Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þú ert ekki á réttri hillu til að negla, Róbert minn, hjá okkur er alveg sama hvort við negl- um gaurana með lyginni eða sannleikanum. Ísland fullgilti ramma-samning Sameinuðuþjóðanna um lofts- lagsbreytingar árið 1993 og Kyoto-bókunina við þann samning árið 2002. Á grundvelli rammasamn- ingsins samþykktu íslensk stjórnvöld árið 1995 fram- kvæmdaáætlun þar sem stefnt var að því að út- streymi gróðurhúsaloft- tegunda yrði ekki meira árið 2000 en árið 1990, að frádregnu útstreymi frá iðnaðarferlum nýrrar stóriðju sem byggðist á hreinum og endurnýjan- legum orkulindum. Það markmið hefur náðst eins og fram kemur á vef umhverfis- ráðuneytisins. Þar segir ennfremur að sam- kvæmt Kyoto-bókuninni og út- færslu hennar gagnvart Íslandi séu útstreymisheimildir Íslands tvíþættar: Í fyrsta lagi skal al- mennt útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda frá Íslandi ekki aukast meira en sem nemur 10% frá árinu 1990, þ.e. vera innan við 3.650 þúsund koldíoxíðígildistonn árlega að meðaltali 2008 til 2012. Í öðru lagi skal koldíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eftir árið 1990 ekki vera meira en 1.600 þúsund tonn árlega að meðaltali árin 2008-2012. Ef litið er til hlutfallslegrar skiptingar heildarútstreymis gróðurhúsalofttegunda eftir greinum á Íslandi árið 2002 þá er mest losun frá iðnaði eða 25%, 20% frá sjávarútvegi, 19% frá samgöngum og 14% frá landbún- aði. Ef litið er til lofttegunda þá skipar losun koldíoxíðs lang- stærstan sess eða 74% heildarút- streymis gróðurhúsalofttegunda. Vegna smæðar Íslands fól Kyoto-bókunin í sér sérstakt ákvæði fyrir lítil hagkerfi sem kallað hefur verið íslenska ákvæð- ið. Það gerir ráð fyrir því að kol- díoxíðlosun frá nýrri stóriðju eða stækkun stóriðjuvera, sem hefur starfsemi eftir 1990 og leiðir til meira en 5% aukningar í losun á fyrsta skuldbindingartímabili bókunarinnar (2008-2012), verði haldið utan við losunarskuldbind- ingar bókunarinnar eftir að losun- arheimildir viðkomandi lands hafa verið fullnýttar. Alþjóðaflugið ekki inni í Kyoto-bókuninni Alþjóðlegt flug og siglingar eru undanþegin Kyoto-bókuninni og því hafa t.a.m. kaup Flugleiða á 10 þotum ekki áhrif á útblásturs- kvóta Íslands að sögn Huga Ólafs- sonar, skrifstofustjóra í umhverf- isráðuneytinu. Hann segir útblásturskvótann hérlendis ná eingöngu til innanlandsflugs hvað það varði. Hann segir umræður eiga sér reglulega stað um hvort og hvernig eigi að taka á þessum málum, innan ramma loftlags- samningsins og Kyoto-bókunar- innar. Um 3,5% útstreymi gróð- urhúsalofttegunda heimsins stafi af alþjóðaflugi og milli eitt og tvö prósent frá alþjóðlegum sigling- um. Hugi segir að útstreymi frá alþjóðaflugi hafi aukist um 45% frá 1990 en aukningin verið minni í tengslum við alþjóðasiglingar. Hann segir að ekki hafi náðst sam- staða um þessi mál á alþjóðavett- vangi, þ.e. hvernig eigi að deila út- streyminu milli þjóða. „Evrópu- sambandið vill taka upp markvissari umræður um þessi mál, og Sviss vill taka upp umræð- ur um skiptingu útstreymis á milli ríkja. En mörg önnur ríki, s.s. Bandaríkin og Japan, vilja ekki tala um skiptingu á útstreyminu. Menn eru hins vegar