Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 1
Íþróttir í dag Manchester United afvopnaði Ars- enal  Lögðu Norðmenn að velli í karate  Allt um HM í Túnis STOFNAÐ 1913 31. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Arnar Eggert spáir í íslensku tónlistarverðlaunin Menning Hverjir bera af í tónlistinni? Spennandi verkefni Glerlist Lindu Mjallar Leifsdóttur í Stuttgart og Kabúl Daglegt líf LANDSBANKI Íslands hefur gert yfirtökutilboð í breska verðbréfa- fyrirtækið Teather & Greenwood. Tilboðið hljóðar upp á 42,8 milljónir punda, sem samsvarar tæplega 5 milljörðum króna. Landsbanki Holdings, dóttur- félag Landsbanka Íslands, sem gerir hið formlega tilboð hefur þeg- ar tryggt sér 57,8% hlutafjár í fyr- irtækinu. Þar af eru 9,3% í eigu bankans en auk þess hafa eigendur ríflega 48% hlutafjár skuldbundið sig til þess að samþykkja tilboðið sem er háð samþykki fjármálayfir- valda í Bretlandi og Fjármálaeft- irlitsins. Tilboðið er háð samþykki yfir 50% hlutahafa félagsins og hefur stjórn þess samþykkt að mæla með því við hlutafjáreigendur að þeir samþykki tilboð Landsbankans. „Ein ástæða þess að við ákváðum að ganga til samninga við Lands- bankann var sú að þeir töluðu alltaf um samstarf í stað þess að tala um eignarhald,“ sagði Kenneth Baker lávarður, stjórnarformaður T&G, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir jafnframt að margir hafi sýnt áhuga á að kaupa félagið sem velti tæplega 2,2 milljörðum króna á síð- asta ári. Útrás bætir áhættudreifingu Markmið Landsbankans með út- rás er að bæta áhættudreifingu bankans og fjölga tekjustraumum, að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans. „Það eykur arðsemi bankans og stefnan er að stækka hann til að geta tekið þátt í stærri verkefnum,“ segir Halldór. Landsbankinn býður í breskt verðbréfafélag ÞAÐ VAR ákaft fagnað þegar Laugalækjarskóli sigr- aði í úrslitum Skrekksins, hæfileikakeppni grunn- skólanna í Reykjavík. Keppnin fór fram í Borgarleik- húsinu í gærkvöldi. Seljaskóli varð í öðru sæti og Austurbæjarskóli í því þriðja. Að auki kepptu Haga- skóli, Réttarholtsskóli og Ölduselsskóli til úrslita. Keppnin var nú haldin í 15. skipti og tóku 20 skólar þátt í undanúrslitum hennar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugalækjarskóli sigraði KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skýrði frá því í gærkvöldi að hann hefði falið Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, að hafa yfirumsjón með uppbyggingarstarfinu vegna ham- faranna við Indlandshaf annan dag jóla. Clinton á að hefja störf í næsta mánuði sem sérlegur sendimaður SÞ vegna uppbyggingarstarfsins til að tryggja að ríki heims standi við loforðin um aðstoð við löndin sem urðu verst úti. Clinton fær enn fremur það hlutverk að beita sér fyrir friði í tveimur landanna, Indónesíu og Sri Lanka. Talsmaður Annans sagði að Clinton fengi tæki- færi til að nota pólitíska hæfileika sína til að beita sér fyrir friðarsamn- ingum við uppreisnarmenn í Aceh- héraði og skæruliðahreyfingu Tam- íl-tígranna svonefndu á Sri Lanka. George W. Bush Bandaríkja- forseti hafði áður falið Clinton og George Bush, föður sínum og fyrr- verandi Bandaríkjaforseta, að hafa yfirumsjón með fjársöfnun í Banda- ríkjunum vegna hamfaranna. Clinton í