Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 23 DAGLEGT LÍF Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ! Tilboðsdagar 20-60% afsláttur 20% kynningarafsláttur af Lyocell satíni ÍSLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verslun Sætúni 4 ÍSLANDS MÁLNING STÆRSTA MÁLNINGARVERSLUN LANDSINS BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS Ný tegund almattrar veggjamáln- ingar sem hefur mikla þvottheldni Þolir yfir 10000 burstastrokur skv. SFS 3755 staðlinum Gæðastöðluð vara á góðu verði Ábyrgð tekin á öllum vörum NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar lúxus heilsudýnur. ÚTSALA - ÚTSALA TURN-FREE Verð frá 72.000.- Dýnusett frá kr. 59.000 Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is Viltu bæta símaþjónustuna í þínu fyrirtæki? Aðeins 20 manns komast á hvert námskeið Námskeið fyrir þá sem vilja veita frábæra símsvörun Hafið samband í síma 580 8080 eða til gudrun@midlun.is Næsta námskeið er þriðjudaginn 8. febrúar nk. á Grand hótel Reykjavík ALÞJÓÐLEG eðlisfræðiráðstefna ungmenna var haldin í París nú í janúar á vegum UNESCO í tilefni þess að árið 2005 er alþjóðlegt eðl- isfræðiár Sameinuðu þjóðanna. Eðl- isfræði til framtíðar var yfirskrift ráðstefnunnar sem fjórir íslenskir menntaskólanemendur sóttu fyrir Íslands hönd, þau Ásdís Egilsdóttir úr Menntaskólanum í Reykjavík, Hildur Knútsdóttir úr Versl- unarskóla Íslands, Jakob Tómas Bullerjahn úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og Jón Árni Stein- grímsson úr Menntaskólanum á Ak- ureyri. Þátttakendur hlýddu á fyr- irlestra virtra eðlisfræðinga og raunvísindamanna, þar á meðal nokkurra nóbelsverðlaunahafa, auk þess sem þeir fengu tækifæri til að ræða við jafnaldra sína frá öllum heimshornum um sameiginlegt áhugaefni þeirra – eðlisfræði. Íslensku þátttakendurnir segja að ráðstefnan hafi komið þeim skemmtilega á óvart með tilliti til þess hversu fjölbreytt og spennandi viðfangsefnin voru. „Ráðstefnan snerist um að vekja áhuga okkar á eðlisfræði og benda á hversu margir möguleikar eru á því að nýta eðlisfræðina á hagnýtan hátt,“ segir Hildur. „Það var til dæmis fjallað um skyldur eðlisfræð- ingsins gagnvart samfélaginu, eins og mikilvægi vísindamanna í því að hjálpa þriðja heiminum,“ segir Jak- ob, „og það var virkilega verið að hvetja mann til að fara út í eðlis- fræði,“ segir Ásdís Að læra eitthvað „úrkynjað“ eins og eðlisfræði Höfðuð þið eða hafið þið hugsað ykk- ur að verða eðlisfræðingar? „Nei, ég hafði það nefnilega ekki. Svo sá ég þarna hvað þetta er ótrú- lega vítt svið og miklir möguleikar í þessu, og svo fengum við líka alla þessa hvatningu. Þegar manni er sagt: Ef þú ferð í eðlisfræði þá get- urðu bjargað öllum þarna og þarna, þá hugsar maður náttúrlega, já ég ætla að verða eðlisfræðingur!“ segir Ásdís. „Ég hafði ekkert hugsað út í að verða eðlisfræðingur, en fékk miklu meiri áhuga eftir að hafa séð hvað þetta er vítt svið. Mér finnst mjög spennandi og áhugavert að heyra um samvinnu eðlisfræði og læknis- fræði til dæmis, hvernig eðlisfræðin getur nýst til læknisfræðirannsókna. Segulómtæki, sem byggjast á eðlis- fræðitækni, eru til dæmis notuð til að rannsaka heila og greina sjúk- dóma eins og blóðtappa og krabba- mein,“ segir Hildur Jakob, aftur á móti, segist lengi hafa ætlað að verða