Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES ODDSSON glerskurðarmeistari, Vesturgötu 57A, andaðist miðvikudaginn 26. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 3. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á MS-félagið, sími 568 8620. Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Sigurður Páll Ásólfsson, Gunnlaug Jóhannesdóttir, Þórður Guðmundsson, Gunnar Jóhannesson, Laufey Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR, Efstasundi 41. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknar- deildar á Landakoti. Hrefna Björnsdóttir, Ólafur Brynjólfsson, Árni Mogens Björnsson, Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir, Sigríður Ólöf Björnsdóttir, Guðlaugur Ragnar Magnússon, Birna Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT GUÐLEIFSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis í Háteigi 5, Keflavík, andaðist á Garðvangi miðvikudaginn 26. janúar. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 14.00. Guðleifur Sigurjónsson, Ástríður Hjartardóttir, Erlendsína M. Sigurjónsdóttir, Sigurður Albertsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðni Sigurðsson, Sveinn Guðnason og fjölskyldur. Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og kærleika vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og systur, ELÍNAR LOFTSDÓTTUR, Hásteinsvegi 64, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Hraunbúða og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir góða umönnun. Engilbert Gíslason, Bryndís Hrólfsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Stefán Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hinnar látnu. Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengda- faðir, SIGÞÓR LÁRUSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum að kvöldi fimmtudagsins 27. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 4. febrúar kl. 15.00. Lórelei Haraldsdóttir, Haraldur Sigþórsson, Esther Hlíðar Jensen. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANBORG TRYGGVADÓTTIR, Aðalstræti 8, Reykjavík, varð bráðkvödd á heimili sínu mánudaginn 31. janúar. Hreinn Steinsson, Sigríður Heiða Bragadóttir, Ágúst Jörgenson, Rut Bragadóttir, Markús Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir okkar og frænka, SVAVA SKÚLADÓTTIR, áður til heimilis í Hátúni 10a, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 23. janúar, verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. febrúar kl. 15. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknar- stofnanir. Aðstandendur.Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, DÓRÓTHEU FR. ÓLAFSDÓTTUR, áður til heimilis í Lönguhlíð 3, Reykjavík, og þeim mikla fjölda vina og vandamanna sem vottaði henni hinstu virðingu sína við útför hennar. Kærar þakkir til starfsfólks deildar 4-A á Landspítala Fossvogi og á 1. hæð á Vífilsstöðum og allra í Lönguhlíð. Guð blessi ykkur öll. Elínborg Gunnarsdóttir Walters, Róbert Walters, Ólafur Gunnarsson, Ingunn Jónsdóttir, Hjördís Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HENNÝ DAGNÝ SIGURJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Laugarnesvegi 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 3. febrúar kl. 15.00. Páll Heimir Einarsson, Arnfríður Einarsdóttir, Brynjar Níelsson, Einar Brynjarsson, Helgi Brynjarsson. Hann var á öðru aldursskeiði en mikill meirihluti þeirra bænda, sem hann kom til að starfa fyrir og starfa með, það kom þó ekki að sök því hann ávann sér fljótt traust allra með sinni ljúf- mannlegu framkomu. Hann varð aufúsugestur á hverju heimili og alla tíð viðhélt hann góðu sam- bandi við bændafólk. Á þessum tíma um og fyrir 1960 er enn til sveita að einhverju leyti vinnulag og lifnaðarhættir eins og viðgengist höfðu um áratugaskeið jafnvel aldir. En tími breytinga BRYNJÓLFUR SÆMUNDSSON ✝ Brynjólfur Sæ-mundsson fædd- ist á Kletti í Gufu- dalssveit í Austur- Barðastrandarsýslu 13. janúar 1934. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Hólmavík 23. desem- ber síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju 6. janúar. var hafinn og varð Brynjólfur fljótt virk- ur þátttakandi í öllu því er til framfara horfði. Skammt var liðið frá fjárskiptum um mið og sunnanverða Strandasýslu þegar hann hefur störf, sem ráðanautur. Eftir að nýja féð kemur hefst ræktunarstarfið fyrir alvöru og farið er að huga að vöðvabygg- ingu og að auka frjó- semi ánna. Fyrir fjár- skiptin var allt slíkt svo vita tilgangslaust þegar oftast falleg- ustu ærnar hrundu niður úr mæði- veikinni, að sögn bændanna. Hann talaði fyrir því að bændur stefndu að hámarksafurðum, fóðuröflun yrði öll af ræktuðu landi og vetr- arbeit yrði minnkuð eða alveg hætt. og að votheysverkun yrði aukin sérstaklega um mið- og norðurhluta sýslunnar þar sem óþurrkar voru tíðir. Um votheys- verkunina höfðu Strandamenn þá skapað sér nokkra sérstöðu og létu ekki örlítil vanhöld vegna svokall- aðrar Hvanneyrarveiki halda aftur af sér. Í þeim efnum fór fremstur í flokki Alfreð Halldórsson á Kolla- fjarðarnesi sem ekki lét úrtölu- raddir telja úr sér kjark þegar hann á sjötta áratugnum reisti votheysgeymslur fyrir allt fóður sem ætlað var sauðfénu. Hann var þar í fararbroddi sem og í mörgu öðru. Í þessu sambandi er rétt að geta Karls Aðalsteinssonar á Smá- hömrum en ræktunarstarf hans, sem hann hóf fljótlega eftir fjár- skiptin með því að leita eftir vel byggðum lömbum á bæjum þar sem þau voru föl, skilaði fljótt góð- um árangri. Með komu Brynjólfs fara í hönd góðir tímar ekki aðeins fyrir þessa tvo nafngreindu menn heldur allan þorra bænda sem sáu fram á mikinn afkomubata með því að fara að þeim ráðum sem hann talaði fyrir ekki síst í sambandi við líflambaval. Ræktunarstarfið ásamt bættri fóðrun skilar því á nokkrum tíma að frjósemin fer úr 15–25% eins og hún mun hafa ver- ið nokkuð víða stuttu eftir fjár- skiptin í 70–90%. „Það endaði nú með því að þær fóru allar með tvö“ voru orð bónda um miðjan níunda áratuginn þegar hann ræddi um ærnar nokkru eftir sauðburðarlok. Og enn eykst frjósemin. Árangur í sauðfjárræktinni á Ströndum er þekktur um allt land og mikill fjöldi lamba hefur farið til að bæta fjárstofna í öðrum hér- uðum fyrir utan þau svæði þar sem orðið hefur að skera niður vegna sauðfjársjúkdóma. Þó marg- ir hafi í þessum efnum lagt fram krafta sína og hugvit er ekki ósatt að segja að Brynjólfi er mest að þakka þennan góða árangur. Hann eignaðist tiltrú bænda, þeir fundu að farsæld fylgdi því að fara að hans ráðum. Oft hefur því verið ástæða til að fagna, það sem vel gekk var einnig hans gleðiefni. Hann sá betur mörgum öðrum hvað til framfara horfði, það er trú mín að ef hans hefði notið við þeg- ar til stóð að reisa mjólkurstöð á Hólmavík um miðjan sjötta ára- tuginn hefði sú framkvæmd orðið að veruleika, því þrátt fyrir lít- illæti hans var hann bæði fylginn sér og sáttasemjari góður. Fjöl- þætt störf gerðu hann að besta málsvara sem þessi byggð hefur nokkru sinni átt. Skýrslugerð alla vann hann af mikilli vandvirkni. Hann sótti vel fundi, talaði þó ekki mikið en var afar rökfastur í öllum málatilbúnaði, framsetning öll var skýr og vel ígrunduð, rökum hans reyndist torvelt að hnekkja. Hann var ekki maður neikvæðni. Mér býður í grun að ræður sem höfðu það yfirbragð hafi þreytt hann. Mörgum hygg ég að hafi fundist hann hafa nóg á sinni könnu þegar hann ákvað að afla sér réttinda sem svæðisleiðsögumaður, en ein- mitt í því starfi nutu sín vel nokkr- ir af helstu eiginleikum hans, yf- irgripsmikil söguþekking, traust minni og sérstakur frásagnarhæfi- leiki. Hann er einn af þeim fáu sem ég hef kynnst, sem segja má að hafi verið djúpvitur. Hann var mikill landsbyggðarunnandi. Hér í sýslu átti hann ekki sín æskuspor en verður einn af bestu sonum þessarar byggðar. Hans er því sárt saknað. Guðfinnur S. Finnbogason, Miðhúsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.