Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 35 MINNINGAR María var fjórða í hópi átta barna hjónanna Önnu Pét- ursdóttir og Magnúsar Stefánsson- ar og flutti með þeim úr Þykkvabæ, 14. maí 1923, að Ráðagerði í Ása- hreppi. En Sigríður systir hennar varð eftir hjá afa og ömmu í Rima- koti og ólst þar upp. Vorið 1934 fluttu þau að Vetleifsholti í Ása- hreppi, sem var næsta jörð. María var fermd frá Odda á Rangárvöllum af Erlendi Þórðarsyni á annan í hvítasunnu. María var mjög duglegur ung- lingur og kom því í hennar hlut og minn að vinna erfiðis sveitastörf að slá með orfi í þýfðu túni, sæta og binda á engjum og setja upp á klakk, því þannig hagaði til að allt hey varð að flytja heim yfir þýfðar mýrar, því langt var að bænum. Hún var fljótt lánuð til að passa börn á öðrum bæjum (t.d. að Æg- issíðu hjá Þorgils og Kristínu.) Ef húsmóðir á nágrannabæ þurfti að skreppa til Reykjavíkur í viku eða svo þá fór hún létt með að hlaupa í skarðið og fórst vel úr hendi að sjá um heimilið þann tíma. María fór til starfa í Vestmanna- eyjum 1938 eða 1939 ásamt tveimur eldri systrum sínum á heimili sem tók kostgangara á meðan vertíð stóð yfir. Um haustið 1940 fór hún í vist til Reykjavíkur en kom heim í sveitina um sláttinn. Árið 1945 eign- aðist María sitt fyrsta barn, Eygló Björk Hermannsdóttur. Árið 1946 brugðu foreldrar okkar búi og tóku sig upp og fluttu suður. Þau keyptu Bjarnastaði, sumarhús sem Bjarni Böðvarsson, sá þekkti hljómsveitar- stjóri, hafði látið byggja. Þetta var fyrsta heimilið sem þau eignuðust en þau höfðu áður verið leiguliðar, eins og margir bændur voru á þeim tíma. Þessu nýja heimili völdu þau KRISTÍN MARÍA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Kristín MaríaMagnúsdóttir fæddist í Stóra Rima- koti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 17. júní 1921. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 14. jan- úar síðastliðinn og var jarðsungin frá Háteigskirkju 24. janúar. nafnið Sólvellir og var það nafn með rentu. María hélt áfram að vinna úti eftir að til Reykjavíkur kom. Fyrstu tvö árin á kaffi- stofunni Gullfossi og eitt eða tvö sumur var hún þerna á Laxfossi. Seinna hjá Eyjólfi Jó- hannssyni í trésmiðj- unni Akri í Silfurtúni um tvö ár. Og seinna meir á saumastofunni Kápunni hjá Jóhanni Friðrikssyni og átti það sérstaklega vel við hana, því hún var framúrskarandi myndarleg í höndunum við sauma- skap og aðra handavinnu. Allt lék í höndum hennar. María giftist Óskari Jóhanni Guðmundssyni frá Bergstöðum í Vestmannaeyjum. Fyrstu árin bjuggu þau á Steinnesi á Seltjarn- arnesi hjá Pálínu systur hennar og Halldóri manni hennar. Um eða upp úr 1960 keyptu þau íbúð á Frakka- stíg 24. Þar bjuggu þau er þau urðu fyrir þeirri þungu raun að missa Eygló Björk sem gift var Rúti Egg- ertssyni. Upp úr 1970 keyptu þau íbúð á Háaleitisbraut 14. Þar bjuggu þau sér glæsilegt heimili. Óskar kom heim með ófáa fallega muni til að fegra og skreyta heimili þeirra úr sínum siglingum. Óskar var vélstjóri og fór í margar utan- landsferðir á þeim skipum sem hann var á. Þau hjónin voru sam- hent og höfðu nautn af því að ferðast, ekki síður innanlands en ut- an. Óskar féll frá 1995. María var fyrirmyndar húsmóðir. Hún var hjálpsöm með afbrigðum og ein- staklega skilningsrík ef einhver átti við veikindi að stríða. Hún var ein- staklega barngóð og börn löðuðust að henni jafnt sem fullorðnir. Öllum leið vel í návist hennar. Hún var góð heim að sækja. Það var