Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmyndir.is
Ian Nathan/EMPIRE
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.10. B.i. 14 ára.
FRÁ HÖFUNDUM SOUTH PARK
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 14 ára.
4 Ó s k a r s v e r ð l a u n a t i l n e f n i n g a r
Sýnd kl. 10.
S.V. Mbl.
Kvikmyndir.com
„Hressir ræningjar“
Fréttablaðið
OCEAN´S TWELVE
Sýnd kl. 6.
Kvikmyndir.is
Ian Nathan/EMPIRE
Sýnd kl. 5.45 og 9.
H.L. Mbl.
Sýnd kl. 6 og 9.10.
tilnefningar til óskarsverðlauna
þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti
leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-
Cate Blanchett og Alan Alda.
11
Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá.
Frá leikstjóranum Oliver Stone.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.45 OG 8.30.
STÆRSTA ÞJÓÐSÖGN ALLRA
TÍMA VAR SÖNN
Algjör snilld.
Ein af fyndustu myndum ársins.
l j r ill .
i f f t r i .
Kvikmyndir.is
VINSÆLUSTU MYNDIRNAR
Á FRÖNSKU KVIKMYNDAHÁTIÐINNI SÝNDAR ÁFRAM
4 Ó s k a r s v e r ð l a u n a t i l n e f n i n g a r
V.G. DV.
V.G. DV.
Langa trúlofunin - Un Long dimanche Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Grjóthaltu kjafti - Tais toi Sýnd í stóra salnum kl. 6.
Peningabíllinn - Le Convoyer Sýnd kl. 8. Enskur texti.
Forsýning kl. 9.
Í gær hófust löng og ströng réttarhöld yfir sjálf-skipuðum konungi poppsins – Michael Jackson.Söngvarinn hefur verið ákærður fyrir að hafa
misnotað ungan dreng kynferðislega á búgarði sínum í
Kaliforníu sem kallast Hvergiland (Neverland). Rétt-
arhöldin gætu staðið yfir í um eitt misseri og ef allt fer
á versta veg (eða „besta“ veg, allt
eftir því hvernig á það er litið)
gæti Jackson þurft að sitja í stein-
inum næstu tuttugu árin eða svo.
Árið 1993 kom svipað mál upp en
Jackson samdi þá við ákærendur
utan réttarsala. En í þetta sinnið er öllu til tjaldað,
Jackson kemst ekki undan því að sitja undir rétt-
arhaldi í þetta sinnið, en hann hefur ávallt sagst alsak-
laus af öllum ásökunum.
Í bráðum kvartöld hefur Michael Jackson stöðugtverið að koma heiminum í opna skjöldu með und-
arlegum uppátækjum. En það sem einu sinni var í
mesta lagi ýktur sérvitringsháttur varð að einhverju
allt öðru og óhugnanlegra fyrir réttum tólf árum.
Skyndilega tóku plötutitlar eins og Bad og Dangerous
á sig hrollvekjandi merkingu og ævintýraljómi Hvergi-
lands, þar sem Jackson er sagður hafa sængað með
ungum drengjum, hvarf í einni sviphendingu.
Glæpir þeir sem Jackson er sakaður fyrir eru hræði-
legir og í ljósi þess furðanlegt hversu vel Jackson held-
ur dampi gagnvart fjölmiðlum og aðdáendum. Þúsund
blaðamenn ku vera mættir fyrir utan dómshúsið og
aðdáendur tjalda þar fyrir utan og styðja við bakið á
sínum manni. Það er eins og fólk hiki aðeins við að „af-
lífa“ hann gersamlega, ólíkt því sem gerðist með t.a.m.
Pete Townshend; Gary Glitter eða Jonathan King sem
áttu bersýnilega rýran „fyrirgefningar“-höfuðstól að
baki sér. Umburðarlyndi almennings jókst meira að
segja töluvert eftir að hin umdeilda heimildarmynd
Martin Bashir Living With Michael Jackson var sýnd
snemmárs 2003. Hið ótrúlega gerðist – Jackson stóð
uppi sem sigurvegari eftir þáttinn, mannlegri en
nokkru sinni fyrr. Þar kom bersýnilega í ljós að það er
engu logið með það að Jackson sé nútíma Pétur Pan.
Maðurinn er barn að eilífu, firrtur grámyglulegum
hversdagsleika og algerlega grunlaus um háttu „full-
orðinna“ að því er virðist. Jackson sagði þar að hann
sæi ekkert að því að hátta með vinum sínum, slá upp
einhvers konar náttfatapartíi. Ennþá hefur ekki tekist
að færa neinar sönnur á það hvort eitthvað glæp-
samlegt hafi átt sér stað inni fyrir luktum dyrum
Hvergilands. Maður er sannarlega farinn að þrá nið-
urstöðu í þetta mál. Er maðurinn sekur eða ekki? Er
ekki hægt að fá það á hreint í eitt skipti fyrir öll?
Það hefur því miður sýnt sig að hið ameríska„… and justice for all“-ákvæði er dauður bók-
stafur með tilliti til valda og auðs og því vel hugs-
anlegt að Jackson nái að snúa sig út úr þessu, sé hann
sekur.
Spurningin er því: Mun Jackson ná að „Beat It“ enneinu sinni? Eða verður hann „Smooth Criminal“
næstu tuttugu árin? Alltént eru spennandi tímar fram-
undan í viðsjárverðum heimi dægur- og afþreying-
armenningar og víst að engin hætta er á gúrkutíð á
þessum blaðsíðum næstu mánuði.
Snillingur – sakleysingi …
eða skrímsli?
’Maðurinn er barn að eilífu, firrtur grámyglulegum hversdags-
leika og algerlega grunlaus um
háttu „fullorðinna“ að því er virðist.‘
AF LISTUM
Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Reuters
Teikning úr réttarsalnum, dagsett hinn 31. janúar.
Tónlistarmaðurinn og mannvin-urinn Bob Geldof kveðst hund-
leiður á að fólk líti á hann sem ein-
hvern fulltrúa Afríku. Geldof, sem
hefur safnað milljónum til fátækra
svæða í álfunni, segir að fólk sé enda-
laust að spyrja sig um Afríku.
Hann segir að fjölmiðlar eyði allt of
miklum tíma í að tala við fræga fólkið
um málefnið. „Hver
hefur áhuga ef for-
seta Níger er boðið í
sjónvarpsviðtal? Það
er alltaf sagt: „fáið
Geldof“. Ég er fjár-
ans herra Afríka!“
Geldof segir einnig
að hann vilji fremur að sín verði
minnst fyrir tónlistina sína, en hjálp-
arstarfsemi. „Öfugt við það sem allir
telja, hef ég bara áhuga á tónlistinni
minni,“ sagði hann.
Fólk folk@mbl.is