Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 19 MINNSTAÐUR Útsölunni lýkur 5. febrúar Enn meiri afsláttur síðustu dagana Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni AKUREYRI STARFSMENN verktakafyrir- tækisins GV grafna á Akureyri lentu í hremmingum á Möðru- dalsöræfum sl. laugardagskvöld. Þeir voru á leið frá Eskifirði til Akureyrar með bíla og tæki og lentu þrír bílanna í gríðarlegu hvassviðri með tilheyrandi grjótregni og urðu fyrir miklum skemmdum. Guðmundur Gunn- arsson, framkvæmdastjóri GV grafna, sagði að tjónið á bílum og tækjum fyrirtækisins næmi hundruðum þúsunda króna. Einnig urðu miklar skemmdir á veginum á löngum köflum og nemur það milljónum króna. „Skiltið fyrir Möðrudalsöræf- in, sem staðsett er á Egilsstöð- um, sýndi 12 metra á sekúndu og við vorum því hvergi bangn- ir. Þegar við komum að skarðinu milli Möðrudals og Víðidals skall á okkur þvílíkur ofsavindur að grjóti rigndi yfir bílana. Þá fauk klæðningin af veginum fyrir framan nefið á okkur og hafði reyndar fokið af víða á leiðinni.“ Fremstur þessara þriggja bíla GV grafna var flutningabíll með tengivagn, þá vörubíll og aftast- ur var Guðmundur á litlum pall- bíl. Hann sagði að framrúðan og lakkið hefðu skemmst á flutn- ingabílnum, framrúðan á vöru- bílnum brotnaði, lakkið skemmdist og hlífar fuku af honum. Rúða í gröfu sem var uppi á vörubílnum brotnaði og hlífar fuku af henni. Þá eyði- lögðust þrjár rúður í pallbílnum hjá Guðmundi og ein þeirra, hliðarrúða hægra megin að aft- an, sprakk inn í bílinn. Þá er bíllinn mikið dældaður og lakkið ónýtt. „Þetta var ekkert sand- fok, heldur miklu frekar grjót- fok. Á þessum stað var vind- urinn kominn á öfuga hlið. Við höfðum haft vindinn á vinstri hlið bílsins en á þessum 20–50 metra kafla þar sem þetta gerð- ist var vindurinn á hægri hlið. Það voru tveir fólksbílar á eftir mér, annar þeirra lítill og ég skil ekki hvernig hann náði að hanga á veginum. En það brotn- uðu rúður í báðum fólksbílun- um.“ Guðmundur sagði að eftir þessi ósköp hefðu menn haldið för sinni áfram og komist klakk- laust til Akureyrar þótt víða hafi verið mjög hvasst á leiðinni. Guðni Nikulásson, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Egils- stöðum, sagði að klæðningin hefði fokið af veginum meira og minna á nokkrum stöðum en samtals væri um að ræða 800– 1000 metra kafla. „Þarna var foráttuveður og þetta eru ótrú- lega miklar skemmdir. Mestar eru skemmdir á leiðinni frá Skarðsá að Möðrudalsleið. Við erum að reyna að vinna við bráðabirgðaviðgerð en það er ljóst að tjónið hleypur á millj- ónum króna,“ sagði Guðni. Bílar skemmdust og klæðningin flettist af veginum „Þetta var ekki sand- fok heldur grjótfok“ Morgunblaðið/Kristján Skemmdir Eigendur GV grafna gáfu lögreglunni á Akureyri skýrslu í gær um þær skemmdir sem urðu á bílum og tækjum fyrir- tækisins um helgina. Hliðarrúða í pallbílnum á myndinni brotnaði, framrúðan eyðilagðist, lakkið eyðilagðist, auk þess sem bíllinn dæld- aðist töluvert. Það eru því engar ýkjur að veðrið hafi verið vont. 300 þúsund í styrk | Stjórn Ein- ingar-Iðju hefur samþykkt að styrkja Iðnaðarsafnið á Akureyri um 100 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin. Stjórn safnsins fór þess nýlega á leit við verkalýðsfélagið að það gerðist einn af stuðningsaðilum safnsins til næstu þriggja ára, en stjórnin er að leita til ýmissa aðila á Akureyri til þess að koma fjárhag safnsins á traustari grunn en hann er nú á. Lenging flugbrautar | Ein at- hugasemd var gerð við tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi flugvallarsvæðsins á Akureyri. Þá komu fram þrjár athugasemdir sem beindust eingöngu að deiliskipulagi svæðisins. Athugasemd við breytingu á aðal- og deiliskipulagi kom frá Um- hverfisstofnun, þar sem stofnunin ítrekar umsögn sína frá 23. nóvember 2004. Hún telur ljóst að fram- kvæmdir samkvæmt skipulagstil- lögunum myndu hafa töluverð áhrif á svæði sem eru mikilvæg fyrir fugla sem varp- og fæðuöflunarsvæði og telur að endurskoða eigi skipulags- áætlanirnar til að draga úr áhrifum framkvæmda á fuglalíf. Þá telur stofnunin rétt að ekki verði farið í frekari efnistöku á Leirunum fyrr en farið