Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 43 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 9, postulínsmálning kl. 9 og kl. 13, bókaormar leshringurinn kl. 13.30, vinnustofan opin alla daga. Allir vel- komnir. Farið í Hagkaup, Skeifunni, í dag kl. 10. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30, keila kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, glerlist, spilað bridge/vist, fótaaðgerð, 2. febrúar er kynning á glermálun kl. 14. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, mið- vikudagur 2. febrúar, kl. 13–16. Erla Lúðvíksdóttir safnvörður fjallar um sögu Vesturfaranna. Sigrún M. Þór- steinsdóttir organisti spilar nokkur lög á píanóið. Kaffiveitingar. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa félagsins er opin í dag kl. 10 til 11.30. Félagsvist er spiluð í dag kl. 13 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Söngvaka kl. 14 umsjón Helgi Seljan og Sigurður Jónsson. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvustarfið í Ármúlaskóla er kl. 16.20 í stofu V24. Skákklúbbur í KÍ- húsi kl. 14. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10 og kl. 11, glerskurður kl. 13 og postulíns- málun kl. 16. Í Garðabergi er handa- vinnuhorn og spilað bridge kl. 13, vöfflukaffi kl. 14.30, Hrafnkell Helgason er með fyrirlestur kl. 16. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 8.45 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Undirbúningur fyrir ösku- dagsfagnað F.Á.Í.A. Þorramat- arhlaðborð í hádeginu og gestir frá Ártúnsskóla. Spilasalur opinn frá hádegi, kl.14.30 kóræfing. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handavinna, bútasaumur, útskurður og hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bridge, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, myndmennt kl. 10, línudans kl. 11, myndmennt kl. 13, pílukast kl. 13.30. Á morgun kl. 13 verður tekið við staðfestingargjaldi á Örkina. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa kl. 9–15, klippimyndir, keramik o.fl, jóga kl. 9–12, samverustund kl. 10.30–11.30, námskeið í myndlist kl. 15–18, böðun virka daga fyrir há- degi. Fótaaðgerðir–hársnyrting. Síð- ustu forvöð að skrá sig á þorrablót- ið föstudaginn 4. febrúar. Korpúlfar, Grafarvogi | Pútt á Korpúlfsstöðum á morgun, fimmtu- dag kl. 10. Laugardalshópurinn í Þrótt- arheimilinu | Jóga, teygjur slökun fyrir eldri borgara í dag kl. 12.10. Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 op- invinnustofa, kl. 10.45 bankaþjón- usta fyrsta miðvikudag í mánuði, kl. 14 félagsvist – kaffi – verðlaun. Sjálfsbjörg | Félagsvist kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 mynd- mennt, kl. 10–12 sund (Hrafn- istulaug), kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum, kl 13–14. Spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Helgi- stund verður fimmtudaginn 3. febr- úar kl. 10.30 í umsjón séra Hjálm- ars Jónssonar dómkirkjuprests. Kór Félagsstarfs aldraðra syngur. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, handmennt og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund kl. 10 séra Sigurður Pálsson kemur í heimsókn. Kóræfing kl. 13, versl- unarferð kl. 12.30. Skráning er hafin í öll námskeið. Uppl. í síma 561 0300. Félagsstarfið er opið fyrir alla aldurshópa. Þórðarsveigur 3 | Opið hús, hand- verk kl. 13.30–16. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 10–12. – Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 15.30–16.30. Árbæjarkirkja | Kyrrðar og bæna- stund kl. 12. Fyrirbænir, hugleiðing og tónlist. Hádegishressing á eftir. Árbæjarkirkja. | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16. Spil, föndur, ferðalög, spjall og fræðsla. Starf með 7–9 ára börnum í Selásskóla kl. 15–16. Starf með 10–12 ára börn- um í Selásskóla kl. 16–17. Allir eru velkomnir. Áskirkja | Samverustund: Hreyfing og bæn kl. 11–12. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist – altarisganga – fyr- irbænir. Léttur málsverður eftir stundina. Kirkjuprakkarar, 7–9 ára kl. 16.30. TTT , 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkj- unnar kl. 20. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund alla miðvikudaga kl. 12. Tónlist, hug- vekja, altarisganga. Léttur máls- verður eftir stundina. Kirkjuprakk- arar 7–9 ára kl. 16.30, TTT 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú- staðakirkju! Samverur okkar eru á miðvikudögum frá kl. 13. Við spilum, föndrum og erum með handavinnu. Í dag koma til okkar 11 ára börn úr Breiðagerðiskóla og munum við spila saman hið vinsæla spilabingó. www.kirkja.is. Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15 –18.00 á neðri hæð. www. digraneskirkja.is. Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag kl. 10 – 12. Fyr- irlestur mánaðarlega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnunni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörð- ur Bragason Allir velkomnir. Æsku- lýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–21, fyr- ir 8. bekk. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl- skyldusamveran hefst kl. 18. með léttri máltíð á vægu verði, kl. 19 biblíulestur fyrir alla fjölskylduna. Vörður Leví Traustason talar mið- vikud. 2. febrúar, Barna- og ung- lingastarfið er fyrir 1–2 ára, 3–4 ára, 5–7 ára, 8–9 ára, 10–12 ára og 13–17 ára. Allir velkomnir. Kaþólska kirkjan | Kyndilmessa í Landakoti. Hátíðarmessa með helgigöngu verður haldin kl. 18 sem ljósamessa: Slökkt er á öllum raf- magnsljósum og kirkjugestir eru með logandi kerti í hendi alla mess- una. Að henni lokinni er veitt Blasí- usarblessun til verndar gegn háls- meinum og öðrum sjúkdómum. Kálfatjarnarkirkja | ALFA-námskeið er um grundvallaratriði kristinnar trúar. Þau eru haldin í þægilegu um- hverfi á mannamáli. Miðvikudaga kl. 19–22 í Kálfatjarnarkirkju frá 19. janúar til 23. mars. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum miðvikudaginn 2. febrúar kl. 20. „Vor Guð er borg á bjargi traust.“ Sálmur 46. Ræðu- maður: Friðrik Z. Hilmarsson, ein- söngur: Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Kaffiveitingar eftir samkomuna. All- ir velkomnir. Langholtskirkja | Kl. 12.10 hádeg- isbænagjörð með orgelleik – fyr- irbænir. Kl. 12.30 súpa og brauð (kr. 300). Starf eldri borgara kl. 13– 16. Fjölbreytt dagskrá. Leitið upplýs- inga í síma 520 1300. Langholtskirkja | Biblíulestur í safnaðarheimili Langholtskirkju kl. 19.30–20.15. Lesið er úr Mark- úsarguðspjalli. Umsjón hefur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn. Allar mömmur og ömmur velkomnar með börnin sín. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum alla mið- vikudagsmorgna. Kl. 14.10–15.30 Kirkjuprakkarar. (1.–4. bekkur) Kl. 19 Fermingar–Alfa. Kl. 20.30 Unglinga- kvöld Laugarneskirkju. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Ungbarnasjúkdómar. Hjúkr- unarfræðingur sér um efnið. Fyr- irbænamessa kl. 12.15. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Opið hús kl. 13. Umsjón dr. Sigurður Árni. Umræður, kaffi, helgistund og gott samfélag. Allir velkomnir. 7 ára starf kl. 14.30. Kór Neskirkju, æfing kl. 19. Altari Langholtskirkju. DAGBÓK AÐ VISSU leyti má segja það um Hildigunni Rúnarsdóttur tónskáld að hún fari ekki troðnar slóðir. Á meðan flestir kollegar hennar semja ómstríð tónverk með flókinni hrynj- andi sem ekki allir skilja, held- ur Hildigunnur sig við „hefð- bundið“ tónmál í dúr og moll. Í stærri verkum sínum nær hún fram stígandi með því að nota að- ferðir sem á vissan hátt má rekja til dægurtónlistar. Hljóm- og lagræn úrvinnsla er takmörkuð en tónstyrk- urinn vex og hljóðfæraleikurinn þéttist. Einhverjum kann að finnast þetta ódýrt, en á tímum póstmódern- ismans þar sem ólíkar stefnur og straumar renna saman, er það allt í lagi; ef listamaðurinn hefur eitthvað að segja skiptir ekki máli hvaða að- ferðum hann