Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÞAÐ DIMMIR SVO SNÖGGLEGA Á HAUSTIN ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ KOMINN TÍMI TIL ÞESS AÐ NÝR PABBI TAKI VIÐ. HVENÆR LÍKUR ÞÍNU KJÖRTÍMABILI? ALDREI... ÉG VAR KOSINN PABBI FYRIR LÍFSTÍÐ FYRIR LÍFSTÍÐ!?! HVAÐ MEINARÐU? ÉG HEIMTA ENDUR- TALNINGU! GETUR ÞAÐ EKKI. OF UNGUR HVER BJÓ TIL ÞESSAR REGLUR? ÞÚ? ÉG OG MAMMA ÞÍN Risaeðlugrín SJÁÐU HVAÐ YÚKI FANN ÞEGAR HANN VAR AÐ GRAFA NIÐUR BEINIÐ SITT ... © DARGAUD ÞETTA ER STEINGERT ... ÞETTA ER ÖRUGGLEGA BEINAGRIND ÚR RISASTÓRU DÝRI SEM ER ÚTDAUTT, FYRIR MILJÓNUM ÁRA ... HELDURÐU ÞAÐ? ÉG HELD FREKAR AÐ ÞETTA SÉ TÆKI ... TIL AÐ FRAMLEIÐA BYLGJUR OG TÓNA ... HVER VEIT ? SJÁÐU: ÉG HELD AÐ ÞESSI BOGI HAFI VERIÐ TIL ÞESS AÐ HALDA STRENGJUNUM SEM MYNDUÐU TITRING SEM MAGNAST Í ENDURKASTSHÓLFINU ÞARNA STRENGIRNIR ERU HORFNIR EN VIÐ GETUM PRÓFAÐ AÐ SETJA NÝJA ... SJÁÐU BARA JÆJA HLUSTAÐU NÚ VIÐ OPIÐ EF TILGÁTA MÍN ER RÉTT ÞÁ ÆTTIR ÞÚ AÐ VERÐA UMVAFINN UNDURFÖGRUM TÓNUM ... Æ Æ ... ÞAR FÓR ÞAÐ EKKERT GERÐIST JÚ ... ÞETTA VAR RÉTT HJÁ ÞÉR ÞETTA ER TÆKI TIL AÐ FRAMLEIÐA TÓNA ... ... STEINGERÐA! Dagbók Í dag er miðvikudagur 2. febrúar, 33. dagur ársins 2005 Kílóið af parmesanosti kostaði um tvö þúsund krónur í versluninni Rainbow í Minneapolis í síðustu viku. Rainbow er með frekar hagstætt verð en þó alls ekki ódýr- asta matvörukeðjan í borginni. Osturinn var parm- esan ostur eða parmigiano reggiano frá Ítalíu. Á Íslandi kostar kílóið nálægt fjögur þúsund krón- um. Hvernig í veröld- inni stendur á því að osturinn er helmingi dýrari hér á landi? Vernd- artollar? x x x Víkverji er áhugamaður um mat-vöruverslanir og skoðar alltaf slíkar búðir á ferð sinni í útlöndum. Hann tekur eftir stórfelldum breyt- ingum sem eiga sér nú stað í mat- vöruverslunum vestra. Ekki bara í dýru verslununum heldur líka í þeim ódýrari Bandarískir neytendur eru auðsjáanlega að verða meðvitaðri um hvað þeir láta ofan í sig. Nú leggja búðirnar metnað í að merkja vörur með uppruna eins og ávexti og grænmeti. Reyndar sagði maður sem bú- settur er í New York að nú læsu landar hans á miðana utan á mat- vörum, æ fleiri forð- uðust rotvarnarefni í unnum vörum, horm- óna í kjöti og eiturefni á ávöxtum og græn- meti. Sérverslanir sem selja lífrænt ræktaða matvöru og holl- ustuvörur eru í örum vexti og efst þar trónir líklega matvöruversl- anakeðjan Whole Foods sem m.a. selur íslenskar afurðir eins og lambakjöt og lax. Takmark fyrirtækisins er að bjóða gæðavöru sem er fersk, bragð- mikil og helst engum rotvarn- arefnum eða eiturefnum er bætt í. Lögð er áhersla á umhverfis- og dýravernd og neytendur eiga alltaf að geta fengið upplýsingar um upp- runa vörunnar sem þeir eru að kaupa. Búðirnar eru dýrari en aðrar matvöruverslanir. Margir virðast til- búnir að borga aukalega fyrir gæði matarins sem þeir ætla að leggja sér til munns. Ef þessi þróun heldur áfram hljóta íslenskar afurðir að verða eftirsóttar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Norræna húsið | Fyrir löngu hefur skapast hefð fyrir svonefndum Háskóla- tónleikum í Norræna húsinu í hádeginu á miðvikudögum. Í dag munu þeir Aladár Race Alt-saxófónleikari og Guito Bäumer píanóleikari flytja fjögur sönglög Gustavs Mahler við ljóð úr ljóðabálknum „Fimm ljóð“ eftir Friedrich Rückert og sónötu fyrir altsaxófón og píanó eftir rússneska tónskáldið Edison Denisov. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Morgunblaðið/Árni Sæberg Píanó og saxófónn í Norræna húsinu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Þá tók Pétur til máls og sagði: „Sannlega skil ég nú, að Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.“ (Post. 10, 34-35.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.