Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAGT hefur verið að tónlistin sé jafnnauðsynleg í lífi okkar og súr- efnið sem við öndum að okkur. Við heyrum tónlist alls staðar, bæði í tíma og rúmi. Framlag tónlistar til menningar er ómetanlegt. Sköpun tónlistarverks má því líkja við þúfu sem veltir mjög stóru hlassi. Áhrif þeirrar sköpunar verða margföld úti í þjóðfélag- inu. Það eru ekki ein- ungis hin hagrænu og mælanlegu áhrif sem skipta máli. Skoða verð- ur einnig hinn óefnislega þátt sem felst í því að njóta tónlistarinnar. Sá þáttur gleymist oft. Það að hlusta á tónverk, hvort sem um er að ræða klassík eða léttari teg- und tónlistar, gefur mönnum oft hvetjandi hughrif. Tónlistin verður þannig orkugjafi til frek- ari sköpunar úti í þjóðlíf- inu, hvort sem um er að ræða á heimili, vinnustað eða í öðrum listum. Verðlaunahafi bókmennta- verðlauna sagðist t.d. nýverið nota tónlist til þess að örva sköpunarkraft sinn við ritstörf. Þennan þátt er ekki hægt að meta en honum má ekki líta fram hjá þegar hlutur tónlistar í sam- félagi okkar er skoðaður. Í raun má segja að ótvírætt sé að tónlist sé svo samtvinnuð og ráðandi í íslenskri menningu að styðja eigi hana með ráðum og dáð, hvort sem um er að ræða sköpun hennar, flutning eða framleiðslu. Hið öfluga og fjölbreytta tónlistar- starf, sem er að finna hvarvetna á landinu, skapar þjóðfélagi okkar bæði félagsleg og menningarleg verðmæti. Skapandi atvinnugreinar eru mjög umfangs- miklar hér á landi og fellur starfsemi innan tónlistargeirans undir menningarhluta slíkr- ar starfsemi. Allur stuðningur við tónlist- ina, hvort sem sá stuðningur kemur frá ríki eða bæjarfélögum, skilar sér tvímæla- laust til baka. Tónlistin skiptir einnig miklu máli í ís- lensku hagkerfi. Þetta hafa ýmsir bent á en besta úttekt sem gerð hefur verið í þessum efnum birtist í riti Ágústar Einarssonar, prófessors við Við- skipta- og hag- fræðideild Háskóla Ís- lands, sem út kom í lok síðasta árs. Hér er um að ræða ákaflega vand- aða úttekt á íslensku tónlistarlífi. Út- tekt sem er kærkomin fyrir þá sem starfa í greininni, almenning og ekki síst stjórnmálamenn sem nú geta séð í myndum og máli hvílík kjölfesta tónlistin er í allri menningar- starfsemi okkar. Í ritinu kemur fram að líklegt er að 1500 manns muni hafa atvinnu af tónlist innan 5 ára og framlag til landsframleiðslunnar verði um 1,2%. Þetta byggist þó á þeirri forsendu að um aukinn skiln- ing og stuðning verði að ræða á næstu árum af hálfu opinberra aðila á stöðu tónlistarinnar. Fullyrða má t.d. að fjárfesting í út- rásarverkefnum geti, ef vel er að málum staðið, skilað sér til baka sem gjaldeyristekjur. Ný lög tóku gildi um áramót en með þeim var komið á fót markaðs- og kynningardeild sem veitir styrki til kynningar og mark- aðssetningar á tónlist og tónlist- armönnum hér á landi og erlendis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lagði frumvarp þetta fram á Alþingi og er mikilvægt að það fé sem er til ráðstöfunar nýtist sem best til að byggja brýr jafnt innanlands sem er- lendis. Ísland er auk þess vinsælt sem ferðamannaland og er tónlistin þar aðdráttarafl fyrir marga. Óbein áhrif tónlistar á ferðamannaiðnað eru þannig óumdeild. Á sama hátt er ís- lensk tónlist og tónlistarfólk nú vin- sælt utan landsteinanna. Nú er lag að nýta þennan byr til landvinninga fyr- ir íslenska