Morgunblaðið - 02.02.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 02.02.2005, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. BÖRNIN á Mánabrekku skemmta sér vel í því vorveðri sem ríkt hefur að undanförnu. Ekki svo að skilja að leikskólabörn fari ekki út fyrir hússins dyr nema jörð sé auð, síður en svo. Hitt er svo annað mál að í hlákutíð geta samgöngur á sérhönnuðum farartækjum fyrir börn verið auðveldari en þegar allt er á kafi í snjó. Það er því um að gera fyrir þau Óttó, Önnu Birtu, El- ínu Birnu og Birtu Maríu að aka og burra. Morgunblaðið/Ómar Ekið um á Mánabrekku BEIN afskipti stjórnmálaflokka af stefnumótun alþýðusambanda eru varhugaverð að mati Gunnars Guttormssonar fyrrverandi starfs- manns ASÍ og höfundar greinar um stefnu ASÍ í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að ákvörðun miðstjórnar ASÍ að tengja sam- bandið skipulagslega við eina stjórnmálahreyfingu, þ.e. krata- flokkanna á Norðurlöndum að Samfylkingunni meðtalinni, sé aft- urhvarf til fortíðar og stangist á við lýðræðislegar hefðir og vinnu- brögð í fjöldasamtökum. ASÍ og Samfylking í samstarfi Gunnar bendir á að árið 2000 hafi ASÍ hafið formlegt samstarf við Samfylkinguna og aðra sósíal- demókratíska flokka á Norður- löndunum með því að gerast aðili að SAMAK (Samstarfsnefnd nor- rænna jafnaðarmannaflokka og al- þýðusambanda). „Samkrull alþýðusambanda ann- ars staðar á Norðurlöndunum við krataflokka hefur verið á undan- haldi vegna eðlilegrar gagnrýni eins og best sést af því að árið 1995 sleit danska alþýðusambandið formlegum tengslum við krata- flokkinn þarlendis, og 2003 ákvað sambandið að hætta að greiða ár- legan 1 millj. kr. styrk til flokksins. Um svipað leyti og þetta var að gerast í Danmörku ákvað norska alþýðusambandið að draga sinn mann út úr framkvæmdanefnd norska verkamannaflokksins,“ segir í greininni. Tengslin aftur- hvarf til fortíðar  Hvert stefnir/27 ÁÆTLAÐ er að sex stærstu sveitarfélög landsins hafi veitt samtals um 1,4 milljarða króna til fjárhagsaðstoðar á síðasta ári. Til samanburðar vörðu þau samtals um 739 milljónum króna til fjárhagsaðstoðar árið 2000. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari félags- málaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur. Sveitarfélögin sex eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnar- fjörður, Akureyri, Reykjanesbær og Garðabær. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarfélög skuli tryggja að íbúar þeirra geti séð fyrir sér og sínum. Ekki er kveðið á um lágmarksfjár- hæð til framfærslu í lögunum en í leiðbeiningum félags- málaráðuneytisins frá árinu 2003 er lagt til að lágmarks- fjárhæð til einstaklings sé 84.245 krónur. Í svarinu kemur fram að alls hafi 5.930 fjölskyldur notið fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á landinu öllu árið 2002. Þar af voru barnlausir einstæðir karlar stærsti hópurinn eða alls 2.113. Einstæðar konur með börn voru næststærsti hópurinn eða alls 1.994. Því næst koma barnlausar einstæðar konur, en þær voru alls 1.031. Einstæðir karlar með börn voru 107, hjón eða sambúð- arfólk með börn voru 479 og hjón eða sambúðarfólk án barna voru 206. „Hafa ber í huga að með barnlausu fólki er hér átt við þá sem ekki eru með börn á sínu framfæri, engu að síður getur verið um að ræða fólk sem greiðir meðlag með börnum sínum,“ segir í svarinu. 