Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Leið Jóhanns Ás- mundssonar inn í safnaheiminn var tengd við Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti. Jóhann vann að tölvuskráningu safnkostsins á Hnjóti og var síðan ráðinn safn- stjóri að safninu eftir lát Egils. Jó- hann lét fljótt til sín taka á vett- vangi safnmanna svo eftir var tekið. Hann var kallaður til trún- aðarstarfa fyrir Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) og at- vik höguðu því þannig að hann tók við formennsku félagsins á fyrsta ári stjórnarsetu sinnar. Hann var fulltrúi félagsins í Safnaráði og í NEMO sem er samráðsvettvangur evrópskra safnmannafélaga. Í er- indi sem Jóhann flutti á Farskóla safnmanna í Reykjanesbæ árið 2003 minnti hann á þá miklu fjár- sjóði sem liggja í gagnasöfnum safna. Hann hvatti safnamenn til að flýta stafrænni skráningu safn- kostsins og gera hann þannig að- gengilegan. Safnkosturinn er lykill að stórum áhugaverðum heimi og með stafrænni vinnslu er hægt að virkja hann enn betur í þágu ís- lenskrar menningar. Vegna áhuga Jóhanns á stafrænni vinnslu var hann kjörinn til setu fyrir hönd minjasafna í stjórn Sarps, sem er menningarsögulegt upplýsinga- kerfi eða gagnagrunnur um menn- ingararfleifðina. Þá tók hann þátt í NODEM norrænu samstarfi um verðlaun til þeirra safna og safn- atengdrar starfsemi sem þykir skara fram úr á þessu sviði. Safnmenn kveðja í dag langt um aldur fram leiðtoga úr sínum hópi sem með gáfum sínum, hógværð og víðsýni setti mark sitt á félagið og íslensk söfn. Íslenskir safnmenn votta fjöl- skyldu Jóhanns sína dýpstu samúð, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. f.h. Félags íslenskra safna og safnmanna. Sigrún Ásta Jónsdóttir. Góður félagi okkar, Jóhann á Hnjóti, lést 31. desember síðastlið- inn langt fyrir aldur fram. JÓHANN ÁSMUNDSSON ✝ Jóhann Ás-mundsson fædd- ist 12. júlí 1961 í Reykjavík. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 31. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 14. janúar. Jóhann hafði verið virkur þátttakandi í ferðaþjónustu á Vest- fjörðum um árabil og var síðastliðin tvö ár formaður Ferðamála- samtaka Vestfjarða. Ég kynntist Jóhanni fyrst á aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Hólmavík en þar áttum við mjög góðar samræður að loknum fundi með nokkrum öðrum fé- lögum úr ferðaþjón- ustu á Vestfjörðum. Eftir þessi fyrstu kynni hófust okk- ar góðu samskipti og samvinna. Sem formaður þeirra Vestfirðinga tók hann sæti í stjórn Ferðamála- samtaka Íslands. Jóhann bar það með sér í allri sinni framkomu að þar fór maður hógvær, lítillátur en ákveðinn í framgöngu, þegar fylgja þurfti málum eftir. Störf hans í stjórn Ferðamálasamtaka Íslands einkenndust af einurð og einbeitni en hann kom ætíð vel undirbúinn og hafði skoðað hvert mál frá ýms- um hliðum. Hann sá því jafnvel fleiri möguleika í stöðunni en marg- ur annar. Mér er minnisstæð ráð- stefna sem hann bauð mér á í Flókalundi og hann stjórnaði. Þar kom enn og aftur í ljós hvern mann hann hafði að geyma. Ráðstefnu þessari var stýrt af sömu yfirvegun og hógværð eins og hann hafði sýnt fram að því á okkar vettvangi. Jó- hann bar hag ferðaþjónustu á suð- urfjörðunum fyrir brjósti, ekki síst var honum hugleikið í umræðunni að bæta til muna alla upplýsinga- gjöf fyrirtækjunum til hagsbóta. Það var gott að hafa kynnst Jó- hanni Ásmundssyni en um leið mik- il eftirsjá af svo vel gerðum manni sem Jóhann á Hnjóti var, blessuð sé minning hans. Fyrir hönd félaga í Ferðamála- samtökum Íslands vil ég senda eig- inkonu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. Skammdegið er á undanhaldi, sólin hækkar á lofti og geislar hennar ná að lýsa okkur æ lengur með degi hverjum, ekki aðeins