Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN H úsfélagsfundir eru með því skemmti- legra sem hægt er að hugsa sér. Það er fullkomin kvöldstund, sem hefst og helst lýkur með góðum húsfundi. Þar eru kverúlantar, aldraðar konur sem minna á ítalskar guðmæður, ef til vill í útjöskuðum garð- stólum, þar eru svokallaðir „besserwisserar“, sem bera það viðurnefni með rentu og þykjast vita betur en allir aðrir á fund- inum. Þar er hin fjöruga hús- móðir á fimmtugsaldrinum, í feikigóðu líkamlegu formi, þótt hún reyki 15–20 sígarettur á dag og þar er aldraði presturinn, sem lagði hempuna á hilluna fyr- ir 12 árum, en predikar samt á hverjum sunnudegi að eiginkonu sinni einni viðstaddri. Svona er mannkynið ótrúlega fjöl- breytt. Úrval- ið er enda- laust og skemmtunin þar með endalaus líka. Ég hef sótt ófáa húsfélagsfundi þar sem brosið hefur ekki horfið af andliti mínu og innra með mér hef ég verið skellihlæjandi allan tímann. Inn- an svona hópa myndast alltaf spenna og alls kyns félagslegir vinklar á milli einstaklinga. Til dæmis er ekki víst að Þorfinni líki framlag Ásbjörns á síðasta fundi, þegar hann tröllreið hús- um með alltof háu tilboði frá frænda sínum. Ekki er víst að Þorfinnur láti í sér heyra um þetta óviðeigandi framferði Ás- björns, heldur er hann allt eins líklegur til að byrgja óánægju sína inni, en láta hana koma fram í smáskömmtum í hegðun sinni á fundum um málið. Loks springur blaðran þegar greiða á atkvæði um tilboð frænda Ásbjörns. „Ég veit ekki hvað þetta á að þýða!“ æpir Þor- finnur þegar fundarstjórinn, hún Hallgerður, hefur kynnt tillög- una. „Ertu bilaður, Ásbjörn, að ætlast til þess að við sjáum frænda þínum farborða með þessum hætti? Hann þarf ekki fleiri verkefni í ár, ef hann fær þetta greitt fyrir að klæða suð- urgaflinn!“ Eftir þessa ræðu má heyra saumnál detta á húsfélagsfund- inum. Enginn hefur áður vogað sér að bjóða Ásbirni birginn, enda hefur hann alltaf komið fram eins og sá sem valdið hefur í húsfélaginu, þótt aðrir hafi að forminu til verið í stjórn. Eftir tuttugu sekúndur heyrist loksins í Báru á 27, 3.h. t.v.: „Mér finnst nú bara að Þorfinnur hafi nokk- uð til síns máls. Ég bar þetta til- boð undir unnusta frænku minn- ar og hann sagði að það væri að minnsta kosti ívið í hærri kant- inum. Hann sagði að verktaka- fyrirtækið Ingvar og Gaukur gæti ábyggilega gert þetta fyrir þrjúhundruðþúsundkall.“ Bára er 57 ára yfirmaður í Suð- urversútibúi Íslandsbanka, með permanent í gylltu hárinu og svartan silkiklút um hálsinn. Þannig hefst uppreisnin gegn Ásbirni. Hann reynir eitthvað að malda í móinn, segir að þetta til- boð hafi verið gert af fullum heil- indum og að hann geti ekki gert að því að Magnús Bjarni sé syst- ursonur hans. „Ég stóð í þeirri bjargföstu trú að þetta væri mjög gott tilboð. Magnús hefur góðan orðstír innan geirans og hann er heiðarlegur maður,“ segir hann og ekki er laust við þónokkra örvæntingu í röddinni. Þorfinnur finnur núna svo sannarlega að hann hefur und- irtökin á fundinum. „Ég legg til að við leitum eftir frekari til- boðum. Bára, getur þú talað við unnusta frænku þinnar um að hafa samband við Ingvar og Gauk? Konan mín þekkir syst- urson Alfreðs Ólafssonar, sem átti einu sinni hlut í Húsbygg- ingarfélagi Austurlands, núna þekktu undir nafninu Haus. Hann getur ábyggilega komið okkur í samband við rétta mann- inn þar á bæ. Ég hef á tilfinning- unni að þetta eigi eftir að lækka verðið um mörg þúsund krónur á íbúð.