Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 47
Ókeypis krakkaklúbbur www.myndform.is, krakkaklubbur@myndform.is
Nýr og betri
www.regnboginn.is
Hverfisgötu ☎ 551 9000
ÍSLANDSBANKI
VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I
Í
I I
Sýnd kl. 6 og 8.
Birth Birth
Nicole Kidman
Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára
H.j. Mbl.
Kvikmyndir.com
Ó.Ö.H. DV
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14 ára
SIDEWAYS
J.H.H kvikmyndir.com
"...þegar hugsað er til
myndarinnar í heild,
er hún auðvitað ekkert
annað en snilld"
J.H.H kvik yndir.co
"... egar gsað er til
y ari ar í eil ,
er a ðvitað ekkert
a að e s il "
J.H.H kvikmyndir.com
"...þegar hugsað er til
myndarinnar í heild,
er hún auðvitað ekkert
annað en snilld"
J. . kvik yndir.co
"... r s r til
y ri r í il ,
r vit rt
s ill "
„Sideways er eins og eðalvín með
góðri fyllingu. Hún er bragðgóð,
þægileg og skilur eftir sig fínt
eftirbragð“ Þ.Þ. FBL
„Fullkomlega ómissandi mynd“
S.V. MBL.
Nicole Kidmani l i
Óskarsverðlauna
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. besta mynd,
leikstjóri og handrit
5
Sýnd kl. 4.50, 8 og 10.
LEONARDO DiCAPRIO
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti
leikari-Leonardo Dicaprio, bestu
aukaleikarar-Cate Blanchett og Alan Alda.
11
Frá þeim
sem færðu
okkur X-
Men
kemur
fyrsta
stórmynd
ársins
i
f
-
f
i
Svakalega flott
ævintýraspennumynd
með hinni sjóðheitu
og sexý Jennifer
Garner
l l
i
i i j i
i
Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa
tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. besta mynd, leikari
og handrit
7
Sýnd kl.5.45, 8, 10.10 B.i. 14 ára
Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 6. B.i. 16 ára
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 47
ÍSLENSKU tónlistarverðlaunin fyrir árið
2004 verða afhent í kvöld í Þjóðleikhúsinu í
tólfta skipti og verður sýnt beint frá hátíðinni í
Sjónvarpinu.
Hér á eftir fer spá Arnars Eggerts Thorodd-
sen um sigurvegara í þeim flokkum sem lúta að
dægurtónlist.
Hvað varðar þá flokka í ár er Mugison þar
mest áberandi með fimm tilnefningar og fönk-
sveitin Jagúar er reyndar með fimm tilnefning-
ar líka, en þrjár þeirra tilheyra djassgeiranum.
Rokkararnir í Brain Police lönduðu fjórum til-
nefningum. Quarashi, Hjálmar og Ragnheiður
Gröndal hlutu þrjár tilnefningar. Í fyrra var
það Mínus sem átti flestar tilnefningar í popp-
og rokkflokki eins og það hét þá, alls fimm.
Ekkert var þó um sóp en flest verðlaun hlutu
Ragnheiður Gröndal og Eivör Pálsdóttir eða
tvenn hvor. Ekki amalegur árangur hjá Fær-
eyingi að hirða tvenn íslensk tónlistarverðlaun.
POPP: PLATA ÁRSINS
Mugimama, Is This Monkey Music? –
Mugison
Hello Somebody – Jagúar
Eivör – Eivör Pálsdóttir
Medúlla – Björk
Meðan ég sef – Í svörtum fötum
„Af þessum fimm plötum er plata Mugison
hiklaust sú besta, mér er til efs að jafn frumleg
og ævintýraleg plata hafi komið út lengi. Björk-
in hefur þó alltaf komið sterk inn á þessa verð-
launahátíð og plötur Eivarar og Jagúar eru
sömuleiðis sterkar.“
Spá: Mugimama, Is This Monkey Music?