starf sendi- manns SÞ Sameinuðu þjóðunum. AP. MAHMOUD Abbas, forseti Palestínu- manna, hét því í gær að afmá „svarta bletti“ í stefnu Yassers Arafats, forvera síns í embættinu, og koma á lögum og reglu á svæðum Palestínu- manna. „Á Vesturlöndum litu menn Arafat allt öðrum augum en við Palestínu- menn,“ sagði Abbas í viðtali við rússneska dagblaðið Kommersant. „Þeir kölluðu hann hryðjuverkamann, sökuðu hann um að hindra umbætur og standa ekki við loforð sem hann gaf í samningaviðræðum. Hann var álitinn einræðisherra. Við getum auð- vitað ekki látið sem við sjáum ekki þessa neikvæðu hlið á honum.“ Abbas staðfesti enn fremur að stefnt væri að því að hann ræddi á næstunni við Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, líklega á þriðjudaginn kemur. Hyggst afmá „svarta bletti“ Arafats Moskvu. AFP.  Landtökumenn/17 Mahmoud Abbas KAFALDSBYLUR olli víða umferðaröngþveiti í borgum í norðanverðu Japan í gær, auk þess sem aflýsa þurfti tugum flugferða og lestasam- göngur lögðust niður. Kona í borginni Nagaoka mokar hér snjó á milli bráðabirgðahúsa fyrir fólk sem missti heimili sín í jarðskjálfta í október. 39 manns fórust og yfir 2.000 slösuðust í skjálftanum sem mældist 6,8 stig á Richters-kvarða. Hríðaráfelli í Japan AP FORSETI bráðabirgðastjórnar Íraks, Ghazi al- Yawar, sagði í gær að það væri „alger vitleysa“ að biðja erlendu hersveitirnar í landinu að fara þegar í stað. Yawar bætti þó við að brottflutn- ingur hersveitanna gæti hafist fyrir lok ársins. Forseti íraska herráðsins, Babakir Zebari hers- höfðingi, sagði að hersveitirnar gætu farið frá íröskum borgum innan árs. Bandaríkjastjórn og leiðtogar írösku bráða- birgðastjórnarinnar segja að enn sé varasamt að ákveða hvenær flytja eigi hersveitirnar á brott, vegna árása uppreisnarmanna. „Það væri alger vitleysa að biðja hersveitirnar að fara í þessari ringulreið og valdatómarúmi,“ sagði Yawar. Hann kvaðst hafa hafið „óbeinar viðræður“ við trúarleiðtoga súnní-araba sem voru andvígir kosningunum á sunnudag vegna hernámsins og hvatti þá og stjórnmálaleiðtoga súnníta til að ganga til viðræðna um nýja stjórn- arskrá þótt þeir hefðu sniðgengið kosningarnar. Einn leiðtoga súnní-araba, Raad al-Hamadani, sagði í gær kosningarnar ólögmætar. Hernáms- yfirvöld hefðu þröngvað þeim upp á Íraka og nýtt þing hefði því ekki umboð til að semja nýja stjórnarskrá. Hann og aðrir súnní-arabar væru ekki andvígir kosningum en vildu ekki kjósa nýtt þing fyrr en hernáminu lyki. Hamadani fer fyrir hópi sem nefnist Ráð íraskra ættflokka. Herafli verði í Írak um sinn Forseti Íraks telur að brottför erlendra sveita geti hafist fyrir árslok Bagdad. AP, AFP.  Undirbúa brottflutning/16 Páfi á sjúkrahús Páfagarði. AFP. JÓHANNES Páll II páfi var fluttur á sjúkrahús í gærkvöldi eftir að hafa fengið flensu. Talsmaður páfa sagði að hann hefði átt mjög erfitt með öndun vegna háls- bólgu og hann hefði því verið fluttur í skyndi á sjúkrahús í Róm. Fyrr um kvöldið sögðu embættis- menn í Páfagarði að veikindi páfa, sem er 84 ára, væru ekki alvarleg og hann væri ekki með mikinn hita. Páfi þjáist af Parkinsons-veiki, hæg- fara taugasjúkdómi sem lýsir sér með skjálfta í vöðvum í hvíld, hægum hreyfingum og svipbrigðaleysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.