hefur fram úttekt á hugs- anlegum áhrifum hennar. Málið var kynnt á síðasta fundi um- hverfisráðs en afgreiðslu frestað. Í tillögum að breytingum á flugvall- arsvæðinu er m.a. gert ráð fyrir því að hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyrarflugvelli um allt að 400 metra til suðurs. Félagsvísindatorg| Ingólfur Á. Jóhannesson flytur fyrirlestur í dag, miðvikudaginn 2. febrúar kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg og nefndist hann: Drengir í skólum: Goðsagnir og veruleiki. Þar mun hann gefa yfirlit um um- ræður um stöðu drengja í skólum. Ingólfur telur að karlmennsku- hugmyndunum þurfi að breyta og því ræðir hann leiðir til að stuðla að jafnréttisuppeldi og áhuga drengja á svokölluðum kvennastörfum. LANDAÐUR afli á Akureyri á síð- asta ári nam 60.688 tonnum, á móti 87.530 tonnum árið áður og munar þar mestu um minni loðnuafla í fyrra. Hins vegar jukust tekjur hafnarinnar um tæplega 20 milljónir króna á milli ára, voru um 175 milljónir króna í fyrra á móti um 156 milljónum króna árið 2003. Munar þar mestu um auk- inn fjölda skemmtiferðaskipa og aukna þjónustu við þau. Hörður Blön- dal, hafnarstjóri Hafnasamlags Norð- urlands, sagði að um 180.000 tonn af vörum færu um höfnina á Akureyri árlega og þar af væri olía um helming- urinn. Hann sagði að gámaflutningar sjóleiðina hefðu lagst af en þegar þeir voru hvað mestir árið 1999, fóru um höfnina yfir 100.000 tonn af vörum í gámum. Hörður sagði að menn hefðu leitað annarra leiða og að það hefði færst í vöxt að fyrirtæki væru að taka hingað frystiskip til fraktflutninga og landa afla fiskiskipa beint á milli skipa til út- flutnings. „Þetta er ákveðin tilfærsla, heildarmagnið sem fer um höfnina er svipað og undanfarin ár en tekjur hafnarinnar hafa aukist og þá fyrst og fremst vegna þess að við erum að fá hingað fleiri og stærri skemmtiferða- skip.“ Síðastliðið sumar komu 53 skemmtiferðaskip til Akureyrar og með þeim rúmlega 32.600 farþegar og rúmlega 16.000 manns í áhöfn. Að sögn Harðar verða komur skemmti- ferðaskipa um 60 næsta sumar. Áætl- aður fjöldi farþega er 42.000 og um 20.000 manns í áhöfn skipanna. Þjónusta við skemmtiferðaskip eykst ár frá ári hjá Hafnasamlagi Norðurlands Samdráttur í lönduðum afla en aukning í tekjum Morgunblaðið/Kristján Löndun Í gær var unnið við löndun úr Víði EA, frystitogara Samherja, í Fiskhöfninni á Akureyri.       VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra opnaði formlega nýjan vef Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, klasar.is, á ráðstefnu sem efnt var til í gær. Einn helsti sérfræðingur heims á sviði klasa, Ifor Williams, flutti þar erindi og var einnig leiðbeinandi á námskeiði sem haldið var á mánudag til að kynna klasastarfið. Vaxtarsamningur Eyjafjarðar er samstarfs- verkefni opinberra og einkaaðila um uppbygg- ingu atvinnulífs við Eyjafjörð. Unnið er sam- kvæmt kenningum um fyrirtækjaklasa með samvinnu fyrirtækja, stofnana og sveitarfé- laga um eflingu atvinnulífs og bætt umhverfi fyrir atvinnustarfsemi. Lögð er áhersla á þær atvinnugreinar sem eru nú þegar sterkar í Eyjafirði og styðja þær enn frekar til að takast á við alþjóðlega samkeppni. Fyrirmynd vaxt- arsamningsins er sótt í þann klasa sem Íslend- ingar þekkja hvað best, Oulu í Finnlandi, en dæmi um alþjóðlegt fyrirtæki á því svæði er hátæknifyrirtækið Nokia. Í kringum það hafa mörg nýsköpunarfyrirtæki orðið til og byggst upp í hátækniklasa. Klasar eru skilgreindir sem landfræðileg þyrping tengdra fyrirtækja, birgja, þjónustuaðila og stofnana á sérhæfðum sviðum sem eiga í samkeppni en einnig sam- vinnu. Skilgreindir hafa verið fjórir klasar á Eyjafjarðarsvæðinu og verða þeir þunga- miðjan í Vaxtarsamningi Eyjafjarðar; Matvæ- laklasi, Ferðaþjónustuklasi, Mennta- og rann- sóknaklasi og Heilbrigðisklasi. Ráðstefna um Vaxtarsamning Mikill áhugi fyrir verkefninu Morgunblaðið/Kristján Vefur Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði nýjan vef Vaxtarsamnings Eyjafjarðar á ráðstefnu verkefnisins á Hótel KEA. Við hlið hennar stendur Sigríður Margrét Oddsdóttir frá IMG, sem stjórnaði ráðstefnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.