Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 41 DAGBÓK ReykjavíkurAkademían, félag sjálfstættstarfandi fræðimanna, hefur ráðiðErnu Indriðadóttur í starf fram-kvæmdastjóra til eins árs frá og með 1. febrúar. Akademían hefur aðsetur að Hringbraut 121 (í JL-húsinu), en um þessar mundir starfa u.þ.b. 80 fræðimenn innan vébanda hennar. ReykjavíkurAkademían hefur að meginmarkmiði að skapa fræðimönnum starfsaðstöðu og rann- sóknasamfélag. Hún leitast einnig við að efla áhrif og miðlun fræða í samfélaginu. Í þessu skyni stendur hún fyrir ráðstefnum, málþingum og námskeiðum fyrir háskólanema og almenning. Erna segir að sér lítist afar vel á hið nýja starf. „Mér hefur alltaf þótt frábært að vinna á frétta- stofum Ríkisútvarpsins,“ segir Erna. „Þar er bæði yndislegt og skemmtilegt samstarfsfólk og auðvitað ótrúlega áhugavert efni sem fréttamenn fá að fjalla um á hverjum degi. Það er vart hægt að hugsa sér skemmtilegra starf. Mér hefur alltaf þótt fráleitt að hætta þar og fara að vinna annars staðar. ReykjavíkurAkademían er hins vegar líka mjög spennandi vinnustaður að mínu mati og ég fékk leyfi frá Fréttastofunni í rúmlega eitt ár til að gegna framkvæmdastjórastarfinu hjá RA. ReykjavíkurAkademían er samfélag um 80 sjálf- stætt starfandi fræðimanna sem stunda mjög spennandi rannsóknir á mörgum sviðum. Þar eru einnig rithöfundar og akademían tengist listum og menningu. Þetta er afskaplega skemmtilegur „kokteill“. Athyglisverð málþing og fyrirlestrar hafa einnig verið á dagskrá RA, sem hefur oft lát- ið til sín taka í þjóðfélagsumræðunni. Mér líst því mjög vel á þau verkefni sem blasa við. Meðal fyrstu verkefna minna verður að skerpa á stefnu- mótun Akademíunnar og einnig þarf að búa þeim fræðimönnum sem starfa þar góða vinnuaðstöðu. Það er m.a. mikill áhugi á að efla samstarf RA við háskólana í landinu og koma á samvinnu við er- lenda fræðimenn og háskóla svo dæmi séu tekin.“ Hvernig sérðu fyrir þér framtíð Reykjavíkur- Akademíunnar? „Ég sé fyrir mér að ReykjavíkurAkademían muni vaxa og dafna á komandi árum. Ástæðan er sú að sífellt fleiri nemendur útskrifast úr stöðugt fleiri háskólum í landinu. Þeir sem útskrifast á næstu áratugum, ganga trúlega ekki allir inní störf við háskólana eða aðrar sambærilegar stofn- anir og áreiðanlega munu margir ungir og fram- takssamir fræðimenn hafa áhuga á að starfa sjálf- stætt innan ReykjavíkurAkademíunnar. Þar verður því áfram líflegt starf fræðimanna og Aka- demían mun halda áfram að verða nokkurs konar suðupottur þar sem nýjar hugmyndir krauma stöðugt. Kennsla, námskeiðahald og bókaútgáfa verða án efa snar þáttur starfseminnar, auk þess sem RA verður vettvangur gagnrýnnar umræðu um þjóðfélagsmál og fræðastarf.“ Fræðisamfélag | Erna Indriðadóttir ráðin framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar Spennandi starf framundan  Erna Indriðadóttir fæddist á Akureyri árið 1952. Hún lauk BA- prófi í samfélagsfræði frá Háskólanum í Lundi árið 1981 og MPA-námi frá Washington- háskóla í Seattle í Bandaríkjunum árið 2001. Hún hefur starf- að við fjölmiðla í rúm 20 ár, var fréttamaður útvarps um árabil og deildarstjóri Rík- isútvarpsins á Akureyri á árunum 1986 til 1991. Síðan þá hefur hún verið