Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
ÍSLANDSBANKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 3.45 og 8. B.i. 10 ára
VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I
Í
I I ÍSLANDSBANKI VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I
Í
I I
SIDEWAYS
kl. 8 og 10.40.
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14 ára
WWW.BORGARBIO.IS
„Sideways er eins og
eðalvín með góðri
fyllingu. Hún er
bragðgóð, þægileg og
skilur eftir sig fínt
eftirbragð“ Þ.Þ. FBL
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. besta mynd,
leikstjóri og handrit
il f i r til
. . . t ,
l i tj ri rit
Óskarsverðlauna
„Fullkomlega
ómissandi mynd“
S.V. MBL.
5 T.V. Kvikmyndir.is
tilnefningar til
óskarsverðlauna
þ.á.m. Besta mynd, besti
leikstjóri, besti
leikari-Leonardo Dicaprio, bestu
aukaleikarar-Cate Blanchett og
Alan Alda.
11
tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. besta mynd, leikari
og handrit
7
Sýnd kl. 5.45 og 9. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára
Áður en hún finnur frið
verður hún að heyja stríð
Svakalega flott
ævintýraspennumynd með
hinni sjóðheitu og sexý
Jennifer Garner
l fl tt
i t r
i i j it
if r r r
Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa
Sýnd kl. 6. Síðasta sýning
Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð
Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa
Frá þeim
sem færðu
okkur X-
Men
kemur
fyrsta
stórmynd
ársins
i
f
-
f
i
Svakalega
flott
ævintýraspen
numynd með
hinni
sjóðheitu og
sexý Jennifer
Garner
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14 ára
MMJ kvikmyndir.com
Ó.Ö.H. DV
SV Mbl.
Sýnd kl. 5.50 og 10.15.
„Ein snjallasta mynd ársins...
Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“
LEONARDO DiCAPRIO
Ó.H.T. Rás 2
Ó.H.T. Rás 2
VINSÆLASTA kvikmynd helg-
arinnar í íslenskum kvikmynda-
húsum er stórmynd Martins Scors-
ese, The Avitator (Flugmaðurinn).
Myndin fékk fjórar stjörnur af fimm í
gagnrýni í Morgunblaðinu og er til
viðbótar tilnefnd til ellefu Ósk-
arsverðlauna. Óskarsmyndir setja
frekara mark á listann og raða sér í
flest efstu sæti hans.
Hrakfallabálkur Lemony Snicket
er í öðru sæti. Myndin heldur sér vel
og er komin í 11.000 manns á þremur
vikum, að sögn Christofs Wehmeier
hjá Sambíóunum. Hann segir að svo-
kallaðir Stelpudagar hjá Sambíó-
unum hafi líka mælst vel fyrir. „Alls
komu um 3.000 manns á myndir á
borð við Alfie, Bridget Jones 2,
Cinderella Story, Shall We Dance og
Princess Diaries 2 en við vorum með
300 króna miðaverð á þessar þema-
tengdu myndir.“
Önnur ný mynd á lista er has-
armyndin Elektra með Jennifer Gar-
ner í aðalhlutverki. Þessi mynd, sem
gerð er eftir teiknimyndasögu, fór
beint í þriðja sætið. Við má bæta að
alls hafa um 6.000 manns séð epíska
stórmynd Olivers Stone, Alexander,
sem er í fimmta sæti.
„Team America, nýjasta myndin
frá höfundum South Park, gerði það
líka gott því hún var bara sýnd í einu
kvikmyndahúsi í Reykjavík og á Ak-
ureyri en með forsýningum sáu hana
um 1.400 manns,“ segir Christof en
Team America situr í sjöunda sæti
listans og er þriðja og síðasta nýja
myndin á lista.
Franska kvikmyndahátíðin í Há-
skólabíói kemur líka við sögu á listan-
um. „Hátíðin lukkaðist mjög vel og
við fengum 6.000 manns á þessa hátíð
í ár, aðsópsmestu myndirnar voru
Langa trúlofunin og Grjóthaltu kjafti
en þess má geta að þessar tvær verða
sýndar áfram,“ segir hann en fyrri
myndin, sem skartar Audrey Tautou
í aðalhlutverki, er í tíunda sætinu.
Kvikmyndir | Leonardo DiCaprio og
Cate Blanchett heilla
!"
#
$
"
% &
'
(
)
*
+
,
-
.
&/
, *
'' 7 )
'' C
;)
,4 * 1 F7
5 !* !;?'
<M
Flugmað-
urinn
flýgur hátt
Leonardo DiCaprio leikur Howard
Hughes af mikilli sannfæringu í
The Aviator.
!
"
#
# $$
%&
"
#
'( )
# $$
*
'+
,
%- .
/
0(* ' 1
MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar og Hins hússins verða
haldnar í 23. sinn í mars. Fyrirkomulag tilraunanna
verður með sama sniði og í fyrra. Músíktilraunirnar
verða haldnar á einni viku, í formi tónlistarhátíðar svo að
tónlistaráhugamenn um grasrótina geta fagnað og tekið
vikuna frá.
