Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞÆR Laufey Sigurðardóttir fiðlu-
leikari og Elísabet Waage hörpu-
leikari komu fram á tónleikum
Myrkra músíkdaga í Sel-
tjarnarneskirkju á mánu-
dagskvöldið og fluttu
fyrst Fjórar árstíðir Yosa
Buson eftir Daníel
Bjarnason. Eins og nafn-
ið gefur til kynna hefur
Daníel sótt innblástur í
ljóð japanska ljóðskálds-
ins Yosa Buson, en þau
eru ákaflega stutt og
kjarnyrt eins og þetta
sem fjallar um vorið:
„Hvílíkur máni! / jafnvel
þjófurinn / kastar fram
stöku. Tónlist Daníels
var aðdáunarverð, svo
skáldleg, hnitmiðuð og
full af andagift að maður
féll í stafi. Allar grunn-
hugmyndir voru mark-
visst settar fram, úr-
vinnslan var litrík en að
sama skapi áreynslulaus.
Tónmálið var svo mynd-
rænt að það lá við að
ekki þyrfti að lesa ljóðin
til að vita um hvað tón-
listin fjallaði. Greinilegt
er að Daníel er eitt af efnilegustu
tónskáldum yngri kynslóðarinnar.
Því miður er ekki hægt að hrósa
næsta verki á efnisskránni, Haust-
laufum Mistar Þorkelsdóttur, jafn
mikið. Tónsmíðin byggðist að
stórum hluta til á endurtekningum
sem er auðvitað allt í lagi ef efni-
viðurinn er áhugaverður, en sú var
ekki raunin hér. Flestar hending-
arnar voru stirðbusalegar, fram-
vindan var fálmkennd og var út-
koman einkennilega barnaleg. Sem
betur fer hef ég heyrt margar góð-
ar tónsmíðar eftir Mist og veit því
að hún getur gert betur en þetta.
Síðasta atriði tónleikanna var Se-
rena eftir Leif Þór-
arinsson. Fyrir nokkrum
árum skrifaði ég ritdóm
þar sem ég sagði að Se-
rena væri ein magnað-
asta tónsmíð íslenskrar
tónlistarsögu. Nú ætla
ég að bæta um betur og
fullyrða að Serena sé
óviðjafnanlegt snilld-
arverk sem standi fylli-
lega jafnfætis því helsta í
íslenskum og erlendum
tónbókmenntum. Nafnið
er skylt enska orðinu
serenity sem þýðir æðru-
leysi og yfir allri tónlist-
inni er djúp hugarró er
orð fá ekki lýst. Verkið
hefst á leitandi fiðlu- og
hörputónum sem smám
saman verða að unaðs-
lega fallegum söng og
gerist það svo eðlilega og
af svo miklum þokka að
einstakt hlýtur að teljast.
Söngurinn er enginn
venjulegur söngur, hann
er handan við allt per-
sónulegt, það er eins og hann komi
beint úr náttúrunni; kannski er
þetta tímalaus söngur öldunnar.
Hann er algerlega frjáls, virðist
ekki vera bundinn neinu formi og
lýtur aðeins eigin lögmálum. Tón-
skáld sem nær að fanga slíkan söng
er ekkert venjulegt tónskáld og
með Serenu hefur Leifur skapað
sér veglegan sess í tónlistarsög-
unni.
Þær Laufey og Elísabet voru í
góðu formi; Elísabet spilaði af inn-
lifun og tæknilegu öryggi; leikur
Laufeyjar var sömuleiðis einlægur
og vandaður þó einstaka tónar
væru ekki alltaf nægilega fókuser-
aðir. Þetta voru fínir tónleikar,
þrátt fyrir að sumt stæðist ekki
væntingar gerði tónsmíð Leifs þá
að ógleymanlegri stund.
TÓNLIST
Seltjarnarneskirkja
Tónlist eftir Daníel Bjarnason, Mist
Þorkelsdóttur og Leif Þórarinsson í
flutningi Elísabetar Waage hörpuleikara
og Laufeyjar Sigurðardóttur fiðluleikara.
Mánudagur 31. janúar.
Myrkir músíkdagar
Jónas Sen
Morgunblaðið/Einar Falur
„Nú ætla ég að bæta um betur og fullyrða að Serena sé óviðjafnanlegt snilldarverk sem standi fyllilega jafnfætis
því helsta í íslenskum og erlendum tónbókmenntum,“ segir Jónas Sen m.a. um verk Leifs Þórarinssonar.
Laufey
Sigurðardóttir
Þjófurinn kastar fram stöku
Elísabet
Waage