Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu 10,1 milljarði króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir tæpa 3,3 milljarða. Mest viðskipti voru með bréf Landsbanka Íslands, fyrir 1,2 millj- arða. Mest hækkun varð á bréfum Og fjarskipta (3,9%) en mest lækkun varð á bréfum Burðaráss (-0,8%). Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,11% og er nú 3701 stig. Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,5% í gær og hækkaði gengi krónunnar sem því nemur. Og fjarskipti hækkuðu mest ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI LANDSBANKI Íslands hefur tryggt sér 57,8% eignarhlut í breska fjármálafyrirtækinu Teather & Greenwood og hyggur á yfirtöku á öllu hlutafé félagsins. Tilboðið, sem gert er í nafni nýstofnaðs dóttur- félags Landsbankans, Landsbanki Holdings, hljóðar upp á 75 pens á hvern hlut sem þýðir að heildar- kaupverð alls hlutafjárins mun nema 42,8 milljónum punda, sem svarar til um 5 milljarða íslenskra króna. Stjórn og stjórnendur T&G hafa samþykkt að mæla með því við hlut- hafa að þeir samþykki yfirtökutilboð Landsbankans en tilboðið er háð samþykki yfir 50% hluthafa. Það skilyrði hefur að líkindum verið upp- fyllt og er því gert ráð fyrir að geng- ið verði frá kaupunum á næstu vik- um en áætlað er að tilboðið standi til 22. febrúar nk. Nú þegar hefur bankinn fest kaup á 9,3% hlut í félaginu en eigendur u.þ.b. 48% hlutafjár til viðbótar hafa skuldbundið sig til að samþykkja yf- irtökutilboðið sem er háð samþykki enskra og íslenskra fjármálayfir- valda. Ýmsir sýndu T&G áhuga Kenneth Baker, lávarður af Dork- ing, stjórnarformaður Teather & Greenwood, segir að á fjárhagsár- unum 2002 og 2003 hafi fyrirtækið gengið í gegnum erfiðleika og rekst- urinn skilað tapi en það hafi rétt úr kútnum undir stjórn Nicks Staggs, forstjóra T&G, og Kens Fords, varaformanns stjórnarinnar. Baker lávarður hóf feril sinn í við- skiptum en um tíma helgaði hann sig stjórnmálum. Hann var innan- ríkis- og mennta- málaráðherra Breta á stjórnar- tímabili Íhalds- flokksins og var jafnvel nefndur sem arftaki Mar- grétar Thatcher, forstætisráð- herra Bretlands. Hann átti m.a. stóran þátt í einka- væðingu breska landssímans, Brit- ish Telecom. Baker lávarður segir ýmsa hafa sýnt áhuga á að kaupa T&G enda sé það auðseljanlegt. „Ein ástæða þess að við ákváðum að ganga til samn- inga við Landsbankann var sú að þeir töluðu alltaf um samstarf í stað þess að tala um eignarhald. Það skiptir okkur miklu máli enda bygg- ist fyrirtækið upp á fólkinu sem hér starfar.“ Áhersla á fyrirtækjaráðgjöf Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir það markmið bankans með útrás að bæta áhættudreifingu bankans og fjölga tekjustraumum. „Það eykur arðsemi bankans og stefnan er að stækka hann til að geta tekið þátt í stærri verkefnum. Þannig byggjum við upp sterkan íslenskan banka í al- þjóðlegu umhverfi með áherslu á fyrirtækjaráðgjöf og fyrirtækjaútl- án auk almennrar fjárfestingar- bankaþjónustu fyrir meðalstór fyr- irtæki.“ Halldór segir það stefnu Landsbankans að stækka í gegnum þrenns konar yfirtökur. Í fyrsta lagi með kaupum á fjárfestingarbanka eða verðbréfafyrirtæki og T&G sé gott dæmi um það. Þetta séu félög sem ekki eru í útlánastarfsemi en með góð fyrirtækjatengsl. Þar geti Landsbankinn lagt til útlánaþjón- ustu og fyrirtækjaráðgjöf, sérstak- lega í yfirtökuverkefnum. Í öðru lagi með kaupum á sterk- um útlánabanka þar sem Lands- bankinn getur komið til móts með fyrirtækjaútlánum og góðum við- skiptamannagrunni. Í þriðja lagi með kaupum á fyr- irtækjum sem styðja við vöxt Landsbankans í gegnum núverandi