar til félagsþjónustan verður svo öflug að hún geti tekið við auknum verkefnum. Þangað til eigum við að standa vörð um starfsemi Arn- arholts og efla heimilið þar sem hæf- ingar- og endurhæfingarsetur. Arnarholt: Nauðsynlegt hjúkrunar- og þjónustusetur Þuríður Backman fjallar um heilbrigðisþjónustu ’Þjónustusetur fyrirhæfingu- og endurhæf- ingu fullorðinna geð- sjúklinga er vel staðsett í húsnæði Arnarholts á Kjalarnesi og það er mikil þörf fyrir slíka stofnun.‘ Þuríður Backman Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.