sammála um að hafa málefni alþjóðaflugs og siglinga á dagskrá loftslagssamn- ingsins og bæta bókhaldið um út- streymi frá þessum uppsprett- um,“ segir Hugi. Fyrir liggur útstreymisspá fyr- ir gróðurhúsalofttegundir á Ís- landi. Samkvæmt spánni verður meðalútstreymi gróðurhúsaloft- tegunda á fyrsta skuldbindinga- tímabilinu að frádreginni upptöku koldíoxíðs vegna bindingar með landgræðslu og skógrækt um 3.000 þúsund koldíoxíðígildistonn á ári og þar með innan við losunar- heimild Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni. Unnið verður að nýrri útstreymisspá á þessu ári. Hugi segir Kyoto-bókunina heimila ríkjum viðskipti með mengunarkvóta. Hægt sé að afla sér kvóta með því að fjármagna verkefni í öðrum ríkjum, t.d. skóg- rækt í þróunarríkjum eða umbæt- ur á mengandi orkuverum í Aust- ur-Evrópu. Einnig er mögulegt að kaupa kvóta beint. ESB setti upp sérstakan kvótamarkað nú um áramótin sem nær til yfir 12.000 fyrirtækja í aðildarríkjunum 25 sem samtals losa um 45% af gróð- urhúsalofttegundum í ESB, og geta fyrirtækin verslað sín á milli með kvóta. Hugi segir tilganginn með þessu að menn nái settu marki með sem mestri hag- kvæmni. „Líklega myndi ekkert fyrirtæki á Íslandi falla undir þetta kerfi ef það næði til Íslands. Þessar uppsprettur hjá okkur eru flestar smáar og dreifðar fyrir ut- an stóriðjuverin,“ segir Hugi og bætir því við að því hafi ekki verið talið svara kostnaði að setja á laggirnar sérstakan kvótamarkað hér. Fréttaskýring | Útstreymi gróður- húsalofttegunda á Íslandi Iðnaðurinn losar mest Þotukaup íslenskra flugfélaga hafa ekki áhrif á útblásturskvótann Mikið útstreymi er vegna alþjóðaflugs. Gróðurhúsaáhrifin eru forsenda lífs á jörðinni  Lofthjúpur jarðar gegnir svip- uðu hlutverki og glerið í gróð- urhúsi. Hann hleypir greiðlega í gegnum sig sýnilegri sólar- geislun en heldur inni miklum hluta varmageislunarinnar sem berst frá yfirborði jarðar. Þessi áhrif lofthjúpsins á hitastig og loftslag á jörðinni eru nefnd gróðurhúsaáhrif. Án gróður- húsaáhrifa væri meðalhitastig á jörðinni í kringum –18°C í stað +15°C, eins og það er nú. jonpetur@mbl.is KÆRUNEFND jafnréttismála tel- ur að jafnréttislög hafi ekki verið brotin þegar dómsmálaráðherra skipaði Björgvin Björgvinsson lög- reglufulltrúa í stöðu aðstoðaryfirlög- regluþjóns rannsóknardeildar lög- reglunnar í Kópavogi til næstu fimm ára. Byggir nefndin álit sitt á því að Björgvin hafi meiri reynslu en Svan- hvít Eygló Ingólfsdóttir lögreglu- fulltrúi sem einnig sótti um stöðuna. Fram kemur í úrskurðinum að kærunefnd telur að fallast megi á það með dómsmálaráðherra að sá sem skipaður var í stöðuna hafi haft víðtæka reynslu af rannsóknum mála í nær öllum tegundum afbrota. Jafnframt er tekið fram að hann hafi umtalsverða stjórnunarreynslu þar sem hann var lögreglufulltrúi frá árinu 1998. Þessi reynsla skipi hon- um framar kæranda. Í úrskurði kærunefndar er sérstaklega til- greint að á árabilinu 1982–97 hafi kærandi hjá lögreglunni í Kópavogi annast „einkum rannsókn minni- háttar afbrota“, en sá sem skipaður var starfaði hjá fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík. Gerir athugasemdir við forsendur „Við munum óska eftir því að mál- ið verði tekið til