Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 29 UMRÆÐAN MIG LANGAR að þakka Morg- unblaðinu umfjöllun þess um hæstaréttardóminn í máli fyrir- tækis míns Fjölsmíðar gegn Útfar- arstofu Íslands. Í seinni greininni laugardaginn 29. janúar sl. kemur fram að Kristján Valur hjá Bisk- upsstofu segir að það sé ekki rétt hjá mér að „engar reglur séu til um þessi mál“. Hann bendir á reglu- gerð nr. 232/1995 um útfararþjón- ustu. Þá reglugerð hafði ég aldrei séð eða vitað um fyrr en ég las þessi orð. Ég fékk fyrst útfarar- leyfi árið 1997, tveimur árum eftir setningu reglugerðarinnar, en dóms- og kirkjumálaráðuneytið, sem gaf reglugerðina út, benti mér hvorki á reglugerðina né sendi mér hana. Ég fékk leyfið endurnýjað 2002 og enn kom ekkert fram um þetta. Ég hef kynnt mér að fleiri útfararstofur hafa sömu sögu að segja. Þar á meðal eru bæði sá út- fararstjóri sem á lengsta hefð í þessu starfi og aðili sem fékk leyfi 2004. Í þessari reglugerð, sem ég hef nú útvegað mér, er sagt að út- fararstofnanir skuli hafa til hlið- sjónar siðareglur sem gilda fyrir útfararstofnanir í Evrópu. Ég hef nú reynt að fá þær en í ljós er kom- ið, að þær hafa ekki verið þýddar ennþá þótt menn hafi átt að hafa þær til hliðsjónar sl. 9 ár. Mér er mjög illa við að hægt sé að segja, að ég sé ekki sannorður. Það sem ég sagði rangt hlýtur að skrifast á reikning ónógra upplýsinga frá ráðuneytinu. Mér þykir vænt um hitt sem Kristján Valur segir í greininni, að koma eigi „nánari reglur um útfarir og allt sem að þeim lýtur“ og á þar við siðareglur. Siðareglur eru ein- mitt það sem ég hafði í huga þegar ég talaði um skort á reglum. Með þeim er t.d. hægt að koma í veg fyr- ir það að einn aðili geri eitthvert samkomulag við sjúkrastofnun um að flytja lík þaðan á líkhús og nýti sér það svo eins og Útfararstofa Ís- lands hefur gert með því að hringja í aðstandendur segja þeim að þeir hafi verið að koma með lík ástvinar í líkhúsið og spyrja hvort þeir eigi að halda áfram með málið. Þetta þykir fæstum smekklegt enda hafa ýmsir aðstandenda kvartað og snúið sér annað. Það er einlæg von mín að þessi mál komist öll í þann farveg að að- standendur geti treyst því að heið- arlega sé að verki staðið – að menn ræki með tillitssemi, virðingu og umhyggju þau störf sem þeim eru falin – eins og segir í heitstaf þeim sem menn verða að undirrita áður en þeir fá útfararleyfi. Hálfdán G. Hálfdánarson Reglur um útfararþjónustu Höfundur er framkvæmdastjóri lík- kistuvinnustofunnar Fjölsmíðar. ÍSLENSKU tónlistarverðlaunin verða afhent í kvöld við hátíðlega at- höfn í Þjóðleikhúsinu. Verðlaunin hafa alls verið afhent 10 sinnum og í kvöld verða þau afhent í 11. sinn, nú fyrir starfsárið 2004. Samtónn, heildarsamtök íslenskrar tónlistar, annast að venju undirbúning og framkvæmd Íslensku tónlistarverðlaunanna, en Sjónvarpið annast útsendingu til allra landsmanna. Með hverju árinu sem liðið hefur hafa verðlaunin vaxið að umfangi og stjórn verðlaunanna hefur jafnan reynt að bæta og efla verðlaunin í samráði við aðild- arfélög Samtóns og að fengnum ábendingum frá áhugasömum ein- staklingum í greininni. Í ár er ekki hægt að ganga til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna án þess að líta yfir starfsumhverfi ís- lensks tónlistarfólks og vekja at- hygli á þeim verulegu umbótum sem hafa átt sér stað á sl. tveimur árum. Árið sem undirritaður tók við fram- kvæmdastjórn verðlaunanna gætti merkjanlegs titrings og tortryggni meðal tónlistarmanna í garð stjórn- valda. Fjöldi áhrifamanna í tónlist- arlífinu skrifaði greinar og talaði op- inberlega um skilningsskort og áhugaleysi stjórnvalda gagnvart vissum tegundum tónlistar, sumir