Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES Reykjanesbær | Sjálfsbjargarhúsið á milli innri og ytri Njarðvíkur hefur fengið nýtt hlut- verk, en á föstudag verður vígt formlega at- hvarf fyrir geðfatlaða í húsinu, og hefur það hlotið nafnið Björg, eftir húsinu sem starfsem- in fer fram í. Starfsemin hófst raunar í lok síðustu viku, og var ákveðið að byrja smátt og láta starf- semina frekar vinda upp á sig en að byrja með stórum hvelli sem ekki er hægt að standa und- ir, segir Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri í Reykjanesbæ, þar sem hún hefur komið sér fyrir í sófanum ásamt Brynju Vigdísi Þor- steinsdóttur, forstöðumanni Bjargar, til að ræða við blaðamann. Í Björg geta geðfatlaðir einstaklingar komið og eytt saman dagstund við einhverja iðju sem þeir hafa áhuga á, lesið blöðin, spilað, spjallað, föndrað eða fengið sér göngutúr. Þar verður einnig boðið upp á léttan hádegisverð sem gestirnir taka þátt í að útbúa. „Markmiðið er að rjúfa félagslega ein- angrun fólks með geðraskanir,“ segir Brynja, og Hjördís tekur undir. „Hluti af því að þjást af geðröskun er að sumir snúa sólarhringnum við, hafa lítið fyrir stafni og einangrast fé- lagslega og þá verður vandinn ennþá stærri en hann þarf að vera. Við stefnum að því að hjálpa fólki að komast út úr þessum vítahring með því að hafa opið, og fá fólk til þess að fara á fætur og mæta og taka þátt í daglegu lífi,“ segir Hjördís. Um 40 einstaklingar gætu nýtt sér þjónustuna Gerð var könnun á þörf fyrir þjónustu af þessu tagi árið 2003, og segir Hjördís að miðað við það séu að minnsta kosti um 40 ein- staklingar sem gætu nýtt sér þjónustuna. „Við getum ekki tekið á móti mjög veikum ein- staklingum, þá á ég við t.d. einstaklinga sem þurfa að hafa manneskju með sér. Við getum tekið á móti fólki sem er nokkurnveginn sjálf- bjarga með aðstoð, og hugmyndin er að það taki jafn virkan þátt og starfsfólkið í starfsemi þessa athvarfs.“ Reiknað er með því að fólkið taki þátt í að útbúa matinn, ganga frá og halda húsinu hreinu, en fái jafnframt aðstoð og leiðbein- ingar við persónuleg mál og umhirðu, geti þvegið þvott og annað. „Markmiðið er að hjálpa fólki, sem komið er í þrot, til að tengjast samfélaginu aftur og ná aftur upp einhverri reglu á lífið, sem er mjög mikilvægt fyrir þá sem eiga við geðvandamál að stríða,“ segir Hjördís. Brynja tekur undir þetta, og segir að með því að koma í Björg geti fólk brotið upp daginn hjá sér, jafnvel þó það treysti sér ekki til þess að vera lengi sé mik- ilvægt að koma og vera einhvern tíma innan um fólk. Á meðan Hjördís og Brynja spjalla við blaðamann eru fyrstu gestir dagsins að koma, og fljótlega fer súpuilmur að berast úr eldhús- inu þar sem gestirnir aðstoða Láru Ein- arsdóttur, starfsmann athvarfsins, við að und- irbúa hádegisverðinn. Hjördís og Brynja eru ánægðar með að fólk sé þegar farið að koma, enda viðurkenna þær fúslega að þær hafi hálft í hvoru átt von á því að mjög fáir nýttu sér þessa nýju þjónustu til að byrja með, og ein- ungis þriðji starfsdagurinn þegar blaðamaður kom í heimsókn. Dagskráin löguð að notendunum Vissulega getur verið erfitt að koma bolt- anum af stað þegar starfsemi á borð við þessa er hrundið af stað, en Hjördís segir að ýmsar leiðir séu til þess að láta þennan hóp vita af starfseminni, þó það sé að sjálfsögðu ákvörðun einstaklingana hvort þeir hafa áhuga á því að notfæra sér þessa þjónustu eða ekki. Hægt er að kynna starfsemina fyrir fjölskyldum geð- fatlaðra, auk þess sem hjúkrunarstéttir og