Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóhann Þórarins-son fæddist á
Eyrarbakka 12. júlí
1921. Hann lést 21.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þórarinn Jónsson, f.
4. júlí 1894, d. 22.
mars 1922, og Guð-
rún Jóhannsdóttir, f.
15. október 1896, d.
14. júní 1983. Systir
Jóhanns er Sigur-
veig, f. 9. mars 1919.
Hinn 17. júní 1952
kvæntist Jóhann eft-
irlifandi eiginkonu
sinni Ingunni Ingvarsdóttur, f. 16.
febrúar 1921. Dóttir þeirra er
Guðrún, f. 26. október 1960. Guð-
rún giftist 12. maí 1984 Jónasi
Ewald Jónassyni, f. 2. október
1962, d. 1. mars 1987. Dóttir
þeirra er Úrsúla Linda, f. 27. júní
1982. Dóttir hennar er Guðrún El-
ín Björnsdóttir, f. 28.
desember 2001. Fyr-
ir átti Guðrún dótt-
urina Ingunni Hall-
grímsdóttur, f. 16.
febrúar 1980. Sonur
hennar er Óðinn Örn
Óskarsson, f. 30.
mars 2002. Síðar bjó
Guðrún með Mar-
geiri Reynissyni, f. 1.
janúar 1967, þau
slitu samvistum.
Synir þeirra eru
Þorsteinn, f. 4. maí
1990, og Jóhann
Ingi, f. 3. apríl 1996.
Sambýlismaður Guðrúnar er Ás-
geir Haraldsson, f. 15. júní 1963.
Dætur hans eru Birgitta Rán, f.
19. júlí 1987, og Guðrún Birna, f.
8. maí 1989.
Útför Jóhanns verður gerð frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku pabbi minn, nú þegar þú
hefur kvatt þetta líf eftir erfið veik-
indi er margs að minnast. Ofarlega í
hugann koma minningar þegar ég
fékk að fara með út á sjó þegar að þú
varst á Kindli, og hvað ég varð reið
þegar ég varð sjóveik og sagði að þið
mamma hefðuð ekki átt að fara með
mig í svona stóra siglingu. En sjó-
veikin lagaðist og ekkert fannst mér
skemmtilegra en að vera með þér
niðri í vél.
Og eins allar veiðiferðirnar sem ég
fékk að fara með í og ekki má
gleyma sumarbústaðarferðunum á
Laugarvatn til Gógóar og Baldurs.
Þessar minningar ásamt öllum
hinum sem að ég gæti skrifað um
varðveiti ég í hjarta mínu þar til við
hittumst á ný og getum rifjað þær
upp saman.
Ég lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni eg dey,
þó heilsa og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristi krafti eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgr. Pét.)
Ég bið góðan guð að blessa minn-
ingu þína og veita mömmu og okkur
hinum styrk í sorginni.
Hvíl í friði, elsku pabbi minn.
Þín dóttir
Guðrún (Rúna).
Elsku afi. Þau eru ófá orðin sem
ég gæti skrifað hér um þig, en því
miður er ekki hægt að skrifa þau öll
hér. Mig langar til að þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig, þú
varst mér sem annar pabbi eftir að
pabbi minn dó ’87, alveg ómissandi.
Allar stundirnar sem við áttum sam-
an mun ég varðveita í hjarta mínu,
þú kenndir mér og gerðir allt með
mér sem pabbi myndi gera með
barninu sínu. Þú kenndir mér að
keyra bíl, og fórum við á tímabili á
hverjum degi eitthvað að keyra. Þú
kenndir mér að veiða og síðasta
veiðiferðin okkar var upp í Hvaleyr-
arvatn í ágúst. Hún mun seint
gleymast. Þær voru margar stund-
irnar sem þú eyddir tíma með mér
að spila olsen olsen. Ekki má svo
gleyma fræga kvöldmolanum sem
þú geymdir í náttborðsskúffunni og
passaðir að hver og einn fengi fyrir
svefninn. Skiptin sem við sátum í
bílnum þínum og vorum að fara eitt-
hvað sungum við alltaf: Nú er frost á
Fróni. Svo voru þær ófáar stundirn-
ar sem við sátum saman og spjöll-
uðum um handboltann.
