Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NOKKRAR þeirra þjóða sem tekið hafa þátt í aðgerðum Bandaríkja- manna og Breta í Írak undirbúa nú að fækka í herliði sínu í landinu eða jafn- vel kalla það allt heim. Bæði er tveggja ára vera herliðs í Írak farin að segja til sín hvað varðar kostnað og mannafla og þá þykir sumum sem kominn sé tími til að Írakar taki sjálf- ir við hluta verkefna alþjóðaherjanna í landinu, ekki síst nú þegar búið er að halda þar kosningar. Herlið frá 29 löndum er nú í Írak að meðtöldum Bandaríkjunum, en þaðan kemur vitaskuld meginþorri þeirra á annað hundrað þúsund hermanna sem eru í landinu. Hollendingar munu frá og með 15. mars byrja að fækka í fimmtán hundruð manna herliði sínu en áætlað er að einungis 300 hollensk- ir hermenn verði áfram í Írak. Er haft eftir Michiel B. Hijmans, fulltrúa í sendiráði Hollands í Wash- ington, í Chicago Tribune að Hollend- ingar telji sínu verki lokið í Írak. „Við erum búnir að vera þarna í 20 mánuði og eigum erfitt með að halda áfram þátttöku í þessu verkefni.“ Benti Hijmans á að Hollendingar héldu úti herafla víðar í heiminum – um 500 hollenskir hermenn eru í ríkj- unum á Balkanskaga, um 750 í Afgan- istan og 4.500 eru eyrnamerktir svo- kölluðu hraðliði NATO – og mjög reyndi nú á þanþol mannafla hol- lenska hersins af þeim sökum. Pólitískar aðstæður heima fyrir hafa áhrif Úkraínumenn eru einnig á förum, undirbúningur er hafinn að því að kalla sextán hundruð manna úkra- ínskt herlið frá Írak. Það var Leoníd Kútsjma sem tilkynnti um ákvörð- unina áður en hann lét af embætti en nýr forseti, Viktor Jústsjenkó, er ekki líklegur til að breyta um stefnu; hann hafði í kosningabaráttu sinni heitið því að kalla herinn frá Írak. Hafa pólitískar aðstæður heima fyrir haft áhrif á afstöðu stjórnvalda í mörgum löndum, en skemmst er að minnast þess að eftir kosningar á Spáni í mars í fyrra kallaði ný stjórn sósíalista spænska herinn frá Írak. Við þetta má bæta að í desember sl. yfirgáfu um 300 ungverskir hermenn Írak; áætlað hafði verið að þeir yrðu í landinu framyfir kosningar en brott- flutningi hersins var flýtt að kröfu ungverska þingsins. Pólsk stjórnvöld hafa sömuleiðis ákveðið að fækka í herafla sínum í Írak, úr 2.400 í 1.700, og embættis- menn hafa gefið til kynna að frekari fækkun kunni að fylgja í kjölfarið. Pólski herinn hefur leikið tiltölulega stórt hlutverk í Írak, hefur haft með höndum verkefni á átakasvæðum sunnan við Bagdad og alls hafa þrett- án pólskir hermenn fallið í Írak. „Hugsunin er sú að íraskar öryggis- sveitir og ný ríkisstjórn eigi að taka við,“ segir Marek Purowski, fjöl- miðlafulltrúi í pólska sendiráðinu í Washington, í samtali við Chicago Tribune. Þá greindi BBC frá því að Georgi Purvanov, forseti Búlgaríu, hefði nýverið gefið til kynna að Búlg- arar ættu að huga að því að fækka í herliði sínu í Írak. Fjölþjóðaher frá Basra? Bretar hafa um 9.000 hermenn í írak og á það hefur verið bent að flest- ir þeirra starfa í syðstu héruðunum, þar sem öryggisástand er betra en í miðhlutanum og nágrenni Bagdad. Juan Cole, prófessor í sögu Mið-Aust- urlanda við Michigan-háskóla, benti þannig á það á mánudag að nú þegar kosningar væru afstaðnar gæti verið skynsamlegt að fyrirskipa breska hernum í Írak að yfirgefa Basra- svæðið. Íraskar öryggissveitir eigi að geta tekið við hlutverki Breta á þessu svæði, enda muni langflestir íbúanna á svæðinu styðja ríkisstjórn er njóti blessunar Ali al-Sistanis erkiklerks; en líklegt er að kosningabandalag, sem kennt er við Sistani, hafi sigrað í kosningum á sunnudag. Segir Cole að ef erlendur her færi frá Basra þá væri það mikilvægt skref í þá átt að skila Írökum aftur fullveldi í eigin málum. Undirbúa brottflutn- ing herliðs frá Írak Fararsnið er komið á sumar bandalagsþjóðirnar í Írak eftir þingkosningarnar á sunnudag  Meira á mbl.is/ítarefni GYANENDRA, konungur Nepals, rak í gær ríkisstjórn landsins frá völdum og lýsti yfir ótímabundnu neyðarástandi. Fram komu ásakanir um að konungur hefði í raun framið valdarán í heimalandi sínu í Himal- aya-fjöllum þar sem stjórnvöld hafa löngum háð blóðuga baráttu við upp- reisnarmenn úr röðum maóista. „Ég hef nýtt mér rétt þann sem krúnan hefur samkvæmt núgildandi stjórnarskrá og leyst upp ríkisstjórn landsins vegna stærri hagsmuna þjóðarinnar,“ sagði konungur m.a. í sjónvarpsávarpi í gær. Í ríkisfjöl- miðlum kom fram að neyðarástandi hefði verið lýst yfir í landinu sem fæli í sér að öll grunnréttindi borgaranna væru úr gildi felld. Í ávarpi konungs kom fram að hann hefði ákveðið að mynda nýja