tónlist. Tónlistin er þannig gjöfull þáttur en ekki þiggjandi í samfélagi okkar. Að lokum má geta gífurlega fjöl- breyttrar hljómplötuútgáfu á síðasta ári auk þeirrar tónlistarstarfsemi sem áður var nefnd. Uppskeruhátíð samtaka höfunda, flytjenda og fram- leiðenda innan íslenskrar tónlistar, Íslensku tónlistarverðlaunin, verður haldin miðvikudaginn 2. febrúar og getur þar að líta sýnishorn af því mikla starfi sem átt hefur sér stað í greininni á síðasta ári. Umfang og mikilvægi tónlistar í íslenskri menningu og hagkerfi Gunnar Guðmundsson fjallar um íslenskt tónlistarlíf ’Nú er lag aðnýta þennan byr til landvinninga fyrir íslenska tónlist.‘ Gunnar Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri SFH. KÆRA íslenska þjóð, heiðraða ríkisstjórn Íslands, Skáksamband Íslands og þeir einstaklingar sem af ósérhlífni hafa gengið fram fyrir skjöldu til stuðnings við skáksnill- inginn og manninn Bobby Fischer. Mér finnst það sér- kennilegt eftir að hafa hvorki séð né talað við Bobby Fischer í 26 ár að efna til óformlegs sambands við hann með skjá- pósti til Íslands. En það var nú einu sinni þar sem þetta allt saman upphófst og gæti tekið enda. Þakka ykkur fyrir framtakið til hjálpar Fischer, sem ég tel að sé hafður ómaklega í haldi af japönskum stjórnvöldum og vegna óréttlátra bandarískra laga að margra áliti. Hljómar hugtakið „misnotkun opinbers stjórnvalds“ kunnuglega? Viðskiptabannið sem komið var á af „bandamönnum“ og falið banda- rískum yfirföldum í hendur, hafði lítinn annan tilgang en að hafa eft- irlit með ferðum frjálsra borgara. Frá leikmanns sjónarmiði var skák ekki á listanum sem lýsti hinu svo- kallaða viðskiptabanni. Ef svo hefði verið í raun myndi sú stað- reynd hafa vakið meiriháttar at- hygli á fáránlegu innihaldi sam- þykktarinnar og á hugmyndasmiðum hennar. Núverandi afstaða dómstólsins í Japan er óskiljanleg. Hversu áríðandi er það fyrir ríkisstjórn Japans að þóknast Bandaríkjunum í þessu máli? Nema þá því aðeins að hin minni stjórnin óttist hefnd- araðgerðir. Mér skilst að bandaríska sendi- ráðið í Reykjavík hafi freistað þess að fá íslensk stjórnvöld til að aft- urkalla boð sitt um að veita Fisch- er dvalarleyfi. Ég vil minna þessa sendiráðsmenn, sem eru líka mínir fulltrúar jafnt og annarra önd- verðrar skoðunar, á það að til- gangur laga er fyrst og fremst að vernda og fræða, ekki að refsa og hrella og þaðan af síður að leita hefnda! Lýðræði? Handtekinn fyrir að tefla skák? Hugsið ykkur annað eins! Hinn harðskeytt- asti saksóknari með snefil af brjóstviti myndi meta rétt- arhöld yfir Fischer í Bandaríkjunum fyrir ákæru um að hafa brotið viðskiptabann sem skrípaleik (fiasco), skopleik mis- taka og algjöra nið- urlægingu fyrir Bandaríkin, sem aug- ljóslega hafa öðrum mikilvægari hnöppum að hneppa. Óttast bandarísk stjórnvöld skoðanir Fischers og hundelta hann þess vegna fyrir sjónarmið sín? Já? Ef það er svo, er þá ekki við hæfi að gera því skóna að dálít- il hræsni blönduð ögn af lýðræði sé ágæt blanda? Hver sem óska- drykkur manns er, þá eru skoðanir Fischers hans mál og hans réttur. Það er mergurinn málsins, hvort sem við erum sammála honum eða ekki. Að beita fáranlegum lögum til að hegna honum fyrir skoðanir sínar er þverbrot á sjálfri stjórn- arskrá Bandaríkjanna. Nýlegt fréttaskot: Miðvikudag- inn 26. janúar sl. hafnaði rík- isstjórn Bandaríkjanna beiðni Ind- lands um framsal manns sem talinn er ábyrgur fyrir skor- dýraeiturshörmungunum sem bandarískt fyrirtæki í Indlandi virðist hafa valdið. Þetta er svolítið kaldhæðnislegt. Ætlast er til þess að Japan sendi (framselji) Fischer til Bandaríkjanna fyrir meint brot á vafasömu viðskiptabanni. Á sama tíma sjá Bandaríkin sér ekki skylt að framselja til Indlands mann sem að öllum líkindum er sekur um hryllilegan glæp. En um þetta mál kýs George W. Bush að þegja. Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Af hverju hætta Bandaríkin ekki þessum skrípaleik, láta hinar heimskulegu sakir niður falla og gefa út nýtt vegabréf Fischer til handa? Það væri hin mannúðlega leið, hin rétta ákvörðun. Rík- isstjórnin hefur ekki gert neitt í hans þágu „fyrir að heyja kalda stríðið“. Ég endurtek þakkir mínar. Fangavist fáránleikans William J. Lombardy fjallar um mál Bobby Fischers ’Af hverju hættaBandaríkin ekki þessum skrípaleik, láta hinar heimskulegu sakir niður falla og gefa út nýtt vegabréf Fischer til handa?‘ William J. Lombardy Höfundur er guðfræðingur og alþjóðlegur stórmeistari í skák auk þess að vera æskuvinur Fischers, og var einn af aðstoðarmönnum hans í heimsmeistaraeinvíginu hér í Reykjavík 1972. Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bank- ið þegar vágesturinn kom í heim- sókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hug- sjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víð- tæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar EFTIR mikla umræðu fjölmiðla og stjórnmálamanna um skatta- frumvarp ríkisstjórnarinnar er loks rykið farið að falla í um- ræðunni á opinberum vettvangi. Eftir sitja eldri borg- arar, undrandi og sárir yfir sínu hlut- skipti, en víst má vera að skatta- frumvarp ríkisstjórn- arinnar kemur þeim flestum að afar litlu gagni, einkum þeim eignaminni. Voru þó kjörin bág fyrir. Hún er að mínu mati orðin ódýr póli- tíkin. Svo virðist sem sérstök vinsældamál þurfi til að hreyfa við leikmönnum löggjaf- ans og víst er að þrýstihópar ná oft sínu fram með há- værum buslugangi. Félög eldri borgara hafa á hinn bóginn farið fram með yf- irveguðum og mál- efnalegum málflutn- ingi en því miður ekki enn náð athygli ráðherra og embættismanna þjóð- arinnar sem skyldi. Ofmetin áhrif eignaskattsbreytinga Eignaskattsbreytingin hefur verið stórlega ofmetin fyrir eldri borgara. Víst er að ríflega 15.000 eldri borgarar muni ekki greiða 600 milljónir ári í eignaskatt. En breytingin tekur ekki gildi fyrr en eftir eitt ár. Það er langur tími fyrir eldri borgara. Það má ekki gleyma að eldri borgarar á Íslandi eru um 30.000 talsins. Aldrei hef ég heyrt stjórnarliða ræða um kjör tæplega 15.000 eldri borgara sem fá nær ekkert í sinn hlut út frá breytingum ríkisstjórnarinnar. Þúsundir eldri borgara ráða yfir litlum sem engum eignum og fær- ir því eignaskattsbreytingin þess- um stóra hópi afar lítið í budduna. Yfirleitt eru þeir sömu mjög tekjulágir en það er viðurkennd staðreynd að flöt lækkun á tekju- skattsprósentunni færir þeim sem minnstar hafa tekjurnar svo til enga búbót. Þessi stóri hópur aldraðra er því skilinn eftir á köldum klaka og dæmdur til fá- tæktar á ævikvöldi sínu. Rýrnun kaupmáttar Skattleysismörkin voru fryst frá almennu verðlagi fyrir mörg- um árum. Má í því ljósi minna á að skattleysismörkin væru í raun tæpum 27.000 