um- hverfi okkar, hún ber einnig birtu í hjörtu okkar, sem gerir manninum auðveldara að skilja hverfulleika lífsins. Eftir langa og erfiða baráttu við krabbameinið hefur Jói, vinur okk- ar og frændi, kvatt þetta jarðlíf, ungur og kraftmikill, fullur af at- hafnaþrá og áhugamálin óþrjót- andi. Við látum hugann reika til lið- inna ára, er þau systkinin voru að alast upp í Njörvasundinu, Jói, þessi litli fjörkálfur og systur hans lítið eitt eldri og báru nokkra ábyrgð á litla bróður. Þarna áttu þau athafnasvæði sem þau og fé- lagarnir í götunni nýttu sér af mikl- um áhuga. En tíminn líður fljótt, og er við fluttum hingað í sveitina varð Jói fyrsti vinnumaðurinn okkar. Hér biðu mörg verkefni og allir sem eitthvað gátu fengu verk við hæfi, og Jóa skorti hvorki vilja né kjark, en skemmtilegust af öllu var smíð- in, vera þátttakandi í húsbygging- um, það var í fyrsta sæti. Hann var eins og einn af fjölskyldunni, enda átti hann sérlega ljúfa lund og mikla þolinmæði, sem hentaði vel þegar fjör færðist í leikinn hjá unga fólkinu. Fyrir nokkrum árum fórum við í ferð vestur á Látrabjarg og komum í minjasafnið á Hnjóti, en þá var Jói orðinn safnvörður þar, búinn að skipuleggja uppsetningu safnsins og afar ánægjulegt að skoða safnið í heild. Í þessum málum átti hann mikla framtíðarsýn. Á þessum stað var hann hinn glaðværi húsbóndi, sem tók vel á móti gestum sínum. Nú hefur Jói skipt um svið. Við söknum hans og þökkum alla sam- fylgdina og trygga vináttu. Öll eig- um við dýrmætar minningar um glaðan og góðan dreng. Elsku Magnea og synir, Jenný, Hildur, Grétar og fjölskyldur, Guð leiði ykkur öll og lýsi ykkur veginn framundan. Sólrún og Börkur. Kynni okkar Jóhanns og Magneu hófust þegar þau fluttu vestur í Ör- lygshöfn. Ég man alltaf eftir undr- unarsvip á andliti Jóhanns þegar hann uppgötvaði að hann, sagn- fræðingurinn, safna- og vísinda- maðurinn sjálfur, var allt í einu kominn út í ferðaþjónustu og þurfti að ræða við okkur um markaðs- setningu, kynningu og allt mögu- legt sem hann hafði ekki gert sér grein fyrir þegar hann tók við starfi safnstjóra Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti. Varaði undr- unin reyndar stutt og áður en við vissum af, var Jóhann kominn fremst í röð með okkur sem erum að vinna að uppbyggingu ferða- þjónustu á Vestfjörðum. Var sam- starf okkar mjög gefandi og náið, ekki síst eftir að hann tók við for- mennsku Ferðamálasamtaka Vest- fjarða. Þá leið varla sá dagur að við værum ekki í sambandi. Oft voru hugmyndir og verkefni sem þurfti að ræða um svo mörg að fleiri en eitt símtal þurfti til og óteljandi netbréf þar að auki. En ferðamálin ein og sér lét Jói sér ekki nægja og var hann drif- kraftur á bak við fjölmörg verkefni á sviði menningar, menntunar og sögu í Vestur-Barðastrandasýslu og á Vestfjörðum öllum. Eru þau mislangt á veg komin. Í þessu öllu hafði hann þó fyrst og fremst hag safnsins og minninguna um Egil á Hnjóti efst í huga. Þá tók hann ást- fóstri við sveitina sína, Rauðasand- shrepp, og var vakinn og sofinn yfir velferð svæðisins alls. Hann var baráttumaður sem vildi efla byggð- ina sem á svo mjög undir högg að sækja. Hann var óhræddur að tak- ast á við ný verkefni og opinn fyrir nýjungum og nútímatækni en gerði sér jafnframt grein fyrir því að ný- sköpun byggir oftar en ekki á því sem fyrir er. Það er mjög sárt, að missa þig úr okkar röð langt fyrir aldur fram og erfitt verður að fylla í skarðið. Ég kveð þig með trega og vona að ég geti lagt mitt að mörkum til að ókláruðu verkefnin fái að dafna og þróast áfram í þínum anda. Þér, elsku Magnea, sonum þínum og öllum ættingjum óska ég styrks og hughreysti í söknuðinum og flyt ég ykkur einlægar samúðarkveðjur mínar. Dorothee Lubecki. Kær vinur er fallinn