Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
27
11
4
01
/2
00
5
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
27
11
4
01
/2
00
5
Aðalfundur
Landsbanka Íslands hf.
Dagskrá:
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram
til staðfestingar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári.
4. Tillögur til breytinga á samþykktum.
5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af eigin bréfum.
6. Kosning bankaráðs.
7. Kosning endurskoðenda.
8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil.
9. Önnur mál.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með
skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund. Tilkynna skal um framboð til
bankaráðs eigi síðar en 31. janúar 2005.
Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins fela í sér hækkun á heimild bankaráðs
til hækkunar hlutafjár. Er hluthöfum bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu
liggja frammi í aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, sjö
dögum fyrir aðalfund. Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins.
Bankaráð Landsbanka Íslands hf.
Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn
á Nordica hótel, laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00.
410 4000 | landsbanki.is
HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs
Mýrasýslu var 192 milljónir króna á
árinu 2004 og er það 44% hagnaðar-
aukning frá árinu áður. Ástæðan er
fyrst og fremst minnkandi framlag í
afskriftareikning útlána.
Hreinar rekstrartekjur spari-
sjóðsins námu 917 milljónum árið
2004 og jukust um 4,4% frá fyrra ári.
Þar af námu hreinar vaxtatekjur 490
milljónum sem er 6,2% aukning frá
árinu áður. Önnur rekstrargjöld juk-
ust um 11% í 473 milljónir króna og
rekstrarkostnaður í hlutfalli af
hreinum rekstrartekjum jókst úr
49% í 52% á milli ára. Hagnaður fyrir
framlag í afskriftareikning nam 219
milljónum og dróst saman um 22%
frá því sem var árið áður.
Útlán jukust um 29% og námu í
árslok 13,2 milljörðum. Aukning inn-
lána var 10% og námu þau 6,9 millj-
örðum. Eiginfjárhlutfall dróst sam-
an úr 14,4% í 11%.
Í tilkynningu frá sparisjóðnum
segir að árið 2004 hafi verið eitt það
besta í sögu sparisjóðsins og horfur
fyrir árið 2005 séu góðar.
Hagnaður
Sparisjóðs
Mýrasýslu
192 milljónir
HAGNAÐUR SP-Fjármögnunar
eftir skatta á síðasta ári nam 304
milljónum króna og var ríflega 100
milljónum hærri en árið 2003.
Helstu skýringar afkomubatans
er að finna því í að vaxtatekjur hafa
aukist um 213 milljónir króna frá
fyrra ári en á sama tíma hafa vaxta-
gjöld aukist um 21 milljón. Rekstr-
artekjur hafa aukist um 9 milljónir
en rekstrargjöld um tæpar 4 millj-
ónir. Þá er gengishagnaður félagsins
ríflega 21 milljón en árið 2003 var
rúmlega 6 milljóna króna gengistap.
Heildareignir SP-Fjármögnunar
voru 14,9 milljarðar króna í lok síð-
asta árs en voru 11,1 milljarður í lok
árs 2003.
Aukinn hagn-
aður hjá SP-
Fjármögnun
VERULEGAR breytingar hafa orð-
ið á eignarhaldi VSÓ ráðgjafar ehf
en Bjarni H. Frímannsson og Stefán
P. Eggertsson hafa selt meirihluta-
eign sína í fyrirtækinu. Kaupandi er
eignarhaldsfélagið VSÓ eignarhald
en það er í eigu fimm starfsmanna
fyrirtækisins og helstu stjórnenda
þess.
Samhliða kaupunum verða nokkr-
ar breytingar á stjórnenda- og eig-
endahópi fyrirtækisins. Grímur M.
Jónsson mun taka við starfi fram-
kvæmdastjóra af Stefáni P. Eggerts-
syni, jafnframt því að vera sviðs-
stjóri framkvæmdaráðgjafar,
Þorbergur Karlsson verður sviðs-
stjóri húsbyggingarsviðs og stjórn-
arformaður VSÓ ráðgjafar, Einar K.
Stefánsson stýrir áfram byggða-
tækni-, umhverfis- og mannvirkja-
sviði, Guðjón Jónsson sinnir sér-
verkefnum og sviði umhverfis- og
orkumála og Haukur H. Ómarsson
gegnir störfum fjármálastjóra. Ofan-
greindir fimm aðilar eru langstærstu
eigendur fyrirtækisins en auk þeirra
eru 10 aðrir smærri hluthafar.
