Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 45
Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson sýnir í samtímalistasafni Cleveland, Ohio. ÍSLENSKA myndlistarkonan Hild- ur Ásgeirsdóttir sýnir um þessar mundir í samtímalistasafninu í Cleveland í Ohio-ríki Bandaríkj- anna. Sýnir hún þar undir nafninu Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson, enda búsett í Bandaríkjunum og hefur verið um margra ára skeið. Hildur sýnir veflistaverk í sýningaröðinni PULSE, sem til- einkuð er listamönnum Ohio-ríkis, undir heitinu Energy Forms eða Orkuform. Hefur hún fengið afar já- kvæða umfjöllun í dagblöðum og á netmiðlum vestra. Viðfangsefni verkanna er að nokkru leyti sótt í íslenska náttúru, en þar gefur meðal annars að líta jökultungur, haf og himin sem túlk- að hefur verið í vefnað. Hildur sýndi verk með svipuðu sniði á sýningu í Galleríi Sævars Karls árið 2002. Íslensk náttúra í Ohio Morgunblaðið/Ásdís MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 45 MENNING ÞETTA sjöunda bindi Sögu Íslands nær yfir 45 ára tímabil, frá því um 1640, þar sem þráðurinn var felldur í VI. bindi, og fram um 1685. Eru sögu- lok látin ráðast af viðburðum í stjórn- sýslu landsins en um 1685 voru þær breytingar er fylgdu í kjölfar einveld- istökunnar árið 1662 komnar til framkvæmda er stofnuð voru emb- ætti stiftamt- manns, amtmanns og landfógeta. Höf- undar eru þrír, Helgi Þorláksson sem skrifar hina eiginlegu landssögu, Óskar Hall- dórsson sem skrifar um bókmenntir á lærdómsöld og Þóra Kristjánsdóttir, sem skrifar um myndlist á 17. öld. Sautjánda öldin hefur löngum hlot- ið heldur dapurleg eftirmæli í sögu okkar. Mörgum hefur orðið starsýnt á harðindaskeiðin í upphafi og við lok aldarinnar, einokun verslunarinnar, einveldistökuna 1662, Tyrkjaránið 1627 og fleiri einstaka atburði og talið til merkis um hnignandi hag þjóð- arinnar. Eins og Helgi Þorláksson bendir á í sínum þætti í þessari bók, var árferði á hinn bóginn heldur gott lengst af því skeiði sem hér er um fjallað og mátti fremur kalla góðæri en harðæri. Virðist og hagur þjóð- arinnar hafa verið bærilegur lengst af þessu tímabili. Það er jafnan vandaverk að skrifa heildarsögu þjóðar á tilteknu skeiði og kannski þeim mun vandasamara sem tímabilið er styttra. Að minni hyggju tekst Helga Þorlákssyni vel upp við segja sögu lands og þjóðar á ofannefndu skeiði og það því fremur sem ýmsir þættir í sögu tímabilsins – og reyndar sögu 17. aldar í heild – eru enn lítt rannsakaðir. Hér gefst ekki heldur færi eða tilefni til mikilla frumrannsókna og því byggir Helgi sögu sína öðru fremur á samantekt fyrri rannsókna. Af frásögn Helga fær lesandinn að mínu viti dágóða heildarmynd af sög- unni og sums staðar örlar á nýrri söguskoðun og -skýringu. Þannig kemur glöggt fram sú skoðun höf- undar, að 17. öldin hafi hreint ekki verið það hnignunar- og erfiðleika- skeið sem stundum hefur verið haldið fram. Þvert á móti hafi hagur þjóð- arinnar verið bærilegur, a.m.k. um miðbik aldarinnar, og víst er, að á 17. öld voru enn til á Íslandi höfðingjar sem sópaði að og héldu sig ríkmann- lega. Af einstökum köflum í þeim hluta bókar sem Helgi skrifar þótti mér sá um verslunina í senn fróðlegastur og nýstárlegastur. Þátturinn um einok- unarverslun Dana byggist öðru frem- ur á riti Jóns J. Aðils, „Einokunar- verzlun Dana á Íslandi“, sem enn er undirstöðurit um þessi fræði þótt komið sé á áttræðisaldur. Í þessum þætti er að mestu fylgt viðtekinni söguskoðun en á hinn bóginn eru kaflarnir um verslun Englendinga og Hollendinga hér við land nýstárlegir. Þar kemur fram, að tök Dana á versl- uninni voru fráleitt jafn traust og al- gjör og oft hefur verið látið í veðri vaka og að á stundum var óleyfð verslun stunduð með vitund yfir- valda. Margt er þó enn ókannað í þessari sögu og væri þarft að hún yrði rannsökuð til nokkurrar hlítar. Um aðra kafla í þessum bókarhluta þarf ekki að hafa mörg orð. Þó verður ekki undan því