frá. Vægð- arlaus sjúkdómur hefur lagt hann að velli langt um aldur fram. Við kynntumst Jóa fyrir 20 árum þegar hann og Magnea hófu sambúð. Jói og Magnea voru samhent og deildu saman gleði og sorgum. Jói reynd- ist sonum hennar sem besti faðir og vinum hennar góður félagi. Hann var þeim kostum gæddur að taka hagsmuni annarra fram fyrir sína eigin. Jói var mjög hugmyndaríkur og skarpgreindur. Hann var ávallt ró- legur í fasi en djúphugsandi. Það var áskorun að rökræða við hann og oft fengu hugmyndir hans og nálgun viðmælandann til að endur- skoða afstöðu sína. Hann var sífellt að velta nýjum möguleikum fyrir sér og hrinda hugmyndum í fram- kvæmd. Jói skilur eftir sig spor sem seint hverfa. Við söknum góðs vinar og manns sem skipti miklu máli fyrir samfélagið sem hann til- heyrði. Af honum er mikill sjón- arsviptir. Sendum Magneu, sonum og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Orð mega sín lítils við þessar aðstæður en hugur okk- ar er hjá ykkur. Anna Margrét, Hólmfríður, Þórður og Steinunn. Það bar svo við um árið að leiðir Magneu vinkonu og Jóa lágu sam- an. Þessi glæsilegi og skemmtilegi maður vann strax hugi okkar og hjörtu, hann var Magneu yndisleg- ur eiginmaður og sonum hennar varð hann strax sem góður faðir. Það var alltaf gaman að ræða við Jóa um alla heima og geima og margar urðu samverustundirnar í eldhúsinu inná Rauðalæk þar sem málin voru krufin yfir kaffibolla, oftast á heimspekilegum nótum. Alltaf virtist Jói vita svör við öllu, hann var mikill hugsuður, vel les- inn og fylgdist vel með öllu sem í kringum hann var í samtíð, fortíð og ekki síst framtíð. Og ekkert var honum óviðkomandi. Þegar Jói og Magnea fluttu í Ör- lygshöfn við Patreksfjörð, þar sem hann gerðist safnstjóri við Minja- safnið að Hnjóti, urðu samveru- stundir okkar því miður færri. Við heimsóttum þau þó á þennan fal- lega stað og þar kynntust börn okkar töfrum sveitalífsins. Oftast kíktu þau við hjá okkur þegar leið þeirra lá til Reykjavíkur eða við fórum saman í sumarbústaðinn þeirra og það voru fagnaðarfundir, mikið rabbað eða spilað og hlegið. Það var svo síðastliðið sumar að þau sögðu okkur frá veikindum Jóa og var það reiðarslag. Framan af héldum við í vonina um að honum myndi batna eða alla vega geta lif- að með sjúkdómnum en honum var víst ekki ætlað að dvelja lengur hjá okkur í þessu lífi. Það var ekki hægt annað en að komast við að sjá hvernig hann tók sjúkdómnum með æðruleysi og léttri lund, við fengum líklega meiri styrk frá honum en við náðum sjálf að veita. Það var sár skilnaðarstundin og með söknuði kveðjum við Jóa, góð- an dreng og snilling, en huggum okkur við það að honum var veitt lausn frá þjáningum og trúum því að við munum hitta hann aftur á öðrum stað þar sem við höldum áfram spekúlasjónum um heima og geima. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessum einstaka manni og biðjum alla góða vætti að veita Magneu og fjölskyldunni styrk í sorginni. Sif Ægisdóttir og Helgi Skj. Friðjónsson. Fallinn er frá hugsjónamaður og eldhuginn góði langt um aldur fram og er stórt skarð höggvið á sviði menningar og verðmæta á voru landi, sem verður vandfyllt. Ég sem þessar línur rita þakka honum hve vel hann reyndist mér er ég sjálfur opnaði tónlistarsafn hér á Bíldudal 17. júní 2000 og vildi hann veg minn sem mestan og bestan. Guð blessi eftirlifandi konu hans og fjölskyldu. Ég kveð þig svo hinstu kveðju með orðum skáldsins: Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Jón Kr. Ólafsson. Hann Óli frá Hraungerði hefur lagt upp í sína hinstu för, sann- arlega ferðbúinn, eftir langa ævi. Ég vissi af Óla föðurbróður Elsu ÓLAFUR KRISTJÁNSSON ✝ Ólafur Kristjáns-son fæddist á Möðruvöllum í Eyja- firði 14. maí 1908. Hann lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri að kvöldi síð- astliðins nýársdags. Foreldrar hans voru Halldóra Sigríður Benediktsdóttir, f. 27. maí 1867, d. 16. nóvember 1952, og Kristján Ágúst Frið- björnsson, f. 18. ágúst 1866, d. 1913. Hálfsystir Ólafs, samfeðra var Albína. f. 28. maí 1887, d. 10. júní 1976. Tvíbura- bróðir Ólafs var Axel, f. 14. maí 1908, d. 4. janúar 1994. Ólafur var jarðsunginn frá Ak- ureyrarkirkju 12. janúar. vinkonu frá því ég var barn, hitti hann fyrst eftir að hann flutti á mölina og kynntist honum þegar hann flutti til Elsu og henn- ar fjölskyldu. Hann vann hjá Ak- ureyrarbæ fyrst í stað, síðar fyrir Tím- ann og Dag. Á sumrin sat hann oft úti í garði að dengja ljái, en hann sló lóðir fyrir all- marga og það gerði hann eins og hann kunni best með orfi og ljá. Þá var gaman að spjalla við Óla, heyra hann segja frá sveitinni sinni, dýrunum og uppvaxtarárun- um. Búskaparhættir voru ólíkir því sem tíðkast í dag og Óli þurfti að vinna hörðum höndum frá unga aldri.Tvíburabróður átti Óli, Axel, en þeir ólust ekki upp saman nema í fáein ár, þá fór Axel í fóstur og víst er að aðskilnaðurinn var sár, en væntumþykja þeirra til hvor annars fór ekki framhjá neinum. Faðir þeirra dó er þeir voru 5 ára og Óli fylgdi móður sinni. Skóla- gangan var ekki löng, en á síðari árum átti hann góðar bækur og las mikið. Óli var ljúfmenni, það fór ekki mikið fyrir honum og aðeins einu sinni vissi ég til að hann skipti skapi. Í mörg ár bjó Óli einn í Hraungerði og var sjálfum sér nógur um flest. Það var ekki hans háttur að kvarta og það gerði hann heldur ekki þegar mislingar og aðrar pestir herjuðu á hann á efri árum. Elsa, Jóhann, Guðjón Páll og Björk voru hans fjölskylda og hjá þeim bjó hann uns þeir bræður fluttu saman í Bakkahlíðina á sam- býli aldraðra og þar fannst þeim gott að vera. Lífsviðhorf Óla var alltaf jákvætt og auðveldaði það honum að sættast við elli kerlingu. Barngóður var hann og því fengu mín börn að kynnast og Hanna Gunnur þakkar góðan tíma á yngri árum. Elsku Óli minn, að leiðarlokum þakka ég þér alla þína góð- mennsku. Ég veit að það hefur ver- ið tekið vel á móti þér hinumegin og nú þarftu aldrei oftar að flytja. Blessuð sé minning Ólafs Krist- jánssonar frá Hraungerði. Sigurlaug (Silla). Elsku Lilla. Þá er kominn tími til að kveðja og biðja góðrar ferðar, elsku Lilla. Þótt það sé orðið langt siðan, man ég það enn hve mér þótti alltaf gaman að koma upp á loft á Æg- isgötunni, hálfgert ævintýraland, á jólunum. Ægisgatan og Landakot, fjarlægir heimar frá Hvassaleitinu í þá daga en í endurnýjun lífdaga þar sem ég hef búið nú undanfarið í kjall- aranum á Ægisgötunni. Ég man að sjálfsögðu líka eftir frændum mín- um, Magga, Lugga og Kalla. Kalli er næstur mér að árum og bjó í her- berginu á ganginum niðri þar sem LILJA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Lilja Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1926. Hún lést 31. desember síðastlið- inn og var jarðsung- in frá Dómkirkjunni 7. janúar. unga fólkið í boðunum safnaðist saman og spjallaði um heima og geima. Eitt man ég þó skýr- ast en það var að ég fékk alltaf dót fra Lillu og ekkert smádót! Allt- af eitthvað skynsam- legt frá mömmu og pabba en dót fra Lillu og Mumma. Jólin hjá ömmu gleymast aldrei. Elsku systur, mamma og Svana, það er alltaf sárt að kveðja en nú er stundin runnin upp og ekkert annað eftir en að halda uppi minningunum um Lillu og leyfa ljósinu sem umlykur þær að lýsa sem skærast og bera með okkur birtuna sem af því stafar um aldur og ævi. Elsku Lilla, með söknuði kveðjum við systkinin í Hvassaleitinu og biðj- um fyrir kveðju til ömmu Ragnheið- ar, afa Magnúsar og Dísu frænku. Magnús Sigurðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.