fréttamaður á Fréttastofu Sjónvarps. Erna hefur flutt fyr- irlestra um fjölmiðla og rekstur menning- arstofnana, auk þess að annast stunda- kennslu í HÍ. Hvað er að verða um tónlistina? HVERNIG skyldi standa á því að stór hluti ungs fólks þekkir nánast ekkert af okkar góða „klassíska“ tónlistarfólki og kannast lítið við klassísku perl- urnar sem hljómað hafa í áratugi eða jafnvel aldir? Eitt sinn þekktu allir okkar besta tónlistarfólk, eins og t.d. Guð- mund Jónsson söngvara, Þuríði Pálsdóttur söng- konu, Rögnvald Sigurjónsson pí- anóleikara og svona mætti lengi telja. Nú kannast alltof fáir við okkar hámenntaða tónlistarfólk nema þeir sem stúdera „klassíkina“ og eldra fólk sem hafði ekkert annað en Rás eitt þegar það var að alast upp. Alltof margar útvarpsstöðvar eru fullar af eintómu poppi, rappi og alls konar innihaldslausu þriggja til fjögurra hljóma glamri sem selst oft eingöngu vegna útlits flytjandans. Þetta er farið að ganga svo langt að ákveðnir menn hér á landi hafa auglýst eftir stúlk- um á vissum aldri sem eiga að geta sungið. Og auðvitað verða þær að vera kynþokkafullar. Svo eru þær fallegustu sigtaðar úr og stofnuð er hljómsveit. Eini tilgangurinn er gróði og aftur gróði. Og þetta eru krakkar aldir upp við í dag. Þeir gleypa við öllu, sama hversu heimskulegt það er, svo lengi sem flytjandinn er flott vaxinn og helst hálfnakinn á sviði. Þetta finnst mér mjög slæm þróun. Auðvitað eiga menn að vera opn- ir fyrir allri tónlist en það mætti gera meira að því að kynna „klass- íkina“ fyrir ungu fólki, það myndi ekki gera því neitt annað en gott. Lítil börn njóta þess oft að hlusta á Mozart, Beethoven, Chopin, Liszt og fleiri úr þessum tónlistarheimi enda er þetta mjög vönduð tónlist og gerir mönnum gott. Ekki get ég ímyndað mér að börn hafi gott af því að sitja fyrir framan sjónvarpið glápandi á þessi nektar-tónlistar- myndbönd sem eru glamrandi allan daginn. Þetta eru oft frekar gróf myndbönd og það er orðinn draumur margra krakka að líta svona út, eins og þetta svo kallaða „tónlistarfólk“ (eins og það kýs að kalla sig). En sannir tónlistarmenn eiga ekki að þurfa að beita slíkum brögðum til að koma list sinni á framfæri. Mér finnst að foreldrar ættu nú að vakna og kynna börnum sínum aðeins heilbrigðari tónlist. Ég trúi ekki að fólk vilji mata börnin sín á þessu harðneskju glamri. Örvar Ingi Jóhannesson, Hraunteigi 5, Rvík. Strætókort fannst í strætó STRÆTÓKORT fannst í strætó, leið 6, sl. mánudag og var kortið afhent bílstjóra. Kvenúr í óskilum LÍTIÐ dömuúr fannst í Safamýri fimmtudaginn 27. janúar. Upplýs- ingar í síma 553 1204. Örvar Ingi Jóhannesson Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 15. maí sl. í Háteigskirkju þau Katsuko Nitta og Leifur Sigurðsson. Ljósmynd/Stúdíó Sissu Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar, Auður, Piava Ösp, Oktavía, Kristín Sigrún, Matthías, Svanhildur, Ásta Guðrún og Steinunn, héldu tombólu til styrktar fórnarlömbum náttúru- hamfaranna í Asíu og söfnuðu þau kr. 36.000 sem þau afhentu Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/Kristinn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. Bg5 c5 6. dxc5 Ra6 7. a3 Bxc5 8. Rf3 Be7 9. e4 h6 10. Bh4 b6 11. Hd1 Bb7 12. Be2 Rc5 13. Bxf6 Bxf6 14. e5 Be7 15. b4 Ra6 16. Re4 Hc8 17. Rd6 Bxd6 18. Hxd6 Bxf3 19. gxf3 Dg5 20. De4 Dc1+ 21. Hd1 Dxa3 22. Bd3 Dxb4+ 23. Kf1 g6 24. Hg1 De7 25. Dg4 Rb4 Staðan kom upp í C-flokki Corus skákhátíðarinnar sem er nýlokið í sjávarbænum Wijk aan Zee í Hol- landi. Tea Lanchava-Bosboom (2366) hafði hvítt gegn Wouter Spoelman (2381). 