vikist að nefna, að mér þótti þátturinn um sjávarbúskap harla yfirlitskenndur og ekki er ég sammála því sem segir á bls. 62, að 17. aldar skreið hafi litið út „eins og saltfiskur í nútíma“. Ekki er ég alveg viss um hvað átt er við með orðunum „saltfiskur í nútíma“, en sé átt við þá vöru sem löngum var kölluð sólþurrk- aður saltfiskur, verður honum ekki líkt við skreið (harðfisk). Þessar framleiðsluvörur áttu fátt annað sam- eiginlegt en að í báðum tilvikum var um flattan og þurrkaðan fisk, oftast þorsk, að ræða. Þáttur Óskars Halldórssonar um bókmenntir á lærdómsöld er allur einkar vel saminn, fróðlegur og bygg- ir á rækilegri rannsókn. Góður feng- ur er því að þessum kafla og hann stendur fyllilega fyrir sínu, þótt meira en aldarfjórðungur sé liðinn frá því hann var saminn. Góðir fræði- menn hafa og lesið yfir texta Óskars og uppfært ritaskrána, en Óskar Halldórsson lést um aldur fram árið 1983. Síðasti og stysti þáttur bókarinnar er kafli Þóru Kristjánsdóttur um myndlist á 17. öld. Þetta er fróðlegur kafli og vel saminn og ríkulegar myndskreyttur en aðrir hlutar bók- arinnar eins og vænta mátti. Þegar þessi bók kom út, skömmu fyrir næstliðin jól, voru réttir þrír áratugir liðnir frá því ritröðin Saga Íslands hóf göngu sína. Oft hefur út- gáfan gengið brösuglega, en nú er góður gangur og vonandi verður ekki langt að bíða VIII. bindis. Úr sögu 17. aldar BÆKUR Sagnfræði Samin að tilhlutan þjóðhátíðarnefndar 1974. Ritstjóri Sigurður Líndal. Aðstoð- arritstjórar Magnús Lyngdal Magnússon, Pétur Hrafn Árnason. Hið íslenzka bókmenntafélag, Sögufélag, Reykjavík 2004. 366 bls., myndir. Höfundar: Helgi Þorláksson, Óskar Hall- dórsson, Þóra Kristjánsdóttir. Saga Íslands VII. Jón Þ. Þór HAFT hefur verið eftir rússneska dulspek- ingnum GI Gurdjeff (lærimeistara Gerðar Helgadóttur) að ef jarðnesk einkenni dýra fel- ast í aðgerðum þeirra, þá er vinnusemin ein- kenni maura, trygglyndi einkenni hunda og lyg- in einkenni manneskjunnar. Kom þessi yfirlýsing Gurdjeffs mér til hugar þegar ég skoðaði innsetningu Ásdísar Sifjar Gunn- arsdóttur í nýju sýningarrými, Gallerí Humar eða frægð, í hljómplötuverslun Smekkleysu í Kjörgarði í Reykjavík. Gurdjeff vildi nefnilega meina að manneskja lifði í stöðugri lygi við sig sjálfa. Myndbönd Ásdísar sem annars vegar sýna listakonuna ganga í blindni og hins vegar leika hlutverk á sviði virka sem myndræn lýsing á yfirlýsingu Gurdjeffs. Þ.e. að í fyrra mynd- skeiðinu horfir hún ekki á veruleikann með aug- um sínum, fálmar áfram á leið til heljar og í því síðara sýnir hún ekki sitt sanna sjálf, fer með hlutverk. Ég efast þó stórlega um að Ásdís sé að feta í fótspor Gerðar Helgadóttur og velta sér upp úr kenningum Gurdjeffs. Til þess skortir listaverk- in formrænu, theóríu og dýpt. En þau hafa með skynjun þess ósjáanlega að gera og eru tilraunir til að vísa áhorfendum til þessa. Gurdjeff var líka sjáandi og hefur myndband Ásdísar, The third annual aura fashion show (Þriðja árlega áru tískusýningin), einmitt húmoríska tilvísun í slíka hæfileika. Minna myndböndin einna helst á poppvídeó og eiga þar af leiðandi vel heima í hljómplötuversluninni. Framsetningin er líka hæfilega „trashy“ í anda „alternitífa“ poppsins og verkin sýnast sem beint framhald af Smekk- leysusafninu sem er til sýnis í versluninni. Ásdís framdi gjörning á opnun. Hann hét Völvan 2005. Hún las upp setningar fyrir áhorf- endur, spádóma sem segja að í lok ársins verð- um við öll sátt við okkur sjálf. Að upplestri lokn- um lyfti listakonan upp spegli til áhorfenda svo það færi örugglega ekki framhjá okkur við hverja hún átti. Þetta var dæmigerður krútt- gjörningur þar sem gerandinn treystir á barns- lega einlægni. Nær þessi einlægni þó ekki lengra en að vera hluti af sýndarmennsku eða „show“, svo manni finnst gerandinn ekki hafa forsendur til að segja manni til syndanna. Það má þó vel vera að allir viðstaddir hafi verið snortnir nema ég. Fyrir mitt leyti var gjörning- urinn