Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 11 FRÉTTIR Það eru ekki mörg fyrirtækisem hafa burði til aðleggja grunnnet,“ segirAlfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR). „Það er m.a. af praktískum ástæðum að það hæfir Orkuveitunni vel að leggja ljósleið- ara, hann fer í sömu skurði og aðr- ar lagnir fyrirtækisins,“ segir Al- freð. Hann segir fjarri lagi að OR hafi tapað á fjárfestingum í fjar- skiptafyrirtækjum. Um sé að ræða fjárfestingar sem skili sér eftir 5– 10 ár. Hann er því ekki sammála því að OR eigi að einbeita sér að hefð- bundnum rekstri, þ.e. sölu á köldu og heitu vatni og raforku, eins og Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í stjórn OR, sagði í Morg- unblaðinu í gær. Alfreð segir að ágreiningur innan stjórnar OR sé í sjálfu sér ekki flókinn. Hann snúist um fjarskipta- starfsemi Orkuveitunnar. „Sjálf- stæðismenn hafa sett sig á móti því að Orkuveitan legði ljósleiðaranet um höfuðborgarsvæðið,“ segir Al- freð. „Meirihlutinn hefur hins vegar viljað skapa samkeppni á þessu sviði til að lækka verð á gagnaflutn- ingum til fólks og fyrirtækja. Stundum hef ég það á tilfinning- unni að fulltrúar sjálfstæðismanna í stjórn Orkuveitunnar séu fremur hagsmunagæslumenn Símans en fulltrúar Reykjavíkurborgar. Það er mikill samhljómur í afstöðu full- trúa sjálfstæðismanna og forstjóra Símans sem tjáði sig nýlega um málefni Orkuveitunnar.“ Síminn lengi haft horn í síðu OR Að sögn Alfreðs hefur Síminn ár- um saman haft horn í síðu OR vegna fjarskiptastarfsemi sem OR hefur rekið og gjarnan er kölluð fjórða veitan. Gagnrýni Símans byggist á því að OR eigi einungis að stunda hefðbundin veituverkefni, þ.e. rafmagn, heitt og kalt vatn. „Hins vegar er þróunin alls staðar í kringum okkur sú, bæði austan og vestan hafs, að orkufyrirtæki hafa lagt ljósleiðara og veitt við- skiptavinum sínum aukna þjónustu. Það er líka í samræmi við nið- urstöðu Orkustefnunefndar Reykja- víkurborgar að Orkuveitan eigi að bæta fjórðu veitunni við þá þjón- ustu sem hún býður upp á. Borg- arráð hefur staðfest fyrir sitt leyti þá niðurstöðu.“ Alfreð segir að miðað við þá „óheyrilegu gjaldtöku“ sem Síminn viðhafði, áður er samkeppni frá OR kom til sögunnar, hafi verið full- komlega réttlætanlegt að OR færi út í þennan rekstur. Hann segir OR sennilega stærsta gagnaflytjanda á höfuðborgarsvæð- inu sem þjóni flestum stærstu fyr- irtækjum og opinberum aðilum, eins og heilbrigðisstofnunum, skól- um, bankastofnunum og ráðu- neytum. „Má segja að kostnaður við gagnaflutninga hafi lækkað um tugi prósentna með tilkomu Orkuveit- unnar,“ segir Alfreð. „Gott dæmi er þegar Orkuveitan lagði ljósleiðara nýlega til Akraness, þá lækkaði Síminn gjaldtöku á Akranesi um 35% á einni nóttu.“ Fjárfesting til framtíðar Guðlaugur Þór talaði í Morg- unblaðinu í gær um taprekstur fjar- skiptafyrirtækja Orkuveitunnar. Al- freð segir hins vegar að lagning ljósleiðara sé eins og hvert annað langtímaverkefni á sviði veitustarfsemi. „Ef Orkuveitan leggur rafmagn í ný hverfi, hvort sem það er í Reykjavík eða Kópa- vogi, skilar fjárfestingin sér á löngum tíma. Engum dettur í hug að tala um að um glataða fjárfest- ingu sé að ræða í því sambandi. Hagnaður verður ekki fyrr en eftir 5–10 ár. Það sama á við um ljósleið- arann. Það er því fjarri öllu lagi að Orkuveitan hafi tapað á fjárfest- ingum sínum í fjarskiptamálum. Þetta er fjárfesting til framtíðar.“ Alfreð segir hins vegar ljóst að OR hafi tapað á rekstri Tetra Ís- lands eins og Landsvirkjun hafi reyndar líka gert. „En það á sínar skýringar og aðkoma ríkisins að því dæmi var dapurleg. Hins vegar má segja að Tetra-kerfið hafi sannað ágæti sitt og bjargað mannslífum á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er í notkun hjá lögreglu, slökkviliði og mörgum öðrum.