Ég mun aldrei gleyma fallega
brosinu sem þú sendir mér kvöldið
áður en að þú fórst. Þarna lástu hálf-
sofandi og þegar ég hallaði mér að
þér og kyssti þig bless kysstirðu mig
á móti og sendir mér þetta fallega
bros þitt, þú varst svo sætur, ég mun
aldrei gleyma þessari stund. Ég
kveð þig nú í hinsta sinn, ég læt
þetta duga núna, ég mun hugsa mik-
ið til þín og tala við þig á minn hátt í
huganum. Minning þín mun lifa að
eilífu, ég mun varðveita hana eins og
dýrmætasta demant sem og þú
varst. Takk fyrir allt, þú og amma
eruð búin að vera klettarnir okkar í
fjölskyldunni, veit ekki hvað við
hefðum gert án ykkar. Megi guðs
englar vaka yfir þinni yndislegu sál,
elsku afi minn, ylja þér um hjarta-
rætur, gera þig að ljósi alheimsins
og svo þegar ég dey þá eigi ég þig
alltaf að.
Ég bið góðan guð að styrkja fjöl-
skylduna á þessum erfiða tíma.
Guð geymi þig, elsku afi, ég elska
þig.
Þín
Úrsúla Linda („Skotta“).
Ég sat oft hjá afa á kvöldin að tala
um hans vélstjóraár, og þessi saga
fannst mér alltaf sniðug.
Það var einu sinni með honum há-
seti um borð og var hann beðinn að
fara og gefa kjölsvíninu. Þá svaraði
hann: Strákar ég fór á sjóinn til að
gera allt annað en stunda brynning-
ar. En það sem að hann vissi ekki
var að kjölsvínið var bara fleki sem
liggur endilangur eftir skipum.
Ég man líka þegar að ég fór með
afa í veiðitúr og alltaf á milli eitt og
fjögur svaf afi. Hann sagði að fisk-
arnir svæfu alltaf um þetta leyti. Þá
beið ég spenntur eftir kaffitímanum
og að afi væri búinn að borða. Ég
hlakkaði svo til að fara út að veiða
því að þá sagði afi að fiskarnir væru
vaknaðir.
Hvíl í friði, afi minn.
Þorsteinn Margeirsson.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Bless, elsku afi minn.
Jóhann Ingi Margeirsson.
Elsku afi langi. Ég segi við
mömmu stundum að þú sért enn þá
uppi á spítala og að við þurfum að
sækja þig. Svo segi ég að þú sért
uppi á himninum.
Takk fyrir að skrúfa þríhjólið mitt
saman, það gekk miklu betur hjá þér
en mömmu, takk fyrir að passa mig
þegar mamma var að vinna og
skrapp í búðina og takk fyrir alla
boltaleikina sem við fórum í saman.
Ég held áfram að horfa á Tomma
og Jenna fyrir okkur báða.
Ég elska þig, elsku afi langi, hvíl í
friði.
Þinn
Óðinn Örn.
Elsku afi. Mig langar að þakka
þér fyrir allt sem við höfum gert
saman og alla hjálpina í gegnum tíð-
ina.
Takk fyrir að kenna mér að veiða,
allar veiðiferðirnar, fyrir að kenna
mér að keyra og sérstaklega fyrir að
gera mig að þeirri manneskju sem
ég er í dag.
Ég efast ekki um að þér líði vel og
að það hafi verið vel tekið á móti þér,
þú ert örugglega búinn að spjalla við
pabba og Boga um veiðiferðir.
Það er sárt að þurfa að kveðja þig
en samt veit ég að þér líður mun bet-
ur núna og þú þarft ekki að kveljast
lengur.
Ég elska þig, elsku afi minn, hvíl í
friði.
Þín
Ingunn.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Góða nótt, afi lang.
Guðrún Elín.
Kveðja frá SVH
Á næsta aðalfundi Stangaveiði-
félags Hafnarfjarðar verður einn
stóll auður, einum fastagesti minna.
