Morgunblaðið - 02.02.2005, Side 10

Morgunblaðið - 02.02.2005, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atvinnulífið á fimmtudögum á morgun TILLAGA til þingsályktunar um fjárhagslegan aðskilnað í rekstri útgerðar og fiskvinnslu var rædd á Alþingi í gær. Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, mælti fyrir tillögunni í upphafi þingfundar, en hann ásamt Jóhanni Ársælssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, er flutnings- maður hennar. Meginefni tillögunnar er að rík- isstjórninni verði falið að skipa þriggja menna nefnd sem fái það verkefni að semja frumvarp til laga um fjárhagslegan aðskilnað milli rekstrar og útgerðar annars vegar og fiskvinnslu í landi hins vegar. „Lögunum verði ætlað að skapa skilyrði til eðlilegrar verðmyndun- ar á öllum óunnum fiski á markaði og stuðla að heilbrigðum og gegn- sæjum viðskiptaháttum í fiskvið- skiptum, og koma þannig á eðlileg- um samkeppnisskilyrðum á því sviði,“ segir í tillögunni. Í greinargerð er m.a. vísað í 14. gr samkeppnislaga þar sem segir: „Þegar um er að ræða opinbert fyr- irtæki eða fyrirtæki sem starfar að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar er sam- keppnisráði heimilt að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað, annars vegar á milli þess hluta rekstrar fyrirtækisins sem nýtur einkaleyfis eða verndar og hins vegar þess hluta rekstrar sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. Skal þess gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi.“ Flutningsmenn segja í greinar- gerðinni: „Sé fullrar sanngirni gætt verður ekki annað séð en að fram- angreind ákvæði 14. gr. eigi fylli- lega við um þann mikla aðstöðu- mun sem skapast milli útgerðarfyrirtækja sem árlega fá úthlutað aflaheimildum og njóta þannig verndar með slíkum stjórn- valdsbundnum leyfum og hins veg- ar fiskvinnslufyrirtækja sem engr- ar slíkrar verndar njóta en starfa í óheftri samkeppni á markaði.“ Til- lagan hefur áður verið flutt á Al- þingi, en ekki hlotið afgreiðslu. Klædd í saklausan búning Margir þingmenn tóku þátt í um- ræðunum í gær. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að gríðarlegur aðstöðu- munur væri „milli þeirra aðila sem fengu úthlutað veiðiheimildum á sínum tíma og reka fiskvinnslu og þeirra sem reka eingöngu fisk- vinnslu og kaupa allt sitt hráefni af öðrum“. Hann sagði umrædda til- lögu þó eingöngu taka á bókhalds- legum og fjárhagslegum aðskilnaði. Skv. tillögunni væri ekkert því til fyrirstöðu að menn héldu áfram óbreyttu kerfi, þ.e. „að þeir sem bæði eiga útgerð og fiskvinnslu nýti áfram fiskinn af sínum bátum“. Hann efaðist um að menn fengju að reka hlutina með sama hætti í nokkurri annarri atvinnugrein, þ.e. „að þetta sé allt sama fyrirtæki frá upphafi til enda“. Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, sagði að vandi tillögunnar væri sá að hún væri ekki nógu skýr og vísaði m.a. til þeirra orða Jóns að tillagan fjallaði einungis um bókhaldslegan aðskiln- að. Einar taldi þó að verið væri að klæða tillöguna í saklausan búning. Með henni væri nefnilega verið að leggja til miklu meira en bara bók- haldslegan aðskilnað. „Það er verið að leggja til að það séu gerð hrein skil þarna á milli,“ sagði hann, þ.e. algjöran aðskilnað í rekstri útgerð- ar og fiskvinnslu. Einar sagði á hinn bóginn að allir hagsmunaaðil- ar hefðu talað um það „að krafan um það að slíta þarna algjörlega á milli [væri] krafa um það að veikja þessi sjávarútvegsfyrirtæki“. Þau myndu m.a. eiga erfiðara með að mæta kröfum viðskiptavinarins. Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, andmælti þessum orðum Einars og sagði: „Við skulum athuga hvernig landið liggur í rauninni á Íslandi í dag. Við erum annars vegar með fyrirtæki sem kenna sig við fiskvinnslu án út- gerðar. Svo erum við með fyrirtæki sem eru í fiskvinnslu en einnig í út- gerð. Það vill svo til að fyrirtækin, sem hafa verið að starfa í fisk- vinnslu án útgerðar, eru fyrirtækin sem hafa þurft af kappi og krafti að búa til markaði á erlendri grundu í þessari hörðu samkeppni sem þeir búa við.“ Hann sagði að útgjöld vegna hráefnis væru mishá. Hlutur slíkra útgjalda í rekstri fiskvinnslu án útgerðar væri allt upp í 80%, en hlutur þeirra í rekstri fiskvinnslu með útgerð væri allt að 40%. Þetta væri ástæða stöðnunar í íslenskum sjávarútvegi. „Það er verið að meina ungu íslensku fólki að koma inn í fiskvinnslu með eðlilegum hætti.