Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 31 UMRÆÐAN MIÐAÐ við jákvæð viðbrögð vegna greinar minnar um helj- argreipar milliliða á grænum mörk- uðum, sem birtist hér í Morg- unblaðinu, undrast ég „Gróusögur“ forstjóra Græns markaðar . Forstjórinn, Sigurður Moritzson, segir í svargrein í Morgunblaðinu, að ég fari með rangt mál gagnvart „vondu mönnunum“ eins og hann kallar þá. Hann hafnar, óbeint að vísu, eignarhaldi Pálma Haraldssonar, sem kenndur er við Feng, á heildsölunni Grænum markaði, þótt Pálmi sé stjórnarformaður þar og einnig stór eigandi Haga (Baugs). Pálmi í Feng og „hans menn“ eru í stjórnum svo til allra fyrirtækja í heildsölu og dreifingu á ávöxtum, grænmeti og blómum á Íslandi. Þá er alkunna, að Pálmi hefur verið dæmdur fyrir samráð (Öskjuhlíðarfundinn) vegna verðs á græn- meti. Skrautleg sam- skiptasaga Forstjóri Græns markaðar þekkir ef til vill ekki samkiptasögu Pálma í Feng og græn- metisbænda. Sigurður Moritzson hefur ef til vill ekki kynnt sér Öskuhlíðarsamráðið, sem leiddi til dóms yfir Pálma. Hér verður sú saga ekki rakin. Þegar hún verður skráð kann Sig- urður fyrst að hafa raunverulega ástæðu til að undrast sannleikann. Sagan er í einu orði sagt lygileg Upplýsingaskyldan bregst Hafi Sigurður Moritzson ekki heyrt af því, að Pálmi í Feng og Baugsmenn séu ráðandi á markaði blómabúða, selji ávexti og grænmeti í öllum verslunarkeðjum sínum og auk þess Skeljungi, sannast enn, hve tregir Baugsmenn eru að sinna upp- lýsingaskyldum. Sigurði til fróðleiks má benda hon- um á, að heimtökin ættu að vera hæg, því að Stefán Hilmarsson, fjár- málastjóri Haga (Baugs) og fyrrver- andi endurskoðandi gjaldþrotafyr- irtækisins Bonus Dollarstore, er einnig endurskoðandi flestra þessara grænmetis-, ávaxta- og blómaheild- sölufyrirtækja, þótt þau, að sögn Sig- urðar Moritzsonar, tengist ekkert smásölu Haga (Baugs). Heildsölur í hendi Haga (Baugs) Heildsölurnar Bananar, Grænt, Ágæti, Grænn markaður, Hollt og gott og Kastali, treysta allar á at- kvæði og stjórnarleiðsögn Pálma Haraldssonar, vina hans og vandamanna. Stjórnarformenn, prókúruhafar eða með- stjórnendur svo til allra félaga, sem enn lifa á grænum mörkuðum, eru jafnframt for- stjórar, lögmenn eða eigendur Haga (Baugs). Stjórnsemin er þeim svo kær, að jafnvel for- stjóri heildsölunnar Að- fanga, verslana Bónuss, Hagkaupa, 10-11 og Skeljungs, Blómavals, Húsasmiðjunnar o.s.frv., o.s.frv., Jón Björnsson er stjórn- arformaður í Grænu ehf.! Ætla mætti að hon- um semdi vel við sjálfan sig í innkaupum – eða hvað? Grænn kónguló- arvefur Sigurður Moritzson fullyrðir í svargrein sinni, að „starfsmenn og bændur“ eigi fyr- irtækið. Er Pálmi í Feng ef til vill einn af þessum bændum? Hverjir eru annars þessir bændur, sem eiga í Grænum markaði? Sig- urður ætti að upplýsa okkur um þær miklu hetjur. Hann ætti að skýra, hvernig þessi eigna- og stjórnavefur er myndaður. Fólk á rétt á upplýsingum um þennan kóngulóarvef. Eða á það bara að halda áfram að borga hæsta verð í heimi á t.d. sveppum? Bara af því að þeir eru ræktaðir í smáríki Baugs, Flúðum? Svepparæktin á Íslandi er að vísu svo arðsöm, að smásalinn á þarna annað hvert hús. Sveppir eru vonandi ekki niðurgreiddir af ríkinu! Sveppabændur í stjórn Ágætis hf. Af hverju eru Flúðasveppabændur í stjórn Ágætis? Af hverju er mágur Pálma, Almar Hilmarsson fram- kvæmdastjóri Iceland Express og áð- ur forstjóri Aco Tæknivals, í stjórn Ágætis? Af hverju er lögfræðingur Fengs og Baugs stjórnarformaður í heildsölum á grænmetismarkaði, þegar sagt er