töldu m.a. gæta hroka í garð popp- tónlistar. Undirritaður lét að sjálf- sögðu ekki sitt eftir liggja í því enda áhugamaður um bætt starfsum- hverfi tónlistarfólks. Árum saman hafði frumvarp um þróunar- og útflutningssjóð tónlist- arinnar verið á villuráfandi flakki á milli menntamálaráðuneytis og iðn- aðarráðuneytis – þrátt fyrir góðan vilja í iðnaðarráðuneytinu. Á tímabili var jafnvel talið að frumvarpið um sjóðinn væri hreinlega týnt. Um tónlistarhús rifust menn og vissu ekki hvað sneri upp eða niður. Alls staðar virtust málefni tónlistar- innar eiga undir högg að sækja í björgum ráðuneytanna. Þrátt fyrir greinaskrif og kvartanir á tyllidög- um tónlistarinnar, eins og þessum í dag þegar við afhendum Íslensku tónlistarverðlauninn, voru viðbrögð lítil sem engin. Í síðustu viku, þegar undirritaður hóf að undirbúa hin árlegu skrif um stöðu íslenskrar tónlistar, rann upp það ljós að á síðasta ári hefur orðið algjör bylting í þessum málum. Tón- listarsjóðurinn kominn á fjárlög og ríki og borg komin vel áleiðis með að ljúka undirbún- ingi að byggingu tón- listarhúss. Jafnhliða hefur hinn nýi mennta- og menningar- málaráðherra gert sér far um kynna sér starfsumhverfi þess og almennar aðstæður í ís- lensku tónlistarlífi. Í þessu samhengi skal og sérstaklega þökkuð myndarleg að- koma ráðherrans að Íslensku tón- listarverðlaununum í ár. Með komu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í ráðuneyti tónlistar og menningamála hafa orðið vatna- skil. Haldbærasta skýringin á gjör- breyttu viðmóti og vinnubrögðum á þessu sviði er að líkindum einlægur áhugi og virðing ráðherrans fyrir ís- lenskri tónlist, ekki bara einni teg- und hennar, heldur öllum. Íslenskt tónlistarfólk hlýtur að þakka þessar miklu og langþráðu viðhorfsbreyt- ingar í eigin ráðuneyti. Það er ljóst að Þorgerður Katrín gerir sér mætavel grein fyrir mik- ilvægi eflingar stoðkerfis grein- arinnar sem gagnast jafnt innra starfi, þróun og uppbyggingu, ekki síður en því mikilvæga markaðs- og kynningarstafi sem tengist bæði hreinum viðskiptahagsmunum en ekki síður ímynd okkar í víðara sam- hengi sem áhugaverðrar menning- arþjóðar sem vert er að sækja heim og eiga samskipti við. Um þessa þætti má nánar lesa í afar áhuga- verðri og nýútkominni samantekt dr. Ágústs Einarssonar þar sem hann fjallar um hinar hagrænu stærðir og áhrif tónlistarinnar. Á afhendingu síðustu tónlist- arverðlauna var Þorgerður Katrín í fyrsta sinn gestur verðlauna sem menntamálaráðherra. Þá tók hún til máls og lofaði breytingum á mál- efnum tónlistarsjóðsins og tónlistar- hússins. Að fenginni langri reynslu af misefndum íslenskra ráðamanna var þessum fyrirheitum ráðherrans tekið með fyrirvara. Nú, ári síðar, þegar fyrir liggur að stórátak hefur verið gert í áðurnefndum málum, fyllast menn aðdáun og þakklæti. Það er ljóst að hér fer bæði kraft- mikill og orðheldinn stjórn- málamaður. Úrbætur starfsumhverfis tónlist- arfólks koma þó víðar að. Tvívegis hefur undirritaður vakið athygli á frábæru framtaki Icelandair og Reykjavíkurborgar í samvinnu við flytjendur og höfunda undir merkj- um FÍH og STEF. Sjóðurinn hefur nú starfað í eitt og hálft ár en hann gerir tónlistarmönnum, sem fengið hafa boð um tónleikahald á erlendri grundu, kleift að mæta til leiks beggja vegna Atlantsála. Hér var stigið djarft skref og þarft sem virð- ist vera að skila góðum árangri. Á persónulegri nótum vill und- irritaður nú fá að þakka íslensku tónlistarfólki og hagsmunafélögum þess það mikla traust sem auðsýnt var með framkvæmdastjórnarráðn- ingu Íslensku tónlistarverð- launanna. Undirritaður hefur ákveð- ið að láta þetta verða síðustu verðlaunin undir sinni fram- kvæmdastjórn. Það hefur verið afar dýrmætt að fá að njóta þess trausts og þeirrar reynslu sem þessu starfi hefur fylgt. Margréti Bóasdóttur, formanni stjórnar verðlaunanna, skal að endingu þakkað ómetanlegt samstarf en framfarir verðlaunanna síðan 2001 eru ekki síst miklu og óeigingjörnu starfi hennar að þakka. Þorgerður rokkar! Einar Bárðarson skrifar vegna afhendingar Íslensku tónlistarverðlaunanna ’Með komu ÞorgerðarKatrínar Gunnarsdóttur í ráðuneyti tónlistar- og menningarmála hafa orðið vatnaskil.