eðlisfræðingur. Þannig að þú varðst ekki fyrir svona hugljómun eins og Ásdís og Hildur? „Jú, en ég fékk semsagt hugljómun í þá átt að bjarga heiminum. Nú fann ég loksins tilgang með þessu, og get svarað öllum sem voru með móral út í það að ég væri að læra eitthvað úr- kynjað eins og eðlisfræði, eitthvað sem hinn almenni borgari gæti aldr- ei nýtt sér,“ segir Jakob. Finnst ykkur það sem sagt vera viðhorf fólks, að eðlisfræði sé eitt- hvað úrkynjað? „Já, og það var meira að segja einn fyrirlestur á ráðstefnunni um hvað vísindamenn hafa slæma ímynd. Að vísindamenn væru grá- hærðir menn sem klipptu sig aldrei og væru einfaldlega kolbrjálaðir,“ segir Jakob. Mætti gera meira til að vekja áhuga nemenda Þau segja að margir fyrirlestrarnir hafa fjallað um nýjustu rannsóknir innan eðlisfræðinnar og þá tækni sem er hægt að hugsa sér að verði til í framtíðinni. Auk þess hafi þeim þótt gaman að sjá hvað eðlisfræði snýst mikið um hugmyndaflug og að hún sé alls ekki bara þurrir útreikn- ingar, heldur fag þar sem skapandi hugsun er mikilvæg og fær að njóta sín. „Já, þetta var eiginlega áróður,“ segir Hildur hlæjandi og Ásdís bætir við: „Já, og maður hugsaði eftir á: Af hverju eru ekki allir eðlisfræðingar? En í alvöru, þá hafði maður ekki gert sér grein fyrir því hversu stór grein þetta er og hversu ótrúlega margt spennandi og skemmtilegt tengist eðlisfræði,“ segir Ásdís, „og þetta er ekkert líkt því sem maður lærir í eðlisfræði í skólanum,“ bætir Hildur við. Þau segjast sammála um að þó að það sé að sjálfsögðu nauðsynlegt að læra grunninn að faginu þá mætti í eðlisfræðikennslu í framhalds- skólum huga meira að því að vekja áhuga nemenda með því að segja þeim frá öllum þeim óendanlegu möguleikum sem búa innan eðl- isfræðinnar.  MENNTUN | Alþjóðleg eðlisfræðiráðstefna ungmenna í París Snýst um hugmyndaflug Menntaskólanemarnir Jakob Tómas Bullerjahn, Ásdís Egilsdóttir, Hildur Knútsdóttir og Jón Árni Steingrímsson fóru til Parísar á ráðstefnu í tilefni þess að í ár er alþjóðlegt eðlisfræðiár Sameinuðu þjóðanna. HÆTTA á að fá krabbamein hefur ekkert með persónuleikann að gera, að því er dönsk-sænsk rann- sókn á tvíburum leiðir í ljós. Marg- ar fyrri rannsóknir hafa beinst að því að athuga hvort þetta samband sé fyrir hendi og ber þeim ekki saman, að því er m.a. kemur fram í Göteborgs Posten. Í fleiri en einni rannsókn hefur t.d. verið komist að þeirri nið- urstöðu að þeir sem eru taugaveikl- aðir fái frekar krabbamein sem og þeir sem hafa úthverfan persónu- leika (extrovert). Niðurstöður dönsk-sænsku rann- sóknarinnar eru birtar í tímaritinu Cancer og þar er m.a. vísað á bug öllu sambandi á milli krabbameins og persónuleika. Hvort sem fólk þjáist af þunglyndi, hefur orðið fyr- ir áföllum eða er úthverft, hefur það engin áhrif á líkurnar á að það fái krabbamein. Hins vegar telja vísindamennirnir að rannsaka þurfi betur hvort streita og e.t.v. per- sónuleikaeinkenni hafi áhrif á lík- urnar á að fá krabbamein. Rannsóknin tók til 29.595 tvíbura sem voru á aldrinum 15–48 ára þeg- ar rannsóknin hófst árið 1974. Fylgst var með þeim í 25 ár og sam- anlagt komu fram 898 krabba- meinstilfelli. Aldrei fannst samband á milli krabbameinsins og persónu- leika viðkomandi.  HEILSA Krabbamein og persónuleiki Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.