að skjólstæðingar hans tengist ekki heildsölunni? Er þetta ekki rannsóknarverkefni fyrir fjöl- miðla? Þessi ágæti lögmaður var einnig skráður fyrir blómabúð í Kringlunni, í fyrirtækinu Kastali, sem er í eigu Pálma í Feng. Blómabændur og búðareigendur Forstjóri heildsölunnar, Sigurður Moritzson, segir réttilega að þið þjónið öll í „gleði og sorg“ og hann auðveldar ykkur að skilja erfiðan rekstur ykkar með því að toppa svar sitt með þessum orðum „en verð blóma hefur lækkað verulega að raungildi undanfarin ár“. Ja, hérna, Sigurður! Þú trúir þessu? Það er nú ekki líkt Baugsmönnum að kaupa fyrirtæki sem lækka að raungildi, eins og Blómaval ætti að hafa gert samkvæmt kenningu þinni. Grænmetisunnendur Grænmetisunnendur þessa lands vilja einfaldlega vita, af hverju græn- meti, ávextir og blóm eru svona rok- dýr hér á landi. Af hverju þarf að rík- isstyrkja framleiðslu, þar sem örfáir milljarðamæringar hafa tögl og hald- ir? Er ekki verið að gera það með nið- urgreiðslu á rafmagni? Er til of mikils mælst að mega biðja um svör um viðskipti, sem snerta buddu hvers og eins, án þess að vera borið á brýn að fara með ósannindi? Gróa gamla fór aldrei í fjölmiðla með sögur sínar. Við vitum hins vegar nú um fokríka menn, sem forðast umtal fjölmiðla svo mikið, að þeir neyðast til þess að kaupa þá og berjast með kafti og klóm fyrir að halda þeim örugglega öllum á eigin hendi. Við trúum á landið okkar og viljum rækta það en ekki eyða gróðri jarðar í arðsemisfrekju manna, sem stunda ólögmætt samráð. Hvað varð t.d. um góðu, íslensku paprikuna? Pálmi í Feng getur svarað því. Bændur flytja til London Sigurður Moritzson má kalla þá blómabændur, þótt þeir búi í London. Líði þeim vel þar. Í minni sveit voru þeir, sem þurftu hreppaflutninga, hins vegar ekki taldir merkilegir pappírar. Heimskan er auðvitað hættuleg- asta aflið í heiminum, næst henni stendur svo lygin. Neytenda er valið: Hvort aflið telja þeir ráða för grænu kóngulóarinnar? Græna kóngulóin enn á ferð Jónína Benediktsdóttir fjallar um verðsamráð ’Er til of mikilsmælst að mega biðja um svör um viðskipti, sem snerta buddu hvers og eins, án þess að vera borið á brýn að fara með ósann- indi?‘ Jónína Benediktsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri FÍA. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEIR SEM eru orðnir gamlir muna kannski eftir Helgakverinu, en það var börnum kennt fyrir fermingu á þeim árum sem ég var að alast upp, það er á 3. og 4. tug tuttugustu ald- arinnar. Þar var kennt að eftir dauðann svæfi fólk grafarsvefni þar til heimsendir kæmi. Þá risu allir upp á sama degi og líkamarnir færu til himna. Þeim væri vísað til hægri eða vinstri handar Frelsarans. Þeir sem nutu þeirrar náðar að fá að dveljast áfram á himnum voru þeir sem vísað hafði verið til hægri handar við dómarann, hinum, sem vísað hafði verið til vinstri handar, var sagt að fara til helvítis og brenna þar að eilífu (getur verið að orðin hægri og vinstri hafi haft sömu merkingu þar og hér á jörðu nú?!). Í framhaldi af þessu langar mig að spyrja biskupinn, herra Karl Sig- urbjörnsson, að því hvort þjóð- kirkjan á Íslandi kenni kristindóm- inn svona enn í dag og hvort guðfræðideild Háskóla Íslands kenni prestsefnunum slíka firru? Ég hef alltaf skilið kristindóminn þannig að strax eftir dauðann færu sálir mannanna til himna og hlytur þar sinn dóm. En mér finnst prest- unum ekki bera saman um þetta. Í þessu sambandi vil ég minna á orð Krists á krossinum þegar hann sagði við annan ræningjann: „Í dag skalt þú vera með mér í Paradís.