Morgunblaðið - 18.12.2004, Síða 88

Morgunblaðið - 18.12.2004, Síða 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 SKIPULAGI sölu- og markaðsmála Árvak- urs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, hefur verið breytt og hefur Margrét Kr. Sigurðar- dóttir viðskiptafræð- ingur verið ráðin for- stöðumaður nýs sölu- og markaðssviðs. Aug- lýsingadeild, áskriftar- deild og markaðsdeild heyra nú undir eitt og sama sviðið, sölu- og markaðssvið. Mark- miðið meðal annars með þessum breyting- um er að samræma allt sölu- og markaðsstarf fyrirtækisins og auka áherslu á þjón- ustu við viðskiptavini. Margrét hefur að undanförnu starfað á ritstjórn Morgunblaðsins og haft umsjón með Tímariti Morgun- blaðsins, ásamt Valgerði Jónsdóttur, auk þess að sinna starfi rekstrar- stjóra ritstjórnar. Mar- grét bar ábyrgð á mark- aðsmálum Morgun- blaðsins 1992 til miðs árs 2003. Þá var hún ábyrgðarmaður tímarit- anna Lifunar og M. Margrét lauk cand.oe- con.-prófi frá Háskóla Íslands vorið 1992 og stundaði MS-nám í HÍ veturinn 1999–2000. Hún var formaður Fé- lags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 2000– 2004, sat í verkefna- stjórn Auður í krafti kvenna 1999–2003, í verkefnastjórn Nýsköp- unar – samkeppni um viðskiptaáætl- anir frá 1998, er í háskólaráði Tækniháskóla Íslands og situr í stjórn Frumkvöðlafræðslunnar. Margrét er gift Jóni Þórissyni, að- stoðarforstjóra Íslandsbanka, og eiga þau eina dóttur, Helenu Margréti. Ráðin forstöðu- maður sölu- og markaðssviðs Margrét Kr. Sigurðardóttir ENGIN viðbrögð höfðu borist síð- degis í gær frá Bandaríkjunum við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fischer dvalar- leyfi, svo Davíð Oddssyni utan- ríkisráðherra væri kunnugt um. „Út af fyrir sig var það okkar ákvörðun að bregðast við beiðni þessa manns. Ég tel að þetta sé íslensk ákvörðun, fyrst og fremst,“ sagði Davíð. Sérstök lög voru sett hér á landi á sínum tíma vegna alþjóðlegs við- skiptabanns Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu. Þar varðaði það allt að tveggja ára fangelsi að eiga viðskipti við Júgóslavíu á þessum tíma og brjóta þannig viðskiptabann SÞ. Bandaríkjamenn töldu Fischer hafa brotið gegn banninu þegar hann fór til Júgóslavíu 1992 og tók þátt í al- þjóðlegu skákmóti. „Þetta brot hans myndi vera talið fyrnt að íslenskum lögum,“ sagði Davíð. „Ef menn velta fyrir sér framsali og skyldu til að framselja menn, þá er sá fyrirvari í því að við erum ekki skyldugir að framselja menn nema brotið sem framsalskrafan beinist að sé jafn- framt brot gegn íslenskum lögum.“ Davíð sagði því ekki rétt, sem haldið hefði verið fram, að kæmi krafa um framsal ætti sjálfkrafa að verða við henni. „Íslensk yfirvöld hefðu leyfi til að leggja á það mat hvort þessi athöfn hans væri brotleg samkvæmt íslenskum lögum. Hún myndi ekki teljast það, að minnsta kosti ekki lengur.“ Aðspurður sagði Davíð að það væri málefni Útlendingastofnunar að ákveða hvort unnusta Bobby Fischers fengi einnig dvalarleyfi hér á landi. „Ég ímynda mér að menn myndu ekki hafa mikla fyrirstöðu í því efni,“ sagði Davíð. „Það er stórkostlegt“ „Bobby Fischer hefur tekið boði Íslendinga,“ sagði John Bosnitch, stuðningsmaður Fischers, á blaða- mannafundi í Tókýó í Japan í gær sem Guðmundur Hermannsson, blaðamaður Morgunblaðsins, sat. Þórður Ægir Óskarsson, sendi- herra í Tókýó, afhenti lögmanni Fischers formlega í gærmorgun bréf Útlendingastofnunar þar sem fram kemur að Fischer fái dvalarleyfi á Íslandi. Miyako Watai, heitkona Fischers, sagði að þegar hún hefði tilkynnt honum um ákvörðun íslenskra stjórnvalda hefði hann sagt: „Er það virkilega? Það er stórkostlegt.