fé- lagsráðgjafar sem eru í sambandi við ein- staklinga sem gætu nýtt sér þjónustuna geta bent á þennan möguleika. Ekki er meiningin að vera með skipulagða dagskrá allan daginn alla daga, þó hugsanlega verði einhverjir viðburðir einhverja daga. Markmiðið er að laga þjónustuna að þeim sem hana nota í stað þess að þeir þurfi að laga sig að fyrirfram ákveðinni dagskrá sem þeir hafa ef til vill engan áhuga á. „Við fórum á fund hjá Hugarafli um daginn þar sem þeir sem þar voru sögðu okkur hvað þeim fannst um okkar hugmyndir. Þar var þetta ofsalega stórt atriði, að þau gengju ekki inn í einhverja dagskrá sem er tilbúin frá klukkan 11 til 15, þó það væri kannski eitthvað eitt á dag sem væri fast, fyrir þá sem það vilja,“ segir Brynja. Þegar ákveðið var að stofna athvarf fyrir geðfatlaða var leitað til aðila í samfélaginu um hjálp til að láta þessa hugmynd verða að veru- leika. Svæðisskrifstofan, Sjálfsbjörg og Reykjanesbær reka Björgu. „Við rekum þetta samt ekki nema með samfélagslegri hjálp, og við höfum fundið fyrir rosalegri góðvild og vel- vild frá samfélaginu. Fyrirtæki og fé- lagasamtök hafa verið að hafa samband að fyrra bragði til þess að standa við bakið á okk- ur, bæði með fjárframlögum og vinnu. Þetta er gífurlega mikilvægt eitt og sér, en samhliða er það einnig mikilvægt í átt til þess að rjúfa for- dóma í samfélaginu,“ segir Hjördís. Berjast gegn fordómum Björgu er einmitt í og með ætlað að berjast gegn fordómum um geðfatlaða, sem mikið hafa verið í umræðunni undanfarið. Hjördís segir að sú ábending hafi borist þegar ákveðið hafi verið að koma á laggirnar athvarfi fyrir geð- fatlaða, að það kynni að fæla fólk frá að notað væri orðið „geðfatlaðir“. Hjördís segir þetta ekki réttan hugs- unarhátt. „Fordómarnir verða til í huga okkar, og ef við förum að taka hugtök og breytum ekki huganum til þess að nota hugtökin, er al- veg sama hvaða hugtök við notum, það er alltaf orðið ómögulegt eftir einhvern tíma, og þá þarf að finna nýtt hugtak. Þannig breytum við ekki hugsunarhættinum. Ef við kölluðum þetta bara athvarf fyrir fólk með geðraskanir vær- um við ekki að takast á við fordómana, því þá verður orðið „geðraskanir“ alveg jafn slæmt orð eftir einhvern tíma, en um leið erum við kannski bara að útiloka hóp sem er meira veik- ur en svo að hann sé bara með raskanir.“ Reykjavík | Reykjavíkurborg hlýtur að velta fyrir sér þýðingu og for- dæmisgildi hæstaréttardóms sem féll fyrir helgi, að mati borgarstjóra, en þar var borgin dæmd bótaskyld vegna skyggnis sem féll á konu á Hinsegin dögum í ágúst 2002. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að dómurinn veki upp fleiri spurningar en hann svari. „Við höfum verið að velta fyrir okkur með lögfræðingum í stjórnsýslunni hjá okkur hvað hann þýðir fyrir yf- irvöld, og hvort hann hefur yfirleitt fordæmisgildi.“ Hún segir ómögu- legt að segja til um hvaða línur dóm- urinn leggur fyrir framtíðina, en segir dóminn klárlega ganga langt hvað varðar ábyrgð yfirvalda. Reykjavíkurborg var dæmd til þess að greiða konunni 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna áverka sem hún hlaut þegar skyggni yfir sviði á Ingólfstorgi féll á hana ásamt öðrum sem undir því stóðu, en ung- lingar höfðu klifrað upp á skyggnið til að sjá betur á annað svið á torg- inu. Dómurinn telur að varhugavert hafi verið að hafa skyggnið uppi á þessum tíma þar sem tilhneiging barna og ungmenna væri að komast í sem besta aðstöðu til þess að sjá við- burði sem í gangi voru á öðru sviði. Ekki hægt að pakka borginni í