“ Þingsályktunartillaga um fjárhagslegan aðskilnað í rekstri útgerðar og fiskvinnslu Skapar skilyrði til eðli- legrar verðmyndunar ÞINGFUNDUR hefst kl. 12. í dag. Á dagskrá eru tuttugu fyrirspurnir til ráðherra. M.a. verður spurt um samráð olíu- félaganna, þjónustu við inn- flytjendur og aðgerðir til að draga úr offitu barna. JÓHANN Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir til- lögu til þingsályktunar á Alþingi í gær um að ríkisstjórninni verði falið að endurskoða fyrirætlanir um sölu Símans „með það að markmiði að tryggja eðlilega samkeppni á fjar- skiptamarkaði og uppbyggingu á fjarskiptaneti landsins,“ eins og seg- ir í tillögunni. „Í þessu skyni verði grunnnet Símans skilið frá öðrum rekstri og tryggt að eignarhald þess verði til framtíðar óháð öðrum fyr- irtækjum í fjarskiptaþjónustu.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. í um- ræðunni um þingmálið að Síminn hefði beitt bæði verðlagningu og tæknilegum hindrunum til að koma í veg fyrir að önnur fjarskiptafélög gætu boðið upp á nægilega góða þjónustu. Jónína Bjartmarz, þing- maður Framsóknarflokksins, mót- mælti þeim orðum. Lúðvík Berg- vinsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sagði hins vegar mýmarga úrskurði til um það að Síminn hefði í gegnum tíðina brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. í umræðunni að hægt væri að ná pólitískri sátt um að skilja grunnnet Símans eftir við sölu hans. Jóhann sagði í upphafi máls síns að allt frá því að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefði ákveðið að stefna að sölu Símans hefðu verið deilur um málið. „Samfylkingin hefur stutt þá einkavæðingu á fjarskiptamarkaði sem í þessu felst, en sett það að skil- yrði fyrir stuðningi við málið að grunnnet Símans yrði skilið frá öðr- um rekstri og tryggt að eignarhald þess verði til framtíðar óháð öðrum fyrirtækjum í fjarskiptaþjónustu. Yfirburðir Símans á fjarskiptamark- aði hljóta að fela í sér verulegan vanda þótt ekki bætist við að fyr- irtækið hafi öll önnur fjarskiptafyr- irtæki í greip sinn vegna eignarhalds á öllum mikilvægustu farvegum fjar- skipta,“ sagði þingmaðurinn. Verið að skapa tvenns konar samfélag Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, minnti á að þingmenn Vinstri grænna hefðu lagt fram þingmál á Alþingi um að söluferli Símans yrði stöðvað og endurskoðað í heild sinni. „Það er alveg ljóst að fjarskipti – símaþjónusta – eru [sú] grunnalmannaþjónusta, sem allir landsmenn eiga að hafa jafnan að- gang að.“ Hann sagði að sú tillaga sem hér væri til umræðu væri góðra gjalda verð. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að það væri kunnara en frá þyrfti að segja að Síminn hefði beitt bæði verðlagn- ingu og tæknilegum hindrunum til að koma í veg fyrir að önnur fjar- skiptafélög gætu boðið upp á nægi- lega góða þjónustu. „Það gildir ekki síst um hinar dreifðu byggðir,“ sagði hann. Umrætt þingmál væri því ekki síst landsbyggðarmál. „Við þing- menn sem höfum verið iðin við að fara út á landsbyggðina til að tala við fólkið, heyrum þetta nánast á hverj- um einasta fundi; menn koma upp og hafa áhyggjur af því að það sé verið að skapa tvenns konar samfélag inn- an hins netvædda heims á Íslandi. Annars vegar það samfélag sem býr við háhraðaþjónustu, hágæðaþjón- ustu, að því er netfjarskipti varðar. Og hins vegar samfélag úti á landi sem býr við miklu verri kost á tímum þar sem fjarmenntun, fjarkennsla og hvers konar fjarviðskipti færast í vöxt.“ Sagði hann að þetta mál myndi skipta sköpum varðandi sam- keppnishæfni landsbyggðarinnar. Reynt verði að ná pólitískri samstöðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði umrætt þingmál mjög brýnt og tíma- bært. Það væri mikilvægt að Alþingi og ríkisstjórn tækju á málinu hið fyrsta. Ingibjörg rifjaði upp að fyrir allnokkrum árum hefði verið ákveðið að stefna að sölu Símans. „Þá virðist vera að ríkisstjórnin hafi markað sér þá stefnu að selja þetta í einu lagi, þ.e. bæði þessa virðisaukandi þjón- ustu og fjarskiptaþjónustu Símans og hins vegar grunnnetið líka, við andmæli m.a. frá Samfylkingunni. Nú kann vel að vera að menn hafi á þeim tíma, einhverra hluta vegna, talið að það væri skynsamleg leið að fara. En ég held að allir hugsandi menn hljóti að sjá það í dag að þessi leið er sú leið sem kannski er hvað verst ef til sölu Símans kemur. Og ég er næstum því sannfærð um það að ef menn töluðu saman um þetta mál, og færu vel yfir það, þá væri hægt að ná um það pólitískri samstöðu að fara ekki þessa leið að selja grunn- netið með fjarskiptaþjónustu Sím- ans, eða þeirri virðisaukandi þjón- ustu sem Síminn er með á sínum snærum.“ Umræða um tillögu um sölu Símans án grunnnetsins Saka Símann um að beita hindrunum Morgunblaðið/Jim Smart Margir alþingismenn tóku þátt í umræðum um sölu Símans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.