dótturfélög s.s. Heritable Bank og Landsbankann í Lúxemborg. Halldór segir markmiðið með sameiningunni ekki vera kostnaðar- hagræðingu, heldur að skapa aukn- ar tekjur og stefnan sé til dæmis að ráða fleira fólk. Aðstoðaði Bakkavör og Flugleiðir Heildarvelta T&G árið 2004 var 18,8 milljónir punda, sem samsvarar tæplega 2,2 milljörðum króna. Eigið fé fyrirtækisins er 9 milljónir punda, 1,05 milljarðar króna, og hjá því starfa 119 manns í London og í Ed- inborg. Fyrirtækið, sem var stofnað 1898, einbeitir sér að smærri og meðalstórum fjárfestum á Bret- landsmarkaði. Meðal verkefna sem fyrirtækið hefur unnið að var að að- stoða Bakkavör við kaup á 20% hlut í Geest auk þess að aðstoða Flug- leiðir við kaup á 10% hlut í easyJet. Landsbankinn gerir yfirtöku- tilboð í Teather & Greenwood Ánægðir Bankastjórar Landsbanka Íslands ásamt stjórnarformanni og helstu stjórnendum Teather & Greenwood voru ánægðir þegar þeir kynntu yfirtökutilboð Landsbankans í T&G í London í gær. F.v. Halldór J. Kristjánsson, Nicholas Stagg, forstjóri T&G, Kenneth Baker lávarður, Sig- urjón Þ. Árnason og Ken Ford, varaformaður stjórnar T&G. Kenneth Baker Árásarverðlagning er yfirskrift fyrirlestrar Gylfa Magnússonar, for- seta viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, í málstofu hag- fræði- og viðskiptafræðistofnunar í dag. Málstofan er haldin í Öskju, stofu 132 (Náttúrufræðihúsi) frá kl. 12.20– 13.10, og eru allir velkomnir. Á fyrirlestrinum mun Gylfi leitast við að greina þau viðmið sem oftast er stuðst við þegar lagt er mat á hvort fyrirtæki hafi beitt svokallaðri árásarverðlagningu (e. predatory pricing). Í DAG ● FARÞEGAR, sem komu um Kefla- víkurflugvöll, voru tæplega 19% fleiri á árinu 2004 en árið áður. Í Hagvísi Hagstofu Íslands segir að samtals hafi komið 693 þúsund far- þegar til landsins um Keflavík- urflugvöll í fyrra, en þeir hafi verið 584 þúsund árið 2003. Á árinu 2003 fjölgaði komuf- arþegum um rúm 18% en á árinu 2002 voru þeir hins vegar tæplega 5% færri en árið 2001 og á því ári voru þeir tæplega 4% færri en árið 2000. Tæplega fimmtungs fjölgun komufarþega Morgunblaðið/Jim Smart                      !!"       # $% &$'"    VERSLANIR og þjónustufyrirtæki sem leggja inn peninga með rafræn- um hætti í banka vegna debetkorta- greiðslna á laugardögum og sunnu- dögum fá ekki reiknaða vexti þessa daga á þær upphæðir sem lagðar eru inn. Sama á við þegar nokkrir frídag- ar liggja saman eins og um jól, ára- mót og páska, þá er bókunar- og vaxtadagsetning ekki fyrr en kemur að hefðbundnum vinnudegi bank- anna. Þetta kemur fram í Frétta- pósti SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. SVÞ segir að hér geti verið um að ræða allt að 5–6 vaxtalausa daga í röð. Á nýliðnu ári var fjöldi virkra verslunardaga hjá þeim verslunum þar sem hann var lengstur 109 dög- um fleiri en hjá bönkum og spari- sjóðum. Segir SVÞ að ef litið sé á þá veltu sem á sér stað með debetkort- um í innlendri verslun þá láti nærri að hún sé að meðaltali 385 milljónir hvern dag. Formlegt erindi hefur nú verið sent til Fjölgreiðslumiðlunar ehf., sem er fyrirtæki í eigu kortafyrir- tækja o.fl. sem annast miðlun þess- ara rafrænu færslna, um að rafræn innlegg verði bókuð og vaxtareiknuð frá þeim degi sem þau berast inn í kerfið, óháð vinnudögum banka og sparisjóða. Smásöluverslanir innan samtakanna eru ósáttar við þessa vaxtameðferð og benda á að þau fyr- irtæki sem vinna fyrir lánsfé geti ekki lækkað skuldir sínar og fjár- magnskostnað á þeim degi sem þau skila færslum inn til bankanna ef bankar hafa lokað þann dag. Hins vegar reiknast vextir á skuldir fyr- irtækjanna jafnt á þá daga sem bankar hafa opið og lokað. Fá ekki vexti um helgar                   () *  +,$-. / !! *0, +,$-. /-,1 ,2 32,4") '5 ,46 )$,! 