ROKK: PLATA ÁRSINS
Hljóðlega af stað – Hjálmar
Guerilla Disco – Quarashi
Electric Fungus – Brain Police
Slowblow – Slowblow
Home of the Free Indeed – Jan Mayen
„Það má sannarlega setja stórt spurn-
ingamerki við þessa þríflokkun innan dæg-
urtónlistarinnar í ár enda skiptingin nokkuð
glórulaus, sérstaklega í „popp“- og „rokk“-
flokknum. En hvað um það, plata Quarashi er
glæsilegur vottur um poppsnilld leiðtogans
Sölva Blöndal og plata Brain Police, sú þriðja,
var áræðið skref fram á við. Plötur Hjálma og
Slowblow eru þó bestu plöturnar hér.“
Spá: Guerilla Disco
DÆGURTÓNLIST: PLATA ÁRSINS
Tvíburinn – Bubbi Morthens
Jón Ólafsson – Jón Ólafsson
Smásögur – Brimkló
Vetrarljóð – Ragnheiður Gröndal
Betra en best – Mannakorn
„Hugmyndin með þessum flokki var að koma
á svokölluðum „adult contemporary“-geira, þ.e.
tónlist sem höfðar til eldri neytenda. Þetta eru
allt fínar plötur, fyrsta sólóplata Jóns Ólafs-
sonar er vel heppnuð og Bubbi er alltaf jafn
seigur. Ætla þó að veðja á Brimkló, en Smásög-
ur var einn óvæntasti gleðigjafi síðasta árs.“
Spá: Smásögur
SÖNGVARI ÁRSINS
Páll Rósinkranz
Jón Jósep Snæbjörnsson
Björgvin Halldórsson
Mugison
Jens Ólafsson
„Jens, söngvari Brain Police, er þrusu-
rokksöngvari, Bo kann sitt fag og Páll Rós-
inkranz er söngvari af guðs náð – en hafði ekki
úr neinu að moða á síðasta ári. Nú er vandi á
höndum …“
Spá: Björgvin Halldórsson
SÖNGKONA ÁRSINS
Ragnheiður Gröndal
Eivör Pálsdóttir
Björk Guðmundsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir
Margrét Eir
„Spurning hvort Ragnheiður sé loksins „út-
skrifuð“ og taki þetta. Eða er það Eivör annað
árið í röð? Guðrún Gunnarsdóttir á líka allt
gott skilið og svo má ekki gleyma Björk.“
Spá: Björk Guðmundsdóttir
FLYTJANDI ÁRSINS
Quarashi
Mugison
Hjálmar
Jagúar
Brain Police
„Tónleikaband ársins er vafalaust Hjálmar
en tónlistarmaður ársins er Mugison. Held
það sé réttlætismál að Muggi taki þetta.“
Spá: Mugison
Spáð
í spilin
Morgunblaðið/Eggert
Mugison (Örn Elías Guðmundsson) er tilnefndur til fimm verðlauna.
Tónlist | Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2004 afhent í Þjóðleikhúsinu í kvöld
Nánari upplýsingar er að finna á www.tonlist.is.
LAG ÁRSINS
Stun Gun – Quarashi
Murr Murr – Mugison
Fallegur dagur – Bubbi
Sunnudagsmorgunn – Jón Ólafsson
Dís – Jóhann Jóhannsson/Ragnheiður
Gröndal
„Lag Jóns býr yfir áreynslulausri fegurð á
meðan lag Mugisons er einhvers konar blús
fyrir 21. öldina. Lag Bubba er sömuleiðis gott
en Quarashi á breiðustu skírskotunina, með
hreint út sagt snilldarlegri hljóðsmölun úr lagi
Stuðmanna, „Hveitibjörn“.“
Spá: Stun Gun
BJARTASTA VONIN
Hjálmar
Jan Mayen
Stranger
Þórir G. Jónsson
„Hjálmar sönnuðu með frábærum frumburði
að það er hægt að búa til sjóðandi heitt og
hnausþykkt reggí lengst norður á hjara. Sömu-
leiðis átti Stranger öflugan frumburð en Þórir
G. Jónsson átti eina af plötum ársins í formi I
Believe in This.“
Spá: Þórir
UMSLAG ÁRSINS
Slowblow – Slowblow
Electric Fungus – Brain Police
Summer Make Good – múm
Mugimama, Is This Monkey Music? –
Mugison
Feelings Are Great – Ske
„Að öllum líkindum hörð keppni hér enda allt
fyrirtaks umslög. Brain Police og múm þó með
þau flottustu.“
Spá: Electric Fungus.
MYNDBAND ÁRSINS
Halló Sögustelpa – Dúkkulísurnar
Oceania – Björk
The Long Face – Mínus
Liquid Substance – Maus
On Mission – Jan Mayen
Who Is It? – Björk
„Tilraunamennska, fagmennska og áhuga-
mennska bítast hér. Björk á að baki glæstan
feril í myndabandagerð og hún hlýtur að taka
þetta, enda með tvo fulltrúa.“
Spá: Oceania