Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 17 ERLENT H im in n o g h a f / SÍ A Gegnheil gæði og gott verð Kynntu þér fjölda freistandi tilboða! Sími 540 5400 Opið frá kl. 12-16 laugardaga 1.795.000 kr. Mazda3 T 5 dyra 1,6 l kostar aðeins KUMI Goto, starfsmaður fyrirtæk- isins Toto Limited, eins helsta fram- leiðanda klósetta í Japan, sýnir stjórntæki nýjasta afraksturs þróun- ardeildar fyrirtækisins. Nýju kló- settin frá Toto eru sögð þau fyrstu sinnar tegundar sem bjóða upp á að góðri angan sé dreift að notkun lok- inni, auk þess sem þau leika róandi tónlist fyrir notandann. Klósettinu fylgir síðan að sjálfsögðu skolskál og þurrkunarbúnaður. Reuters Leikur róandi tón- list og dreifir góðri angan NOKKRIR ísraelskir landtökumenn hyggjast í næstu viku hefja mót- mælasvelti til að andmæla brottflutn- ingi þeirra frá Gaza-svæðinu sem stjórnvöld hafa boðað í sumar. Ísrael- ar frestuðu í gær að fela Palestínu- mönnum að halda uppi öryggisgæslu í nokkrum borgum og bæjum á Vest- urbakkanum í kjölfar árása skæru- liða Hamas-hreyfingarinnar á Gaza. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur kynnt þá einhliða ákvörðun af hálfu stjórnvalda að landtökumenn verði fluttir á brott frá byggðum sínum á Gaza-svæðinu. Þetta verður gert í sumar auk þess sem nokkrar byggðir á Vesturbakk- anum verða einnig lagðar niður. Um 8.000 ísraelskir landtökumenn halda til á Gaza og er stefnt að því að brott- flutningi þeirra ljúki í september. Landtökumenn hafa tekið þessu þunglega. Margir leiðtoga þeirra segja að valdbeiting verði nauðsynleg því þeir muni aldrei fallast á að yf- irgefa byggðir sínar. Í gær var frá því greint að ísr- aelskir landtökumenn hygðust hefja mótmælasvelti í næstu viku. Fréttir hermdu þó að deilt væri um réttmæti þessa innan helstu samtaka land- tökumanna sem nefnast Yesha-ráðið. Heimildarmenn AFP kváðu þó stuðning við mótmælasveltið fara vaxandi. Stefnt væri að því að hefja það í næstu viku og engin tímamörk yrðu sett hvað lengd þess varðaði. Mótmælin orðin meira áberandi Mótmæli landtökumanna hafa orð- ið meira áberandi í Ísrael á undan- liðnum vikum. Sumir þeirra bera nú jafnan appelsínugula Davíðsstjörnu og vísa þannig til helfararinnar í valdatíð nasista í Þýskalandi. Þá hef- ur verið efnt til fjöldafunda gegn áformum Sharons. Í ráði var að Palestínumenn tækju upp öryggisgæslu á hluta Vestur- bakkans í gær en Ísraelar frestuðu því framsali til öryggissveita Palest- ínumanna eftir að þeim hafði mistek- ist að koma í veg fyrir árásir skæru- liða Hamas-samtakanna á Gaza. Sveitir Palestínumanna halda nú uppi öryggisgæslu á landamærum Ísraels og Gaza og er hugsunin eink- um sú að þannig megi þeim auðnast að koma í veg fyrir eldflaugaárásir herskárra hópa Palestínumanna á byggðir Ísraela. Svo virtist sem Ísraelar væru reiðubúnir að koma á sams konar fyr- irkomulagi í fjórum borgum og bæj- um Vesturbakkans, Ramallah, Qalqi- lya, Jeríkó og Tulkarem. Á mánudagskvöld skutu hins vegar skæruliðar Hamas nokkrum sprengjukúlum að byggð landtöku- manna á Gaza og minnst þremur sprengjukúlum var skotið í gær að Netzarim sem er rétt suður af Gaza- borg. Manntjón varð ekki en ísraelsk stjórnvöld gerðu fulltrúum stjórnar Palestínumanna grein fyrir því í gær að ekki yrði af því að þeim yrði falin öryggisgæsla fyrr en tryggt væri að slíkum árásum yrði hætt. Landtökumenn sagðir áforma mótmælasvelti Ísraelsk stjórnvöld fresta því um sinn að fela Palestínu- mönnum öryggisgæslu á hluta Vesturbakkans Jerúsalem, Moskvu, Ramallah. AFP. RITHÖFUNDURINN Jared Diamond, sem meðal annars hefur hlotið Pulitzer- verðlaunin, telur margt benda til, að nú- tímasamfélög muni hljóta sömu örlög og hinir fornu Majar, íbú- ar Páskaeyju á Kyrra- hafi, norrænir menn á Grænlandi eða Ana- sazi-þjóðflokkurinn í Suðvestur-Bandaríkj- unum. Kemur þetta fram í nýrri bók frá Dia- mond, „Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed“, en þar veltir hann fyrir sér örlögum ýmissa samfélaga að fornu og nýju og nefnir einnig dæmi um þjóðir, sem vegnað hefur vel þrátt fyrir erfið ytri skilyrði, til dæmis Íslendinga og Japani. Talar tólf tungumál „Ég lít á þetta viðfangsefni eins og spennandi