‘ Einar Bárðarson Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna. MÖNNUM blandast ekki lengur hugur um að tóbak er skaðræð- ishlutur. Reykingar eru aðalástæða veikinda og ótímabærra dauðsfalla sem hægt er að fyrirbyggja. Helm- ingur allra reykingamanna deyr fyrir aldur fram vegna sjúkdóma sem tengja má reykingum. Það eru þó ekki bara þessi tengsl tóbaks við sjúkdóma og dauða sem vert er að hafa áhyggjur af. Tóbaks- notkun skerðir líka verulega lífsgæði fólks vegna ýmissa sjúk- dóma og kvilla sem hún hefur í för með sér. Æ fleiri rannsóknir hafa til dæmis sýnt fram á tengsl tóbaksnotkunar og tannheilsu. Bandaríkjamenn hafa gert reglubundn- ar og viðamiklar heilsufarsrannsóknir sem m.a. hafa nýst til að kanna tengsl tóbaks og tannheilsu. Þær hafa t.d. sýnt að reyk- ingamenn eru fjórum sinni líklegri til að vera með tannholdsbólgu en þeir sem ekki reykja. Eftir því sem fólk reykti meira því meiri voru líkurnar, en hjá þeim sem höfðu hætt að reykja dró úr líkum á tannholdsbólgu eftir því sem árin liðu. Helga Ágústsdóttir og félagar birtu árið 2001 niðurstöður sem sýndu að þeir sem urðu fyrir óbeinum reykingum voru í meiri áhættu á að fá tannholdsbólgu en aðrir. Einnig hefur verið sýnt fram á tengsl milli reykinga í umhverfi barna og hættu á tannskemmdum. Þess ber að geta að tannskemmdir eru einn algengasti langvinni sjúk- dómurinn sem börn eiga við að stríða, þótt mikið hafi áunnist í baráttunni gegn honum á undanförnum árum. Það að draga úr óbeinum reykingum er ekki eingöngu mikilvægt til að draga úr líkum á ýmsum sjúkdómum heldur einnig til að bæta tannheilsu og lífsgæði fólks. Hjúkrunarfræðingar eru fjöl- mennasta heilbrigðisstéttin hér á landi, þeir vinna víða í heilbrigð- iskerfinu og eiga samskipti við fólk frá getnaði til grafar. Hjúkrunarfræðingar hafa að mínu mati lyk- ilhlutverki að gegna við að koma í veg fyrir að börn eða fullorðnir ánetjist tóbaki og einnig við að hjálpa þeim sem reykja að hætta því. Í því sambandi er vert að benda á að til eru gagn- reyndar leiðbeiningar um reykleysismeðferð. Sá vettvangur sem hjúkrunarfræðingar ættu að beina sjónum að er meðal annars: Heilsugæslan: hjúkr- unarfræðingar í mæðra- vernd, ung- og smá- barnavernd, skólaheilsugæslu og vinnuvernd geta lagt áherslu á varnir gegn tóbaksnotkun og ráðlagt þeim sem vilja hætta. Sjúkrahús og end- urhæfingarstofnanir: Kjörinn vettvangur til að ræða tób- aksnotkun og aðstoða þá sem vilja hætta. Ráðgjafarþjónusta: Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar starfa við ráð- gjafarþjónustu á sviði hins opinbera eða í einkageiranum. Einnig þar á að ræða tóbaksforvarnir og leiðbeina þeim sem vilja hætta. Ég vil að lokum minna á þjónustu hjúkrunarfræðinga: Reykleysislín- una, s: 800 6030. Tóbak og tannheilsa – gera hjúkrunar- fræðingar gagn? Anna Björg Aradóttir skrifar í tilefni tannverndarviku Anna Björg Aradóttir ’Reykingar eruaðalástæða veikinda og ótímabærra dauðsfalla sem hægt er að fyr- irbyggja.‘ Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu. FYRIR dyrum er kosning rektors Háskóla Íslands. Fjórir ágætir pró- fessorar hafa gefið kost á sér. Allir hafa þeir nokkuð til síns ágætis, en einn þó mest, Kristín Ingólfsdóttir prófessor í lyfjafræði. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á hið akademíska hlutverk Háskólans, sjálfstæði hans og kennaranna til kennslu, rannsókna og stjórnar eigin mála, í samræmi við það sem tíðkast hefur á meg- inlandi Evrópu í alda- raðir. Hluti af þessu sjálfstæði er fólginn í jafningjastjórnun, þ.e. prófessorar og síðar aðrir kennarar og starfsmenn og loks stúdentar hafa valið sér stjórnendur, rektor og deildarforseta, með lýðræðislegum aðferðum. Þetta hefur gefist vel. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn eða þeir sem ráða fjárveitingum seilst til aukinna áhrifa á hið akadem- íska starf og stjórnun þess. Hið aka- demíska frelsi er nauðsynlegur grunnur til þess að frjó hugsun fái notið sín í þekkingarleitinni og til að stuðla að samfélagslegum fram- förum. Það hefur skilað okkur langt á leið á þeirri tæpu öld sem liðin er frá stofnun Háskólans. Á þeim helmingi þessa tíma, sem ég hef fylgst með og tekið þátt í há- skólastarfinu, hefur val rektora tekist mjög vel. Þeir hafa allir haft þekking- arleitina og miðlun þekkingar að leið- arljósi, spilað vel úr þeim fjármunum sem Háskólinn hefur haft til umráða og barist fyrir vexti og viðgangi skól- ans án þess að mismuna kennslu- greinum. Svokölluðum sérfræðingum í stjórnun skipuðum af utanaðkomandi aðilum, hefði varla farið verkið betur úr hendi. Konur í Háskóla Íslands Liðin eru tæp 36 ár frá því að fyrsta konan var skipuð í prófessors- embætti við Háskólann. Konum í kennaraliðinu hefur fjölgað verulega og eru nú fleiri konur prófessorar en prófess- orar voru samtals, þeg- ar ég kom í Háskólann. Meirihluti stúdenta eru konur. Ef þær eru sam- taka og beita sér og áhrifum sínum á alla sem hafa kosningarétt getur kona náð rektorskjöri í fyrsta sinn í sögu Háskólans. Nú vill svo vel til að einn þeirra sem gefa kost á sér er kona. Hún er mjög vel akademískt hæf sem sjá má af miklum fjölda vísindagreina, sem hún hefur birt, aðallega í erlendum vísindaritum. Hún hefur alþjóðlega menntun. Auk náms við Háskóla Ís- lands hefur hún stundað nám í Frakklandi og lokið doktorsgráðu frá King’s College við University of London. Hún hefur skýra sýn á hvað há- skóli á að vera og hvert skuli vera hlutverk Háskóla Íslands í nútíma þjóðfélagi og í framtíðinni. Hún hefur þegar sýnt mikla og góða stjórn- unarhæfileika bæði við uppbyggingu námsins í sinni deild og með setu í ýmsum ráðum og nefndum, m.a. fjár- málanefnd Háskólaráðs. Það sem mest er um vert fyrir hinn akadem- íska anda og öflun þekkingar er að Kristín hefur skipulagt og fram- kvæmt víðtækar rannsóknir, ein og í samvinnu við fjölda vísindamanna í eigin grein og í öðrum greinum, hér- lendis og erlendis beggja vegna Atl- antshafsins. Lokaorð Háskólapólitískt er það kostur að Kristín er prófessor við eina af minnstu deildum skólans gagnstætt hinum frambjóðendum sem allir hafa mikið til síns ágætis, en eru hver um sig fulltrúar þriggja stærstu deilda skólans. Þó að reynslan hafi sýnt að ekki skipti endilega máli úr hvaða deild rektor kemur, er auðveldara að sameinast um mjög vel hæfan fram- bjóðanda úr lítilli deild. Einkum á þetta við þegar sá frambjóðandi hef- ur auk þeirra kosta, sem að framan eru taldir, mjög góða samskiptahæfi- leika. Slíkan stjórnanda er ómet- anlegt fyrir hverja stofnun að fá. Rektorskjör Tómas Helgason fjallar um rektorskjörið í HÍ ’Einkum á þetta viðþegar sá frambjóðandi hefur auk þeirra kosta, sem að framan eru tald- ir, mjög góða sam- skiptahæfileika.‘ Tómas Helgason Höfundur er prófessor, dr. med.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.