krónum hærri í dag ef þau ella hefðu fylgt almennu verðlagi. Einmitt hér birtist kjarninn í bágri fjárhagsstöðu eldri borgara. Í dag eru skattleys- ismörkin 72.270 kr í stað 99.557 kr. sem þau ættu að vera. Þar fyrir utan og ekki síður alvarleg athugasemd hafa greiðslur al- mannatrygginga ekki fylgt þróun lágmarkslauna síðan árið 1995. Í raun ættu samsettar bættur al- mannatrygginga að vera rúmlega 16.000 krónum hærri í dag ef þær hefðu fylgt almennri launavístölu. Ísland í dag Kjör einstakra embættismanna þjóð- arinnar hafa verið til umræðu að und- anförnu. Styðst ég við fréttir af kjörum sendiherra þjóð- arinnar í þessu tilviki. Þó svo laun sendi- herra séu hartnær ein milljón króna á mán- uði fá þeir margir hverjir engu að síður greiddan fullan lífeyri samhliða störfum sín- um. Ekki skiptir nokkru hver pólitísk- ur bakgrunnur emb- ættismannanna er en sumir hafa um ára- tugaskeið starfað með stjórnmálaflokkum sem vilja kenna sig við jöfnuð og réttlæti. Til eru þúsundir Ís- lendinga í landinu, fólk sem byggði stíflur, lagði vegi, stundaði sjómennsku og fleiri störf. Í raun fólk sem lagði sitt af mörkum með sínu erfiði við að mynda brú milli gamla fátæka bændasamfélagsins og svo nú- tímans eins og við þekkjum hann í dag. Hvernig má það vera að þessum þúsundum einstaklinga, stoltu og fullorðnu fólki í íslensku samfélagi, sé boðið upp á annað eins óréttlæti? Þetta sama fólk þarf að horfast í augu við þann veruleika að 75–80% af auka- tekjum þeirra komi til skerðingar vegna tekjutengingar við greiðslur samsettra bóta og svo hárrar skattbyrði. Það eru til fjöl- margir eldri borgarar sem búa við góða heilsu og vilja halda áfram að vinna, þá oft í 30% eða 50% starfi. Ég mun taka ofan fyrir hverj- um þeim fjölmiðli sem vekja vill almennilega athygli á þessu brýna máli. Það verða að koma til sér- tækar aðgerðir í málefnum aldr- aðra. Það dugar ekki fyrir eldri borgara að hlusta á ómarktækar framtíðaráætlanir stjórnarliða. Vekja má athygli á þingmáli sem þingflokkur Frjálslynda flokksins hefur lagt fram. Þar segir að al- þingi skuli álykta að bæta skuli þjóðfélagsstöðu lífeyrisþega sem fá minni lífeyri greiddan úr lífeyr- issjóði sínum en 50 þús. kr. á mánuði með því að breyta bóta- reglum almannatrygginga þannig, að tekjur undir 50 þús. kr. á mán- uði skerði ekki samsettar lág- marksbætur lífeyrisþegans. Fyrir hverjar 10 þús. kr. sem tekjur eru umfram 50 þús. kr. verði skerðing á bótum 9% eða sem nemur 900 kr., fyrir hverjar 10 þús. kr. sem lífeyrir er umfram 60 þús. kr. verði skerðing 18% eða sem nem- ur 1.800 kr., fyrir hverjar 10 þús. kr. umfram 70 þús. kr. verði skerðing 27% eða sem nemur 2.700 kr og fyrir hverjar 10 þús. kr. umfram 80 þús. kr. 36% eða sem nemur 3.600 kr. Tekjur um- fram 100.000 kr. munu þó valda sömu skerðingu og þekkist í dag eða 45% ef tillagan verður sam- þykkt. Benedikt Davíðsson, for- maður Landssambands eldri borg- ara, hefur opinberlega lýst yfir velþóknun sinni á þingmálinu og er það von okkar í Frjálslynda flokknum að málið verði vakið upp úr nefnd og afgreitt á þessu vori á hinu háa Alþingi. Um kjaramál eldri borgara Gunnar Örn Örlygsson fjallar um málefni aldraðra Gunnar Örn Örlygsson ’Þessi stórihópur aldraðra er því skilinn eftir á köldum klaka og dæmd- ur til fátæktar á ævikvöldi sínu.‘ Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.