Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 33 MINNINGAR ✝ Guðrún Ísbergfæddist á Möðru- felli í Eyjafirði 28. september 1922. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ 16. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Árnína Jónsdóttir húsmóðir og Guðbrandur Ís- berg lögfræðingur, síðar alþingis- og sýslumaður. Guðrún var næstelst barna þeirra hjóna. Þau eru Gerður, Jón, Ari (látinn), Ásta, Nína, Ævar (lát- inn) Sigríður (lést fárra mánaða) og Arngrímur. Guðrún giftist 1. júlí 1945 Þórði Gunnarssyni framkvæmda- stjóra á Akureyri, f. 1918, d. 1996. Börn þeirra eru Nína, f. 1946, gift Tómasi Inga Olrich, og Gunnar, f. 1952, kvæntur Sunn- evu Hafsteinsdóttur. Dætur Nínu eru Sunna Guðrún, f. 1972, og Vala Þóra, f. 1977. Börn Gunnars og Sunnevu eru Þórður, f. 1984, Bergur, f. 1987, og Kristín, f. 1988. Langömmubörn eru Dröfn Heimisdóttir, f. 1999, og Íris Þóra Birgisdóttir, f. 2002. Guðrún bjó fyrstu árin á Möðrufelli og í Litla-Hvammi í Eyjafirði. Fjölskyld- an fluttist til Blönduóss 1932. Guðrún lærði hár- greiðslu á Akureyri og settist þar að. Hún rak hárgreiðslustofuna Bylgju á Akureyri í rúma tvo áratugi með Ástu systur sinni. Eftir það vann hún með Þórði manni sínum við ýmis verk starfi hans tengd, ásamt húsmóður- störfum. Þórður og Guðrún fluttu til Reykjavíkur árið 1988 þar sem þau bjuggu síðustu ævi- árin. Útför Guðrúnar var gerð frá Fossvogskirkju 31. janúar. Guðrún Ísberg, tengdamóðir mín, lést þann 16. janúar sl., á 83. aldursári. Hún var þá farin að heilsu og þreytt á biðinni. Hún missti eiginmann sinn, Þórð Gunn- arsson, árið 1996. Þótt hún hefði fá orð um það, sem og um annað sem henni var þungbært, þá hljóðnuðu margir strengir við þann missi. Ég þekkti Þórð og fjölskyldu hans á Akureyri frá því í æsku, en kynntist ekki Guðrúnu að ráði fyrr en ég kvæntist inn í fjölskylduna. Guðrún var kona ábúðarmikil á svip, eins og hún átti ætt til. Sum- ir, sem þekktu hana ekki, töldu hana þóttafulla. Ekkert var þó fjær sanni. Hún var afar hlý kona en mjög hlédræg að eðlisfari. Og þó umfram allt jarðbundin, sam- kvæm sjálfri sér og afar heilsteypt manneskja. Hún var einnig mjög ákveðin í skoðunum en fann alls enga þörf hjá sér til að troða þeim upp á aðra. Þótt þau hjónin Guðrún og Þórður Gunnarsson ættu örlæti og hlýju sameiginlega, var Guðrún að mörgu leyti andstæða tengdaföður míns. Hann var félagslyndur með afbrigðum, maður áhættu og at- hafna og fullur af orku. Hann sagði mér að hann hefði á yngri árum sigrast með talsverðum erf- iðismunum á eðlisbundinni feimni. Hann varð fljótt umsvifamikill út á við, mikið fyrir að taka til hend- inni, og létt sér fátt óviðkomandi. Þótt Guðrún stundaði atvinnu- rekstur fyrr á árum og héldi þar að auki heimili, varð heimilishaldið æ fyrirferðarmeira eftir því sem árin liðu og Þórður gerðist stór- tækari í atvinnulífi á Akureyri. Þar var jafnan mikið um að vera, gestkvæmt og heimilið miðstöð fjölskyldunnar og griðastaður þeg- ar á móti blés. Heimilishaldið var því af þyngri gerðinni. Það hafði maður þó ekki á tilfinningunni, því allt gerðist eins og af sjálfu sér. Það fór lítið fyrir húsfreyjunni. hún stýrði öllu á lágum nótum. Ætla mætti að svo afkastamikil kona hafi verið með afbrigðum heilsuhraust, en svo var ekki. Guð- rún var fínleg kona og líkamlega viðkvæm. Í blóma lífsins fékk hún berkla og þyngdi það henni sporin þar sem hún átti ung börn og stóð þess utan í atvinnurekstri. Hún var hins vegar mjög hörð af sér og ósérhlífin og hélt sínu striki af ró- semi og yfirvegun. Guðrún var auk þessa mjög at- hugul kona og nákvæm. Þetta kom ekki síst fram í áhuga hennar á blómarækt. Allur gróður óx og dafnaði í höndum hennar. Þeim hjónum kom ekki alltaf saman