1,4 milljarðar í fjár- hagsaðstoð í fyrra Morgunblaðið/Ómar Barnlausir, einstæðir karlar stærsti hópurinn VIÐRÆÐUR eru í gangi á milli Reykjavíkurborgar og Landakots- skóla um að skólinn verði hluti af almenna skólakerfinu en hug- myndafræði hans verði áfram við lýði. Þetta upplýsti Stefán Jón Haf- stein, starfandi forseti borgar- stjórnar og formaður menntamála- ráðs, á fundi borgarstjórnar í gær. „Skólinn gengi með þessu móti í endurnýjun lífdaga sem almennur skóli án skólagjalda og með fullum framlögum frá borginni í samræmi við breytta stöðu. Þetta er nú til at- hugunar að undangengnum nokkr- um viðræðum við forráðamenn skólans og könnun gerð á rými og fleiru í tengslum við áætlaða upp- byggingu í vesturbænum.“ Stefán Jón sagði þörf á nýjum grunnskóla í vesturbæ vegna þétt- ingar byggðar. Lítið vit væri í því að byggja enn einn skólann á því svæði á meðan Landakotsskóli stæði með auð pláss. Landakotsskóli var stofnaður árið 1896 og er einn af elstu starf- andi grunnskólum landsins. Hann hefur verið rekinn sem sjálfstæð stofnun og er í eigu kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki hafa vitað af þessum viðræð- um. Hann setti sig ekkert upp á móti þessari leið. Samt mætti ekki ganga þannig til verks að stjórn- endum skólans yrðu settir ein- hverjir afarkostir. Landakotsskóli verði almennur grunnskóli „FYRIR nokkrum árum skrifaði ég ritdóm þar sem ég sagði að Serena væri ein magnaðasta tónsmíð íslenskrar tón- listarsögu. Nú ætla ég að bæta um betur og fullyrða að Serena sé óviðjafnanlegt snilld- arverk sem standi fylli- lega jafnfætis því helsta í íslenskum og erlend- um tónbókmenntum.“ Þannig skrifar Jónas Sen, tónlistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins, um Serenu, verk Leifs heitins Þórarinssonar, sem flutt var á tónleikum Myrkra músíkdaga í fyrrakvöld. Flytjendur voru Elísabet Waage hörpuleikari og Laufey Sigurð- ardóttir fiðluleikari./24 Óviðjafnanlegt snilldarverk Leifur Þórarinsson Aldrei heyrt um reglugerðina HÁLFDÁN G. Hálfdánarson, fram- kvæmdastjóri líkkistuvinnustofunnar Fjöl- smíðar, segist aldrei hafa séð eða vitað um reglugerð um útfararþjónustu þrátt fyrir að hafa fyrst fengið útfararleyfi hjá dóms- málaráðuneytinu árið 1997 og fengið leyfið endurnýjað árið 2002. Í Morgunblaðinu í síðustu viku kom fram að ýmsar reglur giltu um útfarir og útfararþjónustu og var sérstaklega bent á þessa reglugerð, nr. 232/ 1995. Ráðuneytið, sem gaf reglugerðina út, benti framkvæmdastjóranum ekki á hana né sendi honum hana. Fagnar siðareglum Hálfdán fagnar því að verið sé að semja siðareglur fyrir greinina. Með þeim sé t.d. hægt að koma í veg fyrir að einn aðili geri samkomulag við sjúkrastofnun um að flytja lík þaðan í líkhús og nýti sér það svo eins og dæmi séu um, með því að hringja í aðstand- endur og bjóða þjónustu sína við útförina.  Umræðan/29 HANDRITADEILD Landsbókasafns Ís- lands hefur hafið söfnun á einkaheimildum frá stjórnmálamönnum og fleiri aðilum í þjóðfélaginu. Þetta kom fram á málþingi sem Sögufélagið efndi til í Þjóðminjasafn- inu í gær um ritverkið Stjórnarráð Íslands 1964–2004. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sagðist hefðu viljað sjá fleiri munnlegar heimildir í ritverkinu. Almennt skorti á þennan þátt við söguritun hér á landi. Nefndi Guðni sem dæmi að víða erlendis væri munnlegum heimildum markvisst safnað með t.d. viðtölum við embættis- menn að loknu ævistarfi þeirra. Hér á landi mætti t.d. safna munnlegum heimildum um þjóðarsáttina árið 1990 og þingrofið árið 1974. Gagnlegar heimildir Guðni sagði vilja vera fyrir hendi í þess- um efnum innan sagnfræðiskorar Háskóla Íslands og með söfnun einkaheimilda frá stjórnmálamönnum væri kominn vísir að þessu hjá handritadeild Landsbókasafns- ins. Höfundar Stjórnarráðssögunnar hefðu haft mikið gagn af slíku safni, sem og þeir sem ætluðu að rannsaka viðfangsefnið frekar í framtíðinni. Einkaheim- ildum safnað meðal stjórn- málamanna  Ekki saga/12 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.