Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn-
ismála telur í úrskurði sínum í máli
olíufélaganna, að samhliða lögsókn
samkeppnisyfirvalda og lögreglu á
hendur félögunum eða forsvars-
mönnum þeirra sé ekki útilokuð.
Lögmenn félaganna hafa á móti
bent á að það fari ekki saman að
rannsaka sama málið annars vegar
sem stjórnsýslumál, þar sem þol-
endum rannsóknar er skylt að svara
öllum spurningum og veita allar upp-
lýsingar, að viðlagðri refsingu ef ekki
er við því orðið, og hins vegar sem op-
inbert mál, þar sem hinir sömu hafa
þann rétt að tjá sig ekki um sak-
argiftir og er óskylt að svara spurn-
ingum.
Gestur Jónsson, lögmaður Skelj-
ungs hf., segir áfrýjunarnefndina í
raun hafna þessu. „Hún telur að það
sé ekkert í lögum sem komi í veg fyr-
ir að tvær rannsóknir geti átt sér stað
á sama tíma.“ Spurður hvort félagið
vilji fá úr þessu skorið fyrir dóm-
stólum bendir Gestur á að það sé lög-
reglu að ákveða hvort opinbera mál-
ið, sem er til rannsóknar heldur
áfram eða ekki. „Félögin ráða því
hins vegar hvort þau bera ákvörðun
áfrýjunarnefndarinnar undir dóm-
stóla og þá geta menn auðvitað látið
reyna á atriði sem varða þetta flókna
samspil sem þarna verður,“ segir
hann.
Eins og fram hefur komið hefur
ríkislögreglustjóri frá hausti 2003
haft til rannsóknar meint brot olíufé-
laganna á samkeppnislögum Lýtur
rannsóknin í senn að ætluðum brot-
um félaganna annars vegar og starfs-
manna félaganna hins vegar.
Í umfjöllun áfrýjunarnefndarinnar
um þessi álitaefni segir að það sé at-
hugunarefni að hvaða marki tvöföld
lögsókn, sem gæti eftir atvikum end-
að með tvöfaldri viðurlagaákvörðun,
setji málsmeðferð samkeppnisyf-
irvalda skorður.
Bann við tvöfaldri saksókn
Við flutning málsins fyrir áfrýj-
unarnefnd héldu lögmenn Skeljungs
því m.a. fram að skv. 4. grein 7. við-
auka við mannréttindasáttmála Evr-
ópu (MSE) væri lagt bann við tvö-
faldri saksókn. Í greininni segir m.a.:
„1. Enginn skal sæta lögsókn né
refsingu að nýju í sakamáli innan lög-
sögu sama ríkis fyrir brot sem hann
hefur þegar verið sýknaður af eða
sakfelldur um með lokadómi sam-
kvæmt lögum og sakamálaréttarfari
viðkomandi ríkis.
2. Ákvæði undanfarandi töluliðar
skulu ekki vera því til fyrirstöðu að
málið sé endurupptekið í samræmi
við lög og sakamálaréttarfar viðkom-
andi ríkis ef fyrir hendi eru nýjar eða
nýupplýstar staðreyndir, eða ef meg-
ingalli hefur verið á fyrri máls-
meðferð sem gæti haft áhrif á nið-
urstöðu málsins.“
Áfrýjunarnefndin segist þeirrar
skoðunar að þetta ákvæði geti eftir
atvikum tekið til stjórnsýslumáls:
„Ákvæðið er í samræmi við meg-
inreglu íslensks réttar um neikvæð
réttaráhrif refsidóma. Tilgangur
þess er að banna að refsimál komi
aftur til meðferðar sem lokadómur
hefur fengist fyrir. Ákvæðið útilokar
hins vegar ekki að sótt sé samtímis
að sakborningi úr tveimur áttum ef
ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða
í öðru hvoru málinu. Af þessum sök-
um má fallast á það með samkeppn-
isráði að fyrrgreind ákvæði banni að-
eins nýja saksókn eftir að
viðkomandi hefur verið sýknaður eða
sakfelldur með lokadómi og enn
fremur setur ákvæðið þær skorður
að ekki er unnt að refsa viðkomandi
sakborningi oftar en einu sinni vegna
sama brots. Því er svo við að bæta að
regla 4. gr. samningsviðauka nr. 7 við
MSE á því aðeins við að um sé að
ræða sama aðila í báðum tilvikum.
Hún á því augljóslega ekki við í máli
að því leyti sem opinber lögsókn og
refsing kann að vera gerð á hendur
einstaklingum í framhaldi af aðgerð-
um samkeppnisyfirvalda,“ segir í úr-
skurðinum.
