Morgunblaðið - 18.12.2004, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 75
DAGBÓK
Er líða fer að jólum vaknar meðvitundum aukna slysahættu sem fylgirþessum ljósum prýddu dögum. Ekkier þar síst um að ræða bæði eld-
hættu frá kertum og ýmsum jólaskreytingum
og aðra slysahættu. Án efa er það ósk allra að
eiga jólin í friði og áfallalaust, en þá er einmitt
mikilvægt að vera vel undirbúinn og tryggja
öryggi á heimilinu.
Jón Viðar Matthíasson, settur slökkviliðs-
stjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS),
segir útköll um jólin af ýmsum toga. „Sorgleg-
ustu atburðirnir eru útköll þar sem kviknar í út
frá kertaskreytingum og öðru sem mætti auð-
veldlega fyrirbyggja. Það er svo mikil sorg í
kringum þetta þegar fólk er að fara inn í
jólahátíðina og er í jólaskapi og góðum anda og
svo á eitthvað svona sér stað fyrir algera
slysni,“ segir Jón.
Hvernig standa þessi mál í dag?
„Það er jákvætt að sjá að fólk er að verða
meira meðvitað um þessa þætti. Fólk sem er að
skreyta vandar oft mjög til efnisvals og um-
fangs og gætir að eldvörnum. Það er ekki verið
að hafa sem mest af öllu og sem stærst, heldur
fallegar og stílhreinar skreytingar.
Það sem ekki má gleyma er að SHS sinnir
einnig sjúkraflutningum. Við förum oft í útköll
sem tengjast óreglu. Á sumum heimilum er
ekki sams konar gleði og á öðrum. Það er mikil
sorg hjá slökkviliðsmönnum þegar þeir fara í
svoleiðis útköll. Það er íþyngjandi fyrir starfs-
menn okkar að sjá svona hluti þegar gleðin á
að vera allsráðandi.“
Hvað getur fólk gert til að koma í veg fyrir
slys?
„Það eru komnir á markaðinn alls konar
hlutir t.d. til að setja á kertin ,sem slökkva á
þeim áður en eldurinn nær niður í skreytingar.
Svo er mikilvægt að fólk sé með aðra hluti
heima hjá sér eins og eldvarnarteppi og hand-
slökkvitæki.
Allar eignir má bæta, en mannslíf er ekki
hægt að bæta, svo við hvetjum fólk til að kíkja
á reykskynjarana hjá sér og athuga virkni
þeirra. Og ef svo ólíklega vill til að ekki sé
reykskynjari á heimilinu hvetjum við fólk til að
nota þetta tækifæri og fjárfesta í reykskynj-
urum. Skipta þarf um rafhlöður í reykskynj-
urum a.m.k. einu sinni á ári og þá er afar snið-
ugt að gera það að jólahefð eins og jólakortin.
Einnig er hægt að nálgast forvarnarblað sem
Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna gerði, á bensínstöðvum. Þar er að finna
mjög mörg ráð sem fólk þarf að íhuga og auð-
velt er að koma í kring, t.d. að allir aðilar séu
með rýmingaráætlun til að komast út úr húsinu
og hvar fjölskyldan eigi að hittast fyrir utan.“
Slysavarnir | Forvarnir nauðsynlegar vegna aukinnar slysahættu um jólahátíðina
Auðvelt að fyrirbyggja mörg slys
Jón Viðar Matthías-
son er fæddur í Kaup-
mannahöfn árið 1959.
Hann lauk B.Sc.-prófi í
byggingatæknifræði frá
TÍ 1986 og M.SC. í
byggingaverkfræði frá
Tækniháskólanum í
Lundi auk sérstaks
aukanáms í Brunaverk-
fræði. Þá hefur hann
numið stjórnun slökkvi-
liða og stærri björgunaraðgerða.
Jón hefur m.a. starfað sem verkfræðingur við
byggingareftirlit og ráðgjöf og einnig við
brunahönnun og áhættumat. Þá starfaði hann
sem varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Reykja-
víkur en er nú settur slökkviliðsstjóri SHS.
Jón er kvæntur Helgu Harðardóttur hár-
greiðslumeistara og eiga þau fjögur börn.
Endurnýtingarstóriðja?
ORKUFLOKKURINN telur það
vera hluta af starfsemi sinni að
benda á nýtingu orkunnar í náttúr-
unni og úrgangsefnum og vill benda
á í því samhengi að það mætti og
væri þjóðfélagslega hagkvæmt að
reisa stóriðju eða iðnaðarhverfi sem
hefði þann tilgang að endurvinna allt
sem til fellur í orkutengdum efnum.
Vill Orkuflokkurinn benda á að það
mætti vinna sorp og nota það sem
blöndunarefni í málma og aðra slíka
vinnslu. Má telja að orkueiningur í
slíkum málmum væri meiri en að
öðru leyti gerist og væri það sterkari
málmar og önnur efni og ryðfrírri
vegna orkueiningar sinnar. Telur
Orkuflokkurinn að það ætti að
byggja stóriðju með þetta að leiðar-
ljósi. Umfang þess er mikið og vill
Orkuflokkurinn benda á að það ætti
að setja á stofn orkumálaráðuneyti,
vegna umfangs þess sem skilningur
á orkunni er. Vill hann benda á að
súrál, kísilgúr og önnur efni sem
blandað er í málma og aðra hluti eru
fengin í orku lífríkisins. Þar er málið
endurnýtingar þjóðfélag.
Bjarni Þór Þorvaldsson,
Hraunbæ 182, Rvík.
Jólakettlingar
MYND f. jól – afhentir 20. janúar.
