Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 37
MINNINGAR FRÉTTIR
REYKJAVÍKURMÓT í tví-
menningi fer fram laugardaginn
5. febrúar í Síðumúla 37. Spila-
form verður monrad-barómeter
og er spilatími áformaður frá kl.
11–22 en spila verður 60 spil
samkvæmt reglugerð. Keppnis-
stjóri verður Eiríkur Hjaltason
og er spilagjald 2.500 kr. á spil-
ara.
Kvóti Reykjavíkur verður 22
pör (af samtals 56 sem komast
áfram í úrslitakeppni Íslands-
mótsins sem fram fer helgina
22.–23. apríl). Pör geta ekki
lengur áunnið sér þennan rétt
með keppni í undankeppni Ís-
landsmóts, heldur verða að
ávinna sér réttinn í einhverju
svæðamóti landshlutanna.
Skráning fer fram á heimasíðu
BR, bridgefelag.is, heimasíðu
BSÍ (bridge.is) eða á skráning-
arlistum að Síðumúla 37. Skrán-
ingarfrestur er til hádegis,
föstudaginn 4. febrúar.
Reykjavíkurmót
í tvímenningi
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Í dag kveðjum við
hann afa Davíð okkar.
Betri afa er vart hægt
að hugsa sér því hlýja,
væntumþykja og fal-
legt bros voru hans að-
alsmerki. Þó ekki hafi
hann verið afi okkar á þann hátt sem
lög og reglur gera ráð fyrir þá
reyndist hann okkur systrum hinn
besti afi í alla staði.
Á þessari stundu er okkur ofar-
lega í huga hvernig afi og amma
komu með jólin til okkar. Það hófst
allt á því að við fórum með afa að
pakka jóladagatölum fyrir Lions-
klúbbinn Frey. Var það alltaf hin
besta skemmtun og ekki verra að fá
kók og Prins fyrir. Í upphafi aðventu
komu svo amma og afi alltaf með
dagatöl handa okkur systrum jafnvel
þó við værum komnar hátt á þrítugs-
aldurinn. Nokkrum dögum fyrir jól
þá buðu þau okkur með á árlegan
jólamat hjá Frey, sem var alltaf al-
veg yndislegt. Hámarkinu var svo
náð þegar við heimsóttum þau á að-
fangadag og afi var að setja flottustu
jólaseríuna í bænum á tréð. Þá komu
jólin í hjartað okkar.
DAVÍÐ
GUÐMUNDSSON
✝ Davíð Guð-mundsson fædd-
ist á Ísafirði 7. júní
1919. Hann andaðist
á LSH í Fossvogi 19.
janúar síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Bústaðakirkju
27. janúar.
Hugurinn reikar
einnig upp í sumó þar
sem við áttum margar
ljúfar og góðar sam-
verustundir með hon-
um afa. Þar var til
dæmis alltaf haldin
stórveisla á afmælis-
daginn hans að hætti
ömmu. Höfðum við þá
gjarnan skrifað eitt-
hvað fallegt á kort sem
hann kunni svo vel að
meta og meintum við
allt sem í þeim stóð.
Afi var sérlega iðinn
og handlaginn og feng-
um við systur að njóta þess eins og
flestir aðrir í kringum hann.
Útskornu klukkurnar, geisla-
diskastandarnir og fallega skrifuðu
kortin eru dæmi um einstakt hand-
bragð hans.
Við viljum að lokum þakka afa fyr-
ir allt sem hann hefur gert fyrir okk-
ur og biðjum góðan Guð að blessa
hana ömmu Ingu, Stínu okkar og alla
hina. Minningin um góðan mann lifir.
Þín mildhlý minning lifir,
svo margt að þakka ber.
Þá bjart og blítt var yfir,
er brosið kom frá þér.
Þú sólargeisla sendir
og samúð, vinarþel.
Með hlýrri vinar hendi
Mér hjálpaðir svo vel.
(Ók. höf.)
Afastelpurnar,
Þóra Kristín og Helga Margrét.
PENNINN–Eymundsson hefur
opnað nýja 400 m² bókabúð í Hall-
armúla 2–4 í Reykjavík. Verslunin
sameinast Bókabúð Máls og menn-
ingar sem hefur verið starfrækt í
Síðumúla 7–9 í 18 ár. Í Hallarmúla
er úrval af bókum og gjafavöru,
skákvörum og myndlistardeild.
Allt starfsfólk Bókabúðar Máls
og menningar í Síðumúla hefur
flutt sig um set og starfar nú í bóka-
búð Pennans-Eymundssonar í Hall-
armúla.