Meðferð samkeppnismála ekki
sú sama og opinberra mála
Fjallað er sérstaklega í úrskurð-
inum um andmælarétt félaganna í
ljósi þess að samtímis er í gangi lög-
reglurannsókn á hendur þeim og
nokkrum starfsmönnum. „Sömu
starfsmenn kunna að hafa veitt upp-
lýsingar í samkeppnismálinu vegna
umræddra fyrirtækja sem þeim hefði
verið heimilt að halda leyndum við
rannsókn opinbers máls,“ segir í um-
fjöllun áfrýjunarnefndar.
Bent er á að hafa beri í huga að
meðferð samkeppnismála sem lokið
geti með viðurlagaákvörðun sé engan
veginn sú sama og meðferð op-
inberra mála enda sé ólíkur tilgangur
sem að sé keppt með hvoru kerfinu
fyrir sig. Þá segir áfrýjunarnefnd að
málið snúist um rannsókn skv. sam-
keppnislögum á hegðun tiltekinna
fyrirtækja og eftir atvikum beitingu
stjórnsýsluviðurlaga af því tilefni.
„Það snýst hins vegar ekki um rann-
sókn á hendur tilteknum ein-
staklingum. Ákvæði 32. gr. laga um
meðferð opinberra mála eiga hér
ekki við og samkeppnislög hafa ekki
að geyma nein ákvæði um rétt manns
til að vitna ekki gegn sjálfum sér ef
rannsókn fer fram á hendur fyrirtæki
enda stendur oft þannig á að engin
slík rannsókn er í augsýn er rann-
sókn á hendur fyrirtæki fer fram.
Samkvæmt þessu og til þess að sam-
keppnislög geti náð tilgangi sínum er
eðlilegt að telja að reglur samkeppn-
islaga um upplýsingaskyldu tak-
markist fyrst og fremst við það að
fyrirsvarsmenn fyrirtækja þurfi ekki
að tjá sig um spurningar og upplýs-
ingar sem fela í sér huglægt mat um
það hvort brotið hafi verið gegn sam-
keppnislögum. Slík takmörkun kem-
ur þó því aðeins til greina að einhvers
konar þvingun hafi verið beitt. Af því
leiðir að ekki kemur til þessarar tak-
mörkunar ef viðkomandi hefur gefið
skýrslu af fúsum og frjálsum vilja,“
segir í úrskurði áfrýjunarnefndar.
Segir áfrýjendur hafa átt kost á
fullnægjandi andmælum
Kemst nefndin að þeirri nið-
urstöðu að forsvarsmönnum félag-
anna hafi verið skylt að afhenda öll
gögn sem um var beðið við rannsókn
samkeppnisyfirvalda og gefa
skýrslur um málsatvik „nema að því
leyti sem svör við spurningum gátu
falið í sér huglægt mat samkvæmt
framansögðu en ekki aðeins skýringu
eða fyllingu á þeim gögnum sem þeg-
ar lágu fyrir.[...]Sú staða að fyr-
irsvarsmenn áfrýjenda hafi síðan
sætt lögreglurannsókn vegna ætl-
aðra brota gegn samkeppnislögum
breytir engu um lögmæti þeirra
sönnunargagna sem aflað hefur verið
í því máli sem hér er til meðferðar.“
Í úrskurðinum segir einnig að mið-
að við gögn málsins hafi hvorki verið
gert sennilegt né líklegt að félögin
hafi ekki getað notið andmælaréttar í
fullnægjandi mæli. Að mati nefnd-
arinnar er niðurstaðan því sú að
hugsanlegur þagnarréttur einstakra
fyrirsvarsmanna áfrýjenda eða áfrýj-
enda sjálfra í eftirfarandi lög-
reglurannsókn breyti því ekki að
áfrýjendur teljist hafa átt kost á full-
nægjandi andmælum.
Áfrýjunarnefndin telur ekki útilokað að sótt sé samtímis að sakborningi úr tveimur áttum
Ágreiningur um tvöfalda
lögsókn á hendur félögunum
Morgunblaðið/Júlíus
ÚRSKURÐUR áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála um
ólögmætt samráð olíufélag-
anna breytir engu um þá
ákvörðun Alcan á Íslandi að
sækja bætur á hendur olíufé-
lögunum vegna skaða sem ál-
félagið telur sig hafa orðið
fyrir af samráði olíufélag-
anna.
„Mér sýnist þetta í meg-
inatriðum vera staðfesting á
því sem kom fram í upp-
haflegri skýrslu [Samkeppn-
isráðs] og þetta mun þ.a.l.
ekki breyta neinu fyrir okk-
ur. Við höldum bara áfram
okkar undirbúningi. Við ætl-
um ekki að bíða eftir því að
þetta mál fari í gegnum
dómskerfið, eins og a.m.k.
sum félögin hafa ákveðið að
fara,“ segir Hrannar Pét-
ursson, upplýsingafulltrúi
Alcan á Íslandi.