alltaf svo hressandi og skemmtilegt að hitta hana og ræða við hana um það sem efst var á baugi hverju sinni, því hún fylgdist vel með öllu og mynd- aði sér skoðanir á mönnum og mál- efnum. Eða þá að tala um liðnar stundir og rifja upp gömlu góðu dagana. Hún kunni að gleðjast með glöðum og hryggjast með hrjáðum. Við sem fjær höfum staðið getum ekki annað en dáðst að og þakkað hetjuskap og fórnarlund barna hennar við umönnun og stuðning við hana. Ég kveð þig elsku systir og vil gera að mínum orðum vers sem dóttir þín fór oft með tveimur dög- um áður en hún lést er ég sat hjá henni uppi á Landspítala. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þó hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (Matthías Jochumsson.) Við vottum öllum aðstandendum Maríu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, svo og systkinum hennar og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur öll. Þóra Magnúsdóttir, Anna og Ísarr. Nú eiga margir um sárt að binda þegar eins stórkostleg kona og María Magnúsdóttir, „Mæja“, er fallin frá. Það er nú einu sinni svo að það eina örugga í okkar lífi er að við deyjum, samt kemur það alltaf jafn ónotalega við mann að frétta af and- láti vina sinna. Ég var í skoðunar- ferð um skóga Svíþjóðar að skoða skemmdir og eyðileggingar af völd- um óveðurs þegar andlátsfregnin barst mér. Þrátt fyrir alla eyðilegg- inguna sem fyrir augun bar var samt hægt að sjá fegurðina í land- inu. Sams konar tilfinningu sendir þú mér, Mæja mín. Þrátt fyrir sorg- ina skilur þú eftir þig svo mikla feg- urð og stórkostlegar minningar. Alltaf leið mér vel eftir kaffisopa og spjall hjá þér og enn geislarðu þessum yndislegu persónutöfrum því minningarnar sem þú skilur eft- ir hjá mér báru sorgina strax of- urliði. Mörgum árum áður en ég hitti þig var ég farinn að heyra sögusagnir um þig meðal krakk- anna á Skólavörðuholtinu. Það var svo ekki fyrr en þú varst flutt á Háaleitisbrautina sem mér veittist sá heiður að hitta þig í fyrsta skipti. Ég var ungur töffari og ekkert smá feiminn til að byrja með en feimn- inni fékk ég ekki að halda eitt augnablik frekar en aðrir töffarar og skvísur sem vöndu komur sínar á heimili ykkar Óskars. Hvað var það við þig sem gerði það að verkum að á öllum öðrum heimilum vina og kunningja dvöldust unglingar útaf fyrir sig en hjá þér söfnuðust allir í eldhúsið eða stofuna? Hvernig fórstu að þessu? Svona langaði mig að verða þegar ég yrði stór. Það er fyrst núna eftir 30 ár sem ég er að skilja aðferðina. Þú fylgdist alltaf með og vissir t.d. betur í dag en ég hverju unglingar hafa gaman af. Síðustu ár hef ég haft svo gaman af að fylgjast með enn einum ung- lingsárum þínum sem þú upplifðir með yndislegum barnabörnunum. Þú hafðir þínar skoðanir og leyfðir okkur hinum að fylgjast með þeim án þess að reyna að hafa áhrif á eða breyta okkar skoðunum. Hvílíka þolinmæði þú hafðir, elsku Mæja. Allir voru jafnir í þínum augum og öll höfum við haft mikinn þroska af því að þú tókst okkur að þér. En þrátt fyrir umhyggju og umburð- arlyndi má ekki gleyma öðrum kostum þínum og þá helst hörku og baráttuvilja þegar yfirgangur og ósanngirni tóku völd. Í seinni tíma styrjöldum sem háðar hafa verið á Íslandi, svo sem árás yfirvalda og grænmetiseinkasölu með óætum kartöflum frá Finnlandi eða Rúss- landi lét mín ekki bjóða sér upp á ósómann. Flest heimili á landinu gáfust umsvifalaust upp og átu skemmdan mat samkvæmt gömlum venjum. Mótárás kom þó úr einni