Þar sem Bókabúð Máls og menn-
ingar var til húsa í Síðumúla verður
starfræktur útsölumarkaður frá 3.–
17. febrúar. Veittur verður allt að
80% afsláttur af íslenskum og er-
lendum bókum, ritföngum og gjafa-
vöru.
Bókabúð Máls og menningar
í Síðumúla færir sig um set
Nýr aðstoðar-
maður
PÁLL Magnússon, aðstoðarmaður
iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
verður í fæðingarorlofi og því frá
vinnu, frá og með 1. febrúar til 2.
maí. Sigfús Ingi Sigfússon mun
leysa hann af á meðan. Sigfús Ingi
er með BA-próf í sagnfræði frá Há-
skóla Íslands og MBA-gráðu frá
Skotlandi.
Fræðaþing
landbúnaðarins
FRÆÐAÞING landbúnaðarins
verður haldið dagana 3.–4. febrúar
og hefst kl. 9. Markmið þingsins er;
– fagleg umfjöllun um landbúnað
og náttúrufræði og miðlun nið-
urstaðna frá rannsókna- og þróun-
arstarfi í landbúnaði. Fyrri daginn
er þingið haldið í húsakynnum Ís-
lenskrar erfðagreiningar, Sturlu-
götu 8, Reykjavík.
Meginefni þingsins þann dag er
sameiginleg dagskrá undir yf-
irskriftinni; Heilbrigði lands og
lýðs.
Seinni dag þingsins verða tvær
samhliða dagskrár í ráðstefnusöl-
um á 2. hæð Hótel Sögu. Þar verður
fjallað um eftirfarandi meginefni:
„Framleiðsluaðstæður á Íslandi:
ógnanir og tækifæri“ og „Íslenskt
umhverfi / landslag – vannýtt auð-
lind“.
Einnig verða kynntar nið-
urstöður rannsókna og þróun-
arstarfs í landbúnaði á vegg-
spjöldum sem verða til sýnis báða
dagana á Hótel Sögu.
Fræðaþingið er opið fyrir bænd-
ur og annað áhugafólk um fagmál
landbúnaðarins.
Gróðurkortagerð
í hálfa öld
Á ÁRINU 2005 eru liðin 50 ár frá
því að hafin var gerð gróðurkorta
á Íslandi á vegum búnaðardeildar
Atvinnudeildar Háskóla Íslands.
Kortagerðin hófst að frumkvæði
Björns Jóhannessonar jarðvegs-
fræðings sem um nokkurra ára
skeið hafði unnið að jarðveg-
skortagerð í þremur landbún-
aðarhéruðum.
Guðmundur Guðjónsson, verk-
efnisstjóri gróðurkortagerðar á
Náttúrufræðistofu Íslands, heldur
fyrirlestur um gróðurkortagerð í
hálfa öld á Hrafnaþingi í dag kl.
12.15, í sal Möguleikhússins á
Hlemmi. Í fyrirlestrinum mun
Guðmundur rekja upphaf og þró-
un gróðurkortagerðarinnar, lýsa
stöðunni í dag og þeim notum
sem hafa verið af gróðurkort-
unum. Þá mun hann fjalla um
framtíð gróðurkortagerðarinnar
og áform um að ljúka gerð gróð-
urkorta af öllu landinu. Fræðslu-
erindi Náttúrufræðistofnunar eru
opin öllum.
Lýst eftir slökkvitæki,
græjum og þokuljósum
LÖGREGLAN á Ísafirði óskar eftir
upplýsingum um þrjú þjófnaðarmál
sem upp komu í liðinni viku.
Á þriðjudag var tilkynnt um að
græn fólksbifreið hefði verið stöðv-
uð í Vestfjarðargöngunum, Breiða-
dalsmegin, og ökumaður eða far-
þegi hefðu hlaupið út og gripið eitt
slökkvitækjanna sem eru í göngun-
um, vegfarendum til öryggis. Að-
faranótt var brotist inn í bláa
Toyotu sem stóð við húsnæði Ís-
blikks og stolið úr henni hljómflutn-
ingstækjum. Sama dag var tilkynnt
að hvítum þokuljósum hefði verið
stolið framan af VW Golf í vikunni.
Borgarstjórn
lækki fast-
eignagjöld
STJÓRN Hvatar, félags sjálfstæð-
iskvenna í Reykjavík, hefur sent
frá sér ályktun þar sem mótmælt
er hækkunum fasteignagjalda í
Reykjavík, á sérbýli um 20% og
13% í fjölbýli, sem koma nú í kjöl-
far hækkunar fasteignamats um
áramótin.
„Stjórn Hvatar telur að fara
hefði mátt sambærilega leið í
þessum efnum og mörg önnur
sveitarfélög hafa gert en þau
völdu að lækka álagningarhlut-
fallið niður fyrir 0,320% þannig
að gjöld hækki ekki meira en 5%
og jafnvel lækki í einhverjum til-
fellum.
