Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 2
Í BYRJUN nóvember
kynnti Morgunblaðið
áskrifendum möguleika á
að sjá blað dagsins í tölv-
unni sinni án viðbót-
argjalds. Að sögn Arnar
Þórissonar, áskriftarstjóra
Morgunblaðsins, hafa við-
brögðin við þessari viðbót-
arþjónustu verið gríð-
arlega góð, en núna hafa
tæplega 9 þúsund áskrif-
endur skráð sig og opnað
fyrir aðgang að efni blaðs-
ins.
Aðspurður segir Örn
viðbrögðin hafa verið mest
á strjálbýlli svæðum landsins þar sem samgöngur eru með þeim hætti
að blaðið sjálft í pappírsformi berst í seinna lagi. „Einnig finnum við
fyrir miklum áhuga hjá fólki sem er á ferðalagi, hvort heldur er innan-
eða utanlands, að geta skoðað blaðið á Netinu þegar tækifæri gefst til,“
segir Örn og tekur fram að búast megi við því að skráningin muni
aukast til muna þegar nær dregur sumri og áskrifendur verði meira á
ferðinni.
Til að virkja aðgang að efni blaðsins verður áskrifandi að skrá sig á
forsíðu mbl.is og fá lykilorð sent í tölvupósti. Það er gert á þann veg að
smella á mynd af forsíðu Morgunblaðsins sem er í vinstra dálki á mbl.is.
Að því loknu getur áskrifandi skoðað blað dagsins, hvort sem er á
textasniði (án auglýsinga) eða pdf-sniði, með endanlegu útliti blaðsins.
Blaðið verður þannig aðgengilegt áskrifendum kl. 6 á morgnana að ís-
lenskum tíma, hvar sem er í veröldinni.
Tæplega 9 þúsund
hafa skráð sig
FISKVINNSLUFYRIRTÆKIÐ Portland ehf. í
Þorlákshöfn hefur sagt upp 39 af 99 starfs-
mönnum sínum. Ákvörðunin var tilkynnt á fundi
með starfsfólki í fyrradag.
Gengisbreytingar meginástæða
Að sögn Hjörleifs Brynjólfssonar, fram-
kvæmdastjóra Portlands, eru ástæðurnar einkum
gengisbreytingar, þ.e. sterk staða íslensku krón-
unnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, samhliða
lækkun afurðaverðs í erlendri mynt vegna sam-
keppni við ódýrari og sambærilegar afurðir frá
Kína. Ekki séu fyrirsjáanlegar breytingar í
vændum, í náinni framtíð, hvað þetta varðar. Þá
hafi hráefni til vinnslu einnig dregist saman milli
ára sem rekja megi til aflasamdráttar, einkum í
sandkola og skrápflúru, sem eru stór hluti af hrá-
efnisöflun fyrirtækisins.
Portland hóf rekstur árið 1993 og hefur sér-
hæft sig í vinnslu og markaðssetningu á flatfisk-
afurðum, einkum vannýttum tegundum. Hefur
ársvinnslan numið 4.000-4.500 tonnum, að lang-
stærstum hluta lausfryst flök. Helstu markaðs-
svæði fyrirtækisins eru Holland, Bretland,
Bandaríkin og Japan. Portland hefur frá upphafi
haft starfsstöðvar sínar í Þorlákshöfn en fyr-
irtækið gerir einnig út tvo báta á snurvoðarveið-
ar.
Starfsemin aukist á undanförnum árum
Að sögn Hjörleifs hefur starfsemin verið aukin
verulega á undanförnum árum og var t.a.m. á
þriðja tug starfsmanna ráðinn til fyrirtækisins í
fyrra. Vegna breyttra forsendna sé óhjákvæmi-
legt að ráðast í endurskipulagningu og hagræð-
ingu í rekstri fyrirtækisins. Sem fyrr segir ná
uppsagnirnar til 39 starfsmanna, 18 í hálfu starfi
og 21 í fullu starfi og er uppsagnarfrestur mis-
munandi eftir starfsaldri, frá 1–6 mánaða. Eftir
uppsagnir verða starfsmenn fyrirtækisins um 60.