“ Þannig missti Ásbjörn tang- arhaldið á húsfélaginu. Reyndar var þessi fundur honum svo mik- ið áfall, að þegar heim kom fékk hann sér sopa úr Famous Grouse viskípelanum sem hann hafði sparað sér þar til gott til- efni gæfist. Sopunum fjölgaði fljótt og á endanum var pelinn búinn. Þá var Ási kominn í hörku- stuð. Hann var ekkill, hafði misst konuna sína í hræðilegu far- símaslysi fyrir þremur árum. Hann hafði ekki einu sinni íhug- að að leita sér að nýju kvonfangi. Þorgerður var of lifandi í minn- ingunni. Hugsa sér. Einn farsími ofan af fimmtu hæð og lífi þess- arar tápmiklu konu lokið. En núna hafði hann næstum því gleymt sorginni, orðinn rúm- lega rallhálfur af viskíinu. Hann ákvað að skella sér eitthvað út. Auðvitað var frekar fátt um fína drætti í skemmtanalífinu fyrir 68 ára karlmann, að minnsta kosti að því er hann best vissi, en þó hafði hann lengi haft augastað á Kringlukránni. „Tonight’s the night,“ söng hann með Elv- isarröddu, þótt hann myndi ekki eftir því að Elvis hefði nokkru sinni sungið lag með þeim texta. Hann pantaði leigubíl og skvetti úr skinnsokknum á með- an hann beið eftir bílnum. Bíllinn kom eftir tíu mínútur og Ási settist inn. Þegar komið var á krána mætti honum tóbaks- mökkur. Hann fór beint á barinn og pantaði sér tvöfaldan Baileys í 7Up. Hinum megin við barinn sat kona. Hún var á að giska 75 ára, með eldrauðan varalit og grátt hár langt niður á bak. Hann leit til hennar og þau horfðust í augu í nokkrar sek- úndur. Hann skynjaði strax að hún stundaði ekkert hálfkák. Svona hitti Ásbjörn Valgerði, sem var í raun 89 ára. Hún sett- ist hjá Ása og sagði stundarhátt: „Þú minnir mig ótrúlega mikið á tengdason minn.“ Ása fannst þetta með frumlegri „pikköpp- línum“, en var um leið þónokkuð upp með sér, að þessi fríða kona skyldi telja hann nógu unglegan til að vera tengdasonur hennar. Svona er fjölbreytileiki mann- lífsins. Svona er lífið Svona hitti Ásbjörn Valgerði, sem var í raun 89 ára. Hún settist hjá Ása og sagði stundarhátt: „Þú minnir mig ótrú- lega mikið á tengdason minn.“ VIÐHORF eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is FÖTLUÐUM Reykvíkingum sem eru 67 ára og eldri hefur verið synjað um akstur í endurhæf- ingu á grundvelli nýrra reglna um ferðaþjónustu fatl- aðra. Reglurnar voru samþykktar í félags- málaráði í desember sl. og samhliða skip- aður starfshópur til að vinna sérstakar reglur vegna aksturs- þjónustu fyrir aldr- aða. Til að öðlast gildi þurfa regl- urnar hins vegar samþykkt borgarráðs en hún liggur ekki fyr- ir. Mikil óánægja er með þessar fyrirhuguðu breytingar og tel ég einsýnt að draga beri þær til baka og fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins munu leggja fram tillögu þar að lútandi á næsta fundi félags- málaráðs sem nú heit- ir reyndar velferð- arráð eftir síðustu stjórnkerfisbreytingu R-listans. Höfum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ennfremur óskað eftir skýringum formanns velferðarráðs (áður félagsmálaráðs) á því hvers vegna unnið hefur verið eftir breyttum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir að þær hafi aldrei verið lagð- ar fyrir borgarráð til samþykktar. Ótækt er að fötluðu fólki sé mis- munað eftir aldri og eðlilegast er að sömu reglur gildi um ferða- þjónustu fyrir alla fatlaða óháð aldri. Þeir fötluðu borgarbúar 67 ára og eldri sem synjað hefur ver- ið um þjónustu sem skyldi eiga inni afsökunarbeiðni frá borgaryf- irvöldum. Fötluðum verði ekki mis- munað við 67 ára aldur Guðrún Ebba Ólafsdóttir fjallar um ferðaþjónustu aldraðra ’Ótækt er að fötluðufólki sé mismunað eftir aldri og eðlilegast er að sömu reglur gildi um ferðaþjónustu fyrir alla fatlaða óháð aldri.‘ Guðrún Ebba Ólafsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði. FYRIR nokkru auglýstu sjálf- stæðismenn í Reykjavík hækkaða skatta í borginni. Þeir sögðu þessa hækkun vera jólagjöf R-listans til Reykvíkinga. Við, sem búum og rekum fyrirtæki í Garðabæ, fundum til með ná- grönnum okkar, en þökkuðum í hljóði að vera með atvinnu- húsnæði í Garðabæ. Í Garðabæ eru sjálf- stæðismenn við völd og bæjarfélagið er svo blátt að meira að segja brunahanarnir eru bláir. Hér hafa því margir talið sig ekki eiga von á hæstu sköttum sem lög leyfa. Fasteignaeigendur í Garðabæ hafa nú fengið fasteignagjaldaseð- ilinn sinn í pósti. Þar kemur í ljós að eigendum atvinnuhúsnæðis í Garðabæ eru einnig gefnar gjafir. Þeir fara ekki í jólaköttinn. Fast- eignaskattur í krónum talið hækkar um 65% og holræsagjald, sem mun vera sami skattur og kallaður var „skítaskattur“ í Reykjavík, hækkar um 