leynilögreglusögu,“ segir Diamond en hann er 67 ára og prófessor í landafræði við Kali- forníuháskóla í Los Angeles. Pulitzer-verðlaunin fékk hann fyrir metsölubókina „Guns, Germs and Steel“ en hún fjallar með nýjum hætti um þá landfræðilegu þætti, sem stuðluðu að uppgangi vest- rænna þjóða. Sagði frá þessu á fréttavef USA Today. Diamond á mjög merkilegan fer- il að baki. Hann er upphaflega líf- eðlisfræðingur að mennt, talar 12 tungumál og er einn fremsti sér- fræðingur í heimi í gallblöðrunni og fuglalífinu á Nýju Gíneu. Rannsóknir hans á samfélögum manna víða um heim hafa ekki orð- ið til að auka honum bjartsýni. Bendir hann í því sambandi á gífurlega skógareyðingu, eink- um í hitabeltinu; á rányrkju fiskstofna um allan heim; á upp- blástur og minni olíu- og gasbirgðir og á vaxandi mengun. Al- varlegastar eru þó horfurnar á, að mann- fólkinu muni fjölga um 50% á næstu 50 árum. Á sama tíma eru þriðja-heims-ríkin að tileinka sér lífs- hætti ríku þjóðanna en það þýðir að marg- falda má ásóknina í auðlindirnar með 32. „Nú stendur yfir ákaft kapp- hlaup milli eyðingaraflanna og heilbrigðrar skynsemi,“ segir Dia- mond. „Úrslitin verða ljós á næstu áratugum.“ Að læra af sögunni Allt frá því Thomas Malthus gaf út ritgerð sína um mannfjölgun ár- ið 1798, hafa fræðimenn varað við afleiðingum óhefts vaxtar. Dia- mond segir, að með því að skella skollaeyrum við þeim viðvörunum, séu menn einnig að loka augunum fyrir sögu þeirra þjóða og sam- félaga, sem gengu svo nærri auð- lindunum, að þau hrundu að lokum. Bók Diamonds hefur almennt verið vel tekið meðal fræðimanna, til dæmis sagnfræðinga og mann- fræðinga, en einnig gagnrýnd líka, til dæmis af Gregg Easterbrook í New York Times. Finnst honum hann vera fullsvartsýnn en sjálfur segist Diamond vera bjartsýnis- maður, sem vilji trúa því, að menn geti dregið réttan lærdóm af sög- unni. Óttast að nú- tímasamfélög líði undir lok Jared Diamond Ásóknin í auðlindirnar, skógareyð- ing, uppblástur, rányrkja og mann- fjölgun geta valdið hruni heilla þjóða STJÓRNVÖLD í Súdan hafa gerst sek um skipulögð og grimmileg mannréttindabrot í Darfur-héraði en þó ekki þjóðarmorð. Kemur þetta fram í skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nefndarmenn segja, að stjórnar- herinn og vopnaðar sveitir honum tengdar eigi sök á ofbeldisverkun- um, morðum, pyntingum og nauðg- unum og leggja þeir til, að fjallað verði um þessi mál fyrir Alþjóða- sakamáladómstólnum í Haag. Segja þeir, að ekki hafi verið um eiginlegt þjóðarmorð að ræða eins og það er skilgreint, heldur stríðsglæpi og því sé rétt að sækja þá til saka, sem á þeim hafi borið ábyrgð. Bandaríkjastjórn er ekki sátt við niðurstöðuna, hún hefur áður lýst því yfir, að um þjóðarmorð hafi verið að ræða í Darfur og vill, að gripið verði til aðgerða gegn stjórninni í Khartoum. Þá viðurkenna Banda- ríkjamenn ekki Alþjóðasakamála- dómstólinn þar sem þeir telja hættu á, að bandarískir hermenn kunni að verða dregnir fyrir hann. Súdanstjórn sökuð um stríðsglæpi Sameinuðu þjóðunum. AFP. NÝJAR reglur um hjónabönd er- lendra ríkisborgara í Bretlandi tóku gildi í gær. Hér eftir munu ríkis- borgarar landa utan Evrópusam- bandsins eða Evrópska efnahags- svæðisins þurfa leyfi innanríkisráðuneytisins til að giftast. Tilgangur þessara nýju laga er að koma í veg fyrir svokölluð gervi- hjónabönd en áætlað er, að þau séu um 15.000 á ári hverju í Bretlandi. Ýmis samtök innflytjenda eru ekki ánægð með þessu nýju lög og munu hugsanlega höfða mál af þeim sökum að því er segir á fréttavef BBC. Áður þurftu erlendir ríkisborgar- ar aðeins að sýna fram á, að þeir hefðu búið í Bretlandi í viku og láta vita af fyrirhugaðri hjónavígslu með hálfs mánaðar fyrirvara en nú verða þeir ýmist að fá leyfi til að giftast áð- ur en komið er til Bretlands eða sækja um það hjá innanríkisráðu- neytinu. Hælisleitendur, sem ekki hafa fengið landvist, fá ekki leyfi til að giftast í Bretlandi. Bresk yfirvöld hafa undanfarið skorið upp herör gegn gervihjónaböndum og hafa all- margir menn verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa milligöngu um þau. Herða aðgerðir gegn gervihjónaböndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.