39 starfsmönnum
sagt upp störfum
Fiskvinnslufyrirtækið Portland ehf. í Þorlákshöfn grípur til uppsagna
„SVONA uppsagnir koma alltaf illa við alla, en
fólk virðist alltaf geta átt von á þessu í sambandi
við sjávarútveginn og útflutningsgreinarnar,
einkum vegna gengisbreytinga. [...] Ég held að
því miður hafi ekkert annað verið hægt að
gera,“ segir Þórður Ólafsson, formaður Verka-
lýðsfélagsins Boðans, sem var á fundi með
starfsmönnum þegar uppsagnir voru tilkynntar.
„Mér vitanlega þá standa þeir [Portland] að
þessu eins vel og mögulegt er og fara eftir sett-
um reglum varðandi uppsagnarákvæði og ann-
að. Það eina sem maður vonar er að það birti
eitthvað yfir og komi betri gangur í þetta í
framtíðinni.“ Atvinnuástand í Ölfusi er að hans
sögn almennt mjög gott og hann segist hafa
frétt að a.m.k. sex manns hafi fengið aðra vinnu.
Að sögn Lydiu Pálmarsdóttur, trún-
aðarmanns starfsmanna, voru starfsmenn róleg-
ir yfir uppsögnunum. Þær hefðu þó komið
mörgum á óvart þrátt fyrir að rólegt hefði verið
í vinnslunni að undanförnu. Lydia segir að þeir
sem fengu uppsagnarbréf hafi starfað mislengi
hjá fyrirtækinu. Uppsagnarbréf voru póstlögð
og bárust starfsmönnum í gær.
„Ég hef enga trú á öðru en að fólk fái vinnu.“
„Ekkert annað
hægt að gera“
2 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SAKAÐUR UM VALDARÁN
Gyanendra, konungur Nepals, rak
ríkisstjórn landsins frá völdum í gær
og lýsti yfir ótímabundnu neyðar-
ástandi. Fram komu ásakanir um að
konungur hefði í raun framið valda-
rán í heimalandi sínu í Himal-
aya-fjöllum þar sem stjórnvöld hafa
háð blóðuga baráttu við uppreisn-
armenn úr röðum maóista.
Yfirtökutilboð í T&G
Landsbanki Íslands hefur tryggt
sér 57,8% hlut í breska fjármálafyr-
irtækinu Teather&Greenwood og
hyggur á yfirtöku á öllu hlutafé fé-
lagsins. Tilboðið, sem gert er í nafni
nýstofnaðs dótturfélags Landsbank-
ans, Landsbanka Holdings, hljóðar
upp á 75 pens á hlut sem þýðir að
heildarkaupverð alls hlutafjárins
mun nema 5 milljörðum íslenskra
króna.
Hersveitirnar fari ekki
Forseti bráðabirgðastjórnar
Íraks, Ghazi al-Yawar, sagði í gær
að það væri „alger vitleysa“ að biðja
erlendu hersveitirnar í landinu að
fara þaðan þegar í stað. Brottflutn-
ingur hersveitanna gæti þó hafist
fyrir lok ársins ef ástandið í öryggis-
málum batnaði.
Safn munnlegra heimilda
Handritadeild Landsbókasafns
Íslands hefur hafið söfnun á einka-
heimildum frá stjórnmálamönnum,
að því er fram kom á málþingi á veg-
um Sögufélagsins í gær.
Landakot almennur skóli?
Viðræður standa yfir milli borg-
arinnar og Landakotsskóla um að
skólinn verði hluti af almenna skóla-
kerfinu en hugmyndafræði hans
verði áfram við lýði. Skólinn fengi
full framlög frá borginni og þar yrðu
engin skólagjöld.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 28/31
Úr verinu 13 Minningar 32/37
Viðskipti 14/15 Myndasögur 40
Erlent 16/17 Dagbók 40
Minn staður 18 Víkverji 40
Akureyri 19 Skák 41
Höfuðborgin 20 Brids 41
Landið 21 Staður og stund 42
Daglegt líf 22/23 Leikhús 44
Listir 24/25,43/45 Bíó 46/49
Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50
Viðhorf 28 Veður 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp-
héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KONUR í Kvenfélagasambandi Íslands komu saman í
gær til að fagna 75 ára afmæli sambandsins. Í afmæl-
isfagnaðinum litu konurnar um öxl og minntust liðins
tíma jafnframt því að skemmta sér og borða góðan
mat. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng. Á myndinni
skála kvenfélagskonur í tilefni af afmælinu.