hjákátlegur og yfirborðslegur. Þessa gætir reyndar líka í myndbands- innsetningunni. Setningum eins og Find your inner self (Finndu þitt innra sjálf) og Open your heart (Opnaðu hjarta þitt) sem birtast á skján- um skortir uppistöðu í þessu samhengi. Virka sem partur af útliti frekar en innihaldi og eru þá álíka máttlausar og klisjukenndar og þegar þær heyrast í júróvisjónlögum. Sem betur fer ber innsetningin þó klisjurnar ofurliði. Rýmiskennd listakonunnar er í raun það sem stendur upp úr. Er vafalaust hennar helsti styrkleiki. Maður verður þátttakandi í orkuríku sjónrænu sam- spili á milli listaverks og athafnarýmis. Það eitt og sér getur verið nóg til að opna hjörtu. Að opna hjörtu MYNDLIST Gallerí Humar eða frægð Opið á verslunartíma á Laugavegi. Sýningu lýkur 18. febrúar. Rýmisinnsetning – Ásdís Sif Gunnarsdóttir Áru tískusýning Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur í Galleríi Humar eða frægð. Jón B.K. Ransu TÓNLEIKAR Myrkra músíkdaga í Borgarleikhúsinu í kvöld eru haldnir undir þeirri óvenjulegu yfirskrift Konur og lúðrasveit. Þar verður Lúðrasveit Reykjavíkur á ferðinni undr stjórn Lárusar Halldórs Gríms- sonar, ásamt tveimur kvenkyns ein- leikurum, Báru Sigurjónsdóttur saxófónleikara og Berglindi Maríu Tómasdóttur flautuleikara. Bára er enn fremur ein af fjórum konum sem samið hafa tónverk á efnisskrá tón- leikanna, en Lúðrasveitin mun flytja verk hennar sem ber heitið Hver tók ostinn minn? og er byggt á sam- nefndri sjálfshjálparbók þar sem hver kafli í verkinu lýsir persónu í bókinni; músunum Þef og Þeytingi og mönnunum Loka og Lása. Hvílir nú í friði „Það er ekki mikið um kvenhöf- unda sem skrifa fyrir blásarasveit, en þær eru þó nokkrar,“ segir Lárus Halldór Grímsson í samtali við Morgunblaðið. „Þar á meðal er Bára Sigurjónsdóttir, en við frumfluttum verkið hennar fyrir um það bil ári síðan og þetta er hennar fyrsta verk. Það verður gaman að leika það aftur, enda bæði athyglisvert og skemmti- legt verk.“ Bára Grímsdóttir tónskáld á annað verk á efnisskránni, Skinnpilsa, sem frumflutt verður í kvöld. Að sögn Lárusar er þetta fyrsta verk Báru sem skrifað er fyrir blásarasveit, en hún er kunn fyrir kórtónlist sína. „Það er varla til sá kór á landinu sem hefur ekki flutt þó nokkuð af hennar kórtónlist,“ segir hann. Skinnpilsa vísar til draugs sem sögur segja að hafi haldið til í Húnavatnssýslu um skeið, en hvílir nú vonandi í friði, eins og tónskáldið segir sjálft í tónleika- skrá. Lárus segir tónsmíðina falla að vissu leyti að sögunni af draugnum. „Þetta er dramatísk en samt mel- ódísk tónlist.“ Gotovsky í fyrsta sinn hérlendis Hinar konurnar tvær sem eiga verk á efnisskránni eru kanadíska tónskáldið Elizabeth Raum og hin franska Ida Gotovsky, sem talin er eitt af fremstu tónskáldum samtíð- arinnar fyrir saxófón, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem verk eftir hana er flutt hér á landi. Einleiksverkin tvö sem flutt verða í kvöld eru síðan Concierto del simún fyrir altósaxó- fón og blásarasveit eftir Ferrer Ferran sem Bára Sigurjónsdóttir leikur einleik í, og Óður II fyrir flautu og blásarasveit eftir Lárus sjálfan. Berglind María leikur einleik í verki Lárusar á tónleikunum nú, en hún var einnig í því hlutverki í fyrra þegar verkið var frumflutt. „Þetta er í raun endurvinnsla á verki sem var flutt í Hljómskálanum síðasta vor. Tónleikarnir voru haldnir þar og því gat ég ekki haft nema fáa hljóðfæra- leikara, af því það þurfti líka að vera pláss fyrir áhorfendur. Nú er verkið hins vegar komið í fullan búning og búið að breytast dálítið,“ segir tón- skáldið og stjórnandinn Lárus Hall- dór Grímsson að lokum. Tónleikarnir í kvöld verða haldnir á litla sviði Borgarleikhússins og hefjast þeir kl. 22. Tónlist | Konur og lúðrasveit á Myrkum músíkdögum Berglind María Tómasdóttir Lárus Halldór Grímsson Bára Sigurjónsdóttir Draugur og sjálfshjálparbók

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.