ríkisstjórn og fara sjálfur fyrir henni. Ríkisútvarpið greindi frá því að kon- ungurinn hefði numið úr gildi nokkur ákvæði stjórnarskrárinnar frá árinu 1991. Ekki var tiltekið hvaða ákvæði það væru. Grein númer 127 kveður á um að konungurinn megi „uppræta vanda innan ríkisstjórnarinnar“ en skilgreinir það ástand ekki frekar. Gyanendra varð konungur Nepals í júnímánuði 2001 eftir fjöldamorð í höllu hirðarinnar í Katmandu. Þá var bróðir hans, Birendra konungur, myrtur ásamt flestum öðrum með- limum konungsfjölskyldunnar. Ódæðið framdi krónprinsinn sem var viti sínu fjær sökum áfengis- og eit- urlyfjaneyslu. Hann framdi sjálfs- morð eftir að hafa drepið ættmenni sín. Frá því þetta gerðist hefur spenna farið vaxandi. Konungurinn rak sitj- andi ríkisstjórn frá völdum árið 2002. Hófust þá götumótmæli þar sem þess var krafist að völdin yrðu fengin lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Frá þeim tíma hefur konungurinn skipað nokkra forsætisráðherra. Sagður hafa framið valdarán Auk viðvarandi spennu á stjórn- málasviðinu hafa átök við skæruliða mjög sett mark sitt á ástandið í land- inu. Konungurinn vísaði í ávarpi sínu í gær til baráttunnar gegn skærulið- um maóista sem kostað hefur 10.000 manns, hið minnsta, lífið á undan- liðnum níu árum. Sagði hann að rík- isstjórninni hefði ekki tekist ætl- unarverk sitt og ekki reynst fær um að tryggja frið og stöðugleika í Nepal en markmið skæruliða er bylting og þjóðskipulag í anda kenninga Maós formanns, fyrrum leiðtoga komm- únista í Kína. Til þess hefði rík- isstjórnin haft umboð þjóðarinnar en reynst ófær um að uppfylla það. Hét Gyanendra því að „lögum og lýðræði“ yrði komið á í Nepal á „næstu þremur árum“. Stjórnmálaleiðtogar í landinu lýstu yfir því að konungurinn hefði framið valdarán. Sher Bahadur Deuba, sem nú missti forsætisráðherraembættið öðru sinni á rúmum tveimur árum, sagði að konungurinn hefði ákveðið að hundsa stjórnarskrána og fótum troða lýðræðið. Kvaðst hann for- dæma þennan verknað og sagði al- varlegan vanda hafa skapast í Nepal. Í yfirlýsingunni kom fram að hann og fleiri ráðherrar hefðu verið hnepptir í stofufangelsi. Hvatti flokkur Deuba, sem birti yfirlýsingu hans, önnur stjórnmálaöfl í landinu til að samein- ast gegn konungi í þágu „þjóðar, lýð- ræðis og stjórnarskrár“. Markmið konungs væri ekki að verja hagsmuni þjóðarinnar heldur vildi hann enn auka völd sín. Vísunin til stöðu ör- yggismála væri aðeins yfirvarp. Hermenn og vopnaðar sveitir lög- reglumanna voru á götum Katmandu í gær og héldu uppi öflugri gæslu við konungshöllina og helstu stjórn- arbyggingar. Fréttamenn í Nepal sögðu að ákvörðun konungs kæmi í raun ekki mjög á óvart. Rætt hefði verið um að hann hygðist taka völdin vikum saman ekki síst sökum þess að skæruliðar maóista hefðu fært sig upp á skaftið með tilheyrandi ofbeldi og vaxandi spennu í landinu. Gyanendra konungur tekur völdin í Nepal Segir ráðherra í ríkisstjórn hafa brugðist í baráttu við skæruliða maóista Katmandu. AFP. Reuters Námsmenn mótmæla aðgerðum Gyanendras konungs í Katmandu í gær.                                                                               !""#    $%     &  !! ''' (    (  )  *            )         '' +   ,% - .%/$       !"#$ 01231 +43 ÞINGKOSNINGAR fara fram á Taílandi á sunnudag en næstum fimmtíu milljónir manna eru á kjör- skrá. Fastlega er reiknað með að flokkur Thaksin Shinawatra vinni þar öruggan sigur en Thaksin hef- ur verið forsætisráðherra frá árinu 2001. Varð hann nýverið því fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi Taí- lands til að sitja í embætti heilt kjörtímabil; en kjörtímabili stjórn- ar hans lauk formlega 5. janúar sl. Á myndinni sést hvar Thaksin ávarp kosningafund á Phuket-eyju í gær.Reuters Sterk staða Thaksin á Taílandi Tengsl milli Díönu og lotu- græðgitilfella SKRÁÐUM lotugræðgitilfellum virðist hafa fjölgað í Bretlandi eftir að greint var frá því 1992 að Díana prinsessa hefði barist við sjúkdóminn. Við fráfall hennar 1997 fór þeim tilfellum, sem til- kynnt voru til heimilislækna, að fækka á ný. Frá þessu er sagt í British Journal of Psychiatry. Sérfræðingar segja aftur á móti að ekki sé hægt að draga þá ályktun, að tilfellum hafi í reynd fækkað frá 1997, að því er fram kemur í frétt BBC. Vitundar- vakning hafi orðið um lotu- græðgi eftir að upplýst var að Díana hefði þjáðst af honum. Margir hafi því þorað að viður- kenna, að þeir þjáðust af sjúk- dómnum. Nú finni menn aftur fyrir fordómum og fari þess vegna leynt með veikindi sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.