108%. Á undanförnum árum hefur nokkur fjöldi fyrirtækja, eink- um iðnfyrirtækja, flutt sig um set og reist húsnæði í Garðabæ. Þáttur í þeirri ákvörð- un var vafalaust að fasteignaskattur af at- vinnuhúsnæði í Garða- bæ var 1,12% í stað 1,65% eins og verið hefur í Reykjavík. Nú er hann orðinn sá sami, 1,65%, í báðum bæjarfélög- unum. Margur atvinnurekstur, og sér- staklega íslenskur iðnaður, býr ekki við auðveld starfsskilyrði um þessar mundir. Gengi krónunnar er afar hátt. Laun hækkuðu nú um áramót- in og voru laun þó þegar mun hærri en t.d. í baltnesku löndunum þang- að sem iðnaður okkar leitar nú. Auk þess vega launatengd gjöld þungt. Íslendingar hafa brugðist við með því að takmarka frjálsa flutninga vinnuafls frá þessum löndum hingað til lands. Við viljum víst frekar sjá á eftir fyrirtækjunum okkar þangað en fá fólkið þeirra hingað. Hækkun fasteignaskatta, ofan á mun hærri launa- og húsnæðiskostnað, flýtir för iðnaðarins úr landi. Er það ósk okkar? Gjafir eru okkur gefnar Árni Árnason fjallar um skatta ’Margur atvinnurekst-ur, og sérstaklega ís- lenskur iðnaður, býr ekki við auðveld starfs- skilyrði um þessar mundir.‘ Árni Árnason Höfundur rekur verslunarfyrirtæki í Garðabæ í þjónustu við iðnað. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum 16. desember 2004 tillögur starfshóps um aðgengi að byggingum borg- arinnar. Starfshóp- urinn sem undirrituð var í forsvari fyrir var ennfremur skipaður fulltrúum frá Ör- yrkjabandalagi Ís- lands, Þroskahjálp, Blindrafélaginu og Sjálfsbjörg. Samþykkt var sú afdráttarlausa stefna að öll starfsemi Reykjavíkurborgar á að vera rekin í húsnæði sem er að fullu að- gengilegt hvort sem húsnæðið er í eigu borgarinnar eða leigt af öðrum aðilum. Jafnframt var samþykkt að setja á laggirnar ferlinefnd um aðgengi að byggingum borgarinnar sem á að tryggja samstarf Reykjavík- urborgar og hagsmunaaðila um að leiðarljós í aðgengismálum verði virt. Þá var gerð samþykkt um ferli- hönnun bygginga sem er nýmæli í opinberum samþykktum og þar með gengur Reykjavíkurborg lengra í aðgengismálum en lög og reglugerð- ir kveða á um. Reykjavík í fararbroddi í ferlihönnun Frá og með 1. janúar sl. eiga allar nýbyggingar Reykjavíkurborgar að fara í gegnum ferli- hönnun. Í því felst að þegar sótt er um leyfi fyrir byggingu sem er ætlað það hlutverk að hýsa starfsemi Reykja- víkurborgar, skal fara fram sérstök ferlihönn- un er skilgreinir þær þarfir sem uppfylla verður við heild- arhönnun bygging- arinnar og verk- framkvæmd vegna aðgengis allra. Að- alhönnuður bygging- arinnar skal leita sér ráðgjafar hjá ferlinefnd, þeim aðilum er gerst þekkja til fyrirhugaðs rekstrar í byggingunni og eða sérstökum hags- munaaðilum þegar það á við. Skal aðalhönnuður gera byggingarfull- trúa grein fyrir öllum sérþörfum sem taka verður tillit til við heild- arhönnun og framkvæmd í skriflegri greinargerð. Í greinargerðinni skulu koma fram nöfn þeirra ráðgjafa sem til var leitað. Skal hún vera hluti byggingarlýsingar viðkomandi byggingar. Í upphafi er einungis miðað við ferlihönnun í nýbyggingum þar sem um nýmæli er að ræða sem þarf að þróast í takt við þekkingu og reynslu á þessu sviði. Borgarráð samþykkti hins vegar að þegar komin verður reynsla á ferlihönnun verði eldri byggingar skoðaðar m.t.t. þeirra leiða sem ferlihönnun hefur opnað. Stefna um ferlihönnun í eldri bygg- ingum skal mótuð eigi síðar en á árinu 2007. Ég bind miklar vonir við ferli- hönnun bygginga og væntanlegt samstarf Reykjavíkurborgar og hagsmunaaðila í ferlinefnd. Það skiptir máli að félagshyggjuöfl stýri borginni því þannig er vilji til þess að ganga lengra en lágmarksákvæði laga kveða á um þegar kemur að að- gengi að samfélaginu. Með sam- þykkt borgarráðs í desember sl. gerðist það. Ferlihönnun í byggingum Reykjavíkurborgar Björk Vilhelmsdóttir fjallar um ferlihönnun ’Ég bind miklar vonirvið ferlihönnun bygg- inga og væntanlegt samstarf Reykjavík- urborgar og hags- munaaðila í ferlinefnd.‘ Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.