26. Bxg6! fxg6 27. Dxg6+ Kh8 28. Dxh6+ Dh7 29. Dxh7+ Kxh7 30. Hd4! og svartur gafst upp enda óverjandi mát þegar hrókur hvíts á d4 kemst á h4. Tea þessi er á meðal sterkustu skák- kvenna Hollands en vegna veikinda þurfti hún að draga sig í hlé á mótinu þegar tíu umferðum af þrett- án var lokið. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Spennuþrungið andartak. Norður ♠KG ♥Á10943 ♦ÁK ♣Á973 Vestur Austur ♠5 ♠87432 ♥DG8 ♥K762 ♦D742 ♦G85 ♣G9542 ♣6 Suður ♠ÁD1096 ♥5 ♦10963 ♣KD10 Suður spilar sex grönd og fær út smáan tígul (fjarkann). Hver er áætl- unin? Frá sjónarhóli suðurs (sem ekki sér allar hendur), virðist slemman byggj- ast á því að laufið skili fjórum slögum. Sem er ekkert ólíklegt, en við sem sjáum allar hendur vitum að vestur er með laufið rækilega valdað. Kastþröng er auðvitað möguleiki, en þá þarf að gefa slag til að leiðrétta taln- inguna. Ein hugmynd er að spila litlu hjarta úr borði. Ef austur fer upp með kónginn, verður vestur einn um að valda hjartað og lendir þar með í þvingun í lokin. En það er til betri leið til að und- irbúa þvingun. Hún felst í þeirri djörfu áætlun að gefa vörninni slag á tígul. Sagnhafi tekur strax hinn tígulslaginn, fer heim á laufkóng og spilar tígultíu! Það væri neyðarlegt ef sami mótherji héldi á DG, en eftir útspilinu að dæma er tígullinn 4-3 og mannspilin skipt. Í þessu tilfelli mun austur fá slaginn á gosann, en það þýðir að vestur þarf að valda tígulinn og mun því lenda í kast- þröng í láglitunum í lokastöðunni. Þetta er leið fyrir spennufíkla. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Í dag, 2. febrúar,er níræð Fanney Þorsteins- dóttir frá Drumboddsstöðum í Bisk- upstungum, Rauðarárstíg 34, Reykja- vík. Hún er að heiman í dag. Árnaðheilla dagbók@mbl.is H rin gb ro t BRAUÐBÆR - SÍMI 511 6200 - FAX 511 6201 ODINSVE@ODINSVE.IS - WWW.ODINSVE.IS MATARSNEIÐAR Á FUNDINN fyrir fundvíst fólk www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Til mín hefur leitað fjölskylda sem óskar eftir að kaupa sérbýli í Mosfellsbæ með bílskúr. Um er að ræða aðila sem eru tilbúnir að veita ríflegan afhendingartíma sé þess óskað. Verðhugmynd allt að 25 millj. Áhugasamir vin- samlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Með kveðju Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. SÉRBÝLI Í MOSFELLSBÆ ÓSKAST ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu fréttar í Mbl. í gær að há- degistónleikar Huldu Bjarkar Garðarsdóttur og Antoniu Hevesi voru sagðir eiga sér stað í gær, en hið rétta er að þeir verða í dag kl. 12, enda hefð fyrir því að hádegistónleikar í Hafnarborg séu á mið- vikudögum. Á tónleik- unum í dag verða fluttar aríur eftir tón- skáldin Mozart, Bellini og Goun- od, en viðfangs- efni þeirra eru ástir og örlög. Ástir og örlög í Hafnarborg Hulda Björk Garðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.