meðferðar á ný hjá kærunefnd jafnréttismála. Við byggjum það á 24. grein stjórnsýslu- laga sem er nr. 37 frá 1993,“ sagði Hulda Rúríksdóttir hdl., lögmaður Svanhvítar, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Ástæðan fyrir því er að í forsendum kærunefndarinnar er Svanhvít sögð hafa 11 árum styttri starfsaldur sem lögreglufulltrúi en hún í reynd hefur, þannig að við lít- um svo á að í raun séu rangar for- sendur gefnar í niðurstöðu kæru- nefndar. Í niðurstöðu kærunefndar segir ítrekað að Svanhvít hafi starf- að sem lögreglufulltrúi síðan 1998 þegar hið rétta er að hún hefur starfað sem lögreglufulltrúi frá 1987 og er með þessu móti tekin af henni ellefu ára starfsreynsla,“ segir Hulda og bendir á að starfsreynsla og starfsaldur skipti öllu í þessu samhengi. Hulda bendir á að í umsögn sinni hafi ríkislögreglustjóri komist að þeirri niðurstöðu að Björgvin og Svanhvít hefðu álíka starfsreynslu sem rannsóknarlögreglumenn, en að Svanhvít hefði afgerandi lengri starfsreynslu sem lögreglufulltrúi, en lögreglufulltrúi er hærra settur en rannsóknarlögreglumaður, enda um stjórnunarstöðu a ræða. „Björg- vin hefur að vísu meiri menntun en Svanhvít, en ríkislögreglustjóri telur hina löngu starfsreynslu hennar í stjórnunarstöðu fyllilega vega þar á móti,“ segir í umsögninni og í fram- haldinu kemur fram að ríkislög- reglustjóri telji Svanhvíti hæfari eða að minnsta kosti jafnhæfa og Björg- vin og lagði hann til að hún yrði skip- uð. Að sögn Huldu vekur einnig at- hygli að þó minnst sé á umsögn rík- islögreglustjóra í úrskurði kæru- nefndar þá er hvergi minnst á álit hans í niðurstöðu kærunefndar. Kærunefnd jafnréttismála hafnar kröfum umsækjanda um stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns í Kópavogi Munu fara fram á að málið verði tekið fyrir aftur ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, ASÍ, hefur skilað umsögn til félags- málaráðherra um drög að reglu- gerð um atvinnuréttindi útlend- inga. Að mati ASÍ eru drögin óviðunandi og gerðar eru margs konar athugasemdir við þau. Um- sögnin er nú til skoðunar í ráðu- neytinu. Í umsögn ASÍ segir m.a. að drög- in víki í veigamiklum atriðum frá reglugerð sem sérstök samstarfs- nefnd skilaði frá sér á síðasta ári. Þá séu verklagsreglur sem sú nefnd afgreiddi „hundsaðar með öllu“. Verklagsreglurnar hafi verið óaðskiljanlegur hluti af þeirri sátt sem hafi náðst um reglugerðardrög á þeim tíma. Í þessari nefnd sátu fulltrúar frá ASÍ, félagsmálaráðu- neytinu, Samtökum atvinnulífsins, Vinnumálastofnun og Útlendinga- stofnun. ASÍ telur að breytingarnar sem hafa nú verið gerðar á reglugerð- ardrögunum og hundsun verklags- reglna séu með öllu óviðunandi. Bæði sé að finna efnisatriði í núver- andi drögum sem vafi leiki á að standist lög og viðmið vegna veit- inga atvinnuleyfa, eða brjóta bein- línis í bága við þau. „Þá er ljóst að ýmis ákvæði í reglugerðardrögunum eru með þeim hætti að þau eru til þess fallin að skapa frekari óvissu varðandi framkvæmd laganna og skapa þeim sem eiga að starfa eftir þeim ýmsan vanda varðandi verklag og túlkun,“ segir enn fremur í umsögn ASÍ. ASÍ telur reglugerðar- drögin vera óviðunandi  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.