Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 reist, 4 ólæti, 7 rífur í tætlur, 8 snúið, 9 blasir við, 11 ruplað, 13 drepa, 14 fiskinn, 15 skinn, 17 höfuð, 20 hvíldi, 22 sveigur, 23 kút, 24 skrifar, 25 jarðeign. Lóðrétt | 1 stubbur, 2 hrognin, 3 óbyggt svæði í borg, 4 fall, 5 metta, 6 af- laga, 10 glæsileika, 12 guð, 13 hryggur, 15 bolur, 16 logið, 18 grenjar, 19 ganga, 20 hæðir, 21 vont. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 mótfallin, 8 frómt, 9 mærin, 10 tóm, 11 reisa, 13 afræð, 15 mýsla, 18 stórt, 21 lík, 22 grand, 23 aumur, 24 hlunnfara. Lóðrétt | 1 ósómi, 3 fatta, 4 lumma, 5 iðrar, 6 afar, 7 anið, 12 sel, 14 fót, 15 magi, 16 skafl, 17 aldin, 18 skarf, 19 ólmur, 20 tæra.  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vinátta þín við aðra, ekki síst félaga, kunningja, hópa og samtök batnar svo sannarlega á næstu vikum. Þú færð for- smekkinn af því í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ástargyðjan Venus er áberandi í korti þínu um þessar mundir og gerir þig ein- staklega aðlaðandi í augum annarra. Tengsl þín við yfirboðara batna til muna á næstunni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu vakandi fyrir auknum tækifærum til ferðalaga, útgáfu eða frekari mennt- unar. Búast má við miklum framförum á þessum sviðum frá og með deginum í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gangur himintunglanna leiðir hugsanlega til ýmiss konar hlunninda á næstunni, svo sem í líki erfðagripa, umbunar, greiðslu frá ríkinu eða aukinna tekna maka. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hin vingjarnlega pláneta Venus er beint á móti þínu merki þessa dagana og gerir ljóninu kleift að falla öðrum enn betur í geð en ella. Fólk virðist einstaklega sam- vinnuþýtt. (Í bili.) Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sambönd þín við vinnufélaga eða aðra sem þú átt samskipti við gegnum vinnuna batna nú og á næstu dögum. Búðu þig undir hrós og jafnvel launahækkun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Framundan er tímabil glaums og gleði. Ástargyðjan Venus skiptir um merki og færir þér ný tækifæri í ástarmálum, róm- antík og félagslífi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér er óhætt að hefjast handa við að fegra og bæta heimilið. Samband þitt við fjöl- skylduna batnar til muna á næstunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nýttu tækifæri sem gefast til þess að bæta sambandið við systkini, nágranna og vini. Það er engu líkara en að fólki líki bet- ur við þig núna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vik- um. Reyndar muntu eyða meiru í fallega muni og gjafir handa ástvinum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Venus er á leið í vatnsbera og verður þar í félagsskap Merkúrs, sólar og Neptún- usar. Það er því mikið á döfinni. Kraftur þinn eykst og tækifærum fjölgar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vertu opinn fyrir leiðum til þess að kanna andlegan þroska þinn, annað hvort í ein- rúmi eða félagi við aðra. Komandi vikur fela í sér vaxtarmöguleika. Stjörnuspá Frances Drake Vatnsberi Afmælisbarn dagsins: Þér er lagið að vinna í einrúmi. Kímni- gáfa þín er fáguð og þú hefur sterkar taugar til uppruna þíns. Þú skoðar við- fangsefni þín úr fjarlægð, vilt ráða ferð- inni og ert jafnframt yfirveguð í fasi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Borgarleikhúsið | Myrkir músíkdagar: Lúðrasveitartónleikar helgaðir konum á Litla sviðinu hefjast stundvíslega kl. 22. Þar flytur Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn Lárusar Halldórs Grímssonar m.a. verk eftir konurnar Elizabeth Raum, Báru Sigurjónsdóttir, Báru Grímsdóttir og Ida Gotkovsky. Café Rosenberg | Django-jassleikarinn Robin Nolan leikur ásamt sveit valinna manna á Café Rosenberg. Sérstakur gest- ur er Daniel Lapp, fiðluleikari frá Kanada. Gerðuberg | Strengjaleikhúsið sýnir ís- lenska óperu fyrir börn á aldrinum 2–8 ára í Gerðubergi. Fjölskyldusýningar 6. og 13. febrúar kl. 14. www.gerduberg.is. Hafnarborg | Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Antonia Hevesi píanóleikari leika og syngja lög úr ýmsum áttum á há- degistónleikum kl. 12. Norræna húsið | Á háskólatónleikum kl. 12.30 í Norræna húsinu, leika Aladár Race og Guido Bäumer á altsaxófón og píanó fjögur sönglög við ljóð úr ljóðabálknum; Fimm ljóð eftir Friedrich Rückert og són- ötu fyrir altsaxófón og píanó eftir rúss- neska tónskáldið Edison Denisov. Prikið | Sessý og Sjonni í kvöld. Safn | Jóhann Jóhannsson – Tónlistar- innsetning. Stephan Stephansson – sýn- ing. Myndlist Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir vídeóverk sem hún hefur unnið að síðastliðin ár ásamt nýrri vídeóinnsetningu fyrir sýningarrýmið. Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis myndverk. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og mynd- bönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum, Gerðu- bergi, frá 21. janúar– 13. mars. Sjá nánari upplýsingar á www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Rut Rebekka sýnir vatnslita- og olíumálverk. Hafnarborg | Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febrúarmánaðar í Hafn- arborg. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvars- son, rafvirkjameistari og heimilismaður á Hrafnistu, sýnir útsaum og málaða dúka í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Listasafn ASÍ | Valgerður Guðlaugsdóttir – Á skurðarborði Augans. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir Snæbjörn Birgisson – verk úr tveimur myndröðum, Snertingar og Ljóshærðar starfsstéttir. Elías B. Halldórsson – Olíu- ljós. Verk úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur á neðri hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn- laugsdóttir – mátturinn og dýrðin, að ei- lífu. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð- ur Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Bri- an Griffin – Áhrifavaldar. Safn | Stephan Stephensen – AirCondit- ion. Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd tónverkinu Virðulegu forsetar. Á hæðunum þremur eru að auki ýmis verk úr safneigninni, þ. á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipilotti Rist og Karin Sander. Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir sýnir samspil steina, ljóss og skugga. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins í sam- starfi Þjóðmenningarhússins og Skóla- vefsins. Sýning á verkum Braga í veit- ingastofu og í kjallara. Listasýning Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Fyrir og eftir er heiti á sýningu sem Ljós- myndasafn Reykjavíkur opnaði 6. nóv- ember sl. Sýningin stendur til 6. febrúar 2005. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/. Bækur Sögufélag | Bókafundur Sagnfræðingafél. Ísl. í húsi Sögufélags við Fischersund kl. 20. Þrír sagnfræðingar munu gagnrýna þessar bækur: Gunnar Karlsson: Goða- menning, Matthías Viðar Sæmundsson: Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey, Halldór Guðmundsson: Halldór Laxness. Allir vel- komnir og veitingar í boði. Söfn Veiðisafnið – Stokkseyri | Veiðisafnið á Stokkseyri í samvinnu við versl. Vest- urröst í Reykjavík heldur byssusýningu 5. feb. kl. 11–18. Til sýnis verða skotvopn, m.a. byssur sem ekki tilheyra grunnsýningu safnsins og byssur úr safni Sverris Sch. Thorsteinssonar. Veiðisafnið er opið alla daga kl. 11–18. uppl. á www.hunting.is. Þjóðmenningarhúsið | Sýningaröðin Tón- listararfur Íslendinga. Kynntar eru nýjar rannsóknir á tónlistararfinum og útgáfa efnis á geisladiskum. Fyrsta sýningin fjallar um Silfurplötur Iðunnar sem Kvæðamannafélagið Iðunn og Smekkleysa gáfu nýlega út á 4 geisladiskum ásamt veglegu riti. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til– menning og samfélag í 1200 ár. Opið frá kl. 11–17. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14–17 að Sólvallagötu 48. Svarað í síma 551 4349 þri.