“ Ekki þurfti ræninginn að sofa graf- arsvefni í margar aldir til þess að hljóta sinn dóm. Enn fremur segir Jesús, sam- kvæmt því sem stendur í Biblíunni: „Í húsi föður míns eru mörg híbýli og ég mun fara þangað á undan yð- ur og búa yður stað.“ Trúir nokkur maður í alvöru kenningunni um grafarsvefninn og upprisu holdsins? Hvernig fer um þá sem láta brenna líkama sinn eftir dauðann og þá sem drukkna í sjó, eða hverfa og finnast aldrei? Eitt enn vildi ég spyrja biskupinn um. Hvað finnst honum um kenn- ingar Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur um kvennaguðfræði og að fara að tala um Guð sem konu? SIGURÐUR LÁRUSSON frá Gilsá. Grafarsvefninn og upprisa holdsins Frá Sigurði Lárussyni: UM NOKKURT skeið hef ég gert út bát mér til gamans, og furða ég mig á því hvers vegna við bátaeigendur þurfum að borga sama verð fyrir bensínið á bensínbátana og bílaeig- endur. En eins og við vitum eru hin ýmsu gjöld lögð á bensínverð, svo sem þungaskattur sem lagður er á ökutæki á landi. Finnst mér það mjög óréttlátt að ekki sé mögulegt að kom- ast í bensín án þessara skatta, fyrir okkur þá sem eigum bensínbáta. Ég hreinlega veit ekki hvert ég á að snúa mér til að ná þessum rétti mínum, en ég tel það rétt minn að þurfa ekki að borga vegaskatt af bátabensíni, þar sem ég ek ekki um á honum á landi. Ég er hræddur um að það heyrð- ust nokkur orð úti í samfélaginu ef fólksbílaeigendur þyrftu dag einn að fara að borga niður þungaskatt af flutningabílum og þess háttar tækj- um. Ég vona að það sé einhver sem get- ur svarað því hvers vegna þetta er ekki í boði, eða þá bent mér á hvert best væri að snúa mér í þessum efn- um. PÉTUR SIGURÐSSON, Austurvegi 9, Reyðarfirði. Bátur eða bíll? Frá Pétri Sigurðssyni: ÞAÐ SVÍÐUR mann stundum sárar en orð fá lýst að mæta á ára- mótabrennu þar sem megin uppi- staðan í brennunni er gamall eik- arbátur sem hefur mátt muna fífil sinn fegurri. Maður veltir fyrir sér hvenær búið verði að brenna flesta báta í landinu sem ekki tókst að sökkva hér áður fyrr í nafni hagræð- ingar í sjávarútvegi. Er það sama að gerast með eikarbátana og gerðist með nýsköpunartogarana? Er þjóð- inni, sem í gegnum aldirnar hefur byggt afkomu sína á hafinu, alveg sama um skipin sem gerðu okkur kleift að draga björg í bú? Það eru til margar sorglegar sögur af fallegum bátum og skipum sem hefði verið hægt að gera upp sem skemmtibáta eða safnbáta en var frekar kastað og nýir keyptir í stað- inn. Þegar ég var púki að alast upp á Ísafirði, var gamall kútter, Garðar, sem stóð í fjörunni í Neðstakaupstað og margir voru að bera víurnar í. Á honum hvíldu víst veð og allt stóð fast í bankanum. Ekkert var hægt að gera... nú annað en að brenna hann. Betra var víst að brenna hann en gera hann upp eða geyma um stund, eins undarlega og það hljómar. Allt í einu átti íslenska þjóðin engan kútter og það þótti einhverjum hart. Var þá ráðist í að kaupa Sigurfara, kútter frá Færeyjum og stendur hann nú á safnasvæðinu á Akra- nesi en þarfnast víst mikils viðhalds. Eins rámar mig í að þegar frændi minn Þórður Júlíusson hugðist gera upp eikarbát en það reyndist ómögulegt vegna úrelding- arreglna sem þá voru í gildi og endaði hann á bálinu. Svo virðist sem ís- lenska þjóðin og stjórn- völd, hafi í gegnum tíð- ina ekki haft mikinn áhuga á þessum málaflokki. Gömlu drasli skal hent, nýtt keypt í staðinn og hananú! Ekki er til neinn bátafrið- unarsjóður eins og Húsafrið- unarsjóður og í raun enga peninga að sækja neins staðar til viðhalds gam- alla báta og skipa