um fram- kvæmdir í garðinum að Hamra- gerði 1 á Akureyri, Þórður fram- kvæmdaglaður og síbreytandi öllu sem breyta mátti, en Guðrún ná- kvæm, íhaldssöm og yfirveguð. Ár- angurinn var sá að garðurinn var, í anda þeirra beggja, einstakur í sinni röð sakir fjölbreytni, frjó- semi og snyrtimennsku. Mér finnst sennilegt að athafna- semi og erilsamur lífsstíll tengda- föður míns hafi oft gengið fram af Guðrúnu, ekki síst eftir að hún fann að hann var farinn að ganga fram af sjálfum sér og stofna heilsunni í hættu. En það breytti að sjálfsögðu engu um samband þeirra, sem var djúpt og óhagganlegt. Mér finnst ekki hægt að minnast annars án þess að minnast hins. Mín fjölskylda átti ekki aðeins athvarf hjá Guðrúnu og Þórði. Dætur Nínu áttu þar annað heim- ili. Nú þegar tengdaforeldrar mínir eru horfnir, stendur eftir mynd- arlegur hópur afkomenda, sem þau áttu svo mikinn þátt í að móta og ala upp, mikill fjöldi einlægra vina og aðdáenda, svo og verk þeirra, sem munu um ókomna tíð setja svip sinn á bæinn þar sem þau dvöldu mestan hluta ævinnar, og þar sem þau kusu að hvíla saman. Tómas I. Olrich. Við systurnar viljum minnast Guðrúnar ömmu sem við eigum svo óendanlega margt að þakka. Allt sem við segjum hér verður heldur fátæklegt í samanburði við það. Við munum alltaf búa að því sem hún kenndi okkur og alltaf minnast þeirrar einstöku um- hyggju og þolinmæði sem hún sýndi okkur. Amma var einstök með margt en það sem stendur upp úr í okkar huga er hversu opnum örmum hún og afi tóku okkur alltaf og hvernig þau gerðu alltaf allt sem í þeirra valdi stóð fyrir okkur. Fyrst þegar við vorum börn á Akureyri og seinna í Reykjavík þegar við kom- um í háskóla og þurftum enn á umhyggju og stuðningi að halda. Þær eru óteljandi stundirnar sem við áttum saman og máltíðirnar glæsilegu sem amma hamaðist við að búa til handa okkur svo við værum nú örugglega vel haldnar. Það er stundum erfitt að skilja hugsunarhátt ömmu sem var svo ríkjandi í hennar kynslóð, sem var að setja þarfir annarra framar sín- um eigin, en þannig var amma. Það er bara hægt að vera þakk- látur fyrir að hafa verið svo hepp- inn að eiga svona góða ömmu sem hugsaði svo vel um alla og bjó til umhverfi sem öllum leið vel í. Við vitum að amma hefði ekki viljað að við veltum okkur of mikið uppúr fráfalli hennar, sem var henni í raun kærkomin lausn eftir löng og erfið veikindi. Hún hefði bara viljað að við minntumst henn- ar og afa og allra yndislegu stund- anna sem við áttum saman. Og það munum við alltaf gera. Sunna, Vala og fjölskyldur. GUÐRÚN LILJA ÍSBERG ✝ Sigríður Guð-munda Auðuns- dóttir fæddist í Hamarsbæli í Stein- grímsfirði 8. febr- úar 1932. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 24. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Auðunn Árnason bóndi á Dverga- steini við Álftafjörð, f. 14.október 1901, d. 30. júní 1991, og Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 10. desember 1907, d. 24. ágúst 1983. Systkini Sigríðar eru Hjalti Sigurður, f. 10. sept- ember 1928, Sigríður, f. 23. apr- íl 1930, d. 10. ágúst 1930, Erling Steinar, f. 23. desember 1936, og Svanur Bjarkar, f. 17. júní 1944. Hinn 20. júlí 1960 giftist Sig- ríður Kristni J. Árnasyni, f. 31. janúar 1933, d. 7. október 1987. Þau slitu samvistum 1981. For- eldrar hans voru Árni Bergsson kaupmaður á Ólafsfirði og Jó- hanna Magnúsdóttir. Synir Sig- ríðar og Kristins eru: 1) Árni Guð- mundur, f. 8. des- ember 1965, dóttir hans er Júlíana Margrét, f. 5. apríl 1995. 2) Auðunn Friðrik, f. 18. mars 1972, kona hans er Sigrún Inga Krist- insdóttir, f. 30. júní 1971, og eru börn þeirra: a) Jóhanna Hlín, f. 1. maí 1993, b) Kristinn Logi, f. 30. desember 1995, c) Sigríður Dröfn, f. 2. október 1999. Sigríður ólst upp á Ströndum til tólf ára ald- urs er hún flutti að Dverga- steini. 