“ Heimili á höfuðborgarsvæðinu ljósleiðaravædd Næsta skref OR á sviði fjar- skipta er að ljósleiðaravæða heimili á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hafa verið gerðir samningar við tvö sveitarfélög, Akranes og Seltjarn- arnes, en nú þegar hafa um 100 heimili í Reykjavík verið tengd. Bú- ið er að undirbúa tengingar nokk- urra þúsunda heimila í þessum þremur sveitarfélögum. Alfreð segir að þegar Reykjavík- urlistinn tók við stjórn orkumála fyrir ellefu árum hafi fátt verið að gerast í orkumálum Reykvíkinga. „Starfandi voru þrjú veitufyrirtæki, sem hvert um sig voru prýðilega rekin, en voru ekki nægilega öflug til að fara í nauðsynlega uppbygg- ingu, eins og t.d. raforkufram- leiðslu. Reykvíkingar áttu t.d. allt sitt undir Landsvirkjun varðandi rafmagnskaup.“ Það var að sögn Alfreðs ekki fyrr en farið var út í raforkuframleiðslu á Nesjavöllum árið 1998 og veitu- fyrirtækin voru sameinuð í Orku- veitu Reykjavíkur, að hjólin fóru að snúast. „Eignir voru um 35 milljarðar, en núna sex árum síðar eru eignir yfir 70 milljarðar og velta um 13 millj- arðar, en var áður um 7 milljarðar,“ segir Alfreð. Hann minnir á að Orkuveita Reykjavíkur hefur fært út kvíarnar, sameinast veitum á Akranesi og Borgarfirði og keypt aðrar í Þor- lákshöfn, Hveragerði og Rang- árvallasýslu, auk þess sem smærri sumarbústaðaveitur eru reknar víða fyrir austan fjall og í Borgarfirði. „Starfsemi Orkuveitu Reykjavík- ur hefur haft gífurleg áhrif á at- vinnulífið á höfuðborgarsvæðinu, enda hafa milljarðaframkvæmdir í virkjunum á Nesjavöllum og Hellis- heiði skapað hundruð starfa í nútíð og framtíð með uppbyggingu í tengslum við uppbyggingu álvers Norðuráls í Hvalfirði. Að þessu leyti hefur Reykjavíkurborg staðið að raunverulegri atvinnuuppbygg- ingu, en á árunum 1990–94 var þá- verandi meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn úrræðalaus í at- vinnumálum og beitti sér fyrir at- vinnubótavinnu, sem dugði skammt.“ Lág gjöld miðað við höfuð- borgir annarra Norðurlanda Alfreð segir að Orkuveitan sé vel rekið fyrirtæki „sem býður höf- uðborgarbúum upp á lág orkugjöld, sem eru 40–70% lægri en í höf- uðborgum annarra Norðurlanda. Fyrirtækið stendur fyrir margs konar nýsköpun og er með ljósleið- aravæðingu að skapa þau skilyrði á höfuðborgarsvæðinu, að Reykjavík er vel samkeppnishæf við ná- grannalönd um búsetuskilyrði.“ Hann minnir á að með lögum nr. 136/2001 frá Alþingi var fyrirtæk- inu sett það markmið að stuðla að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu í tengslum við sína starfsemi. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR stöðva ekki framþró- unina á þessu sviði frekar en öðr- um,“ segir Alfreð. „Hið ágæta stafsfólk Orkuveitunnar á skilið að fá vinnufrið vegna þeirra þýðing- armiklu starfa, sem það vinnur í þágu höfuðborgarbúa. Orkuveita Reykjavíkur er eitt öflugasta fyr- irtæki landsins og mikill mann- auður sem býr í fyrirtækinu,“ segir Alfreð Þorsteinsson, stjórn- arformaður OR. Samhljómur í afstöðu sjálfstæð- ismanna og forstjóra Símans Stjórnarformaður Orkuveitunnar er ekki sammála því að OR eigi eingöngu að sinna hefðbundnum rekstri eins og sölu á heitu og köldu vatni og raf- orku. Fjarskipti falli vel að starfsemi OR. Engu sé líkara en fulltrúar Sjálfstæð- isflokks í stjórn OR séu hagsmunagæslu- menn Símans. Morgunblaðið/Þorkell Alfreð Þorsteinsson segir að lagning ljósleiðara sé fjárfesting sem skili sér á löngum tíma. „Það er því fjarri öllu lagi að Orkuveitan hafi tapað á fjár- festingum sínum í fjarskiptamálum. Þetta er fjárfesting til framtíðar.