–fim kl. 11– 16. Tekið við vörum og gjöfum þri. og mið. kl. 11–16. netfang. mnefnd@mi.is. Fundir Félagsheimili KR | Aðalfundur KR-kvenna verður haldinn í félagsheimili KR miðviku- daginn 9. febrúar 2005 kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Geðhjálp | Fundir fyrir félagsfælna hjá Geðhjálp, Túngötu 7, öll miðvikudagskvöld í vetur kl. 20. ITC Fífa | Fundur kl. 20.15 í sal Safn- aðarheimilis Hjallakirkju að Álfaheiði 17, Kópavogi. Allir áhugasamir um að bæta – samskipti – sjálfstraust –skemmtun – skipulag og – stjórnun velkomnir. Uppl. www.simnet.is/itc itcfifa@isl.is og Guðrún í síma 698 0144. Krabbameinsfélagið | Ný rödd heldur fund í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, 4. hæð, í kvöld kl. 20. Á dagskrá eru: Umræður um norræna ráð- stefnu barkakýlislausra í Danmörku í sum- ar, Medic alert og önnur mál. Allir vel- komnir. Fyrirlestrar Meistarafyrirlestur í véla- og iðnaðarverkfræði | Hlynur Þór Björnsson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði sem nefnist: Geymslu- og flutningastýring lausfrystra sjávarafurða. Fyrirlesturinn fer fram í dag, kl. 15, í skrifstofu Eimskips við Sundaklett í sal á 2. hæð er nefnist Skál- inn. Í MS-verkefni Hlyns er fundin lausn til að lágmarka gæðarýrnun á lausfrystum sjávarafurðum í geymslu- og flutningaferli þeirra. Kennaraháskóli Íslands | Auður Torfa- dóttir dósent og Hafdís Ingvarsdóttir dós- ent fjalla um hugmyndir sem miða að því að gera tungumálanám markvissara. Horft er á tungumálanámið út frá sjón- arhóli nemandans og fjallað um nokkur lykilhugtök sem eru órjúfanlegur hluti af vinnu sem þessari og undirstaða að vel takist til. Náttúrufræðistofnun Íslands | Fræðslu- erindi Náttúrufræðistofnunar. Guðmundur Guðjónsson, landfræðingur á NÍ, flytur er- indið „Gróðurkortagerð í hálfa öld“, kl. 12.15 í sal Möguleikhússins á Hlemmi. Hrafnaþing eru öllum opin, nánari upplýs- ingar á www.ni.is. Meistarafyrirlestur í véla- og iðn- aðarverkfræði | Jónas Heimisson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meist- araprófs í verkfræði. Verkefnið heitir Flutningur raforku um meginflutnings- kerfið: Gjaldtaka og stýring. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR2, húsi Verk- fræði- og Raunvísindadeilda við Hjarð- arhaga 4. Í M.Sc. verkefni Jónasar er raf- orkukerfi Íslands til umfjöllunar. Málstofur ICC | Námstefna verður haldin á Iðn- tæknistofnun á morgun, fimmtudag, kl. 13 – 17.30. Á námstefnunni mun Ifor Flowcs – Williams frá Nýja–Sjálandi fjalla um hag- nýt gildi klasa (e. clusters) en þess má geta að Williams er einn af virtustu sér- fræðingum á þessu sviði. Nánar á iti.is. Námskeið Mímir–símenntun ehf | Námskeið um Vesturfarana hefst kl. 20 í kvöld og stend- ur í 4 vikur. Námskeiðið er haldið á vegum Mímis–símenntunar og Borgarleikhússins. Fyrirlesarar verða: Viðar Hreinsson, Gísli Sigurðsson, Helga Ögmundardóttir og Böðvar Guðmundsson. Skráning hjá Mími– símenntun í síma 5801800 og á www.mimir.is. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is HAFNARBORG og Myndhöggvarafélagið í Reykjavík hafa undanfarið staðið fyrir kynningum á félögum Myndhöggv- arafélagsins í kaffistofu Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafn- arfjarðar. Einn listamaður er þar kynnt- ur í hverjum mánuði, en myndhöggvari febrúarmánaðar er Helgi Hjaltalín Eyj- ólfsson. Helgi stundaði myndlistarnám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Kunstakademie Dusseldorf, AKI í Hol- landi og San Francisco Art Institute á árunum 1998–1995. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi jafnt hér heima sem erlendis og einnig í annarri vinnu tengdri myndlist, meðal annars rekstri sýningarrýmisins 20 fermetrar ásamt stjórnarsetu í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Nýlistasafninu og aðstoð við rekstur Gallerí Hlemms svo eitthvað sé nefnt. Myndlist Helga hefur verið lýst sem hlutum sem virðast hafa notagildi en eru fullkomlega ónothæfir. Í innsetn- ingum sínum síðastliðin ár sem titlaðar hafa verið Kjöraðstæður er grunn- hugmynd Helga að allar aðstæður séu kjöraðstæður, ef ekki fyrir þig þá ein- hvern annan. Þar hafa verið áberandi smíðagripir sem augljóslega er lögð mikil vinna í. Innsetningarnar sam- anstanda í flestum tilfellum af margs- konar öðrum myndmiðlum svo sem ljós- myndum og myndböndum. Helgi hefur um árabil unnið í sam- starfi við Pétur Örn Friðriksson að verkefninu Markmið, sem hefur verið leikvöllur þeirra til að prufukeyra ýmsar hugdettur og drauma. Morgunblaðið/Kristinn Helgi Hjaltalín Eyjólfsson myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.