LÍÚ leitar eftir
viðræðum við félögin
Úrskurður áfrýjunarnefnd-
arinnar styrkir ennfrekar
kröfur útgerðarinnar á hend-
ur olíufélögunum um skaða-
bætur vegna ólögmæts sam-
ráðs, skv. upplýsingum
Friðriks J. Arngrímssonar,
framkvæmdastjóra LÍÚ. „Við
höfum verið að bíða eftir
þessari niðurstöðu og munum
núna halda þessu áfram,“
segir hann en samtök útvegs-
manna munu leita eftir við-
ræðum við olíufélögin um
bætur.
Þá hafa Neytendasamtökin
undirbúið málssókn á hendur
olíufélögunum fyrir hönd
nokkurra einstaklinga.
Undirbún-
ingi skaða-
bótakrafna
haldið áfram
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn-
ismála telur í úrskurði sínum um
samráð olíufélaganna ekki ástæðu til
að sinna þeim andmælum Olíufélags-
ins (OHF) og Olís að starfsmenn
Samkeppnisstofnunar hafi á svo-
nefndum „ekki-fundi“ („non-meet-
ing“) á Grand hóteli 1. mars 2002
gefið fyrirheit um að stofnunin
myndi ekki hlutast til um að lög-
reglurannsókn færi fram. Gögn
málsins styðji þetta ekki.
Félögin héldu því hins vegar
ákveðið fram í kærum til nefndarinn-
ar að fulltrúar Samkeppnisstofnunar
hefðu lýst þessu yfir 1. mars 2002,
gegn því að félögin féllust á að gefa
skýrslur. Við þetta loforð hefði ekki
verið staðið.
Féllust á að gefa skýrslur
Í umfjöllun áfrýjunarnefndar um
þetta segir að OHF hafi vísað til þess
að formaður, varaformaður og lög-
maður félagsins hafi átt fund með
forstöðumanni Samkeppnisstofnun-
ar hinn 1. mars 2002 þar sem tilgang-
urinn hafi verið að fara yfir ýmis efn-
isatriði áður en til samstarfs kæmi
við samkeppnisyfirvöld.
„Það hafi síðan orðið sameiginleg-
ur skilningur fulltrúa OHF og Sam-
keppnisstofnunar að stofnunin
myndi ekki hlutast til um að opinber
rannsókn yrði hafin sem hugsanlega
beindist að starfsmönnum OHF ef
félagið gengi til samstarfs um að
upplýsa málavexti ef „málið tæki
ekki breytingum til hins verra á
rannsóknartímanum“. OHF telur að
þessi niðurstaða hafi í sjálfu sér ekki
ráðið úrslitum um ákvörðun stjórnar
félagsins síðar sama dag um að
ganga til samstarfs við Samkeppn-
isstofnun en hafi engu að síður haft
sín áhrif þegar lagt var að starfs-
mönnum félagsins að ganga til þessa
samstarfs með OHF.
Af hálfu Olís er því haldið fram að
fyrirsvarsmenn Samkeppnisstofn-
unar hafi lofað því að Samkeppnis-
stofnun myndi ekki óska eftir lög-
reglurannsókn ef starfsmenn
olíufélaganna féllust á að gefa
skýrslur hjá stofnuninni. Í kæru
Skeljungs segir að Samkeppnis-
stofnun hafi aldrei á það minnst að
ætlunin hafi verið að nota upplýsing-
ar sem félagið gaf á fundum með
stofnuninni sem grundvöll að kæru
til lögreglu,“ segir í úrskurðinum.
Gögn styðja ekki slíka ályktun
Af hálfu samkeppnisráðs var því
alfarið mótmælt að OHF eða öðrum
áfrýjendum hefðu verið veittar upp-
lýsingar á röngum forsendum. Eng-
in loforð hefðu verið gefin sem skilja
mætti þannig að athygli lögreglu
yrði ekki vakin á umfangi og alvöru
málsins.
Í niðurstöðu áfrýjunarnefndar um
þetta segir: „Áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála bendir á að hvorki af
bréfum áfrýjenda né fundargerðum
samkeppnisráðs komi fram að sam-
keppnisyfirvöld hafi gefið áfrýjend-
um neins konar fyrirheit um að málið
myndi ekki koma til kasta lögreglu
ef áfrýjendur tækju upp samvinnu
við samkeppnisyfirvöld. Önnur gögn
málsins styðja heldur ekki slíka
ályktun. Fyrrgreindum andmælum
verður þegar af þeim ástæðum ekki
sinnt.“
Áfrýjunarnefnd fjallaði í úrskurði sínum um „ekki-fundinn“ á Grand hóteli 1. mars 2002
Andmælum um svikin loforð ekki sinnt