“ Davíð Oddsson utanríkisráðherra Brot Fischers fyrnt að íslenskum lögum Davíð Oddsson  Fischer þiggur/10 Fischer hefur tekið boði Íslendinga, að sögn stuðningsmanns BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir að íslensku fjármálakerfi hafi miðað aftur á bak á þessu ári. „Vaxtartækifærin [Íslandsbanka hér á landi] liggja einkum í íbúðalánum og samþætt- ingu banka og tryggingaafurða. Þá liggja tækifæri í frekari hagræð- ingu fjármálakerfisins, en það er ómögulegt að segja til um hvað framtíðin kann að bera í skauti sér. Í sjálfu sér hefur okkur verið að miða frekar aftur á bak en áfram á þessu ári með frekari ein- angrun sparisjóðakerfisins og framsókn Íbúðalánasjóðs.“ Bjarni segir í samtali við blaðið í tilefni af kaupum Íslandsbanka á BNbank í Noregi að kaupin hafi ekki verið gerleg nema með stuðn- ingi hluthafa Íslandsbanka. „Við fórum í hlutafjárútboð í lok nóv- ember þar sem við sóttum ríflega 10,5 milljarða út á markaðinn og það er ljóst að dýpt íslenska hluta- bréfamarkaðarins hefur vakið mikla athygli í Noregi.“ Fjármálakerf- inu hefur mið- að aftur á bak  Dýpt markaðarins/20 ÞAÐ ER ekki bara mannfólkið sem þarf að vera hreint og strokið fyrir jólin heldur líka þarfasti þjónn nútíma- mannsins. Mikil örtröð er víða við bílaþvottastöðv- arnar þessa dagana og á þvottastöðinni í Sóltúni hefur mikið verið að gera og hafa farið þar í gegn 550 bílar á dag þegar mest er en um tíu mínútur tekur að þvo hvern bíl. Í gær voru miklar annir í Sóltúninu og náði þá biðröðin eftir jólaþvottinum alla leið út að Nóatúni. Morgunblaðið/Kristinn Allir hreinir og stroknir fyrir jólin TVÖ myndverk eftir Sölva Helgason (1820–1895), sem þjóðþekktur varð undir nafninu Sólon Ís- landus, eru nú til sölu í Galleríi Fold við Rauð- arárstíg. Talið er að verkin séu frá því um 1860. Þetta eru blómamyndir, þar sem vangi lista- mannsins er teiknaður í mikið blómamynstur, með blandaðri tækni, eins og það er kallað í dag. Tryggvi P. Friðriksson í Fold segir verkin koma úr einkaeigu, en afar sjaldgæft sé að verk eftir Sölva komi á markað. „Þetta eru dæmigerðar myndir fyrir Sölva og ákaflega vel gerðar. Hann hefur verið hreinn snillingur í teikningu og gerði þetta allt fríhendis. Þetta eru sérkennilegar myndir, og Sölvi telst til einfaranna, eða næfist- anna í myndlistinni. Hann hefur áreiðanlega aldr- ei fengið neina leiðsögn.“ Sölvi Helgason fæddist á Fjalli í Sléttuhlíð í Skagafirði árið 1820. Foreldrar hans voru fátækir; föður sinni missti hann fjögurra ára og móður sína fjórtán ára. Sex ára var honum komið í fóstur, og tíu ára var hann orðinn niðursetningur sem flutt- ist bæ af bæ eftir því sem ytri aðstæður kröfðust. Upp úr tvítugu hóf Sölvi ævilanga gönguferð sína um Ísland; hann ferðaðist milli bæja, sagði sögur og fréttir og sinnti list sinni. Sölvi var sakaður um ýmiss konar pretti, eins og þjófnað og fölsun á vegabréfi, og árið 1854 var hann sendur í betr- unarhús í Kaupmannahöfn til að afplána fjögurra ára dóm fyrir stuld á buxum prests nokkurs og tveimur bókum. Hann lést árið 1895. Að sögn Tryggva eru það einkum Þjóðminja- safn og Þjóðskjalasafn sem eiga myndverk eftir Sölva Helgason. „Þetta eru myndir sem ættu kannski best heima á safni, því þær eru mikið fá- gæti.“ Hann segir myndirnar metnar á um 6–700 þúsund krónur hvora. Myndirnar sem hér um ræðir voru meðal ann- ars sýndar á sýningu í Hafnarborg á níunda ára- tug síðustu aldar. Fjölmargir síðari tíma lista- menn hafa vottað Sölva Helgasyni virðingu sína í ljóðum, sögum, leikritum, myndlist og tónlist. Sjaldséður Sólon Íslandus í sölu Morgunblaðið/Golli MIKLIR kuldar voru víða á landinu í gær. Fór frostið tals- vert yfir 20 gráður á hálendinu og 18 stiga frost mældist við Mývatn. Starfsmenn við Kárahnjúka- virkjun reyndu að láta kuldann ekki á sig fá í gær. Oddur Friðriksson yfirtrúnaðarmað- ur sagði þegar rætt var við hann í gærkvöldi að komið væri 22 til 23 gráða frost niðri í gili. „Sem betur fer er lygnt og gott veður, en það má ekki hreyfa mikið vind, þá fer þetta að bíta. Mönnum er auðvitað kalt en það er stillt og fallegt veður. Fegurra verður það ekki á fjöllum,“ sagði hann. Veðurstofan spáir að nokkuð muni draga úr frostinu í dag. Frost- harka við Kára- hnjúka
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.