Efnilegir, einstakir félagar fyrir
kærleiksríka. Svart/hvítir. Upplýs-
ingar í síma 865 5178.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Þrjár leiðir í boði.
Norður
♠ÁG54
♥ÁD104 A/NS
♦KG3
♣D3
Vestur Austur
♠KD976 ♠82
♥G752 ♥96
♦6 ♦D10987542
♣K84 ♣9
Suður
♠103
♥K83
♦Á
♣ÁG107652
Vestur Norður Austur Suður
– – 4 tíglar Pass
Pass Dobl Pass 6 lauf
Pass Pass Pass
Lítum í bili framhjá þeirri mjög svo
veigamiklu staðreynd að lesandinn sér
allar hendur og setjum okkur í spor
suðurs, sem fær það verkefni við borð-
ið að spila sex lauf með spaðakóngnum
út. Hann tekur á spaðaás og sér svo
eftir nokkra yfirlegu að þrjár ólíkar
leiðir koma til álita.
Í fyrsta lagi mætti reyna að henda
spaða niður í tígulkóng. Taka sem sagt
ásana í laufi og tígli, fara inn á blindan í
hjarta og spila tígulkóng. Þetta myndi
ganga ef vestur ætti tvílit í tígli (og
austur þar með aðeins sjölit fyrir hinni
kröftugu hindrun), eða ef vestur ætti
einn tígul og Kx í trompi. Við hin alsjá-
andi vitum að þetta er ekki rétta leiðin.
Í öðru lagði mætti einfaldlega svína
fyrir trompkónginn. Um þann mögu-
leika er bara eitt að segja – svíningin
misheppnast.
Þriðji kosturinn – og sá eini sem
dugir til vinnings – er að taka á laufás,
spila svo hjarta fjórum sinnum (með
svíningu fyrir gosann í vestur) og
henda spaða niður. Þá er beinlínis ver-
ið að spila vestur upp á Kxx í trompi og
fjórlit í hjarta. Sem er reyndar nokkuð
líklegt í ljósi sagna.
Þótt þriðji kosturinn sé sá sem í
reynd dugir er erfitt að taka hann fram
yfir hina tvo. En kannski er til fjórði
möguleikinn í stöðunni, sem á vissan
hátt sameinar alla fyrri. Hann felst í
því að spila laufdrottningu úr borði í
öðrum slag og taka hana svo með ás
þegar austur fylgir fumlaust með ní-
unni. „Ef ekki er lagt á, þá er ekkert til
að leggja á,“ sagði Zia. Nían hefur yf-
irbragð einspils, sem gerir þriðju leið-
ina mjög freistandi.
En í grundvallaratriðum ræður nefið
för í svona spilum.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 g6 6. Bc4 Bg7 7. Be3 O-O 8.
Bb3 d6 9. h3 Ra5 10. O-O b6 11. Dd3
Bb7 12. Had1 Rxb3 13. axb3 Rd7 14.
Bg5 Rc5 15. De3 Dd7 16. Rd5 Hae8 17.
c4 Rxe4 18. Dxe4 e6 19. Dg4 f5 20.
Rxb6 axb6 21. Dh4 e5 22. Re2 f4 23.
Rc3 Hf5 24. g4 fxg3 25. fxg3
Staðan kom upp í bandaríska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
San Diego. Dmitry Gurevich (2499)
hafði svart gegn Laura Ross (2117).
25... Hxg5! 26. Dxg5 Dxh3 27. Rd5 27.
Hd5 hefði ekki heldur gengið upp
vegna 27...Bh6. 27... Bxd5! 28. cxd5
Bh6 29. Dh4 Be3+ 30. Hf2 Dxh4 31.
gxh4 Hf8 og hvítur gafst upp enda
peðsendataflið sem er fram undan
gjörtapað. Jólaskákmót KB-banka
hefst í dag í útibúinu í Austurstræti en
nánari upplýsingar um það er að finna
á www.skak.is. Margir stórmeistarar
verða á meðal þátttakenda.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
um málarann Salvador Dalí. Gibson
skrifar reglulega í spænsku dagblöðin
El País og El Periódico.
Gibson kemur hingað til lands í boði
spænska sendiráðsins og í tilefni af tví-
málaútgáfu af Yermu eftir Federico
García Lorca sem Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttir gefur út. Boðið verður
upp á veitingar að fyrirlestri loknum.
Menningarfélagið Hispánica, Háskól-
inn í Reykjavík, Spænsk-íslenska
Verslunarráðið og Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur standa að móttöku Ian
Gibsons.
SPÆNSK menningardagskrá verður
haldin í Háskólanum í Reykjavík kl. 16
í dag í stofu 101. Þar heldur Ian Gib-
son, spænskufræðingur og rithöf-
undur, fyrirlestur um spænska skáldið
Federico García Lorca sem nefnist:
„Federico García Lorca, Victim of the
Spanish Right“. Bók Gibson um dauða
Lorca, La Muerte de García Lorca,
hlaut alþjóðlegu blaðamannaverðlaun-
in Prix International de la Presse.
Ævisaga Gibsons um skáldið Federico
García Lorca: A Life vann einnig til
fjölda verðlauna og var útnefnd bók
ársins af New York Times og Boston
Globe.
Ian Gibson er spænskur ríkisborgari
en fæddist árið 1939 í Dublin á Írlandi.
Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga
fyrir verk sín m.a. fyrir ritun ævisögu
Ian Gibson á spænskri
menningardagskrá
Aðgangur að spænsku menningar-
dagskránni er ókeypis. Fyrirlest-
urinn verður haldinn á ensku og
eru allir velkomnir.
Ian Gibson flytur fyrirlestur um Lorca í Háskólanum í Reykjavík.