“ ORKUVEITA Reykjavíkur hefur verið rekin með góðum hagnaði á und- anförnum árum, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns OR. Hann segir að til dæmis sé hagnaður sl. árs fyrir afskriftir og fjármagns- gjöld áætlaður 4,8 milljarðar króna. Orkuveitan greiði eigendum sínum arð sem nemur um 1,5 milljörðum króna. „Það er ljóst að Orkuveita Reykjavíkur er eigendum sínum mjög mik- ilvæg, bæði vegna þeirrar miklu atvinnuuppbyggingar sem Orkuveitan hefur stuðlað að á höfuðborgarsvæðinu og þeirra fjármuna sem skila sér í arðgreiðslum til þeirra. Þá er ekki síður ljóst að þau ódýru orkugjöld og góða þjónusta sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta eru ein meginund- irstaða velmegunar íbúanna sem þeirra njóta,“ segir Alfreð OR stuðlað að mikilli atvinnuuppbyggingu  BENEDIKT Halldórsson varði sl. haust doktorsritgerð við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Há- skólans í Buffaló, Ríkisháskóla New York, Bandaríkjunum. Ritgerðin ber heitið „The Specific Barrier Model: Its Cal- ibration to Eart- hquakes of Different Tecton- ic Regions and the Synthesis of Strong Ground Motions for Earth- quake Engineering Applications“. Mat á jarðskjálftaáhrifum er mik- ilvæg hönnunarforsenda mann- virkja á jarðskjálftasvæðum. Þegar best lætur er slíkt mat byggt á raunhæfu líkani af eðlisfræði jarð- skjálftaupptaka, útbreiðslu jarð- skjálftabylgna, sem og staðbundinni bylgjumögnun vegna jarðlaga. Jarðskjálftaupptökin eru einna mik- ilvægust og það líkan sem veitir raunhæfasta lýsingu á brotferli jarðskjálfta, en jafnframt krefst fárra kennistærða, er hið svonefnda „Specific Barrier Model“. Í því er gert ráð fyrir að brotferli jarð- skjálfta megi lýsa sem hrinu smærri jarðskjálfta (undirskjálfta), sem dreifa skjálftavæginu á tiltek- inn hátt um brotflötinn. Forsenda fyrir hermun jarðskjálftaáhrifa með líkaninu er þekking á kennistærð- um þess og hegðun með vaxandi jarðskjálftastærð. Í doktorsritgerðinni voru helstu kennistærðir líkansins, spennufall undirskjálfta og umfang þeirra, ákvarðaðar fyrir jarðskjálfta á stærðarbilinu 4,2 til 7,9 á þrenns konar tektónískum svæðum: fleka- skilum, innflekasvæðum og svæðum þar sem jarðskorpan er í gliðnunar- ástandi. Var sýnt fram á að spennu- fall undirskjálfta er fasti sem tekur mismunandi gildi eftir jarð- skjálftasvæðum og að umfang und- irskjálfta vex á kerfisbundinn hátt með vaxandi jarðskjálftastærð. Að auki sýndu niðurstöðurnar svæð- isbundinn mun á hegðun jarð- skjálftarófa með vaxandi jarð- skjálftastærð. Líkanið var notað til hermunar á tímaröðum og svör- unarrófum fyrir nokkra jarðskjálfta þar sem bæði mismunandi herm- unaraðferðir og líkön af undir- skjálftunum sjálfum voru notaðar. Kvörðun líkansins auðveldar mjög hermun raunhæfra yfirborðshreyf- inga af völdum jarðskjálfta á mis- munandi tektónískum svæðum, jafnvel þar sem lítið er um jarð- skjálftagögn. Niðurstöður ritgerð- arinnar gefa aukna eðlisfræðilega innsýn í upptakaferli jarðskjálfta samtímis þess að henta afar vel til hermunar nærsviðs- og fjarsviðs- áhrifa jarðskjálfta á þeim tíðnisvið- um sem mest áhrif hafa á mann- virki. Niðurstöður ritgerðarinnar nýtast því bæði á sviðum jarð- skjálftafræði og jarðskjálftaverk- fræði. Aðalleiðbeinandi var Apostolos S. Papageorgiou prófessor, nú við Há- skólann í Patras, Grikklandi. And- mælendur voru þeir Gary F. Dar- gush og Andre Filiatrault, prófessorar við Háskólann í Buffaló, og Yuehua Zeng, prófessor við Há- skólann í Nevada, í Reno, Banda- ríkjunum. Benedikt Halldórsson lauk B.S. prófi í jarðeðlisfræði við raunvís- indadeild Háskóla Íslands árið 1994 og M.S. prófi í verkfræði við um- hverfis- og byggingarverk- fræðideild Háskóla Íslands árið 1997. Hann var sérfræðingur á Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og stundakennari í Verkfræðideild Háskóla Íslands frá 1997 til 1999. Foreldrar hans eru Halldór B. Kristjánsson og Auðbjörg Erlings- dóttir. Hann er kvæntur Berglindi Guðmundsdóttur, doktorsnema í klínískri sálarfræði við Háskólann í Buffaló. Doktor í bygginga- verkfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.