Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 49 Rokksveitin Mínus heldurtónleika næstkomandilaugardagskvöld á Gaukiá Stöng eftir nokkurt hlé. Slegið verður upp mikilli rokkveislu því með Mínus spila Vonbrigði, Drep og Future Future. „Við völdum þessar sveitir sjálfir. Þetta eru nokkrar af bestu hljómsveitunum sem eru í gangi núna,“ segir Frosti Logason, gítarleikari í Mínus. „Von- brigði voru flottasta sveitin á Rokk í Reykjavík-tímabilinu,“ segir Frosti, sem hreifst af þeim á tónleikunum með The Fall á dögunum. „Þeir voru hrikalega kraftmiklir og góðir og platan algjör snilld þannig að mig langaði mikið að fá þá til að spila með okkur á tónleikum. Drep er uppá- halds íslenska rokkhljómsveitin mín. Future Future er efnilegasta hljóm- sveitin. Ég veit það á eftir að heyrast mikið í þessum strákum,“ segir Frosti um valið á upphitunar- sveitum. Frosti og strákarnir í Mínus eru spenntir fyrir tónleikunum, sem verða fyrstu tónleikar sveitarinnar hér á landi í tæpa þrjá mánuði. „Það leggst mjög vel í okkur að spila þarna. Við erum búnir að vera að hvíla okkur svolítið, á hver öðrum og svona,“ segir hann en Mínus-liðar eru þó ekki búnir að vera aðgerð- arlausir. „Við erum búnir að vera að semja nokkur lög. Við erum að fara að spila þónokkur lög sem enginn hefur heyrt og hafa aldrei verið spil- uð neins staðar,“ segir Frosti þannig að Mínusaðdáendur eiga von á góðu á tónleikunum á laugardaginn. Síðustu tónleikarnir í bili „Svo hef ég á tilfinningunni að þetta verði síðustu tónleikarnir með Mínus hérna heima í einhvern tíma. Þannig að það er um að gera að mæta.“ Orðrómur hefur verið á kreiki um að sveitin væri hætt og eru tónleik- arnir m.a. haldnir til að afsanna það. „Það er líka ástæðan fyrir því að okk- ur langaði að halda tónleika. En við erum ekki hættir, það er alveg á hreinu. Við erum að taka okkur með- vitaða lægð og hvíla aðeins fyrir næstu orrustu,“ segir Frosti. Mínus vinnur sem stendur að næstu plötu, sem fylgir í kjölfarið á Halldóri Laxness er hlaut mjög góð- ar viðtökur. „Þegar við förum í stúd- íó til að taka upp plötu höfum við allt- af verið akkúrat með efni í eina plötu og ekkert umfram það. Núna ætlum við að gefa okkur góðan tíma og ætl- um að eiga efni helst á þrjár plötur og velja síðan það besta úr,“ segir Frosti og verður vandað vel til verks. „Það er ætlast til mikils af okkur.“ Frosti svarar í anda margra Ís- lendinga spurður að því hvernig sé að vinna undir svona pressu. „Það er ágætt að hafa pressu. Við vinnum best undir pressu.“ Mínus | Stórtónleikar á Gauknum á laugardag Ljósmynd/Chris Lopez Eru ekki hættir Mínus, Vonbrigði, Drep og Future Future á Gauknum á laugardag. Miðaverð 1.000 krónur. Húsið verður opnað kl. 22.30. 18 ára ald- urstakmark. www.minusonline.net ingarun@mbl.is Kate Bosworth og Orlando Bloom eru hætt að vera sam- an. Þau kenna því um hversu mikið sé að gera hjá þeim í leikarastarf- inu. Þau voru saman í tvö ár og hef- ur talsmaður þeirra staðfest sam- bandsslitin. „Þau ákváðu að taka sér hlé og vera aðskilin og er það vegna vinnunnar. Þau eru enn mjög náin. Þetta var sameiginleg ákvörðun,“ sagði talsmaðurinn í samtali við People. Ekki er ljóst hvenær þau slitu sambandinu eða nánari ástæður þess. Parið sást síðast saman á hót- elinu Chateau Marmont í Holly- wood 21. janúar. Bloom gisti þar á meðan á Golden Globe-verð- launahátíðinni stóð. Bosworth, sem er 22 ára, og Bloom, sem er 28 ára, hafa bæði nóg að gera. Bosworth leikur Lois Lane í kvikmyndinni Superman Returns og Bloom er í mynd Ridley Scott, Kingdom of Heaven, sem verður frumsýnd í maí. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.30. Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE FRÁ HÖFUNDUM SOUTH PARK KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. ÁLFABAKKI kl. 3.45 og 6. Ísl.tal. / kl. 3.45, 6 og 8.15. Enskt tal. 4 Ó s k a r s v e r ð l a u n a t i l n e f n i n g a r  H.L. Mbl..L. bl.  DV  Rás 2ás 2  Kvikmyndir.comvik yndir.co Kvikmyndir.is Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey.  S.V. Mbl. AKUREYRI Sýnd kl. 6. AKUREYRI Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 5.45. Algjör snilld. Ein af fyndustu myndum ársins. l j r ill . i f f t r i . Kvikmyndir.is 4 Ó s k a r s v e r ð l a u n a t i l n e f n i n g a r V.G. DV. Leikkonan Scarlett Johanssonsegist sjá eftir því að hafa sagt að hún vildi ekki fara út með manni undir þrítugu, því núna þori engir ungir, myndarlegir karlar að reyna við hana. Leikkonan sem sjálf er tvítug og er með hinum 33 ára gamla Jared Leto segir að nú reyni bara eldri menn við hana. „Þetta er hrika- legt. Það koma bara menn með skalla og risa- stórar bumbur síðan þessi orð voru birt. Ungir menn mega alveg tæla mig.“ Scarlett hefur oft leikið á móti sér eldri mönnum, eins og Bill Murray, John Travolta og Col- in Firth.    Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.