Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 18
SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali HÁHOLT HAFNARFJÖRÐUR HRAUNBÆR - 3JA HERB. MEÐ SÉRINNGANGI AF SVÖLUM Vorum að fá í sölu þessa glæsi- legu 3ja herbergja 86 fm íbúð á miðhæð í þessu nýlega húsi ásamt 33 fm innbyggðum bíl- skúr. Kirsuberjainnrétting í eld- húsi, fallegt eikarparket á gólf- um, þvottahús innan íbúðar, sérinngangur og sérlega fallegt útsýni úr stofum og af svölum. Verð 18,5 m. Góð þriggja herbergja 69 fm íbúð með sérinngangi af svöl- um. Íbúðin skiptist í: Anddyri, hol, barnaherbergi, hjónaher- bergi með skápum, nýstandsett baðherbergi, eldhús og stofu með útg. út á vestursvalir. Stutt í alla þjónustu. Verð 12,3 m. Akureyri | Höfuðborgin | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Spila frítt | Golfklúbbur Hornafjarðar hefur gert samning við Golfklúbbinn í Mos- fellsbæ um að félagsmenn klúbbanna spili ókeypis hvor hjá öðrum. Guðný Helgadótt- ir, formaður Golfklúbbs Hornafjarðar, seg- ir á vef sveitarfélagsins Hornafjarðar að menn séu ánægðir með samkomulagið, það sé bónus fyrir félagsmenn því svo dýrt sé að „fara á vellina í bænum“. Samningurinn hljóðar upp á að Hornfirð- ingar mega fara á völlinn í Mosfellsbæ fyrir kl. 16 virka daga og eftir kl. 14 um helgar. Engin tímatakmörk eru varðandi það hve- nær félagsmenn í Golfklúbbi Mosfellsbæjar mega spila á Hornafirði. Guðný segir að lít- ið sé um að vera hjá golfurum eystra nú og verði fram í apríl en þá verði byrjað á fullu. Golfnámskeið verði haldin fyrir börn og unglinga og þá verður haldið áfram með nýja golfvöllinn, sem er viðbót við þann sem fyrir er og vonast til að verkinu verði lokið í sumar. Með þessari stækkun verði nægi- legt pláss fyrir alla sem sækja völlinn. Um hundrað manns eru í Golfklúbbi Horna- fjarðar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Samstarf um gönguleiðakort | Ferða- málaráð Íslands úthlutaði á dögunum styrkjum til ýmissa málefna á sviði um- hverfismála. Siglufjörður, Ólafsfjörður og Háskólinn á Hólum fengu samtals úthlutað einni og hálfri milljón til gerðar gönguleið- arkorta/útivistarkorta. Þessir aðilar munu vinna sameiginlega að gerð eins korts fyrir svæðið á Tröllaskaga. Markmiðið með þess- ari vinnu er að auka möguleika ferða- og útivistarfólks á að nýta sér Tröllaskagann sem ákjósanlegan stað til útivistar segir á vef Siglufjarðarbæjar. Lækka sorpkostnað | Sorpsamlag Þing- eyinga óskar eftir samstarfi við notendur þjónustunnar um að lækka kostnað við eyð- ingu sorps. Markmiðið er að ná pappa, papp- ír og plasti frá öðru sorpi, bagga það sér og geyma til að brenna í nýrri sorpbrennslu sem tekur til starfa um næstu áramót. „Þannig spörum við okkur að flytja pappann, pappírinn og plastið til Reykjavíkur með til- heyrandi flutningskostnaði og móttökugjaldi Sorpu. Og erum um leið að safna í brennu, þ.e. hráefni sem nýtist í orkuframleiðslu,“ segir Sigurður Rúnar Ragnarsson hjá Sorp- samlaginu, í samtali við Skarp á Húsavík. Búið er að koma fyrir gámum við mat- vöruverslanirnar Úrval og Kaskó. Í þá má henda öllum pappa, pappír og plasti, en einn- ig er gámur við böggunarstöðina á Höfða. Skógarmenn KFUM,sem starfrækja sum- arbúðirnar í Vatnaskógi, bjóða uppá fjölskylduflokk að vetri, helgina 18. til 20. febrúar. Á staðnum verður lista- smiðja, farið verður í gönguferðir, íþróttir bæði úti og inni og íþróttahús staðarins verður óspart notað. Þá verða kvöldvök- ur og fræðslustundir fyrir foreldra og börn. Vatna- skógur er sannkölluð vetr- arparadís og oft myndast góður ís á Eyrarvatni sem tilvalinn er til leikja og skautaiðkana. Rútuferðir eru frá Holtavegi 28 kl. 17.30 á föstudeginum fyrir þá sem þess óska Skráning er á skrifstofu KFUM og KFUK og á www.kfum.is Fjölskyldu- flokkur