Fögnuðu 75 ára afmæli
KARLMAÐUR á þrítugsaldri ógn-
aði íbúa í Fossvogi með hnífi í gær
og var handtekinn og fluttur á lög-
reglustöð til yfirheyrslu. Að sögn
nágranna íbúans munu tildrög
málsins hafa verið þau að mað-
urinn vildi komast inn í raðhús en
þegar húsráðandi kom til dyra og
spurði hann ítrekað erindis tók
maðurinn upp hníf og ógnaði hon-
um og hóf að elta hann. Eiginkona
húsráðandans kom heim um svipað
leyti og leitaði strax til nágrann-
ans eftir hjálp. Þá hafði eigin-
manni hennar tekist að hringja á
lögregluna. Sá vopnaði lagði á
flótta en lögreglan náði honum
stuttu síðar.
Nágranninn telur ekki ólíklegt
að hinn handtekni hafi ætlað að
brjótast inn en ekki orðið kápan úr
því klæðinu. Fólki var mjög brugð-
ið við uppákomuna. Maðurinn var
handtekinn fyrir húsbrot og var
settur í fangaklefa.
Ógnaði
húsráðanda
með hnífi
ÞAÐ er engin von til að frumvarp um
breytingar á lögum um tónlistar-
skóla verði lagt fram á þessu vor-
þingi, sagði Stefán Jón Hafstein,
borgarfulltrúi R-listans og formaður
menntamálaráðs, á fundi borgar-
stjórnar í gær. Gefið hefði verið
mjög sterklega í skyn að slíkt frum-
varp yrði lagt fram á þessu þingi, en
dregist hefði úr hömlu að endur-
skoða þessi lög.
„Því munu bæði sveitarfélögin og
tónlistarskólarnir vera í lagalegri
óvissu áfram. Um það er enginn
ágreiningur á milli okkar og tónlist-
arskólanna, að meðan þessi lagalega
óvissa hangir yfir er mjög erfitt að
setjast niður og ræða framtíðarsýn,
framtíðarreglur um þjónustukaup
borgarinnar og svo framvegis. Við
höfum einfaldlega ekki fyrir framan
okkur það umhverfi sem við munum
lifa í eftir eitt til tvö ár,“ sagði Stefán
Jón.
Hann sagði Reykjavíkurborg hafa
verið að ræða við fulltrúa tónlistar-
skólanna um framtíð þeirra og
rekstrarþátttöku borgarinnar. „Við-
ræður við alla hagsmunaaðila sem
koma að tónlistarfræðslu í borginni
hafa sýnt mér að það er vonlaust að
ná nokkurri samstöðu um heildar-
lausn um þessi mál. Það eru einfald-
lega svo ólíkir hagsmunir og svo
miklar kröfur sem gerðar eru af ólík-
um fyrirtækjum, sem rekin eru á
ólíkum forsendum og kallast tónlist-
arskólar, að það er engin leið að gera
öllum til hæfis þannig að hagsmuna
skattborgaranna sé gætt að fullu og
öllu.“
Engin ný lög um
tónlistarskóla
LÍÐAN fimm ára gömlu stúlkunn-
ar sem féll fram af svölum fjórðu
hæðar fjölbýlishúss í austurbæ
Reykjavíkur er óbreytt frá því á
þriðjudag. Barnið er tengt við önd-
unarvél á gjörgæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi að sögn svæf-
ingalæknis.
Lögreglan í Reykjavík hefur til-
drög slyssins til rannsóknar, en
ljóst er að um slys var að ræða.
Stúlkan enn
í gjörgæslu