Bjarni og Stefán hafa látið af
störfum eftir áratuga starf hjá fyr-
irtækinu en munu þó verða því innan
handar í afmörkuðum verkefnum.
Þessar breytingar taka gildi frá og
með 1. febrúar.
Breytingar hjá
VSÓ ráðgjöf
SALAN var góð hjá leikfangaversl-
uninni Hamleys í Bretlandi fyrir síð-
ustu jól, að því er segir í grein í Tim-
es. Hamleys hefur verið í eigu Baugs
Group frá miðju ári 2003.
Segir Times að Hamleys hafi
gengið vel í samkeppninni við aðrar
verslanir á hörðum leikfangamark-
aði, þar sem almennt hafi verið gert
ráð fyrir erfiðri sölu. Þannig hafi sal-
an hjá Hamleys fyrir jólin aukist um
6% í samanburði við árið áður.
Góð sala hjá
Hamleys
fyrir jólin
MIKIL aukning hefur orðið í auglýs-
ingum á Netinu. Ýmis stórfyrirtæki,
s.s. American Express og Nike, líta á
Netið sem jafngildan auglýsingamiðil
á við þá miðla sem hingað til hafa
mest verið notaðir, að því er fram
kemur í frétt á vefmiðli BBC-frétta-
stofunnar.
Segir í fréttinni að hagnaður vef-
miðilsins Yahoo hafi meira en tvöfald-
ast á fjórða fjórðungi síðasta árs mið-
að við sama tímabil á árinu 2003
vegna aukinnar auglýsingasölu.
Hagnaðurinn á ársfjórðungnum í
fyrra hafi numið 187 milljónum
Bandaríkjadala, jafnvirði um 11,7
milljarða íslenskra króna.
Dregið hefur úr auglýsingum í dag-
blöðum á sama tíma og auglýsingar á
Netinu hafa aukist. Segir BBC að eig-
endur dagblaða hafi brugðist við
þessu með því að snúa sér í ríkara
mæli að því að útvíkka starfsemi sína
á Netinu. Er haft eftir Jeff Lanctot,
aðstoðarforstjóra stærstu netauglýs-
ingastofu Bandaríkjanna, AvenueA/
Razorfish, að mikil breyting hafi átt
sér stað í auglýsingamálum hvað Net-
ið varðar á síðast ári. Segir hann að
mikil útbreiðsla Netsins geri að verk-
um að það sé nú vel samkeppnisfært
við aðra miðla til að ná athygli al-
mennings.
Netið lítill hluti af heildinni
Rannsóknarfyrirtækið Jupiter-
Research telur að kostnaður banda-
rískra og evrópskra fyrirtækja af
markaðssetningu á Netinu hafi aukist
um 27% árinu 2004. Kostnaðurinn sé
þó einungis 3–4% af heildarkostnaði
fyrirtækjanna af markaðssetningu
þeirra. Segir BBC að Jupiter-
Research reikni með því að tekjur af
auglýsingum á Netinu verði áfram
verulega undir tekjum af auglýsing-
um í ljósvaka- og prentmiðlum. Vöxt-
urinn verði hins vegar mestur í net-
auglýsingum.
Fjármála- og ferðaþjónustufyrir-
tæki voru meðal þeirra fyrstu til að
auglýsa vörur sínar og þjónustu á
Netinu. Segir í frétt BBC að þessi
fyrirtæki verji nú allt að 20% af aug-
lýsingafjármagni sínu til netauglýs-
inga.
Mikil aukning í aug-
lýsingum á Netinu
SÆNSKA fjárfestingarfélagið D.
Carnegie & Co., sem að stórum hluta
er í eigu Burðaráss, var valið fjár-
festingarbanki ársins á Norðurlönd-
um árið 2004.
Það er breska fjármálavikuritið
Financial News sem stendur fyrir
verðlaununum og hlaut Carnegie
verðlaunin fyrir afburða þjónustu,
sérstaklega við yfirtökur og sam-
runa fyrirtækja. Meðal fyrirtækja
sem urðu fyrir aftan Carnegie í val-
inu voru Goldman Sachs, Morgan
Stanley og ABN Amro.
Í byrjun árs leiddi könnun meðal
danskra fjárfesta í ljós að Carnegie
er vinsælast meðal danskra fjár-
málafyrirtækja.
Carnegie
fjárfestingar-
banki ársins