Samningur um sam-starf Snorrastofu og Hugvísindastofnunar Há- skóla Íslands hefur verið undirritaður. Markmið hans er að hafa samstarf um einstök verkefni á þverfaglegum grunni og nýtingu aðstöðu. Sérstök áhersla verður lögð á samvinnu Miðaldastofu Hugvísindastofnunar og Snorrastofu. Samningurinn er til 3 ára og felur m.a. það í sér að stofnanirnar gang- ist fyrir sameiginlegum viðburðum í húsnæði Snorrastofu í Reykholti s.s. málþingum, rannsóknarnámskeiðum, fyrirlestrarhaldi o.fl. en þar má nefna umsóknir um styrki vegna rann- sókna m.a. á sviði mið- aldafræða. Samningur um samstarf Kristján Eiríkssonfrétti af „ristíðni- bónus“ í kjarasamningum við Alcan og yrkir: Svo kaupið er lágt og lífið trist að lítið gefst þar af dráttum fínum jafnvel þótt greiði Rannveig Rist ristíðnibónus mönnum sínum. Hjálmar Freysteinsson yrkir: Ég þróttlaus er í þessu og hinu því mun ráða aldur minn, ynni ég í álverinu engan fengi ég bónusinn. Siv Friðleifsdóttir sagði bræðurna Árna og Pál Magnússyni þurfa að „hlaupa af sér hníflana eða litlu hornin“. Kristján Bersi Ólafsson yrkir: Orð að sönnu eru mér ummæli Sivjar vorrar, að hnýflana þurfi að hlaupa af sér Halldórs litlu dorrar. Enn af ris- tíðnibónus pebl@mbl.is Ólafsfjörður | Þeir Sigurður Ólafsson frá Vélsmiðju Ólafs- fjarðar og Þórður Guðmunds- son og Einar Ámundason frá Vélsmiðju Einars voru að vinna að viðhaldi um borð í frystitogaranum Kleifarbergi ÓF, við bryggju í Ólafsfirði þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins var þar á ferð. Allir voru þeir sammála um að allt of rólegt væri yfir atvinnumál- unum í Ólafsfirði og að lítið væri að gerast í bænum. Í þeirra atvinnugrein væri lítið um verkefni, nema þegar tog- ararnir kæmu til hafnar. „Við viljum göng,“ sögðu þeir fé- lagar en voru þó ekki sammála um hvort væri heppilegra, að fá göng yfir í Héðinsfjörð og áfram til Siglufjarðar eða göng yfir í Fljót. Best væri því að fá tvenn göng. Morgunblaðið/Kristján „Við viljum göng“ Járnkarlar Norðausturland | Mjólkurframleiðendur á Norðausturlandi voru 193 talsins á liðnu ári, en alls skiluðu 109 kúabú skýrslum á svæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar en 69 á svæði Búnaðarsambands Suður-Þing- eyinga. Skýrsluhaldsbúum á Norðaustur- landi fækkaði um þrjú á milli ára. Á vef sambandsins kemur fram að með- alafurðir svæðisins halda áfram að vaxa og voru þær 5.158 kg/árskú í Eyjafirði en 5.132 kg/árskú í S-Þingeyjarsýslu og aukast þar með meðalafurðir svæðisins um 106 kg/árskú á milli áranna 2003 og 2004. Hæstar meðalafurðir voru í Nautgripa- ræktarfélagi Grýtubakkahrepps 5.754 kg/ árskú en á bak við þá tölu standa fjögur bú með alls 290 kýr. Í kjölfarið fylgdu svo Nautgriparæktarfélag Skútustaðahrepps með 5.510 kg/árskú og Nautgriparæktar- félag Öngulsstaðahrepps með 5.324 kg/ árskú. Mestu skráðu afurðir frá því skýrsluhald hófst Hvammur í Eyjafjarðarsveit skilaði hæstum meðalafurðum, 500 kg/árskú í verðefnum og var eina búið sem náði 500 kg markinu. Félagsbúið í Vogum Mývatns- sveit kom næst með 498 kg/árskú en Fé- lagsbúið Baldursheimi I í Mývatnssveit skilaði mestri mjólk eftir árskúna, 6.687 kg. Alls skiluðu 15 bú meðalafurðum yfir 6.000 kg en það eru 8,5% skýrsluhaldsbúa á svæðinu. Tvær kýr skiluðu ársafurðum yfir 11.000 kg og eru þetta mestu skráðar afurðir frá því skýrsluhald hófst. Kýrin Pía 343 frá Sigtúnum í Eyjafjarð- arsveit mjólkaði 11.095 kg á árinu og Frekja 284 frá Akri í Eyjafjarðarsveit skil- aði 11.047 kg. Mestum verðefnum skilaði Grýla 541 frá Hofsá í Svarfaðardal, 814 kg sem eru geysimiklar afurðir segir á vef Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Tvær kýr skiluðu árs- afurðum yfir 11.000 kg Morgunblaðið/Kristján       ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.