nema að leggjast á hnén fyrir framan ríkisvaldið og ná í aura í gegnum fjárlög. Þrátt fyrir það sem á undan hefur verið ritað, er óhætt að segja að ým- islegt hefur þokast í rétta átt á síð- ustu árum með samstarfi safna og stjórnvalda. Árið 2002 var merkisár í sögu ís- lensks sjávarútvegs en þá voru liðin hundrað ár síðan vél var fyrst sett í íslenskan fiskibát. Þessi bátur var sexæring- urinn Stanley frá Ísa- firði sem nú er því miður glataður. Aftur á móti búum við svo vel að eiga annan merkan bát frá frumbernsku vélvæð- ingarinnar en það er báturinn Gestur úr Vig- ur sem líklega er elsti sérsmíðaði vélbátur sem enn er til hér á landi, smíðaður árið 1906. Byggðasafn Vest- fjarða sem hefur á síð- ustu árum verið brautryðjandi í verndun gamalla skipa á floti, er búið að gera Gest upp og ber hann vott um fagurt handverk fyrri tíma. Haustið 1998 fékk Byggðasafn Vestfjarða að gjöf eikarbátinn Sædísi ÍS 467. Báturinn var smíðaður á Ísa- firði árið 1938 og er hann elstur af „Dísunum“ fimm sem allar voru smíðaðar af Bárði G. Tómassyni, fyrsta skipaverkfræðingi Íslendinga. Markmið Byggðasafnsins er að varð- veita Sædísi á floti og hafa hana í sigl- ingum með safngesti. Væri þá hægt að bjóða upp á stuttar veiðiferðir og aflinn síðan saltaður og sólþurrkaður á fiskireitum safnsins í Neðsta- kaupstað á Ísafirði. Með því að nota Sædísi á þennan hátt gefst kostur á að varðveita handverk og þekkingu sem tengjast veiðum og vinnslu fyrri tíma. Eins gefst tækifæri til að miðla áfram verkkunnáttu á sviði skipa- smíða við uppgerð skipsins. Nýjasta skipið í flotanum, eik- arskipið María Júlía er staðsett á Patreksfirði. María Júlía er fyrsta björgunarskúta Vestfirðinga og á sér glæsta sögu sem slík en ekki síður úr landhelgisstríðinu 1958. Skipið var síðan notað sem hafrannsóknarskip á milli stríða og björgunaraðgerða og er nátengt sögu Vestfirðinga. Björg- unarskútan María Júlía þjónaði hlut- verki sínu vel og er talið að áhafnir hennar hafi bjargað um tvö þúsund mannslífum á þeim árum sem hún var við þess háttar störf. Eftir að henni var lagt, kviknaði sú hugmynd hjá safnvörðunum á Hnjóti og Ísafirði að gaman væri ef söfnin gætu sameinast um rekstur hennar og gert hana upp í upprunalegt ástand. Snemma sumars 2003 freist- uðu söfnin þess að eignast skipið og með hjálp þingmanna úr kjördæminu var gert heiðursmannasamkomulag við eigendur skipsins um að söfnin fengju aðstoð þess opinbera við verk- efnið. Þannig skapaðist svigrúm til að kanna rekstrargrundvöll skipsins sem fljótandi safns með starfssvæði um alla Vestfirði. Nú er mikið í tísku að tala um menningarferðamennsku sem einnig er oft nefnd því óþjála nafni menning- artengd ferðaþjónusta. Verndun gamalla skipa og verkkunnáttu fyrir komandi kynslóðir og væntanlega ferðamenn, er ekkert annað en menn- ingarferðamennska og vonandi kem- ur skilningur á mikilvægi þess að tengja saman verndun þessarar arf- leifðar við ferðamennsku framtíð- arinnar, til með að aukast. Það er vonandi að þetta grein- arkorn veki einhverja til umhugsunar um þau verðmæti sem enn liggja við bryggju víða um land og að þessir bátar komi ekki til með ylja okkur á komandi áramótabrennum. Nóg er nú af draslinu til að brenna. Eru eikarbátar brennumatur? Rúnar Óli Karlsson fjallar um söguleg verðmæti ’Gömlu drasli skal hent,nýtt keypt í staðinn og hananú! ‘ Rúnar Óli Karlsson Höfundur er landfræðingur og býr á Ísafirði. ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Útsala aukaafsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.