átt þegar María Magnúsdóttir spriklaði upp Háaleitisbrautina og inn í Fellsmúla þar sem þú mættir andstæðingnum í höfuðstöðvum hans. Þegar þú komst tilbaka með óskemmdar kartöflur, fallegri en nokkurt jólaepli, gat ég ekki annað en vorkennt ráðstjórnarherrunum í Grænmetinu. Þeir hafa sko fengið að kyngja gorgeirnum og mikil- mennskunni þegar þeir töpuðu stríðinu gegn þér. Allir voru jafnhá- ir í þínum huga nema þeir sem minna máttu sín, þeir áttu hauk í horni hjá þér. Það var mikil gæfa í mínu lífi að kynnast ykkur Óskari. Ekki veit ég hvað ég hef gert til að verðskulda þann heiður en ég er þakklátur. Öll- um öðrum sem syrgja óska ég þess að yndislegar minningarnar um ykkur Óskar hjálpi okkur öllum að líða vel enda var það svo skemmti- leg lífsregla þín. Háaleitisbrautin hefur misst sjarmann en minningin lifir. Kær kveðja og takk fyrir allt. Þinn vinur, Sverrir. Heimsborgari, heið- ursmaður, þúsund- þjalasmiður. Indriði gerði víðreist um heim- inn og fræddist frá fyrstu hendi um undur veraldar, framandi menningu og heimsmál í stóru og smáu áður en hann settist að í Reykjavík og festi ráð sitt. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að fá að eiga Indriða fyrir tengdaföður í 25 ár án þess að nokkurn tímann bæri skugga á okkar samband, og svo söknuður vegna þess að forvitni hans og fróðleiksfýsn voru stöðug upp- spretta ánægjulegra samveru- stunda. Skemmtilegri ferðafélagi er vandfundinn, jafnan reiðubúinn að slá til og reyna eitthvað nýtt, nú eða INDRIÐI SIGURÐSSON ✝ Indriði Sigurðs-son fæddist 22. apríl 1924. Hann lést á líknardeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss í Kópa- vogi 31. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 10. janúar. bara heimsækja kunn- uglegar slóðir upp á nýtt. Áhugi hans á hinni stóru heildar- mynd heimsins endur- speglaðist í störfum hans, stærstan hluta ævinnar í tengslum við farmflutninga og póst, en í einkalífinu birtist þessi forvitni um gang lífsins í bóklestri og ættfræðigrúski, sem Indriði stundaði hin síðari ár af brennandi áhuga. Indriði talaði aldrei illa um nokkurn mann, var alltaf bjartsýnn og æðrulaus þótt eitthvað bjátaði á. Og þrátt fyrir erfið veik- indi undir lokin glataði hann ekki hæfileikanum til að hrífast af falleg- um söng og góðum verkum, né held- ur viljanum til að veita sínum nán- ustu hlutdeild í hrifningunni, koma kannski svolítið á óvart á sinn hóg- væra hátt. Meðal annars þessir eig- inleikar gera það að verkum að Indr- iði gleymist ekki þeim sem honum stóðu næst. Stefán Haraldsson. Hún Elín Katrín tengdamóðir mín var svo ung í anda og alltaf hress og kát. Alltaf já- kvæð. Hafði þó sterkar skoðanir á hlutunum, sérstaklega þegar pólitík bar á góma. Hún hafði yndi af blómarækt, rósir voru í miklu uppáhaldi. Hún safnaði líka gömlum munum af mikilli ástríðu. Blóma- og antíkverslanir voru oft heimsóttar þegar komið var í bæinn. Hún viðaði að sér hlutum sem aðrir hefðu keyrt á haugana. Gerði þá síðan upp svo unun var á að horfa. Eldhúsinnréttingin í Háarifinu er t.d. að stórum hluta úr gamalli innréttingu sem átti að henda fyrir tæpum áratug. Við rifjum það oft upp þegar Ella og Bembi keyrðu með hana vestur á kerru, ásamt stórum gömlum skáp sem líka átti að farga. Hann er stofustáss í dag. Eða þegar stóra öspin var felld í garðinum hér í Mosó. Ella fékk vægt áfall í sím- ELÍN KATRÍN GUÐNADÓTTIR ✝ Elín KatrínGuðnadóttir fæddist í Stykkis- hólmi 15. mars 1945. Hún lést á LSH við Hringbraut 17. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Búðakirkju í Staðarsveit 26. jan- úar. anum þegar ég sagði henni frá því, enda tréð mjög fallegt og í miklu uppáhaldi hjá henni. Í dag eru nokkrir afleggj- arar af þessu tré búnir að skjóta sterkum rót- um á Rifi. Það er margs að minnast, nú þegar kveðjustundin er runn- in upp alltof fljótt. Í anda Ellu er þó ekki við hæfi að velta sér of lengi upp úr hlutunum. Það sem við, sem næst henni stöndum, verðum þó ævarandi þakklát fyrir, er samveran um jólin sem má segja að hafi verið hennar stærsta gjöf til okk- ar allra. Í ljósi þess hversu veik hún var síðustu dagana fyrir jól var það nánast kraftaverk hvað hún var hress um hátíðarnar. Svo kom kallið og við syrgjum góða konu. Elsku Bembi, Rúna og Helgi. Ykk- ar er missirinn mestur og sorgin sár- ust. Megi allar góðir vættir hjálpa ykkur að feta lífsins braut án Ellu okkar. Hún nafna hennar litla lagði hönd á hjartastað í morgun og sagði: Amma Ella verður alltaf hjá mér, hérna í hjartanu og þá get ég talað við hana þegar ég vil! Blessuð sé minning Elínar Katrínar. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Guðmunda. Ljóssins faðir, lífsins herra, lát oss stöðugt minnast þín. Jafnt er heimsins harmar særa, og hamingjunnar sól er skín. Gef oss, Drottinn, styrk að stríða og standa á lífsins hálu braut. Þig við biðjum, þér við treystum, þú einn mýkir böl og þraut. (G.J.) Þegar við nú kveðjum Mundu Pál- ín Enoksdóttur verður okkur fyrst hugsað til allra ánægjustunda sem við höfðum átt með henni, því hvursu annars mátti túlka líf hennar trega- blandið stóð ávallt uppúr glettni hennar, háðskt gaman, ásamt skörp- um gáfum, sem sýndi sig í skemmti- legri og hlýrri frásögn hennar. Mundu var margt til lista lagt, hún málaði myndir og samdi ljóð. Hún var mjög trygg þeim er hún tók og stálminnug um allt er þá varðaði. MUNDA PÁLÍN ENOKSDÓTTIR ✝ Munda PálínEnoksdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. des- ember 1939. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 16. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi 27. janúar. Ævi hennar var ekki alltaf dans á rósum, en miðað við þær erf- iðu aðstæður er hún bjó við og þá erfið- leika er forsjónin veitti henni, er ekki hægt annað en dást að þessari konu. Stundum gat fokið í hana eins og annað fólk, en yfirleitt var hún ekki að erfa hlut- ina. Í mörg ár þurfti Munda að dvelja á Sogni og ávallt talaði hún vel um starfs- fólkið, og því þótti líka vænt um hana og reyndi við erfiðar aðstæður að skapa henni sem heimilislegast um- hverfi. Oft heyðum við Mundu segja að hún vildi hvergi annars staðar vera. Því ber að þakka öllu þessu góða starfsfólki þess þátt í lífshlaupi hennar. Sonur Mundu, Kristján og kona hans reyndust líka Mundu frá- bærlega vel og hafi þau hjartans þakklæti fyrir elsku sína við hana. Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu Hjálmar.) Blessuð sé minnig þín. Andrea og Ísleifur. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman! Minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu. Engir dagar koma aftur en fegurð þeirra lifir hjá þér eins og ljós í rökkri eins og blóm á fjalli. (Þórarinn Guðmundsson.) Ég elska þig, María. JÓHANNES ÓLAFSSON ✝ Jóhannes Ólafsson fæddist íReykjavík 10. nóvember 1918. Hann lést á heimili sínu í Hvera- gerði miðvikudaginn 5. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 14. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.