1952 fór hún til Noregs þar sem hún lauk námi í umönn- un ungbarna 1954. Sigríður lauk námi í hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla Íslands 1959 og starfaði við hjúkrun allan sinn starfsferil, m.a. hjá Krabba- meinsfélagi Íslands og Geðsviði Landspítalans. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Diddý. Nú hefur þú farið þína síðustu ferð. Okkur sem eftir lifum finnst hún hafa farið allt of fljótt. Þú naust þess á seinni árum að ferðast og sjá þig um í heiminum. Ef þú hefðir fengið að vera lengur á meðal okkar værir þú á sólar- strönd á Kanaríeyjum með vinum þínum. En eins og oft vill verða ræður maður ekki alltaf sinni för. Margs er að minnast frá liðnum árum, eins og skemmtilegra sam- verustunda í Haðalandinu með ykkur Kidda, þorrablótanna sem þú hélst fyrir ættingja og vini, að ógleymdum ættarmótunum á Dvergasteini. Þú lærðir hjúkrun á yngri árum og vannst við það fórnfúsa starf út starfsævina. Þú varst traustur vin- ur vina þinna og gott að leita til þín ef eitthvað bjátaði á. Ég bið guð að varðveita drengina þína, Árna og Auðun, Sigrúnu tengda- dóttur þína og barnabörnin sem þú varst svo stolt af. Þín minning öllu skærar skín, þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Ég bið guð að gæta þín og greiða veginn þinn (G. Ö.) Þín mágkona Ólöf Erla. Elskuleg vinkona mín Sigríður, ávallt kölluð Diddý, er látin. Ég mun sakna hennar sárt. Hún var svo traust, heilsteypt, hafði alltaf tíma fyrir vini og fjölskyldu og lét sig varða hag annarra. Það er orðin rúm hálf öld síðan við hittumst fyrst og urðum algjör- ar samlokur. Við hlógum stundum að því að sennilega hefðum við verið systur eða mjög nánar í fyrra lífi, svo líkar vorum við í hugsun. Eftir veturinn ’50–’51 í Reykjavík skildi leiðir. Diddý fór til Noregs, ég austur í heimahag- ana. Bréfaskriftir okkar urðu stop- ular enda báðar pennalatar þannig að sambandið slitnaði í allmörg ár. Diddý lærði hjúkrun, festi ráð sitt og bjó í Reykjavík. Ég bjó austur á landi upptekin af barnauppeldi og öðru stússi. Það liðu fimmtán ár frá síðustu samfundum. Þá þarf ég að fara suður í rannsókn og tók Diddý á móti mér. Það urðu miklir fagn- aðarfundir með okkur. Diddý bauð mér heim til sín á Fornhaga í alls kyns trakteringar. Mér fannst meira en lítið fyndið að koma á heimili vinkonu minnar, það voru alveg sömu hlutirnir hjá okkur. Kjarvalseftirprentun yfir sófanum, eins veggljós sitt hvorum megin. Sömu litirnir í íbúðinni og sams konar flísar á veggjum. Þegar Diddý fór að leggja á borð uppáhaldsbollana sína og sagði að hún hefði keypt þá í sum- ar fór ég að hlæja. Ég hafði keypt sams konar bolla á sama tíma. Ekki kann ég viðhlítandi skýringar á svona hlutum. Diddý sagði ein- hvern tímann að þetta væri til- viljun enda aðeins jarðbundnari en ég. Með árunum hefur samband okkar aukist og margt skemmti- legt brallað. Við fórum í bænda- ferð til Þýskalands fyrir fjórum árum. Nokkrar ferðir fórum við vestur á heimaslóðir Diddýjar. Það var skemmtilegt að heyra vinkonu mína segja frá gömlum dögum. Það var sömuleiðis gaman að fá Diddý austur og sýna henni það sem mér fannst markverðast þar. Eftir að ég flutti alveg til Reykjavíkur vorum við búnar að leggja á ráðin um eitt og annað sem við ætluðum að gera. Það var svo gaman að Diddý, hún átti svo marga vini og kappkostaði að deila einhverju með þeim öllum og allt virtist ganga upp. Diddý sá ekki sólina fyrir barnabörnunum enda eru þau alveg einstaklega yndisleg börn sem gaman var að kynnast. Diddýjar verður sárt saknað af mörgum. Ég votta fjölskyldu hennar og öðrum ástvinum mína dýpstu sam- úð. Guð blessi minningu góðrar