Stjórnin skorar því á meirihluta
borgarstjórnar Reykjavíkur að
taka sér önnur sveitarfélög til
fyrirmyndar hvað þetta varðar
enda koma slíkar hækkanir illa
við marga ekki hvað síst einstæða
foreldra, ellilífeyrisþega og ör-
yrkja,“ segir m.a.
UTANRÍKISNEFND SUS í sam-
vinnu við Heimdall hefur unnið að
því að koma á samstarfi við unga
íhaldsmenn í Danmörku eða
„Konservativ Ungdom“ eins og
ungliðahreyfing þeirra kallast. Í
kjölfarið buðu Danir fjórum Ís-
lendingum, Elínu Gränz, Camillu
Ósk Hákonardóttur, Helgu B.
Bjargardóttur og Davíð Þorláks-
syni, til Kaupmannahafnar til að
aðstoða við kosningabaráttuna
sem nú stendur sem hæst en kosið
verður í Danmörku 8. febrúar nk.
Hópurinn heldur utan þann 4.
febrúar.
Camilla Ósk Hákonardóttir, Elín Gränz, Helga B. Bjargardóttir og Davíð
Þorláksson ætla að taka þátt í kosningabaráttu íhaldsmanna í Danmörku.
SUS og Heimdallur í kosn-
ingabaráttu í Danmörku
Ég hitti Gulla fyrst í
London 1969 og eftir
þessi fyrstu kynni
vissi ég að ég hafði
eignast vin fyrir lífstíð.
Eins og með flesta sem kynntust
honum þá er af mörgu að segja og
margt sem við töluðum um og gerð-
um saman. Það sem þó ber hæst í
samskiptum við Gulla er þessi
óendanlega orka hans. Allt sem
hann gerði, gaf hann sig í 110%.
Gulli er mér miklu meira en maður
sem ég kynntist á lífsleiðinni. Hann
er og verður mér ógleymanleg
minning sem fylgir mér alla tíð
GUÐLAUGUR
BERGMANN
✝ Guðlaugur Berg-mann fæddist í
Hafnarfirði 20. októ-
ber 1938. Hann lést á
heimili sínu, Sól-
brekku á Hellnum,
aðfaranótt 27. des-
ember síðastliðins og
var útför hans gerð
frá Hallgrímskirkju
5. janúar.
hvar sem ég er. Hvort
heldur það er heima
við þar sem málverkið,
sem hann og vinir gáfu
mér í fertugsafmælis-
gjöf, hangir eða að ég
handleik tannstöngul á
veitingahúsi. Það var
sagt við mig að það
taki heilt ár að sleppa
minningu um einhvern
sem er manni kær. En
í tilfelli Gulla er þetta
miklu lengri tími.
Hann var nefnilega
mikill áhrifavaldur á
mitt líf. Þess vegna er
auðvelt að loka augunum og sjá fyr-
ir sér brosmilt andlitið og þá
spretta strax upp ljóslifandi minn-
ingarnar um þegar við þeyttumst
um London til að kaupa inn vörur
fyrir búðirnar hans, þó liðin séu sex
ár síðan við hittumst síðast. Kær-
leikur og ljós fylgja minningunni
um minn kæra vin, Gulla Berg-
mann.
David Cadman.
Syngið Drottni, lofið
nafn hans,
kunngjörið hjálpráð
hans dag eftir dag.
(Dav.sálmur 96.)
Trúfesti og áhugi einkenndi
þjónustu Ólafs Tryggvasonar við
söfnuðina í Svarfaðardal, en hann
leiddi kirkjusönginn í áratugi og
ÓLAFUR SIGURVIN
TRYGGVASON
✝ Ólafur SigurvinTryggvason
fæddist á Ytra-
Hvarfi í Svarfaðar-
dal 9. júní 1920.
Hann lést á Dalbæ á
Dalvík 6. janúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Dal-
víkurkirkju 15. jan-
úar.
stýrði kirkjukórnum
við messur sem og á
söngskemmtunum.
Ólafur tók afar vel á
móti mér ungum
prestinum, reiðubúinn
að æfa nýja sálma en
kynnti einnig fyrir
mér þá eldri sálma
sem nutu hylli safnað-
anna. Ætíð var gott að
líta við í Lambhaga
hjá þeim hjónum Ólafi
og Friðriku, þiggja
góðgerðir og spjalla
um kirkjustarfið sem
var þeim báðum hjart-
fólgið. Guð blessi minningu Ólafs
Tryggvasonar og Friðriku Vigdísar
Haraldsdóttur og gefi ástvinum
þeirra frið og styrk.
Jón Helgi Þórarinsson.