Góður félagi okkar Jóhann Þórarins-
son, formaður kastnefndar félagsins
til margra ára, er fallinn frá. Öll fé-
lög eiga sína burðarása, sumir eru
áberandi en þeir eru þó fleiri sem til-
heyra fjöldanum og Jóhann var
sannarlega einn þeirra. Frá því ég
kom fyrst á fundi hefur hann setið á
sínum stað og sjálfsagt frá því áður
en margir okkar byrjuðu að sækja
fundi, hæglátur, brosmildur og í alla
staði þægilegur náungi. Á lokakvöld-
unum okkar sem við köllum „kvöldið
fyrir sumardaginn fyrsta“ mætti Jó-
hann spariklæddur og það lá alltaf
vel á honum. Við náðum vel saman
og fékk hann stundum far með okk-
ur hjónum heim, enda í leiðinni. Þá
sagði hann okkur frá sínum högum á
sinn hógværa hátt. Við áttum seinna
því láni að fagna að fara á kastnám-
skeið hjá Jóhanni og félögum og er
óhætt að segja að hann átti auðvelt
með að miðla af reynslu sinni og
þekkingu, við og ófáir aðrir veiði-
menn búum að því áfram. Fjölskyldu
hans og ástvinum sendi ég fyrir
hönd félagsins samúðarkveðjur.
Minningin um góðan félaga lifir.
Hans Unnþór Ólason, form. SVH.
JÓHANN
ÞÓRARINSSON
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HALLDÓR STEINSEN
læknir,
Tjarnarflöt 11,
Garðabæ,
er lést sunnudaginn 30. janúar, verður jarðsung-
inn frá Garðakirkju föstudaginn 4. febrúar
kl. 11.00.
Steinunn Lárusdóttir Steinsen,
Kristín Lilja Steinsen, Helmut Schuehlen,
Vera Ósk Steinsen,
Halldór Steinn Steinsen, Þóra Brynjúlfsdóttir,
Rut Steinsen, Ingvar Guðmundsson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG ÖRNÓLFSDÓTTIR,
Sunnubraut 26,
Akranesi
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
4. febrúar kl. 14.00.
Halldóra Hákonardóttir,
Grettir Ásmundur Hákonarson, Kristín Ragnarsdóttir,
Gunnar Örnólfur Hákonarson,
Sigurrós Hákonardóttir, Sigurður H. Guðmundsson,
Jörundur Hákonarson, Hugrún Heiðdal Hjartardóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON,
Framnesi,
Hvammstanga,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga
miðvikudaginn 26. janúar, verður jarðsunginn
frá Hvammstangakirkju föstudaginn 4. febrúar
kl. 14.
Erla Eðvaldsdóttir,
Svala Björk Ólafsdóttir, Ragnar Sigurjónsson,
Freyja Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi,
ARI ÁSMUNDUR ÞORLEIFSSON
frá Naustahvammi,
Norðfirði,
Lórima 6, Selfossi,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Selfossi
mánudaginn 24. janúar, verður jarðsunginn
frá Selfosskirkju fimmtudaginn 3. febrúar
kl. 13:30.
Guðný Bjarnadóttir,
Dóra María Aradóttir,
Dagbjartur Ari Gunnarssson,
Guðný Esther Gunnarsdóttir,
Ebba Guðlaug Gunnarsdóttir,
Anna María Gunnnarsdóttir,
Kolbrún Dóra Gunnarsdóttir,
makar og langafabörn.
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Snorrabraut 56,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 19. janúar.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu samúð, vináttu og hlýhug.
Kári Tyrfingsson,
Soffía Káradóttir, Gunnlaugur G. Snædal,
Úlla Káradóttir, Benedikt Bogason,
Tyrfingur Kárason
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalang-
amma,
HILDUR B. KÆRNESTED,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 mánudaginn 31. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Anton Örn Kærnested, Ágústa Bjarnadóttir,
Ásthildur Birna Kærnested,
Sigrún Gróa Kærnested, Grétar Mar Hjaltested,
Sigríður G. Kærnested,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.