konu. Guðrún. Eitt lítið bros það flytur meiri fegurð en fjöldi orða skrautrituð á blað. Og fallegt blóm það gefur meiri gleði en gull og völd, við skulum muna það. (G. G.) Þegar vinkona er kvödd eftir hálfrar aldar vináttu er margs að minnast. Kynni okkar hófust í febrúar 1956, þegar hópur ungra stúlkna var saman kominn í dag- stofu Hjúkrunarskóla Íslands, sem þá var til húsa í elstu bygg- ingu Landspítalans. Mikil eftir- vænting ríkti, því við vorum að byrja nám í hjúkrun. Við komum frá ýmsum stöðum á landinu og á þessum árum voru færri en hundrað nemar í skólanum. Sam- eiginlegt nám og dvöl í heimavist í þrjú ár varð síðan til þess að holl- ið okkar myndaði órjúfanleg vin- áttubönd, sem ekki hefur borið skugga á. Diddý vinkona okkar sem við kveðjum í dag kom að vestan, frá Dvergasteini í Álftafirði. Að námi loknu vann hún við hjúkrun allan sinn starfsaldur jafnframt heim- ilishaldi og uppeldi sona sinna. Hún var hin dæmigerða gestrisna húsmóðir, sem allt lék í hönd- unum á, alltaf var hreint og fínt hjá henni, heimabakað brauð og kökur á borðum. Ógleymanlegt er þegar sex ára sonur einnar úr hópnum spurði hvort hún ætti nokkuð kleinur sem enginn vildi, því þá mundi hann þiggja kleinurnar. Í mörg ár á eftir fékk sá hinn sami stóran kleinupoka fyrir jólin. Diddý var lífsglöð og fé- lagslynd, greiðvikin og sérlega hjartahlý. Hún hélt vel utan um fjölskyldu sína og lét sér umhugað um velferð allra sem í kringum hana voru. Hún var vinamörg og lifði inni- haldsríku lífi, var dugleg að ferðast bæði innanlands og utan. Hún styrkti börn til mennta á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Við erum þakklátar fyrir vin- áttu hennar og tryggð og verður hennar sárt saknað. Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig, og vakna upp úngur einhvern daginn með eilífð glaða kríngum þig. Nú opnar fángið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. (Þorsteinn Erlingsson.) Árna, Auðuni og ástvinum öll- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hollsystur. Í dag kveðjum við Sigríði Auð- unsdóttur. Það sannast rétt einu sinni að allt hefur sinn tíma, en þegar and- lát ber að garði er það í mínum huga ávallt ótímabært. Margs er að minnast. Við hitt- umst fyrst árið 1990 í löngu ferða- lagi til Indlands, Malasíu, Singa- púr og Taílands í góðum hópi ferðafélaga í Garðabakka. Þar reyndi á alla, hitinn svo mikill að allir voru rennsveittir allan sólar- hringinn, maturinn afar framandi svo sumum fannst alveg nóg um. En oft töluðum við um hvað við upplifðum margt í þessari ferð því hvorug okkar hafði komið til svo framandi landa áður. Það má því segja að þar hafi verið upphafið að okkar góðu kynnum. Ég hef verið mjög lánsöm að hafa Sigríði sem herbergisfélaga í mörgum löngum ferðum erlendis. Það var sama hvort við sigldum á Níl eða Amason, riðum á fílum á Indlandi eða gæðingum í Argentínu, allt var til gleði. Í löngum og krefjandi ferðum erlendis reynir oft á þolinmæðina og samvistina, en það var aldrei áhyggjuefni að okkur semdi ekki. Það veit ég vel að létta lundin og jákvætt viðmót hennar til allra samferðamanna okkar fleytti okk- ur oft að landi. Hún raulaði oft uppáhaldslögin sín í löngum rútu- ferðum og stytti það tímann. Sigríður var hjúkrunarkona og ósjálfrátt hafði hún auga með samferðafólkinu ef henni fannst ástæða til. Hún var fljót til að- stoðar ef með þurfti. Ég minnist þess að oft, þegar við vorum komnar á hótel eftir erfiðan dag, spurði hún hvort tánum mínum veitti nokkuð af góðu nuddi og kremi. Kæra vinkona, fyrir hönd ferða- félagana í Garðabakka þakka ég þér fyrir allar góðu stundirnar og kveð þig með söknuði. Sólveig Halblaub. SIGRÍÐUR G. AUÐUNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.