beitir. Aðalatriðið er að Hildigunnur er smekkleg í tónlist sinni; hún er vissulega einföld og jafnvel barnsleg en hún er ekki ein- feldningsleg og aldrei barnaleg. Litlu sálmarnir sem kammerkór- inn Hljómeyki flutti á Myrkum mús- íkdögum í Seltjarnarneskirkju á mánudagskvöldið bera vott um þetta. Tunga mín, vertu treg ei, Ó Jesú, séu orðin þín, Mig lát Jesú, með þér ganga og Herra mig heiman þú eru forkunnarfagrar tónsmíðar, listilega raddsettar og fullar af and- ríki sem erfitt er að skilgreina í orð- um. Ég var líka hrifinn af Davíðs- sálmi 8, sem var skemmtileg blanda af söng og tónun, þótt stemningin væri kannski full hryllingsmyndaleg fyrir lofgjörð til Drottins. Canite tuba og Davíðssálmur 150 komu hins vegar ekki eins vel út, báðar tón- smíðarnar eru í hátt gíruðum halle- lújastíl sem skilar sér ekki almenni- lega nema kórinn sé stór og voldugur, og því var ekki að heilsa hér. Aðalatriðið á efnisskránni var tón- smíð að nafni Maríuvísur. Textinn var eftir Einar Sigurðsson í Eydöl- um, prest sem var uppi á tímum siða- skiptanna. Inni á milli voru innskot á ítölsku úr Paradísarhluta Hins guð- dómlega gleðileiks eftir Dante og kom það dálítið skingilega út; hugs- anlega hefði virkað betur að hafa allt á íslensku – Dante líka – til að gæta meira samræmis í textanum. Tónlistin var þó síður en svo sund- urlaus; þrátt fyrir töluverða lengd voru endurtekningar grunnhendinga og stefja aldrei leiðigjarnar, heldur þvert á móti vel skipulagðar og hnit- miðaðar. Slagverk kom mjög við sögu og var það litskrúðugur bjöllu- hljómur sem rann einkar fallega saman við sönginn. Orgelið skapaði auk þess dulúðuga stemningu sem féll ágætlega að heildarmyndinni. Loks var hápunkturinn í lokin rök- réttur og áhrifaríkur og er því ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið prýðilega heppnað tónverk. Marteinn H. Friðriksson stjórnaði Hljómeyki og gerði það af nákvæmni og innlifun, þótt karlaraddirnar hafi einstaka sinnum verið örlítið óhrein- ar og innkomur kvennanna á efstu tónunum hásar. Sem betur fer var það ekki áberandi; almennt talað var kórsöngurinn tær og hljómþýður og er svipaða sögu að segja um org- elleik Lenku Matéovu og slagverks- spil Franks Aarninks, en þau voru bæði örugg á sínu. Í stuttu máli voru þetta eftirminnilegir tónleikar og öll- um aðstandendum þeirra til mikils sóma. Hátt gírað hallelúja TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Tónlist eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hljómeyki söng undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Orgel: Lenka Matéova; slagverk: Frank Aarnink; einsöngur: Hall- veig Rúnarsdóttir. Mánudagur 31. janúar. Myrkir músíkdagar Jónas Sen Hildigunnur Rúnarsdóttir ÞESSI ballerína, Kim Yu Jin frá Suður-Kóreu, var meðal keppenda á Prix de Lausanne 2005, al- þjóðlegri danskeppni fyrir unga ballettdansara sem ekki eru at- vinnumenn í faginu. Keppnin var haldin í Beaulieu-leikhúsinu í Laus- anne í Sviss fyrir skemmstu. Reuters Ballerínur keppa PÁLL Eyjólfsson gítarleikari heldur einleikstónleika í Vopna- fjarðarkirkju í kvöld kl. 20, en annað kvöld heldur hann tón- leika í Þórshafnarkirkju á sama tíma. Á efnisskránni eru verk eftir spænsku tónskáldin F. Tárrega og I. Albeniz og einnig mun Páll leika fimm prelúdíur eftir bras- ilíska tónskáldið H.V-Lobos. Páll lauk einleikaraprófi árið 1981 þar sem kennari hans var Eyþór Þorláksson og stundaði síðan framhaldsnám á Spáni hjá maestro José Luis González. Páll hefur haldið fjölda tón- leika hér á landi sem og erlendis, bæði einn og í samstarfi við aðra tónlistarmenn. Hann er kennari við Tónskóla Sigursveins, Tón- listarskólann í Reykjavík og Tón- menntaskóla Reykjavíkur. Tónleik- arnir eru samstarfsverkefni Félags íslenskra tónlistarmanna og Þórs- hafnar- og Vopnafjarðarhrepps með styrk frá menntamálaráðu- neytinu. Gítartónar á Vopnafirði og Þórshöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.