Undanúrslitin verða haldin í Tjarnarbíói 7. til 11. mars
en úrslitakvöldið verður í Austurbæ föstudagskvöldið 18.
mars. Músíktilraunirnar eru fyrir aldurshópinn 13–25
ára og munu yngri tónlistarmennirnir spila á fyrri und-
anúrslitakvöldunum en eldri á þeim síðari.
Fyrstir koma, fyrstir fá
Skráning til þátttöku hefst mánudaginn 7. febrúar og
stendur til 21. febrúar. Skráningin fer eingöngu fram á
www.musiktilraunir.is. Þar verður að skila inn mynd af
hljómsveit, kynningartexta, tveimur lögum í mp3-formi
og greiða þáttökugjald, sem er 6.000 krónur.
50 hljómsveitir geta tekið þátt í tilraununum í ár og
vegna fjölda umsókna síðastliðin ár hefur verið tekin sú
ákvörðun að þeir sem skrá sig fyrstir til leiks öðlist þátt-
tökurétt, fyrstir koma, fyrstir fá. Í tilkynningu segir að
stúlkur séu eindregið hvattar til þátttöku á tilraununum í
ár „til að sýna og sanna að stelpur rokka“.
Tónlist | Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins
Skráning að hefjast
Sigursveit Músíktilrauna í fyrra var Mammút.
www.musiktilraunir.is
www.hitthusid.is
www.tonabaer.is
ÞAÐ hlaut að koma eitthvað sterkt
og sérstakt út úr samvinnu þessara
þriggja merkilegu samverkamanna.
Leikstjórinn Jonathan Glazer gerði
hina frumlegu og þrælgóðu Sexy
Beast (2000) sem kom mörgum á
óvart. Milo Addica er m.a. handrits-
höfundur Monster’s Ball (2001)
þeirrar þungu og áhrifaríku myndar
sem veitti Halle Berry Óskarinn.
Og þegar á annað borð kemur að
handritaskrifum í Frakklandi er
Jean-Claude Carrière aðalmað-
urinn, bæði fræðilega og verklega
séð, enda höfundur margra af
merkilegri myndum kvikmyndasög-
unnar. Og Birth er langt frá því að
vera nein meðalmynd.
Þar segir frá Önnu sem lengi hef-
ur syrgt manninn sinn, Sean, sem
dó fyrir tíu árum. Nú hefur hún loks
jafnað sig það mikið að hún hefur
tekið bónorði Josephs. Þá birtist 10
ára drengur sem heitir Sean og seg-
ist vera hinn látni eiginmaður, og að
hann vilji ekki að hún giftist Joseph.
Þetta er mjög falleg mynd og
heillandi. Maður tekur strax eftir
hversu fáguð myndatakan er og
hversu smekkleg og áhrifarík tón-
listarnotkunin er.
Myndin er einnig sérlega vel
skrifuð, áhorfendum er ekki sagt of
mikið, heldur er þeim treyst til að
lesa á milli línanna. Myndin er
margslungin og fjallar á mjög raun-
sæjan máta um ástina og hversu
misjafna þýðingu hún hefur fyrir
fólk. Hún spyr spurninga um líf eft-
ir dauðann, ást eftir dauðann og
sorgina. Hún fjallar um fólk í erfiðri
aðstöðu og viðbrögð þess. Og hér
eru viðbrögðin ótrúlega raunsönn
og eðlileg. Það gerir myndina alls
ekki fyrirsjáanlega heldur frekar
sterkari og meira heillandi.
Fólk hefur verið ósammála um
hvernig ber að skilja endi mynd-
arinnar og hver tilgangur stráksins
virkilega er, en ég held að upphafs-
atriði myndarinnar ætti að taka all-
an vafa þar af. Skilningurinn er
kannski misjafn eftir því hvort fólk
hefur áhuga á lífi eftir dauðann eða
ekki.
Nicole Kidman er bæði stórkost-
leg og sannfærandi í mjög svo erf-
iðu hlutverki Önnu. Bara með því
hvernig hún horfir á drenginn getur
maður skilið hvernig henni líður og
haft samúð með henni. Hún og
Cameron Bright, sem leikur unga
Sean, eiga frábæran samleik.
Danny Huston leikur Joseph líka
sérlega vel, sem á mjög erfitt með
að höndla þessa uppákomu, sem
skiljanlegt er. Hann er ekki sérlega
geðslegur náungi sem auðveldar
manni að finna meira til með Önnu.
Anne Heche á einnig mjög sterkan
leik í frekar litlu og vafasömu hlut-
verki.
Jonathan Glazer hefur tekist að
skapa bæði grípandi og seiðandi
verk, sem heldur manni allan tím-
ann og mun lengur en það.
Seiðandi og raunsönn
Í gagnrýni segir að Birth með Kid-
man í aðalhlutverki sé langt frá því
að vera meðalmynd, hún sé falleg,
heillandi og vel skrifuð.
KVIKMYNDIR
Smárabíó
Fæðing (Birth)
Leikstjórn: Jonathan Glazer. Handrit:
Milo Addica, Jean-Claude Carrière og
Jonathan Glazer. Aðalhlutverk: Nicole
Kidman, Cameron Bright, Danny Huston,
Lauren Bacall, Alison Elliott, Arliss How-
ard, Anne Heche og Peter Stormare.
BNA 100 mín. 2004.
Hildur Loftsdóttir