7-57" 1 , 87 '9 '! / 9 '! 05-' : '9 '! 87 '  ,"7 "( ," 7 5 5 43 ,! .) ;<",3 ), -;-, 32,4") '5 ,96 =-,       !; ,! 1-, 87 ' >/ +, ' > ;. 13 ' >, 14,?) )6 @A,< 4' , B & ,19$, ' , :C4)D!' 3A1-, '' E<",3 8 72)-,4F7 5 -1-,7 ' 07-; 1)01 <, 14,?) <6 ,?55 '5 ; 1)01 ' G ''7-)01 ' @$,;A1-, , ;; B D9",5     !" -)-,9 !!  !"7 ?3 43 ,1 , : 'C; 87 ' D! 4D, ! #$ %& #H C1 ) * 1!6*",1              B       B B B B B B B B   B B /,"?) '5 4,2 4?,, * 1!6*",1 B B B B   B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B I B J I BJ B I J I B J I J B B I J I J I J B I J B B I BJ B B B B B I J B B B B B B B B B B >" 7 ,* 1! .)  5 '  79$1 C 7$!  5K  -. 7 6 6  6 6 6  6 6 6 6 6  6  6 6 B  6 6 6    B B  B B 6 B B B B B B                                                      G 1! .) C LM6 !,6 >6 N )<-5-' ,7 ) 307 * 1! .)     B   B B  B B B B B B  B B >6B O*  -; 24, ;< 7 ' 07- <7-) 432,6 >6B !?7 ) 7 1 7"553 4, ; ?4 ,)0!-) 79$1 <"4-, )$4' )6 ● HAGNAÐUR írska lággjaldaflug- félagsins Ryanair nam 35 millj- ónum evra á fjórða ársfjórðungi síð- asta árs, sem svarar til um 2,8 milljarða íslenskra króna. Það er 26% minni hagnaður en á sama tímabili árið 2003 en þá nam hagn- aðurinn 47,5 milljónum evra. Skýr- inganna er að leita í lægri far- gjöldum og hærra eldsneytisverði. Þrátt fyrir minni hagnað fjölgaði farþegum um 13% í 6,9 milljónir á tímabilinu. Rekstrartekjur jukust um 15% og námu 294,5 milljónum evra Hagnaðurinn er engu að síður nokkru meiri en gert var ráð fyrir og forsvarsmenn félagsins eru bjart- sýnir, að því er fram kemur á frétta- vef BBC, enda stefni í gjaldþrot helstu keppinauta. Þeir segja að hátt eldsneytisverð muni þó áfram hafa mikil áhrif á reksturinn. Minni hagnaður Ryanair Í KJÖLFAR stefnumótunarvinnu hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. hefur verið ákveðið að félagið verði markaðssett undir heitinu Sjóvá og hefur merki félagsins verið endur- hannað. Félagið mun þó áfram heita Sjóvá-Almennar tryggingar að því er fram kemur í tilkynningu frá fé- laginu. Hlutverk Sjóvár hefur verið skil- greint „að tryggja verðmætin í lífi fólks“. Félagið hefur borið nafnið Sjóvá- Almennar allt frá sameiningu fyrir- tækjanna tveggja árið 1989. Segir í tilkynningunni að þar sem Sjóvá-Al- mennar sé löngu orðið eitt fyrirtæki í hugum viðskiptavina hafi verið ákveðið að stytta nafnið í Sjóvá í dag- legu tali. Þá segir að upprunalegt merki Sjóvá-Almennra sé tré sem stendur annars vegar fyrir stöðug- leika og sterkar rætur félagsins og hins vegar vöxt og grósku í starfsem- inni. Það var auglýsingastofan Hvíta húsið sem stóð að endurhönnun merkisins. „Með þessum breytingum er lagt upp úr því að gefa Sjóvá nútímalegri ásýnd, sem undirstrikar að það er framsækið félag með sterka stöðu á tryggingamarkaði. Það er afar já- kvætt að allir starfsmenn lögðu sitt af mörkum til stefnumótunarvinn- unnar og nú göngum við samhæfð og einhuga til móts við ný tækifæri,“ segir Þorgils Óttar Mathiesen, for- stjóri Sjóvár, í tilkynningu félagsins. Ný ásýnd Sjóvár Virðisaukaskattsvelta jókst um 13% á fyrstu 10 mánuðum ársins 2004 miðað við sama tímabil árið áður, að því er fram kemur í Hagvísi Hag- stofu Íslands. Mest aukning varð í byggingar- starfsemi, eða um 21%. Þá varð aukningin rúm 19% í samgöngum og tæp 19% í ýmissi þjónustu . Minnst aukning varð hins vegar í iðnaði , eða tæp 9%, og í fjarskiptum, rúm 10%. Mest VSK- aukning í byggingar- starfsemi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.