bómull „Það er aldrei hægt að girða fyrir að svona hlutir geti gerst, á 17. júní, menningarnótt eða öðrum viðburð- um sem Reykjavíkurborg stendur að. En við erum að fara yfir það hjá okkur hvað menn telja að þetta þýði, en menn hætta ekki að halda sam- komur,“ segir Steinunn. Hún segir að í framhaldinu hljóti að verða farið betur yfir það hvað þurfi að vera í lagi hjá þeim sem standi að slíkum samkomum. Þarna hafi þó starfsmenn reynt að biðja unglingana að vera ekki að klifra á skyggninu, án þess að á það hafi ver- ið hlustað. „En það er ekki hægt að gera hlutina þannig að borgin sé bara í bómull, auðvitað er þetta alltaf líka spurning um ábyrgð einstak- linganna,“ segir Steinunn. Borgarstjóri um dóm Hæstaréttar Vekur ýmsar spurningar Reykjavík | Mikil brögð eru að því að fólk skilji eftir ýmiss konar rusl í nágrenni við svokallaða grennd- argáma Sorpu, en þar getur al- menningur skilað inn dag- blaðapappír og drykkjarfernum. Rúmlega 70 grenndarstöðvar eru víðs vegar um borgina og seg- ir Guðmundur Friðriksson, deild- arstjóri sorphirðu hjá Sorpu, að það sé frekar regla en undantekn- ing að illa sé gengið um í kringum gámana, og rusl annað en dagblöð og fernur skilið eftir í þeirri trú að það verði hirt um leið og gámarnir eru tæmdir. Guðmundur segir að svo virðist sem það sé frekar geng- ið illa um gáma sem standa afsíðis, þeir sem eru á áberandi stöðum í íbúðahverfum sleppi frekar. „Það er alveg skelfilegt hvernig sumir borgarbúar ganga um,“ seg- ir Guðmundur, og segir hann starfsmenn sem tæma gámana milli steins og sleggju þegar kem- ur að því að hirða það rusl sem skilið er eftir við gámana. Þeir vilji að sjálfsögðu halda umhverf- inu snyrtilegu og reyni því að tína draslið upp sem fyrst, en á hinn bóginn virðist vera að fólk sjái að draslið sé hirt ef það er skilið eftir við gámana, og haldi því upp- teknum hætti. Ekki eru þó mikil brögð að því að annað rati ofan í gámana en þangað á að fara. Leiðbeiningar og fegrun Guðmundur segir að hugs- unarháttur fólks þurfi að breytast til þess að þetta vandamál verði úr sögunni, og ætlar Sorpa að beita sér fyrir því á tvennan hátt. Ann- ars vegar stendur til að setja nán- ari leiðbeiningar um notkun gám- anna svo það fari ekki á milli mála að það eigi ekki að skilja eftir sorp í nágrenni þeirra. Hins vegar verður umhverfi gámanna fegrað, en reiknað er með að það geti tek- ið nokkur ár, enda mikill fjöldi gáma víðs vegar um borgina. Slæm um- gengni við grenndar- gáma Subbuskapur Við þennan gám hafði talsverðu magni af úrgangi verið hent þegar starfsmaður ætlaði að tæma dagblöð og fernur í gær. ATHVARFIÐ verður opnað formlega með athöfn kl. 15 nk. föstudag, og verð- ur opið hús til kl. 17. Þar er vinum og velunnurum, aðstandendum geðfatl- aðra, auk þeirra sem gætu hugsað sér að nota sér þjónustuna, boðið að koma og kynna sér starfsemina og aðstöðuna í þessu nýja athvarfi fyrir geðfatlaða. Opið hús á föstudag Nýtt athvarf fyrir geðfatlaða verður tekið formlega í notkun í Sjálfsbjargarhúsinu á föstudaginn Farið rólega af stað Hjördís, Lára og Brynja vonast til þess að starfsemin vindi upp á sig þeg- ar fram líða stundir, en ákveðið var að byrja smátt á meðan þörfin fyrir starfsemina er metin. Morgunblaðið/Brjánn Jónsson Sjálfsbjargarhúsið Athvarf fyrir fólk með geðfatlanir verður opið alla virka daga frá kl. 11 til 15 og er boðið upp á hádegisverð sem þeir sem nýta sér þjónustuna taka þátt í að tilreiða. Félagsleg einangrun geðfatlaðra rofin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.